Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 17
aij.n'iun 16 Liill'i' Fimmtudagur 1. júni 1978 Fimmtudagur 1. júni 1978 17 Skólaslit Flensborgarskóla Flensborgarskóia var siitiö laugardaginn 27. mai s.l. Frá skólanum brautskráöust aö þessu sinni 37 stúdentar, en alls luku um 650 nem- endur prófum I skólanum. Af stúdentunum brautskráöust 14 úr málabraut, 13 úr náttúrufræöi- braut, 9 af eölisfræöibraut og 1 af félagsfræöibraut. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Reinald Brauner, málabraut, ágætiseinkunn 9.2(en á eölisfræöibraut var hæst Jónina Rós Guömundsdóttir 8.5 og á náttúrufræöibraut Hrafnhildur Þóröardóttir 7.7. Þá var einnig brautskráöur frá skóianum 1 nemandi meö 2ja ára viö- skiptanám og 189 nemendur úr 9. bekk grunnskóla. Bolungarvík: Rótgróinn ihalds- meirihluti féll — Framsóknarmenn i oddastöðu Kás —Þaö varáfleiri stöðum en i Reykjavik, sem gamlir og rót- grónir ihaldsmeirihlutar féllu i kosningunum um helgina. A Bolungarvík varö þaö sama uppi á teningnum, en þar missti Sjálf- ~stæðisfk)kkurinn einn mann af fjórum, sem hann áður hafði, og þar með meirihluta i bæjarstjórn. Annars urðu úrslit þau, að Sjálf- stæðisflokkur hlaut 222 atkvæði og þrjá menn, H-listi vinstri manna og óháðra hlaut 182 at- kvæði og einnig þrjá menn, en Framsóknarflokkur hlaut 80 at- kvæði og einn mann kjörinn. Að sögn Guðmundar Magnús- sonar, eina fulltrúa framsóknar- manna sem hlaut kosningu, er allt enn óráðið með næsta bæjar- stjórnarmeirihluta. En hvernig sem allt færi, þá væri hitt ljóst að það myndu eiga sér stað breytingar i stjórnun bæjarins. Sjálfstæðismenn gætu ekki lengur treyst þvi að geta setið um aldur og ævi, en þeir heföu haft meiri- hluta i bæjarstjórn, allt frá þvi að hann hefði munað eftir sér. Guðmundur er i oddastöðu eftir þessar siðustu kosningar, þvi báðir hinir flokkarnir hafa þrjá menn. Afstaða hans skiptir þvi miklu máli eigi starfhæfur meiri- hluti að nást, nema að Sjálf- stæðismenn og vinstri meijp og óháðir taki saman, sem Guð- mundur telur mjög ótrúlegt. Guömundur Magnússon. Sagði Guðmundur, að sam- starfið geti farið á hvorn veginn sem er, allt sé óráðiö enn. Eins liklegt sé að enginn ákveðinn meirihluti verði stofnaður, heldur verði komiztaðsamkomulagi um forseta bæjarstjórnar, og látið þar við sitja. En þessi mál munu öll skýrast á næstu dögum. Taldi Guðmundur að landsmál- in hefðu gripið ótrúlega mikið inn i þessa kosningabaráttu. Sterkum áróðri hefði verið beitt gegn stjórnarflokkunum i sambandi viö kaupgjaldsmálin, og hann tekizt aö nokkru leyti. Úr Gaulverjabæjarhreppi: Tvö félög minnast stóraf mælis U.M.F. Samhygð i Gaulverja- bæjarhreppi er 70 ára um þessar mundir og Kvenfélag Gaulverja- bæjarhrepps er 60 ára. Ungmennafélagið Samhygð var stofnað 7. júni árið 1908 og voru stofnendur þess 24. Fyrsti formaður var Ingimundur Jónsson i Holti. Félagiö hefur frá upphafi unnið að margvislegum félags- og menningarmálum. tþróttir hafa mikið verið stundaðar á vegum félagsins og árið 1958 var tekinn i notkun iþróttavöllur sem félagiö byggði við félagsheimilið Félagslund. Einnig er Samhygð stór eignaraöili að félagsheimilinu sem hefur veriö aðalfélagsmála- miðstöð félagsins i s.l. 30 ár. Aö landgræðslu og skógrækt hefur ætið verið unnið og á félagið skógræktargirðingu i landi Efri- Gegnishóla. Stjórn Samhygðar skipa nú: Helgi Stefánsson i Vorsabæ II. formaður, Guöný Gunnarsdóttir i Seljatungu, ritari, og Markús Ivarsson á Vorsabæjarhóli gjald- keri. Kvenfélag Gaulverja- bæjarhrepps var stofnað 26. mai árið 1918, á stofnfundinum gengu 31 kona i félagið. Fyrsti formaður var Sigriður Jónsdóttir á Fljótshólum. Félagið hefur á þessum 60 árum starfað að menningar- og mannúðarmálum hreppsbúa, m.a. með þvi aö hjálpa bágstöddum og umkomu- lausum, staðið fyrir skemmtun- um til fróðleiks og ýmiss konar námskeiðahaldi. Einnig sér félagið um kaffisölu i Félags- lundi þegar þess er óskað. Þá var félagiðá sinum tima þátttakandi i byggingu Félagslundar. Stjórn félagsins skipa nú: Þóra Þorvaldsdóttir, Fljótshólum, formaður, Arndis Erlingsdóttir, Galtarstöðum, ritari, og Ólafia Ingólfsdóttir, Vorsabæ II, gjald- keri. Félögin minnast þessara timamóta með sameiginlegri samkomu sunnudaginn 4. júni n.k. og hefst hún með guðsþjónustu i Gaulverjabæjarkirkju kl. 13. Siðan verður afmælishóf i Félags- lundi. Allir núverandi og fyrr- verandi félagar eru velkomnir ásamt mökum sinum. V æntanlegur á Listahátíð Itzhak Perlman frábær fiðluleikari Frá þvi Itzhak Perlman fiðlu- leikari sigraði á Leventritt- keppninni 1964 og gat sér þar með alþjóðlega frægð hefur hann spilað i mörgum helztu tónlistarborgum hcims, bæði með hljómsveitum á tónleikum og einnig inn á fjöldann allan af hljómplötum. Perlman mun ásamt Bandarikjamanninum Lynn Harell, sem spilar á celló, leika einleik með Sinfóniu- hljómsveit islands i Laugar- dalshöll föstudaginn 9. júni. Perlman fæddist i Tel Aviv árið 1945. Barn að árum hóf hann að leika á fiðlu. Jafnvel þegar hann veiktist af lömunar- veiki fjögurra ára gamall og lá rúmfastur I eitt ár dofnaði ekki áhugi hans. Hann hóf tónlistar- nám við tónlistarakademiuna i Tel Aviv. Kom hann fljótlega fram á tónleikum i borginni og nágrenni og spilaði oft I útvarp, og aðeins 10 ára gamall var hann alvanur að koma fram opinberlega. Arið 1958 fór hann með Ed Sullivan til Bandarikjanna og kom fram i sjónvarpsþætti hans. Hann var þá aðeins 13 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur ákvað hann aö dveljast áfram i Bandarikjunum. Hann fékk styrki frá Menningarstofnun Bandarikjanna og Israels og frá Juilliardskólanum og stundaði nám undir handleiðslu Ivan Galamian og Dorothy DeLay. Itzhak Perlman kom fyrst fram i Carnegie Hall árið 1963 og vann Leventrittkeppnina ár- ið 1964 eins og fyrr segir, og á næstu 10 árum ávann hann sér mikla frægð og varð einn bezti fiöluleikari heims. „New York Times” kvað réttilega aö orði eftireina tónleika Perlmans, að hann væri fiðluleikari, sem vekti svo mikla hrifningu, að annað eins hefði varla þekkzt. Itzhak Perlman var eitt af þess- um undrabörnum I fiðluleik. Gunnar Guðbjartsson: Arsskýrsla Framkvæmdastofnunar rikisins ár: 1 marzmánuði sl. kom út árs- skýrsla Framkvæmdastofnunar rikisins.Skýrslaner 107 blaðsið- ur og flytur margvíslegar upp- lýsingar um starfsemi stofn- unarinnar á sl. ári og einnig um þróun þjóðarbúskaparins al- mennt. Ýmislegt hlýtur að vekja athygli lesenda skýrsl- unnar, t.d. skipting lánsfjár Framkvæmdasjóðs Islands og Byggöasjóðs. 7. gr. laga um Framkvæmda- stofnun rikisins frá 1971 er svo- hljóðandi: „Aætlanadeild gerir áætlanir um uppbyggingu og þróun mikilvægustu atvinnugreina og um heildarframþróun atvinnu- lifsins.” 1. málsgrein 11. gr. sömu laga er svohljóðandi: „Aætlanir skulu sendar rikis- stjórninni til samþykktar og gerir hún Alþingi grein fyrir þeim.” 1 12. grein laganna er heimild til handa stjórn stofnunarinnar að raða framkvæmdum I for- gangsröð eftir mikilvægi þeirra fyrir þróun atvinnumála i þjóð- félaginu og er þá lánastofnunum skylt að lána til þeirra fram- kvæmda. 20. gr. laganna kveður á um hlutverk Framkvæmdasjóðs og um ráðstöfun á fjármagni hans og er hún svohljóöandi. „Hlutverk Framkvæmda- sjóðs er að beina fjármagni til aðkallandi framkvæmda, sem æskilegar eru taldar fyrir þjóð- félagiö og eru i samræmi við markmið, sem felst i áætlunum hennar. Hlutverki þessu gegnir sjóðurinn meö þvi: 1. að veita fé til þeirra fjár- festingarsjóða sem veita lán til einstakra framkvæmda, enda sé þvi fé variö til lána, sem eru i samræmi við fjár- festingaráætlanir stofnunar- innar. 2. aö veita lán til einstakra framkvæmda þegar stjórn stofnunarinnar þykir sér- staka nauðsyn bera til og 3. að veita lán til meiriháttar opinberra framkvæmda. A s.l. ári lánaði Framkvæmda- sjóður til eftirtalinna aðila væntanlega til iþróttamann- virkja 24,2 millj alls: millj Ungmennafél. Bolungarvikur 3,0 SkiðadeildK.R. 2,5 Iþróttafél. Reykjavíkur 2,5 Ungmennafél.Tindastóll 1,2 Tennis- og badmintonfél Reykjavikur 6,0 Ungmennafél Fram, Skagaströnd 1,5 Skiöafél.Siglufjarðar 4,0 Iþróttabandal.Isfirðinga 3,5 Hefur Framkvæmdastofnunin látiö gera áætlun um uppbygg- ingu iþróttamannvirkja um allt land og hefur rikisstjórnin sam- þykkt slika áætlun? Eru þessi lán til forgangs- framkvæmda á þvi sviði? A sl. ári lánaöi sjóðurinn 42,0 millj. tiltveggjahótelbygg- inga. mUlj. Hótelfélagið Þór, Stykkishólmi 32,0 Hótel Húsavik 10,0 Hefur stofnunin gert áætlun um uppbyggingu hótela i land- inu og eru þetta forgangsverk- efni slikrar áætlunar? Gátu þessir aðilar ekki fengið lán úr Ferðamálasjóði? A sl. ári lánaði sjóðurinn 100 mUlj. króna til fiskverkunar- stöðva I Reykjavik og á Reykja- nesi: millj. Miðneshf Sandgerði 8,0 Heimir hf, Keflavík 10,0 Hraðfrystihús Keflav. h/f 8,0 Isstöðunhf, Gerðum 8,0 Baldur sf, Keflavik 5,0 Sjófang hf, Reykjavik 10,0 Sjólastöðin hf.Hafnarf. 5,0 Isbjörninn hf. R vik 15,0 Bæjarútgerð Rvikur 7,0 HraðfrystihúsGrindav. 8,0 Jón ErUngss. hf, Sandgerði 6,0 Kirkjusandurhf, Rvik 10,0 Attu þessi fyrirtæki ekki kost á lánum úr Fiskveiðisjóði eða bar „sérstaka nauðsyn” til að lána þeim utan við aðallána- kerfi fiskiðnaðarins? A sl. ári lánaði sjóðurinn einn- ig 80,5 mUlj. kr. til byggingar atvinnu- og verzlunarhúsnæðis, að þvi er virðist að mestu i Reykjavik eða til eftirgreindra aöUa: millj. Vöruflutningamiðst. Rvik 6,0 Samb. isl. samvinnufél 10,0 Kjöt of iskur, Rvik 10,0 Timbur og stál, Rvik 10,0 Trésmiðjan Viðir,Kóp. 12,0 Ný orðabók á tungu Cervantes Nú er i fyrsta skipti gefin út spænsk-Islenzk, Islenzk-spænsk vasaoröabók. 1 orðabókinni sem er 529 blaðsiður eru um 6000 spænsk orö, sem miðuö eru við þarfir ferðamanna, námsmanna og viðskiptamanna. 1 upphafi hvors hluta bókarinn- ar eru leiðbeiningar um fram- burð, skammstafanir, og aftast i bókinni er listi yfir lönd, þjóðerni, tölur, mánuði og vikudaga á spænsku og islenzku, svo og dæmi um hvernig reglulegar sagnir i spænsku beygjast. Bókin er eftir Elisabeth Hangartner Asbjörnsson og Elvira Herrera Ólafsson og Orða- bókaútgáfan gefur hana út. Lð 1977 Valgarð Stefánss., Akureyri 5,0 Lyftir hf, Reykjavik 5,0 Fi árf es tinga rs jóður stórkaupmanna, Rvk. 10,0 Egill Vilhjálmss.hf, Rvk. 12,5 Hefur verið gerð áætlun um uppbyggingu verzlunarhús- næðis á landinu og hefur rikis- stjórnin samþ. slika áætlun? Áttu þessir umræddu aðilar ekki kost á lánum úr fjárfestingar- lánasjóðum sinnar atvinnu- greinar til framkvæmdanna? Eru þetta forgangsfram- kvæmdir i byggingu atvinnu- og verzlunarhúsnæðis skv. 12. gr. laga um Framkvæmdastofnun- ina? Hvaða lánakjör eru á þeim lánum sem að framan er rætt um? Vona ég að stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar sé ljúft að svara þessum spurningum. Gunnar Guðbjartsson Kjósið það besta. kjósið ^*5*;»;*:»;*s*;***#s*;»;»! *»*»**,,í5**ii2***S#* *■**•*•*••••! *«*»*sl**s***»*******••:*•••*! »z*5*f*f *i*5.*?*?«;*f »?«r*r*i* RS 1000 VERÐ 28.980 útgangskraftur L 12 wött kassettu- segulbandstækin með læstri hrað- spólu afturábak og áfram. RS 4103 VERÐ 43.990 útgangskraftur 12 wött kassettu- segulbandstækin með læstri hrað- spólu og spili í báðar áttir. RS 2080 VERÐ 52.980 RS 2750 VERÐ 87.980 útgangskraftur 12 wött. Mjög full- komið segulband og útvarp með lang-, mið- og FM-stereobylgju. HÁTALARAR parið RS Í00 kr. 3.040 (tvö stykki) 8 wött parið RS 200 kr. 4.840 15 wött parið RS 45.555 30 wött. KRAFTMAGNARI VERÐ 19.520 útgangskraftur 10 wött segulband og útvarp með lang- og miðbylgju. Hraðspólun áfram. RS 2650 VERÐ 68.860 útgangskraftur 16 wött sambyggt segulband og útvarp. Lang- og mið- bylgja. Læst hraðspólun í báðar átt- ir. RS-55 30 wött Tíðnisvörun 20-40.000 rið. Isetning samdægurs BÚÐIM / Skipholti 19. Rvk., simi 29800 27 ár i fararbroddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.