Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 24. mai 1978 15 Vorkappreiðar Fáks — veðbanki starfræktur Kás — A laugardaginn kemur verða haldnar vorkappreiðar hestamannafélagsins Fáks að Víðivöllum. Þegar hafa 100 hestar verið skráðir til leiks, og hafa aldrei fleiri skeiðhestar verið skráðir nokkurn tima i sögu fé- lagsins. Þar má nefna Fannar Harðar G. Albertssonar, Vafa, Erlings Sigurðssonar og hina þekktu skeiðhesta Þorgeirs i Gufunesi, og verður hann sér- staklega heiðraður fyrir góða þátttöku í gegnum árin. í 350 metra stökki má telja hin- ar landsþekktu hlaupahryssur Loku og Glóu svo og Islands- Grána, ættaðan úr Rangárvalla- sýslu. I 800 metra stökki keppa 18 hestar. Þar má nefna Smára úr Rangárvallasýslu, Þrótt Ragnars Tómassonar, Jerimias Baldurs Oddssonar, Hvell Ragnars Björgvinssonar að ógleymdum Þjálfa Sveins K. Sveinssonar, auk margra annarra. Veðbanki verður starfræktur á kappreiðunum, en að þeim lokn- um verður dregið i happdrætti Fáks. Byrjað á Beráttelsen om Sa;m á næstunni: Kvikmynd um efni Hrafnkels Höfundur og leikstjóri koma hingað í sumar til að vinna að gerð hennar sögu Byrjað verðui- að kvik- mynda sögu tíins þekkta sænska skálds, Per Olaf Sund- mans, BerSttelsen om Sam, sem byggð er á sögu Hrafn- kels Freysgoða, isumar. Og af þvi tilefni munu höfundur og leikstjóri koma hingað til lands i sumar til að vinna að gerð myndarinnar. Það er þýzka kvikmynda- fyrirtækið Ziegler i Vestur- Berlin sem stendur að gerð myndarinnar en leikstjóri er Peter Stein, sem er einn margra upprennandi manna i þýzkri kvikmyndagerð um þessar mundir. Enskt tal verður með myndinni og er það gert með alþjóðamarkað i huga. Aætlað er að ljúka við myndina næsta sumar. Nokkrar af gjöfum Lionsklúbbsins Týs til Kjarvalshússins á Seitjarnarnesi. Þjálfunar- og athugunarstarf- seminni berast góðar gjafir Félagar úr Lionsklúbbnum Tý hafa verið sérstaklega artarlegir við Kjarvalshúsið á Seltjarnar- nesi, þar sem rekin er marghátt- uð þjálfunar- og athugunarstarf- semi fyrir forskólabörn, sem þarfnast athugunar vegna frá- vika i þroska. Sérstaklega hafa þeir styrkt Leikfangasafnið, sem lánar valin leikföng og bækur heim til barna með frávik frá eðlilegum þroska. Hafa Lionsmenn i Tý lagt vinnu i frágang og viðhald á leikvelli og gefið peningagjafir til kaupa á þjálfunartækjum og góðum leik- föngum. Ennfremur hafa þeir gefið kvikmyndatökuvél og kvik- myndasýningarvél. Á sl. ári sýndu þeir félagar enn stórhug sinn, er þeir afhentu deildinni kr. 500.000.00 er varið skyldi til kaupa á kennslu- og þjálfunartækjum, m.a. sérhæfð málörvunarverkefni, tæki til sjúkraþjálfunar, segulband og fl. Er starfsfólkið við Kjarvalshúsið að vonum mjög þakklátt fyrir. Orkubú Vestf jarða: Stærsti óvissuþátturinn er verð raforkunnar Ólafur Þórðarson. Kás — Það má segja að fram- kvæmdaáætlunin liggi fyrir, en hún er sú að auðvelda dreifingu raforku strax og byggðalinan kemst á frá Mjólkárvirkjun. Jafnframt eru i athugun ýmisleg- ar framkvæmdir varðandi jarð- varmaveitu, sagði ólafur Þórðar- son, skólastjóri á Suðureyri, en hann sat aðalfund Orkubús Vest- fjarða sem haldinn var fyrir skömmu og starfrækt hefur verið frá áramótum. Sagði Ólafur að ekki hefðu nein stórtiðindi skeð á fundinum, málin væru að komast af stað. Stærsta óvissuþátturinn varð- andi reksturinn sagði hann vera verð raforkunnar sem fengist frá Mjólká hvort hún fengist á heild- söluverði eða hvort lagt yrði á lengdargjaid. Hið eina sem ákveðið væri i þessu sambandi er, að Rafmagnsveitur rikisins sjá um uppsetningu linunnar, aðrir þættir væru ekki komnir á hreint. Þarna væri um hreint skipulags- mál að ræða sem heyrði undir rikisvaldið, þar sem þessi mál væru yfirleitt ekki komin á fast plan. En i reynd væri þetta aðal- atriðið varðandi rekstur Orku- búsins, hvort gengi eða ekki. Þá sagði Ólafur, að samþykkt hefði verið á fundinum, að endur- skoða reglugerð þá sem gefin heföi verið út um Orkubúið, en ekkert samráð hefði verið haft við þau sveitarfélög sem aðilar eru að þvi. Var stjórninni faliö að annast þá endurskoðun, en hún var öll endurkosin á fundinum. Aö lokum sagði ólafur, að eftir væri að ganga frá endanlegu samkomulagi um eignaraðild, þar sem ekki hefðu öll sveitarfé- lögin á svæðinu gerzt stofnaðilar. Trúlega reyndi á þann þátt máls- ins á þessu ári. Það væri nauð- synlegt að sami aöilinn færi með framkvæmd raforkumála og jarðvarmaveitu á Vestfjörðum, þannig að orkan nýttist á sem hagkvæmastan hátt. Nýtt verð á humri Samkomulag hefur nú náöst I Verðlagsráði um eftirfarandi lág- marksverð á ferskum og slitnum humri á humarvertið 1978: 1. fl. óbrotinn humarhali, 25 gr. og yfir: 1.700 kr. hvert kg. 2. fl. óbrotinn humarhali, 10 gr. að 25 gr. og brotinn humarhali 10 gr. og yfir: kr. 820 hvert kg. Verðflokkun þessi byggist á gæðaflokkun Framleiðslueftirlits sjávarafurða og er verðið miðað við að seljandi afhendi humarinn á flutningstæki við hliö veiðiskips. Aðalfundur Lögmannafélagsins Aðalfundur Lögmannafélags íslands var haldinn fyrir skömmu. Formaður félagsins, Guðjón Steingrimsson hrl., flutti skýrslu stjórnar. Rakti hann störf stjórnar og nefnda félagsins. Kom fram hjá Guðjóni, að sem fyrr hefði veruleg vinna veriö lögð i að leysa ágreiningsefni milli lögmanna og umbjóðenda þeirra, en gat þess jafnframt, að slikum málum hefði farið fækk- andi. Þá hefðu stjórn félagsins borizt allmörg lagafrumvörp til umsagnar og gerði formaður einkum grein fyrir frumvarpi um hlutafélög og öðru um gjald- þrotaskipti. Formaður félagsins var endur- kjörinn Guðjón Steingrimsson, en aðrir i stjórn eru Hákon Árnason varaform., Jón E. Ragnarsson meðstjórnandi, Stefán Pálsson ritari og Skarphéðinn Þórisson gjaldkeri. Stjórn Lögmannafélags tslands, frá vinstri að telja: Jón E. Ragnars- son, meðstjórnandi, Hákon Árnason varaform. Guðjón Steingrfmsson formaður, Stefán Pálsson og Skarphéðin Þórisson gjaldk^ri. Aukinn útflutn- ingur hrossa Útflutningur. hrossa hjá Búvörudeild Sambandsins hefur aukiztnokkuðþaðsem af er þessu ári samanborið við sama árstima i fyrra að þvi er kemur fram i fréttabréfi Sambandsins. Frá ára mótum til mánaðamóta april máí hafa verið fluttir út 195 hestar að verðmæti 67 milljónir króna, en á sama tima i fyrra voru hins vegar seldir 139 hestar úr landi að verð- mæti 30 milljónir króna og er þaö veruleg aukning bæði hvað te'kur til fjölda hestanna og verðs. Eftirspurn eftir islenzkum hest- um er þvi ótvirætt meiri núna i ár en oft áður og gætir þess ekki hvað sizt i Þýzkalandi en einnig á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur verið unnið talsvertað þvi á vegum Búvörudeildar að byggja upp markað fyrir islenzka hesta i Ameriku og eru góðar horfur á þvi að þar verði hægt aö afla traustra viðskiptasambanda á þessu sviði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.