Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. júni 1978 Síðasta bindi Is- lenzks ljóðasafns Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér sib- asta bindi tslenzks ljdðasafns. Þetta bindi er nefnt IV. bindi B ogtckuryfir siðustu áratugina I islcnzkri ljöðagerð allt til 1960, þannig að skáld, sem gáfu ekki út fyrstu ljdðabækur sinar fyrr en eftir 1960 eru ekki meö i safn- inu. Eftírtalin 35 skáld eiga ljöð i þessari nýju bók: Vilhjálmur frá Skáholti, Steinn Steinarr, Heiðrekur Guömundsson, Bragi Si gur jónsson, Guðmundur Danielsson, Gestur Guðfinsson, Kristinn Reyr, Hörður Þdrhalls- son, Kristján frá Djúpalæk, Jtm úr Vör, Jakobína Sigurðar- dóttir, Ólafur Jóhann Sigurðs- son, Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Hörður Grimsson, Rós- berg G. Snædal, Ingólfur Kristjánsson, Helgi Sæmunds- son, Jón Óskar, Einar Bragi, Böðvar Guölaugsson, Hannes Sigfússon, Gunnar Dal, Elias Mar, Thor Vilhjálmsson, Jónas Svafár, Sigurður A. Magnússon, Sigfús Daðason, Vilborg Dag- bjartsdóttir, Jón frá Pálmholti, Matthias Johannessen, Hannes Pétursson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Dagur Sigurðarson, Kristján Karlsson Þorsteinn frá Hamri, Jóhann Hjálmarsson. Kristján Karlsson hefur eins og kunnugt er séð um Islenzkt ljóðasafn að öllu leyti — nema Hannes Petursson valdi i hluta af 2. bindi. Með þessu nýja bindi er allt safnið komið út og eru það alls 6 bækur og þvi stærsta úrval islenzkra ljóða sem út hefurkomið. Ein bókin er úrval ljóðaþýðinga, hið fyrsta sinnar tegundar á islenzku, þar sem valið er úr öllum ljóðaþýðing- um, sem birzt hafa. 87. skólaslit Stýrimannaskól- ans í Reykjavík Stýrimannaskólanum i Reykja- vik var slitið i 87. sinn 26. mai. 1 upphafi gaf skólastjóri stutt yfirlit yfir starfsemi skólans á liðnum vetri. 1 skólanum voru 176 nemendur þegar flestir voru. Auk þess var 1. stigs deild á Isafirði. Prófi 1. stigs, sem haldið var i aprillok luku 59 nemendur. Prófi 2. stigs luku einnig 59 nemendur og prófi 3. stigs 25. Efstur á prófi 3. stigs var Snæ- björn T. össurarson 9,61 og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipa- félags Islands, farmannabikar- inn. Efstur á prófi 2. stigs var Ari Guðmundsson 9,62. Hann hlaut verðlaunabikar öldunnar, Oldu- bikarinn. Tiu nemendur luku bæði prófi 1. og 2. stigs. Skólastjóri ávarpaði nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið. Ræddi hann um tækni- væðingu á skipum og áhrif hennar á fiskveiðar og siglingar. Einnig brýndi hann fyrir nemendum ár- vekni i starfi sem mætti ekki sljóvgast þrátt fyrir fullkominn tækjabúnað. Margir eldri nem- endur voru viðstaddir skólaslit og barst skólanum fjöldi góðra gjafa. Þdrdfs Kristleifsdöttir, fulltrúi stúdenta, árnar skólanum heilla. Menntaskólanum í Kópavogi slitið Menntaskiflanum i Kdpavogi var slitiö við hátiðlega athöfn i Kópavogskirkju föstudaginn 26. mai. 63 stúdentar brautskráðust frá skólanum, 33 stúlkur og 30 piltar. Skólameistari, Ingólfur A. Þorkelsson, flutti skólaslita- ræöuna, afhenti stúdentum skir- teini og verðlaun fyrir ágætan árangur í einstökum greinum. Skólakórinn söng undir stjórn John Speight, tónlistarkennara. Einn stúdenta, Þórdis Krist- leifsdóttir,flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla. Hæstu einkunnir, sem gefnar voru i skólanum, hlutu: Þórunn Guðmundsd. 2. bekk M. 9,2 Eydis Ólafsd. 2. bekk X 9,1. Kristin Þórisd. 2. bekk Y 9.0. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlutu þessir stúdentar: Helga Þorvaldsdóttir 4. bekk 3. (eðlis- fræöideild) 9,1 og Sigurður Hjaltason 4. bekk E. (eðlis- fræðideild) 9,1 1 ræðu sinni skýrði skóla- meistari m.a. frá þvi, að bygg- ingarnefnd hefði samiö tillögur um framtiðarskipulag skólans, ýtarlegt álit, i 44 blaðsiðna bók, sem afhent var menntamála- ráðherra 5. des. 1977. Sam- kvæmt tillögunum verður M.K. fjölbrautaskóli sem á að veita upprennandi kynslóð i Kópavogi fjölbreytta framhaldsmenntun á samstilltum en mismunandi námsbrautum. Listahátíð í Norræna húsinu 4.-18. júní Dagur helgaður Jóni Þórarinssyni, tónskáldi 11. júní FI — Norræna húsiö tekur að venju þátt i Listahátiö, þeirri fimmtu i röðinni, og mun þar fara fram hljómleikahald og málverkasýningar. Listahátið hefst i Norræna húsinu þann 4. júni og stendur til 18. júni. Fjóröa júni veröa tónleikar með Strokkvartett Kaupmanna- hafnar, sem skipaður er fiðlu- leikurunum Tutter Givskov og Mogens Durholm, vióluleikar- anum Mogens Bruun og selló- leikaranum Asger Lund Christiansen. Strokkvartett Kaupmannahafnar mun þarna m.a. leika samnefnt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og verður það frumflutningur verksins. Strokkvartettinn verður aftur á dagskrá i Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 8. júní og þá verða leiknir strokkvartettar eftir Joseph Haydn og Ludw. v. Beethoven. Grieg—Dúó tónleikar verða svo haldnir i Norræna húsinu 5. og 7. júni um kvöldiö. Dúóiö skipa Ole Böhn, fæddur 1945 og Einar Steen-Nökleberg, fæddur 1944. Ole hefur haldið tónleika og einleik meö hljóm- sveitum viða i Erópu og m.a. hefur tónskáldið Niels Viggo Bentzon tileinkað honum mörg einleiksverk. Olé Böhn leikur á fiölu smiöaða af Giovanni Baptista Guadagnini (1766). Einar hefur og haldið tónleika og leikið einleik með hljóm- sveitum i Evrópu og Asiu. Þá hefur hann leikið inn á hljóm- plötur í Noregi og Frakklandi. Einar Steen-Nökleberg er nú prófessor viö Tónlistarháskól- ann í Hannover. A dagskrá Grieg Dúóisins er m.a. Sónata fyrir fiðlu og pianó eftir Jón Nordal, Sónata nr. 2 i G-dúr fyrir fiölu og pianó eftir Edv. Grieg og Sónata nr. 9 i A- dúr fyrir fiölu og pianó eftir \ %* Blómamynd eftir Vigdisi Kristjánsdóttur prýðir kápu handbókar, sem Norræna húsiö hefur látið gera I tilefni Listahátiðar, en I bókinni er dagskrá hátiðarinnar i Norræna húsinu rakin og listamennirnir kynntir. Mynd Vigdisar, sem hér birtist heitir: „Smávinir fagrir, foldarskart”. Beethoven. A siöari tónleikum dúósins eru verk eftir Mozart, Busoni og Schubert. Sunnudaginn 11. júni kl. 20 :30 verða tónleikar i Norræna hús- inu til heiðurs Jóni Þórarinssyni tónskáldi. Þar koma fram hinir ýmsu listamenn, hljóöfæraleik- Um tuttugu lög og lagaflokkar verða fluttir i Norræna húsinu á kvöldi heígað Jóni Þórarinssyni tónskáldi þann 11. júni nk. Grieg-Dúóið skipa Ole Böhn fiðla og Einar Steen-Nökleberg píanó. , arar og söngvarar. Þeir eru: Magnús Jónsson, ólafur Vignir Albertsson, Gisli Magnússon, Ruth L. Magnússon, Jónas Ingimundarson, Kristinn Halls- son, ólöf K. Haröardóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Sigurður I . Snorrason, Sigurður Björns- son og Strokkvartett Kaup- mannahafnar. A efnisskrá eru m.a. þrjú lög við ljóð eftir Stein Steinarr og fjögur lög frá æskuárunum: tslenzk vögguljóð á hörpu (Halldór Laxness), Fuglinn I fjörunni (Þjóðvlsa), Jeg fandt I morges- (Kristmann Guðmundsson) og Jeg elsker dig (Magdalene Thoresen). Efnisskrá Norræna hússins i heild hefur verið gefin út i lítilli handbók, sem auðvelt er að afla sér. Þrjá myndlistarsýningar verða i Norræna húsinu á Lista- hátið. Vigdis Kristjánsdóttir sýnir blómamyndir i bókasafninu og hjónin Seppo Mattinen og Helle-Vibeke Erichsen sýna grafik og málverk. Það var árið 1957, að fjórir hljóðfæraleikarar úr Hljómsveit Konunglega leikhússins i Kaupmannahöfn, tóku sig saman og stofn- uðu Strokkvartett Kaupmannahafnar. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir i Kaupmannahöfn sama ár og var þeim ákaflega vel tekiö. Síðan hefur kvartettinn fariö víða um heim, til Þýzkalands, Noregs Sviþjóðar, Bretlands, Bandarikjanna og Kanada og leikið viö mik- inn orðstir. Héraðs skólanum i Skógum slitið Héraðsskólanum i Skógum var slitið föstudaginn 12. mai sl. Skólinn starfaði með svipuðu sniði og undanfarin ár nema niður var felld svokölluð gagn- fræðadeild samkvæmt breyt- ingum þeim sem gerðar voru með nýju grunnskólalögunum. A siðasta skólaári voru nemendur við skólann 104 tals- ins. Framhaldsdeild starfar við skólann og hófu 14 nemendur nám i henni i haust og er þetta eini visirinn að framhaldsnámi sem er að finna i Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslum. Það er vilji skólanefndar og skólastjóra Skógaskóla að efla framhaldsmenntun viö skólann og hefur verið ákveðið að bjóða næsta vetur upp á nám i almennri bóknámsbraut og bók- námi fyrir þá sem hyggja á iðn- nám, ásamt nokkru verklegu námi. Þá hafa forráðamenn skólans i hyggju að brydda upp á þeim nýmælum að nemendum af upp- haflega skólasvæðinu, þ.e. Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslum verði ekið heim þeim að kostnaðarlausu um helgar. Skjót viöbrögð Þaö er hvimleitt aö þurfa aö biöa lengi meö bilaö rafkerfi, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarf aö leggja fyrir. Þess vegna settum viö upp neytendaþjónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. •RAFAFL Skólavöröustig 19. Reykjavik Simar 2 17 00 2 8022 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.