Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 23
Mi&vikudagur 24. mai 1978
23
O Glundroði
und, Reykjavik 1.458 þiísund, en
Ólafefjörð 1.641 þúsund. Þetta
stafar ekki af þvi, að færrasé af
öldruðu fólki i ólafsfirði en ann-
ars staðar eða ólafsfirðingar
barnfærri en gengur og gerist.
Þar kemur til atorka fólks sjálfs
og sú rækt, sem lögð hefur verið
við arðgæft atvinnulif. Og ekki
er heldur til að dreifa tekjum
rikislaunaðra embættismanna i
neinu hlutfalli við það, sem ger-
ist i Reykjavík.
Arið 1977 voru meðaltekjur
Ólafsfjarðarkaupstaðar af út-
svörum, aðstöðugjaldi og fast-
eignagjöldum 79.612 krónur á
hvern framteljanda, en i
Reykjavik 101.173 krónur. Bæj-
arstjórnin i ólafsfirði hefur þvi
ekki seilzt nándarnærri jafn-
djúpt f vasa skattþegnanna og
borgarstjórnin i Reykjavik. í
Ólafsfirði en gjaldheimtan
mikluminniað meðaltali heldur
en i Reykjavik, þó að meðal-
brúttótekjur ólafsfirðinga séu
hærri
Samt sem áður hefur meiri-
hlutinn, sem þar stjórnar, skip-
aður mönnum, sem ekki eru i
einum og sama flokki, getað
framkvæmt meira á vegum
bæjarins en áður var gert. Eft-
irtaldar framkvæmdir og fram-
lög má meta i ljósi þess, að i
Ólafsfirði eru ibúar um 1150.
Stöðug uppbygging hafnar-
innar, veruleg framlög til út-
gerðar togarans Ólafs bekks,
sem bærinn á að einum þriðja,
öflun meira af heitu vatni og
dælubúnaðar og aukning hita-
veitunnar, nýr geymir til miðl-
unar á köldu vatni tekinn i
notkun og hafin lagning nýrrar
aðveituæðar, samfelld vinna við
byggingu heilsugæzlustöðvar,
sjúkraskýlis og dvalarheimilis
aldraðs fólks, miklar gatna-
gerðarframkvæmdir og tiu ára
áætlun um gatnagerð, hafin
bygging niu leigu- og söluibúða
og tveimur lokið, lokið frágangi
verknámsálmu gagnfræðaskól-
ans, endurbætur á barnaskólan-
um, studd bygging nýs hótels,
keyptar stórvirkar vinnuvélar,
nýr knattspyrnuvöllur tekinn i
notkun, keypt jörð til stækkunar
á bæjarlandinu og það girt og
nýtt aðalskipulag lagt fram.
Jafnframt hafa framlög til snjó-
moksturs og iþróttasamtaka
verið stóraukin, stöðugt verið
rekinn leikskóli og heimild feng-
in til nýbyggingar.
Þetta dæmi sýnir, hvaða hald
er i þeim kenningum Sjálf-
stæðisflokksins, að háski fylgi
þvi, efhannmissir meirihlutann
i einhverju bæjarfélagi. Það
sýnir, að fleiri geta farið með
fjármál og framkvæmdir en
einhverjir örfáir menn úr Sjálf-
stæðisflokknum, og það er lika
talandi dæmi um það, að menn
geta unnið saman með farsæld,
þótt þeir séu ekki flokksbræður.
Þetta dæmi ómerkir áróður
sjálf stæðismeirihlutans i
Reykjavik.
0 Þingeyri
H-listi, listi óháðra:
Kristján Gunnarsson vélsmiður,
Guðmundur Valgeirsson
sjómaður,
Sigmundur Þórðarson nemi,
Ingibjörg Þorláksdóttir hús-
móðir,
Steinar Sigurðsson sjómaður.
V.-listi, listi vinstri manna:
Gunnar Benedikt Guðmundsson
hefilstjóri. __
Katrin Gunnarsdóttir húsmóðir,
Skarphéðinn Njálsson vélstjóri,
Elias Þórarinsson bóndi, Sveins-
eyri,
Höskuldur Ragnarson.
Kennarar —
Kennarar
Kennara vantar að barna og unglinga-
skóla Bolungarvikur.
Kennslugreinar, auk almennrar kennslu:
Stærð- og eðlisfræði i 6. til 9. bekk, mynd-
og handmennt, iþróttir og forskóla-
kennsla.
Upplýsingar gefa Gunnar Ragnarsson,
skólastjóri i sima (94) 7288 og sr. Gunnar
Björnsson formaður skólanefndar i sima
(94)7135.
Frá gagnfræðaskóla
Keflavíkur
Nokkra kennara vantar að skólanum
næsta vetur.
Meðal kennslugreina:
íslenzka, enska, danska og leikfimi pilta
og stúlkna.
Upplýsingar gefur skólastjóri simi 1135 og
2597.
Skólanefnd Keflavikur.
Frá barnaskólanum í
Keflavík
Nokkra kennara vantar að skólanum
næsta vetur.
Meðal kennslugreina:
íþróttir drengja og stúlkna, eðlisfræði,
myndmennt og leshjálp.
Upplýsingar gefur skólastjóri, simi 1450
og 2959.
Skólanefnd Keflavikur.
hljóðvarp
Miðvikudagur
24. mai
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfmi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.100. Morgunbæn kl. 7.55.
Morguntund barnanna kl.
9.15: Sigriður Eyþórsdóttir
les „Salómon svarta”, sögu
eftir Hjört Gislason (3). Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög
milli atriða. Kirkjutónlist
kl. 10.25:Frá Bach-vikunni i
Ansbach i fyrra Felicity
Palmer, Anna Reynolds,
Kurt Equiluz og Philippe
Huttenlocher syngja með
Lausaune-kórnum, blásur-
um úr Filharmóniusveit
Berlinar og Bachhljóm-
sveitinni i Ansbach. Stjórn-
andi Michel Corboz. a. Tveir
þættir úr Messu i F-dúr. b.
„Preise, Jerusalem, den
Herrn” kantata nr. 119.
Morguntónleikar kl.. 11.00:
Kammersveit undir stjórn
August Wenzinger leikur
Hljómsveitarkonsert i
A-dúr eftir Telemann/Sans-
souci flautuflokkurinn leik-
ur Konsert fyrir fimm flaut-
ur i D-dúr eftir Boismor-
tier/Hátiðarhljómsveitin i
Bath leikur Hljómsveitar-
svitu nr. 3 i D-dúr eftir
Bachi Yehudi Menuhin
stjórnar.
12.00 Dagskrain. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Gler-
húsin” eftir Finn Söeborg
Halldór S. Stefánsson les
(3).
15.00 Miödegistónleikar La
Suisse Romande hljóm-
sveitin leikur „Gullhanann”
hljómsveitarsvitu eftir
Rimsky-Korsakovj Ernest
Ansermet stjórnar. Jascha
Heifetz og Sinfóniuhljóm-
sveitin i Dallas leika Fiðlu-
konsert i þrem þáttum eftir
Miklos Rózsa; Walter Hendl
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn Halldór Gunn-
arsson kynnir.
17.20 Litli barnatiminn Finn-
borg Scheving sér um tim-
ann.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Einleikur i útvarpssal:
Halldór Haraldsson leikur
Pianósónötur i f-moll op. 57
„Apppasionata” eftir Beet-
hoven.
20.00 Að skoða og skilgreina
Kristján E. Guðmundsson
sér um þáttinn og flytur á-
samt Pétri Guðbjartssyni.
Fjallað um eskimóa og m.a.
rætt við Asa i Bæ. (Aður á
dagskrá i feb. 1976)
20.45 Iþróttir Hermann Gunn-
arsson sér um þáttinn.
21.05Dúettar úr óperum
Placido Domingo og Sherill
Milnes syngja dúetta eftir
Bizet, Verdi og Ponchielli.
21.25 Hammúrabi og heims-
riki Babýloniumanna Jón R.
Hjálmarsson fræðslustjóri
flytur erindi.
21.50 Triósónata i e-moll eftir
Bach Leopold Stastny leikur
á þverflautu, Nikolaus
Harnoncourt á selló og Her-
bert Tachezi á sembal.
22.05 Kvöldsagan: Ævisaga
Sigurðar Ingjaldssonar frá
Balaskarði Indriði G. Þor-
steinsson les siðari hluta
(12).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir
22.50 Svört tónlist Umsjón:
Gerard Chinotti. Kynnir:
Jórunn Tómasdóttir.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Miðvikudagur
24. mail978
19.00 On WeGoEnskukennsla.
28. þáttur frumsýndur.
19.15 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Kvikmyndaþátturinn 1
þessum þætti verður m.a.
f jallað um sviðsetningu með
dæmum úr biómyndum. Þá
verður kannað, hvað verður
um kvikmyndir, þegar
leigutimi þeirra er útrunn-
inn hjá kvikmyndahúsum.
Umsjónarmenn Erlendur
Sveinsson og Sigurður
Sverrir Pálsson.
21.15 Charles Dickens (L)
Brefzkur myndaflokkur. 8.
þáttur. EignirEfni sjöunda
þáttar: Teiknarinn Robert
Seymur, sem myndskreytt
hefur „Ævintýri Pick-
wicks”, fellur frá, og Hablot
Browne er fenginn til aö
taka viðstarfihans. Charles
Dickens hefur nú ágætar
tekjur af ritstörfum sinum.
Hann byrjar á nýrri skáld-
sögu, Oliver Twist.Eigin-
kona hans er þunguð, en
heimilislifið er ekki eins og
bezt yrði á kosið. Þýðandi
er Jón O. Edwald.
22.05 Nytjaskógur i hafinu (L)
Brezk heimildamynd um
þangvinnslu við strendur
Kaliformu. Þangskóginum
stafar mikil hætta af igul-
kerum, og þvi reyna menn
að rækta þang annars stað-
ar. Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
22.30 Dagskrárlok.
Sprungu- og
þakþéttingar
á gamalt og nýtt með
álkvoðu* 10 ára
ábyrgð á efni og
vinnu. (Sem endist i
20-30 ár). Einnig
múrviðgerðir, flisa-
lagnir og pússning.
Álþétting s.f.
Simi 91-24954 og
20390 eftir kl. 16.
Ljósmóðir óskast
i sumarafleysingar i ágúst og september
mánuði. Upplýsingar gefur hjúkrunar-
framkvæmdarstjóri i sima 95-5270.
Sjúkrahús Skagfirðinga,
Sauðárkróki.
Auglýsing
Skólastjórastaða og tvær stöður sérkennara viö sér-
kennslustöð aö Staðarfelli I Dölum eru lausar til umsókn-
ar.
Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 16. júni
1978 ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Menntamálaráðuneytið 22. mai 1978
—
Eiginmaður minn og faðir okkar
Séra
Jóhannes Pálmason
andaðist á Landsspitalanum hinn 22. mai s.l.
Aðalheiður Snorradóttir
og börn.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðar-
för
Eysteins Björnssonar
Helga Eysteinsdóttir, Ólafur Þorláksson,
Brynhildur Eysteinsdóttir, Karl Þorláksson,
Hólmfriður Eysteinsdóttir, Björn Eysteinsson,
Svanhildur Eysteinsdóttir, Georg Agnarsson,
Gestur Eysteinsson,
Kári Eysteinsson, Fjóla Brynjólfsdóttir,
Asdis Eysteinsdóttir, Asmundur Kristjánsson.