Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 12
12 MiOvikudagur 24. mal 1978 Aðdragandi og bygging Höfða- heimUisins Blm. Timans fékk Daniel Agústinusson til að segja sér örlitið frá aðdraganda og bygg- ingu dvalarheimilisins Höfða. Viö spuröum Daniel fyrst hver hefði verið aðdragandi aö stofnun dvalarheimilisins Höfða. Daniel: Eftir bæjarstjórnar- kosningarnar 1970 var myndaður vinstri meirihluti þriggja flokka á Akranesi. Hann var einhuga i þvi að taka bygg- ingu dvalarheimilis fyrir aldraða upp i málefnasamning sinn. Aður höföu Sjálfstæöis- flokkur og Alþýðuflokkur farið með stjórn Akraneskaupstaðar i 10 ár og hja þeim var nýtt elli- heimili bannorð. Bærinn hafði að visu rekiö elliheimilisíöan 1939, en það var i þröngu og gömlu húsnæði og þvi langt á eftir kröfum timans, enda þótt það gerði mikið gagn og leysti vanda margra. Hvert var svo næsta sporiö? Daniel: Arið 1970 var fyrst skipuð 7 manna undirbúnings- nefnd og 1974 5 manna stjórn til að byggja og reka heimilið. Formaöur frá öndverðu hefur verið Jóhannes Ingibjartsson tæknifræðingur hér i bæ. Einn af þessum fimm stjórnarmönnum er kjörinn af hreppunum fjórum sunnan Skarðsheiöar, en þeir eru eigendur aö 1/8 dvalar- heimilisins. Hér er þvi um sjálfseignarstofnun hreppanna og Akraneskaupstaöar að ræöa. Hvenær hófust framkvæmd- ir? Daniel: Framkvæmdir hófust 1972 og fyrstu ibúarnir fluttu inn i byrjun febrúar sl. Hver Daniel Agústinusson. vistmaður eöa hjón fá til um- ráöa litla ibúð 28 fm fyrir ein- stakling en 43 fm fyrir hjón. 1 hverri ibúð er lltið svefn- herbergi, stofa, baö og anddyri með eldunaraöstöðu. Allt er miðaö við að hver einstaklingur geti lifaö sjálfstæöu lifi, haft sin eigin húsgögn og þannig verði sem minnst röskun á högum hans við flutning á dvalar- heimilið. Hvaö er komið mikið fé i þessa byggingu? Byggingarkostnaður um siÖ- ustu áramót nam 200 m. kr., en þegar siöari áfanginn veröur fullbúinn, liklega i sumar eða haust, veröur aö öllum likindum búið að kosta um 300 m. kr. til þessarar byggingar, sagði Daniel Agústinusson að lokum. Til sölu eru tveir steypubilar. Benz ’65 með 3ja rúmmetra tunnum af Stettler og Mulder gerð, ásamt ýmsum fylgihlutum. Upplýsingar i sima (98)1295 og (98)1933 á kvöldin. Merkibyssur og skot Hin fullkomna lausn fæst með Dennison BENCO Bolho/ti 4 S. 91-21945 Þótt um hann megi deila kemur hann öllum aðilum til góða. Fólkið fær meira i sinn hlut og fyrirtækin betri hráefnis- nýtingu, en hún er stórmál fyrir þjóðarbúið. — Segja má, að ef allir landshlutar fengju svipaða nýtingu og Vestfirðingar myndi það sennilega þýða 4—6 mill- jarða gjaldeyristekjur fy rir, eða svipað og aflaverðmæti 10 skuttogara. En það er kannski erfitt að bera sig saman við Vestfirðing- ana, ég þekki nú marga sem fluttust á Skagann á sinum tima og ég held að þeir séu bara flest- ir göldróttir bætir Haraldur við og hlær. — Hvernig finnst þér bæjar- yfirvöld hafa staðið að atvinnu- málum undanfarið? — Atvinnuástand hefur verið gott i bænum og mikið um fram- kvæmdir. Ég tel, að alltaf sé hægt að gagnrýna alla skapaða hluti, og ég held að litið heyrist orðið annað, þvi miður. Lenging hafnarinnar á eftir á að atvinnuástand á þessu svæði batni stórlega á næstu árum” — segir Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar og Co á Akranesi SSt— Ef til vill finnst ein- hverjum það vera aö bera i bakkafullan lækinn að kynna eitt stærsta og elzta útgerðar- fyrirtæki landsins, Haraldur BöðvarssonogCo h/f, Akranesi. Þar hafa aðrir lagt hönd á plóg og er skemmst að minnast bókarinnar „Til fiskiveiða fóru”, sem gefin var út i tilefni sjötiu ára afmælis fyrirtækisins á siðasta ári. Sú bók var tileink- uð starfsfólki fyrirtækisins fyrr og nú og hefur að geyma viðtöi við 30 menn og konur sem starfað hafa við fyrirtækið. Við- tölin i bókinni sem Sigurdór Sigurdórsson blaðamaöur tók spegla vel atvinnuhætti Akur- nesinga allt frá þvi þeir hættu að gera út frá Sandgerði i kringum 1930. Það er ekki ætlunin að gera neina heildarúttekt á fyrir- tækinu, heldur rabba litillega við framkvæmdastjóra þess, Harald Sturlaugsson, um ýmis- legt er snertir fyrirtækið og at- vinnulíf á Skaganum. Haraldur er þriðji ættliðurinn, sem stýrir þessu fyrirtæki. — Hversu mörgum veitir fyrirtækið atvinnu, Haraldur? — Að staðaldri vinna hjá fyrirtækinu 250 manns að sjó- mönnum meðtöldum. Gefnir voru út 750 launaseðlar árið 1977 og vinnulaun og hlubr sama ár voru um 400 milljónir. — Hefur fyrirtækið nægjan- legt hráefni til að halda uppi fullri atvinnu? — Undanfariö höfum við veriö mjög heppnir. Við höfum ekki þurft að segja fólki upp vegna hráefnisskorts, enda vona ég að málum verði svo komið fyrir að slfkar uppsagnir heyri fortiðinni tíl. Stór fyrirtæki geta aldrei gengið lengi með óstöðugri vinnu. En þvi berekki að leyna, að við höfum verið heppnir, eins og ég sagði áðan, og getað haldið uppi allgóðu atvinnu- ástandi i frystihúsum og fisk- verkunarstöðvum. Og það er vegna þess, að skipin sem færa afla á land hér til vinnslu hafa staðið sig meira en vel, en þrátt fyrir það er húsakosturinn og tækin sem fyrir hendi eru ekki fúllnýtt. Togarinn Haraldur Böðvars- son gefur okkur jafnasta hrá- efnið, og án hans byggi fyrir- tækið við algert atvinnuleysi. Þegar þetta er skoðað er grund- völlurinn ekki nægilega traustur, þvi ef þessi togari bilar, erum viö nánast stopp og þar af leiðandi hundruö manna atvinnulausir. — Nú fenguð þiö á siðasta ári leyfi til að kaupa skuttogara. Hvað liður þvi máli? — Já, það er rétt og aö þvi máli er stöðugt unnið. Ég taldi það lifsspursmál fyrir fyrir- tækið aðfá annan togara og ekki siður fyrir fólkið, sem byggir af- komu sina á þessu. Þaö á heimtingu á öruggri atvinnu. — Eru einhverjar nýjungar á döfinni hjá ykkur? — Sem betur fer er alltaf ein- hver breyting i rétta átt. Nýlega var tekinn upp bónus i frystihúsunum hér á Akranesi. að minnka hreyfinguna i höfn- inni mikið enda þörfinbrýn, þar sem skipin hafa stórskemmzt á undanförnum árum. Annars held ég að útgerðar- fyrirtækin i bænum liti á sig sem nokkurs konar bæjarútgerð, en bæjarutgerð sem þarf aðstanda á eigin fótum og þiggur ekki styrki frá bænum eins og aðrar slikar útgerðir gera. Þó að eg viðurkenni fúslega að stundum getí dregizt að greiða gjöldin, þá vita þeir hjá bænum að allar klær eru úti til að standa i skilum áður en hamarinn fellur. — Að lokum, Haraldur. Ertu bjartsýnn á framtiðina? — Já, ég er það. Ef skynsam- lega er á málum haldið verður nægur fiskur eför nokk- ur ár, en þá verður lika að hlusta á fiskifræðingana. Sumargotsildin er i miklum uppgangi og á eftír að stórbæta atvinnuástandið i þessum landshluta á haustín. Þar að auki eru margir ónýttir mögu- leikar fyrir hendi i sjávarútvegi landsmanna, sem eiga eftir að sjá dagsins ljós, sagði Haraldur Sturlaugsson aö lokum. MT Haraldur Böðvarsson AK 12 er nýjasta skip fyrirtækisins., ÞaO er 34. skipið i eigu þess, en skipstjórar á þeim skipum hafa veriO 150 frá upphafi. llaraldur Sturlaugsson á skrifstofunni. A veggnum er mynd af föOur Haraldar, Sturlaugi H. BöOvarssyni og fyrir ofan hana lágmynd af Haraldi BöOvarssyni og konu hans. „Bjartsýnn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.