Tíminn - 24.05.1978, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 24. mai 1978
Dr. Ásbjörn Einarsson:
Iðntækni-
þjónusta
Kás— A ársfundi Rannsókna-
ráös rikisins, sem haldinn var
fyrir skömmu, var Dr. Ásbjörn
Einarsson einn fyrirlesara og
fjallaði um iðntækniþjónustu.
Sagði hann, að einn þátturinn i
starfsemi rannsóknastoftiana
atvinnuveganna væri tækni-
þjónusta, og reyndar væri aðal-
verkefni Rannsóknastofnunar
iönaðarins iðntækniþjónusta.
Fyrirtæki væruyfirleittsmá hér
á landi oghefðuekki bolmagn til
að ráða til sin sérfræðinga á
þessu sviði. Þvi væri það iðn-
tækniþjónustan sem hlypi þar i
skarðið og gengdi flestum hlut-
verkum tæknideilda fyrirtækj-
anna. Verkefnin væru næsta
fjölbreytt, allt frá aðstoð við
þróun vörutegunda og fram-
leiðsluaðferða, niður i almenna
tækn irá ðg jöf , tilraunir,
prófanir, upplýsingaleit og
margvislega fræðslustarfsemi.
Dr. Asbjörn Einarsson
Þá nefndi hann tvö meiri
háttar verkefni, sem unnið hefði
veriðað siðustu, árin, svokallað
skipasmiðaverkefni og verk-
þjálfun i málmsuðu.
Skipasmiðaverkef nið var
unnið i samvinnu við þrjú fyrir-
tæki: Slippstöðina, Stálvik, og
Þorgeir ogEllert, én markmiðið
með þvi var að innleiða nýja
framleiðslutækni. Mesta
áherzlan var lögö á hlutasmiði,
og sýndi sú aðferð mikla hag-
kvæmni, m.a. fækkaði nauðsyn-
legum vinnustundum við hvert
tonn af stáli i skrokk skuttogara
um 17% á þeim fyrsta og um
30% á þeim næsta.
Einnig beindist áhuginn að
skipaviðgerðum, en þar var
hlutasmiðin lika hagkvæm, t.d.
við lengingu skipa, þvi skipin
gátu verið á veiðum, meðan
unnið var að lengingu þeirra.
Hitt verkefnið sem Ásbjörn
ræddi um, voru námskeið i
verkþjálfun. Þessi verkþjálfun
fór fram á suðuverkstæðum hjá
rannsóknastofnun eða i iðn-
fyrirtæki og var algjörlega ein-
staklingsbundin, þannig að
menn réðu hve lengi þeir væru i
þjálfuninni.
Við verkþjálfunina væri
mönnum kippt Ur daglegu um-
hverfi, en það glæddi áhuga
þeirra fyrir að kynnast nýjum
aðferðum, sem þeir áður hefðu
aðeins þekkt af afspurn.
Leikbólkurinn Orima : Egi Dam, Eyðun Johannessen, Birita Mohr,
Rosa á Rógvu og Kári öster.
Framlag Færeyinga til
Menningardaganna i Eyjum:
Flytja leikritið
Kvæðið um kópa-
konuna
Leikflokkurinn Grima frá
Færeyjum er væntanlegur til
tslands i sumar til að taka þátt i
Menningardögum sjómanna og
fiskvinnslufólks, „Maðurinn og
hafið 1978”, sem haldnir verða i
Vestmannaeyjum dagana 29. júni
-2. júli n.k. á vegum MFA á
Norðurlöndum og fjölda
samstarfsaöila i Vestmannaeyj-
um. Kemur þetta m.a. fram i
fréttatilkynningu frá MFA hér á
landi.
Leikritið sem Grima sýnir.heit-
ir Kvæöiö um kópakonuna og er
byggt á færeyskri þjóðsögu, sem
á sér hliöstæðu i þjóðsögum allra
Norðurlandabúa, með nokkrum
tilbrigðum þó. 1 Færeyjum hefur
sagan varðveitzt i vinsælu
danskvæöi, en á Islandi er það
m.a. sagan Selshamurinn i Þjóð-
sögum Jóns Arnasonar. Sameig-
inlegt sögunum öllum eru selirnir
sem kasta hamnum, verða menn
og skemmta sér á 13. nótt jóla.
Leikflokkurinn Grima hóf
starfsemi sina sl. sumar og er
fyrsta tilraun til atvinnuleikhúss i
Færeyjum en áhugaleikarar hafa
starfaö þar af krafti allt siðan um
miðja siðustu öld. Kvæöiö um
kópakonuna var frumsýnt i þorp-
inu Húsavik og hefur siðan verið
sýnt 50 sinnum viða um eyjarnar
við frabærar viötökur.
ií'i'liil
II
FRAMSÓKN
ATVYNNA
ÖRYGGI
Framsóknarmenn f Reykjuvfk hafa látiö gera fallegt veggspjald vegna
borgarstjórnarkosninganna á sunnudaginn. Eru á þvf kjörorð fram-
boöslista Framsóknarman.ia, „framsókn, atvinna , öryggi”, ásamt
myndum af fjórum efstu mönnum listans, þeim Kristjáni Benedikts
syni, Geröi Steinþórsdóttur, Eiriki Tómassyni og Valdimar Jónssy i.
Þeir sem vilja fá þetta spjald til þess aö hengja það upp á vinnustöö: :x,
geta snúiö sér til kosningaskrifstofunnar aö Rauðarárstig 18.
„bakvið tjöldir
í . iM'ibæimm
JG-RVK — Tals'-'i g.
starfsemi er nú „bakvm
miðborg Reykjavikur. Karnaoær
og eigendur Lækjargötu z
(Knútur Bruun) hafa gert íús i
porti, þannig að verzlanarými
hefur aukizt.
Þá hefur Nýja-bió breytt
neyðarútgangi sinum fra' Austur-
stræti, steypt hefur verið yfir inn-
ganginn i kvikmyndahúsið og
fleira hefur verið gert.
Frá þvi hefur áðu, ið sk. 11,
■"“endur Karnai »fa
áii.... á að færa framhlið húsa
ini-a við Lækjartorg i upphaf-
icga gerð, og virðist þarna þvi
verið að fara svipaðar leiðir
og mjög er nú tiðkað erlendis, þ.e.
að hús haldi útliti sinu, þó að
breytingar og endurbætur séu
gerðar og innréttingar færðar i
nýtízku horf.
JG
Eisen-
stein
sýn-
ingin
Eins og getið hefur verið i frétt-
um stendur nú yfir sýning á teikn-
ingum eftir Sergei Eisenstein og
ýmsu upplýsingaefni öðru um ævi
og störf hins fræga sovéska kvik-
myndaleikstjóra og brautryðj-
anda i kvikmyndagerð. Sýning
þessi er i MtR-salnum, Lauga-
vegi 178 og er opin virka daga kl.
17-22 og um helgar kl. 14-22. Kvik-
myndir verða sýndar daglega kl.
18:00. Þessar myndir verða
sýndar:
Miðvikudaginn 24. mai:
Október (danskar skýringar).
Fimmtudaginn 25. mai:
Gamalt og nýtt (án þýddra
skýringatexta)
Föstudaginn 26. mai:
Alexander Nevski (án þýddra
skýringatexta).
Laugardaginn 27. mai:
Ivan grimmi I (skýringatéxtar á
ensku).
Sunnudaginn 28. mai Ivan
grimmi II (skýringatextar á
ensku).
Framboðs-
listar í
Þi ,eyrar-
hre„'3i
Eftirti ast r verða i kjöri til
hreppsnefraar- og sýslunefndar-
kosninga 28. mai nk. i Þingeyrar-
hreppi, V-ísafjarðarsýslu:
B-listi, listi framsórnarmanna:
Þórður Jónsson bóndi, Múla,
Sigurbjörn Sigurðsson rafvirki,
Ólafur V. Þórðarson verzlunar-
stjóri,
Gunnar Jóhannesson póstafgrm.
Til sýslunefiidar, B-listi:
Stefán Eggertsson prófast ir,
aðalmaður
Gunnar Jóhannesson póstafgrm .,
varamaður.
D-listi, listi sjálfstæðismanna:
Jónas Ólafsson sveitarstjóri,
Tómas Jónsson skólastjóri,
Bjarni Einarsson verkstjóri,
Páll Pálsson skrifstofumaður,
Ólöf ólafsdóttir simamær.
Framhald á bls. 23
Frá stofnfundl Leigjendasamtakanna I kjallara Alþýöuhússins I Reykjavfk.
Tfmamynd Tryggvi.
Samtök leigjenda stofnuð
Kás — I siðustu viku voru stofnuð
samtök leigjenda á fundi sem
haldinn var í Alþýöuhússkjallar-
anum. Það var undirbúnigsnefnd
leigjendafélagsins sem boöaði til
stofnfundarins. A stefnuskrá
samtakanna er aö berjast fyrir
öruggri leigu, sanngjarnri leigu-
upphæð og mannsæmandi hibýl-
um, og er ætlun samtakanna aö
hafa hliðsjón af þeim kjörum sem
leigjendur húsnæðis frá Reykja-
vikurborg njóta.
Jón frá Pálmholti var kosinn
formaður samtakanna, en aörir I
stjórn eru: Bryndis Júliusdóttir,
Hörður Jónsson, Matthildur
Sveinsdóttir, Bjarney Guömunds-
dóttir, Birna Þórðardóttir, og Jón
Asgeir Sigurðsson.