Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 24. mai 1978 Pólitískt frelsi skert í Egyptalandi Deilt um búsetu Gyðinga á vestur bakka Jórdan Kairó/Reuter. Anwar Sadat forseti Egyptalands sagði i gær að andstæðingar sinir mættu draga nokkurn lærdóm af þvi hversu mikill meirihluti þjóðar- innar hefði lýst yfir stuðningi sin- um við nyjustu aðgerðir Sadats. Þær felast i þvi að banna kommúnistum þátttöku i stjórn- málum og hertu eftirliti með fjöl- miðlum. Sadat sagði á fundi með ritstjórum i Kairó að það hefðu verið mistök að leyfa samtökum sem að miklum hluta eiga upp- runa sinn að rekja til Sovétrikj- anna að taka þátt i stjórnmálum. Egypzki leiðtoginn vitnaði til þjóðaratkvæðagreiðslu er fram fór s.l. sunnudag, en úrslit hennar urðu að 98,29% þeirra er þátt tóku i kosningunni lýstu yfir stuðningi við áform Sadats um að herða eft- irlit með starfsemi fjölmiðla og ráðast gegn gagnrýnendum forsetans sem lengst eru til hægri og vinstri.Þessum aðgerðum skal að sögn Sadats hrundið i íram- kvæmd til að forðast „öfgar lýð- ræðisins”. Sadat gaf enga yfirlýsingu um hvaða menn það væru sem hann vildi að hyrfu af sviði stjórnmál- anna, en ljóst er að hann hyggst banna starfsemi kommúnista og þeirra félaga ihaldsflokksins WAFD er störfuðu i sama flokki fyrir byltinguna 1952. Sadat sagði að starfsaðferðir þessara flokka Anwar Sadat væru ekki i samræmi við sið- ferðisvitund egypzku þjóðarinn- ar. Forsetinn sagði að þótt gripið yrði til þessara aðgerða væri eng- in hætta á að neyðarlögum yrði komið á né að hvikað yrði frá reglum lýðræðis. Jerúsalem/Reuter. Israelska stjórnin visaði i gær á bug frétt- um um að hún hefði hug á að taka land i einkaeign Araba undir sex búsvæði Gyðinga er reist verða á vesturbakka Jórdan. Ibúar á vesturbakkanum, undir forystu Elisa Friej borgarstjóra í Bethlehem, staðhæfa hins vegar að israelsk yfirvöld á hinu her- tekna svæði hafi i siðasta mánuði stöðvað alla verzlun með land Araba sem búsettir eru erlendis. íbúar á vesturbakkanum hafa farið fram á að mál landeigenda sem búa erlendis verði kannað. I fyrradag var, samkvæmt stjórn- arheimildum, fyrirhugað að taka mikið land á vesturbakka Jórdan eignarnámi, til að unnt yrði að byggja þar húsnæði fyrir u.þ.b. 160 þúsund Gyðinga. 1 gær var þessari frétt visað á bug, og sagði Ezer Weizman varnarmálaráðherra, sem ábyrgur er fyrir stjórn hertek- inna svæða, að hún væri tilhæfu- laus og engin breyting hefði orðið á stefnu israelsku stjórnarinnar hvað varðar land i eigu Araba sem eru fjarverandi. Margar þjóðir heims deila hart á Israelsmenn vegna fyrirhug- aðrar búsetu Gyðinga á hertekn- um svæðum, en þjóðernissinnar á israelska þinginu reyna að koma þvi til leiðar að málið verði sam- þykkt og afgreitt hið fyrsta. Friej borgarstjóri segir að nú hafi verið hafizt handa um að girða land Araba sem flýðu land 1976 og hafi hæstiréttur ísraels veriðbeðinn að stöðva þessar að- gerðir. Hingað til hafa Israels- menn aðeins notað land sem áður var i' eigu Jórdaniustjórnar til þess að byggja á ný búsvæði Gyð- inga. Zaire: Ú tlendingahersveitir leita uppreisn armanna Kinshasa/Reuter. Hermenn úr frönsku útlendingahersveitunum notuðu i gær þyrlur til að leita uppiuppreisnarmenni grennd við borgina Kolwezi i Zaire. Her- mennirnir hafa fýrirskipanir um að brjóta á bak aftur allar sveitir uppreisnarmanna til að hægt sé aðtryggja öryggiiborginni.l gær fundu hermennirnir lik tuttugu Evrópubúa til viðbótar. Tala látinna hvitra manna i Kolwezi er þvi orðin nærri 200. Ekki er vitað hversu lengi frönsku hermennirnir verða á Kolwezisvæðinu. Skotið var á þyrlu er notuð var til leitar að upþreisnarmönnum i fyrradag, en leitin hefur borið nokkurn árangur þvi að i einu tilviki fundu franskir hermenn 50 uppreisnar- menn og tókst að drepa fimm áður en þeir hurfu inn á svæði sem vaxið er hávöxnu grasi. Nýjar ógnir virðast biða Kolwezi, en talsmenn Rauða krossins telja að farsóttir svo sem kólera geti brotizt út hvenær sem er. Lik liggja enn i brennandi sól- inni og rotna á götum Kolwezi. Bærinn er vatnslaus, rafmagns- laus og hefur ekki samband við London/Reuter. Brezka stjórnin tilkynnti i gær að hún hygðist lögfesta rétt verkamanna til að taka þátt I rekstri rikisrekinna fyrirtækja og fyrirtækja i einka- eign. Tillögurnar sem eru mjög umdeildar, munu i sumum tilfell- um veita verkamönnum rétt til að kjósa framkvæmdastjóra. umheiminn. Kolwezi var áður miðstöð efnahagslifs Zaire vegna stöðu sinnar sem höfuðborg Shabahéraðs sem er mikið náma- hérað. Franskir hermenn náðu Kolwezi á sitt vaid siðastliðinn Samkvæmt þeim er þess krafizt að i fyrirtækjum þar sem fleiri en 500 vinna verði starfsmenn hafðir með i ráðum i sambandi við f jár- festingar, áætlanir, myndanir samsteypa o.s.frv. James Challaghan, sem áhyggjur hefur af þvi að tillög- urnar muni valda óróa i iðnaði föstudag, en þá var nær vika liðin frá þvi að uppreisnarmenn gerðu innrás i borgina. Talið er að 300 uppreisnarmenn hafi fallið i viðureign við franska og belgiska hermenn. Nær allir Evrópumenn er bjuggu i borginni hafa nú verið lagði áherzlu á að tillögurnar hefðu ekki verið fullmótaðar og rætt yrði við alla málsaðila. Ef frumvarpið verður að lögum, verða Bretar á sama báti og Vestur-Þjóðverjár og Sviar, en þeir hafa þegar sett lög um vald- dreifingu i iðnaði. Jafnvel áður en tillögurnar voru birtar voru iðnrekendur farnir að ræða um „eyðileggj- andi aískiptasemi”, og félag fluthr á brott. Móbúto forseti Zaire flaug i gærmorgun til Frakklands til að vera viðstaddur fúnd 20 Afriku- bióða og Frakka um öryggismál. '1 franska herliðinui Zaire eru nú um eitt þúsund menn. framkvæmdastjóra gagnrýndi tillögurnar og sagði að þær væru árás á „dugnað i viðskiptum”. Fjölþjóðleg fyrirtæki er starfa i Bretlandi munu ekki verða und- anþegin þessum nýju lögum, en i tillögunum segir að starfsmenn fyrirtækja muni taka þátt i nám- skeiðum i stjórnun fyrirtækja áður en tillögunum verður fram- fyigt. ■R "pp "é" 1 o ■§«* /i| • TILLÖGUR UM ÞÁTTTÖKU STARFSMANNA 1 REKSTRI FYRIRTÆKJA Hliótt í Kolwesi eftir að endir n var bundinn á skelfingarnar Uppreisnarmennirnir sem náðu Kolwezi á sitt vald 12. mai myrtu og rændu hvita menn. Talið er að nærri 200 Evrópubúar hafi látið lifið vikuna sem uppreisnarmenn réðu lögum og lofum i Kolwezi. Franskir hermenn úr útlendinga- hersveitunum og belgiskir fall- hlifahermenn tóku bæinn á laugardag og hófu þegar að flytja Evrópubúa.er lifðu hörmungarn- ar af, frá svæðinu. Margir flótta- mannanna grétu og aðrir höfðu fengið taugaáfall. Fréttamaður sem kom til Kolwezi skömmu eftir að Belgiu- menn og Frakkar tóku borgina lýsti þvi sem fyrir augun bar. Fyrir utan eitt af ibúðarhúsunum i Kolwezi fundust lik tveggja hvitramanna.Kringum likin lágu ferðatöskur og innihald þeirra á við og dreif. Dyngjur af skot- hylkjum er lágu i garðinum hefðu átt að gefa vfsbendingu um hvað var að finna innan dyra, en skot- hylki voru viða á götum Kolwezi svo að enginn átti von á hörmungunum er blöstu við inni i húsinu. I litlu herbergi fundust lik af 34 hvitum manneskjum. Þögult óp Likinlágu i kös og i einu horn- inu var lik af konu sem hélt hönd- unum fyrir eyrun og munnurinn var opinn i böglu hræðsluópi. 34 fundust myrtir, og morðingjarnir höfðu staðið úti i garðinum og skotið úr vélbyssum gegnum gluggann á fárra metra færi. Fréttamaður ræddi við her- prest belgisku fallhlifahermann- ánna. Hann stóð i miðjum hópi flóttamanna sem héldu á gælu- dýrum sinum og persónuleum munum sem þeim hafði tekizt að gri'pa með sér. Presturinn var gráti nær. „Það sem ég hef séð, það sem ég hef séð,” sagði hann örvilnaðui-. Presturinn hafði gengið um fjórar götur i bænum nokkrum timum áður. Uppreisnarmenn- irnir höfðu oftast notað þá aðferð aðopnadyrnará heimilum hvitra manna og kasta nokkrum hand- sprengjum inn. A eftir gengu þeir inn og skutu alla sem enn voru á lifi. Öllu rænt Á leiðinni til flugvallarins gefur að h'ta hvttmáluð ibúðarhús, en i kringum þau eru grænar gras- flatir. Ytri merki eyðileggingar- innar eru göt á veggjum eftir sprengjur. Uppreisnarmenn hafa farið ránshendi um hverfið og tæmt húsin af öllu matarkyns. 1 rólegri götu lágu lik fimm hvitra manna fyrir utan garðs- hlið. Foringi i útlendingaher- sveitinni segir að hinir látnu Einn þeirra er annast flutningana Kolwezi og tók hana með. hefðu ætlað út eftir vatni þegar þeir voru skotnir niður. Margir flóttamannanna hafa þurft að liða mikið en telja sig heppna. Einn þeirra er Bill Starkey 33 ára vélvirki f rá Idaho i Bandarikjunum. Hann sagði frá þvi er uppreisnarmennirnir réðustinn i hús hans: „Þeir tóku allt, áfengi, gleraugun min, úr og jafnvel kassa með golfkúlum. Hvað er hægt að gera við nálægum húsum þegar myrkur var skollið á, en fólk þorði ekki að opna. Leitað er að Evrópumönnum, lifándi eða dauðum, i Kolwezi og' talið er að nærri 200 hafi látið lífið, en uppreisnarmennirnir tóku nokkurn fjölda franskra manna I gislingu. Margir flótta- mannanna hafa hræðilega sögu aðsegjaum örlög vina og ættingja. A sjúkrahúsinu, sem komið var upp á fluggvellinum i Kolwezi, var handleggur fjarlægður af konu. Húnhafði fengið taugaáfall og enginn veit hvaða atburðum hún hefur orðið vitni að. Snúa aldrei til baka Allt hefur verið eyðilagt i Kolwezi. Margir Evrópubúanna kunnu vel við sig i borginni og höfðu góð samskipti við þá svörtu. Þetta fólk mun aldrei snúa til baka og það leggur nú haturshug á blökkumenn. Nær frá Shaba fann þessa litlu stúlku f allir flóttamennirnir sem flogið hefur verið með til Belgiu hafa sina sögu að segja af morðum, ránum og nauðgunum. Uppreisnarmennirnir virtust oft undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Þetta voru hreinir morðingjar,” sagði ein kvenn- anna. Lik svartra og hvitra liggja og rotna á götum Kolwezi. Bilar hafa verið eyðilagðir og I sumum þeirra eru lik. Spor dauða og eyðileggingar eru um alla borg- ina. Kolwezi er nú þögul borg, engir bilar aka hjá. Kolwezi er dauð. golfkúlur I striði? Ég vona að þeir reyni að éta þær. A eftir ráku þeir mig inn i bil og keyrðu um göturnar. Stuttu seinna skipuðu þeir mér út og sögðu að ég skyldi hlaupa.” 200 taldir af „Ég hljóp og þeir skutu einu skoti sem hitti mig nærri beltis- stað. Ég stökk ofani skurð og lá þar.” Starkey reyndi að fá hjálp i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.