Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 1
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392 Verkfalli ASV frestað JB — Boðuðu allsherjarverkfalli á Vestfjörðum sem átti að hefjast hjá aðildarfélögum Alþýðusam- bands Vestfjarða i dag, hefur verið frestað. Pétur Sigurðsson formaður sambandsins tjáði Timanum i gær, að stjórn þess hefði tekið þessa ákvörðun meðan verið væri að skoða stööuna sem komið hefði upp eftir birtingu bráðarbirgða- laganna. Verkfallinu er frestað um óákveðinn tíma. Pétur Sigurðsson sagði ætlun- ina að halda fundi i samninga- nefnd ASV og félögunum, þegar menn væru farnir að átta sig á merkingu laganna. T.d. ætti eftir að reikna Ut hvað mikla hækkun þau hefðu i för með sér. Þá sagði hann og fyrirhugað að ræða við vinnuveitendur um tUlkun lag- anna. Ekki sagði Pétur þaö hafa enn veriðrastt hvort Verkalýðsfélagið Baldur myndi boða yfirvinnu- bann, enda hefði félagið sem er eina félagið á Vestfjörðum innan vébanda Verkamannasambands- ins ekki fengið bréf að sunnan þar að lUtandi. Staðan könnuð á Suðurnesjum JG —Fundur var haldinn I stjórn og trúnaöarmannaráði Verka- lýðs- og sjómannafélags Suður- nesja i gærkvöld og átti þar að taka til umræðu stöðuna i kjara- málunum og hugsanlegar aðgerð- ir. í viðtali við Karl Steinar Guðnason formann félagsins kvaðst hann hafa lýst þvi yfir, að hann telji bráðabirgöalögin til nokkurra bóta fyrir þá lægst launuðu, en að hann telji lika að þau séu mjög gölluð, hvað við- kemur ákvæöum um eftirvinnu- greiðslur og bónus. Sagði hann, að óviöunandi sé, aö i framtiðinni yrði eftirvinnan metin til jafns við dagvinnu og að verkalýðshreyf- ingin ætti að leggja sig fram við það að fá þvi breytt. í hugleiðingum um úrslit sveitarstjórnar- kosninganna sl. sunnudag er m.a. rætt um fábreytilega um- ræðu fyrir kosning- arnar og hvaða áhrif úrslitin geti haft á næstu mánuðum. Bls. 6. Árangur af viðræðum nýja meirihlutana: Sanxkomulag um forseta borgarstj órnar og full- trúa í borgarráð SSt — „Það eina sem ég get sagt nUna er, að náðst hefur sam- komulag fulltrUa flokkanna þriggja um kosningu forseta borgarstjórnar, tveggja manna til vara f það embætti(og um skip- un meirihluta borgarráðs, og verða kosningar I þessi embætti helzta verkefni á fyrsta fundi borgarstjórnar i kvöld,” sagði Kristján Benediktsson borgar- fulltrUi Framsóknarflokksins I samtali við Timann I gær að- spurður um hver hefði orðið niðurstaða af viðræöum fulltrúa meirihlutaflokkanna þriggja i gær og á þriðjudag. Aðspurður um hvað liði mál- efnasamningi nýja meirihlutans sagði Kristján: ,,í yfirlýsingu, sem við gefum væntanlega á fundinum í kvöld, mun koma fram hvernig málefnasamningur okkar stendur. Það gefur auga leið, að þar sem aðeins eru liönir tveir dagar frá þvi að endanlega Urslit urðu kunn, er kannski til of mikils ætlazt, að hlutirnir gangi „Sagt hefur það veriö um Suðurnesjamenn, að fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn", segir Iljóðinu, og Grindvikingarnir ungu hér á mynd- inni þekkja ugglaust bæðl sjóinn og vita, að nótin, sem þeir hafa setzt á með boltann sinn er notuð til að veiöa hina eftirsóttu og feitu loðnu. svo vel fyrir sig að við séum búnir aö ganga frá honum endanlega. Fyrir fundinum i kvöld liggja alls 41 atriði, þar af þarf aö kjósa I 36 embætti, nefndir og ráð, og bjóst Kristján við að nýi meiri- hlutinn gerði það að tillögu sinni að fresta megninu af þeim kosningum og taka fyrir kosningu forseta borgarstjórnar, varafor- seta og fulltrúa I borgarráð. Kristján Benediktsson Borgarstjórn: Á von á að minni- hlutinn taki ábyrga afstöðu og að stuðningsblöð hans haldi uppi heiðarlegum málflutningi, segir Kristján Benediktsson SSt.— Margir hafa gefið i skyn, að nýi minnihlutinn I borgar- stjórn, Sjálfstæöismenn, eigi eftir að reyna aö jjera meiri- hlutanum ýmsar skráveifur með mörgum hætti og beita mjög málgagni sinu, Morgun- blaðinu, til þess. Blaðið leitaði álits Kristjáns Benediktssonar á þessari skoöun og hann sagði: „Það er rétt að vanmeta ekki Framhald á bls. 23 Af einbeitni og sanngirni — mun minnihlutinn starfa, segir Birgir ísleifur Gunnarsson SSt— Siðan ljóst varð, að Sjálf- stæðismenn yröu i minnihluta 1 borgarstjórn Reykjavikur næsta kjörtimabil, hafa þær raddir heyrzt, að þeir ættu eftir aö reynast erfiöir i minnihluta og beita Morgunblaðinu óspart fyrir sig til að gera meirihlutan- um erfitt um vik I samstarfi. Timinn bar þetta álit undir Birgi Isleif Gunnarsson og hann sagði: „Ég get raunverulega ekki Framhald á bls. 23 Birgir isleifur. Ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins: MUN MEIRI SKOÐANASKIPTI — segir Einar Ágústsson Gylfi Kristinsson/ Washington — Ráöherrafundur Atlantshafs- bandalagsins hefur staðið I Washington undanfarna daga. Meöal þeirra, sem sótt hafa fundinn, eru Jimmy Carter Bandarikjaforseti, Callaghan forsætisráðherra Breta, Helmut Schmidt kanslari Vestur- Þýzkalands, Oddvar Nordli for- sætisráöherra Norömanna og Anker Jörgensen forsætisráð- - herra Dana. Af hálfu Islands sátu fundinn Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra og Einar Agústsson utan- rikisráðherra auk islenzkra embættismanna. Jimmy Carter setti ráðherra- fundinn við hátiðlega athöfn klukkan hálfellefu að staðar- tima á þriöjudag i hljómieika- salnum I hinu nýbyggða Kennedy-Center að viðstöddum fjölda gesta og blaðamanna. 1 setningaræöunni lýsti Carter áhyggjum Atlantshafsbanda- lagsins vegna aukinna umsvifa sovézka flotans á Atlantshafi, svo og af auknum afskiptum Sovétmanna og Kúbumanna af málefnum Afriku. Hann tók fram, að siðastliðiö ár hefðu Bandarikjamenn aukið hernað- armátt sinn i Evrópu. Aö lokinni ræðu Carters tók forsætisráöherra Tyrkja, Bul- ent Ecevit, til máls. 1 ræðu sinni iagði hann áherzlu á, að aöildar- riki Nato hefðu forgöngu um að stuðla að auknum samskiptum þjóða i millum og reyna þannig að draga úr viðsjám milli aust- urs og vesturs. Að lokinni athöfninni i Kennedy-Center var fundi framhaldiö I húsakynnum bandariska utanrikisráðuneyt- isins. A þeim fundi hélt Geir Hallgrimsson forsætisráðherra ræöu, en ókunnugt er um efni hennar þar sem fundurinn var lokaður fréttamönnum. Geir Hallgrimsson hélt heim- leiðis siðdegis á þriðjudag, ein- um degi fyrr en áætlaö var. A þriðjudagskvöldið var for- mönnum sendinefndanna á fundi Nato boðiö i kvöldverð i Hvita húsinu, Einar Agústsson og frú þágu boðið fyrir hönd is- lenzku sendinefndarinnar i fjar- veru Geirs Hallgrimssonar. A fundi með fréttamönnum i gær, sagði Einar Agústsson, aö þessi ráðherrafundur hefði aö ýmsu leyti verið frábrugðinn fyrri ráðherrafundum Nato, sem hann hefði sótt. Umræöur heföu verið frjálslegri, en þaö hefði stuðlað að mun meiri skoðanaskiptum. Um meiri- háttar vandamál innán Nato væri vart hægt að ræðaj að visu væri sambúð Grikkja og Tyrkja erfið, en forsætisráöherrar þessara þjóöa hefðu átt óform- legar viðræöur i Washington. Einar kvaðst vongóöur um, aö þessar viöræður leiddu til bættr- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.