Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. mai 1978 11 komu þvi i gegn i vetur að skjól- stæðingar þeirra fengu leyfi til að breyta verzlunar- og iðnaðarhúsnæði i smáibúðahús- næði. En til þess að komast hjá skipulagsvandkvæðum urðu þeir að banna búsetu 2-12 ára barna þar. Verndun gamalla húsa. Sp. Nú er ég persónulega mjög hrifin af gömlu bæjar- hverfunum hér i Hafnarfirði og ég veit að það eru fleiri. Hver er stefna ykkar i verndun gamalla húsa? Eirikur: Okkur ber skylda til að vernda gömlu byggðina hér i Firðinum og ég vil leggja áherzluá að það má ekki breyta svip gamla bæjarins. Þegar Hafnarfjörðurbyggðist var ekki farið eftir neinu skipulagi, húsin voru byggð i hraunbollum, eins og nöfn margra þeirra gefa til kynna. Við vonum að heildar- svipur gamla bæjarins taki ekki meiri breytingum til hins verra en þegar er orðið. Strætisvagnar og heilsugæzlustöð Sp. Eru strætisvagnasam- göngur hér fullnægjandi? Markús: Strætisvagnaþjón- ustan hér innanbæjar hefur ver- ið léleg eftir að bærinn stækkaði ogþað ermjögerfittfyrir fólk að komast á milli bæjarhluta auk þess sem fólk i Norðurbænum og syðst i Suðurbænum á langa leið að fara á næstu biðstöð Sem betur fer hefur tekizt að lagfæra þetta dálitið og er ætlunin aðstrætisvagnarfariaö ganga i Norðurbæinn. Það er mikið ánægjuefni og hafa Framsóknarmenn hamrað á þessu allt þetta kjörtimabil. Miglangar tilaðvekjaathygli á þvi að i stefnuyfirlýsingu okk- ar er lögð áherzla á að nauðsyn sé að hafinn verði undirbúning- ur að byggingu nýrrar heilsu- gæzlustöðvar fyrir Hafn- firðinga. Henni yrði væntanlega valinn staður á Sólvangs- svæðinu. Núverandi heilsu- gæzlustöð er i leiguhúsnæði og býr við vaxandi þrengsli. Sjálfstæði i atvinnu- málum Sp. Nú er það vitað að margir Hafnfirðingar sækja atvinnu til Reykjavikur. Hver er stefna ykkar i atvinnumálum Hafnar- fjarðar. Eirikur: Okkur ber að hafa i huga að þegar að kreppir er ekki hægt að treysta á atvinnu- fyrirtækin i Reykjavik. Þvi verðum við að tryggja eftir þvi sem það er á valdi bæjar- stjórnarinnar að næg atvinna sé hér i bænum. Við verðum að leitast við að laða hingað til bæjarins ný og traust atvinnu- fyrirtæki. Þá er það ekki siður mikil- vægt að rekstri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar verði komið á traustan grundvöll, þar sem fjöldi fólks á að geta stundað trygga atvinnu. 1 þvi skyni höf- um við haft það að markmiði að hingað verði fengin hagkvæm- ustu skip til hráefnisöflunar og að betra hráefni og vetri nýt- ingu verði náð i vinnslu aflans. GV Dagheimilið Viöivellir, sem byggt var á þessu kjörtlmabili. Tlmamyndir: GE friölýst fyrir nokkrum vikum. Framsóknarmenn telja þaö upplagt aö Búast má viö miklum gatnageröarframkvæmdum i Hafnarfiröi á komandi kjörtimabili. t irðarmálum Hafnarfjarðar ■éttan kiöl Fyrirlestrar í norræn um og germönskum fræðum við H.í. Kappreiðar Gusts Hinar árlegu kappreiðar hesta- mannafélagsins Gusts i Kópavogi verða haldnar næstkomandi sunnudag á Kjóavöllum. Hefjast þær kl. 14 með hópreið félags- manna. Góðhestar i A og B flokki verða sýndir og dæmdir. Keppt verður i 250 metra skeiði, 250 metra fola- hlaupi, 300 metra stökki og 1500 metra brokki. Sýnd verða og dæmd unghross i tamningu og einnig fer fram unglingakeppni. A laugardag verða stóðhestar dæmdir á hinum nýja æfingavelli félagsins og hefurdómnefnd störf kl. 10. Dæmt verður eftir reglum L.H. Er hér um að ræða úrtöku- keppni fyrir landsmót hesta- manna, er haldið verður á Þing- völlum i sumar. 1 A flokki verður keppt um farandbikar, sem Byggingavöru- verzlun Kópavogshefur gefið. 1 B flokki er keppt um farandbikar, sem fyrirtækið Ora i Kópavogi hefur gefið. A annað hundrað hestar eru skráðir til keppni og eru það nokkuð fleiri hestar en hafa áður verið skráðir á kapp- reiðum félagsins. Kurt Schier dr. pil, prófessor i norrænum og germönskum fræð- um við háskólann i Munchen, flytur tvo opinbera fyrirlestra i boði heimspekideildar Háskóla íslands dagana 26. og 29. mai nk. Fyrri fyrirlesturinn verður flutt- ur föstudaginn 26. mai og nefnist ,,Snori>is mythology: Some observations concerning his sources.” Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og hefst kl. 17.15. Seinni fyrirlesturinn verður fluttur mánudaginn 29. mai og nefnisthann „Konradi Maurer og Islandsferð hans 1858”. Verður sá fluttur á islenzku. öllum er heimill aðgangur á fyrirlestra þessa en þeir veröa báðir haldnir i stofu 201 i Arna- garði. J.C. Vik efnir til kaffidrykkju á kosningadaginn i Rvík. J.C. Vik i Reykjavik efnir til kaffidrykkju að Hótel Loftleiðum 28. mai nk. milli kl. 15 og 17. A þessum kosningadegi til borgar- stjórnar vill J. C. Vik vekja athygli á væntanlegu byggðar- lagsverkefnisinu sem er að stuðla aðbættri tómstundaaðstöðu lang- legusjúklinga. Félagið er ný- stofnaðogerþettai fyrsta sinn að það lætur að sér kveða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.