Tíminn - 01.06.1978, Side 7
Fimmtudagur 1. júni 1978
7
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrlmur
Gislason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og
auglýsingar Siðimúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Áskriftargjaid kr. 2.000 á"
mánuöi. Blaöaprent h.f.
Útúr
virkinu
tJrslit kosninganna nú á sunnudaginn urðu ekki
að öllu leyti einhlit að þvi er Framsóknarflokkinn
varðar. Ef litið er til bæjarfélaganna utan
Reykjavikur eru úrslitin i höfuðborginni sjálfri
harla sérstök og það jafnvel i samanburði við ná--
grannabæina, Kópavog, Garðabæ og Mosfells-
sveit.
Svo virðist sem staðbundin viðfangsefni háfi
vegið þyngra i bæjarfélögunum utan höfuðborg-
arinnar, en landsmálin setið i fyrirrúmi i Reykja-
vik. En enda þótt Framsóknarmenn haldi velli
viðast um landið er það alveg ljóst að þar má
hvergi slaka hið minnsta á i þeirri baráttu sem
fram undan er.
Sæmilegur og jafnvel góður árangur Fram-
sóknarmanna viða um landið i þessum kosning-
um breytir ekki þeirri staðreynd, þegar á allt er
litið, að flokkurinn þarf nú hressileg handtök og
ferskan anda i baráttuna. Framsóknarmenn eiga
ekki aðeins að búa um sig i virkinu, heldur gera
harða útrás.
Úrslitin i Reykjavik urðu slik að enginn bjóst
við þeim. Hnekkir ofurveldis Sjálfstæðismanna i
borginni er auðvitað timabær gleðifregn. Fyrir
sitt leyti verða Framsóknarmenn i borginni hins -
vegar að leita skýringa á þvi hvers vegna tveggja
áratuga uppbygging flokksins i Reykjavik sópast
til hliðar i þessum kosningum. Framsóknarflokk-
urinn stendur nú á þeim örlagariku timamótum i
höfuðborginni, að menn verða að huga vel að þvi
hvers vegna allt það fylgi, sem Framsóknarmenn
hafa á undanförnum árum unnið af sósialistum,
hverfur nú aftur til Alþýðubandalagsins.
Að sinu leyti stendur Alþýðubandalagið einnig
frammi fyrir vanda i Reykjavik. f fyrsta lagi er
sigur þess i þvi einu fólginn að ná aftur upp slak-
anum sem komið hafði á fylgið siðustu tvo ára-
tugina. Alþýðubandalagið stendur nú frammi
fyrir þeim vanda, að sýna kjósendum sinum að
það hafi innri styrk til þess að stýra málefnum og
fjárreiðum Reykjavikurborgar af ráðdeild og
ábyrgð. Og enn er eftir að sjá hvort fylgisbreyt-
ingin var aðeins stundarfyrirbæri eða varanlegar
endurheimtur.
Að sjálfsögðu fagna allir Framsóknarmenn þvi
að nú skuli vinstri flokkarnir ganga saman til for-
ystu fyrir málefnum höfuðborgarinnar. Þar
munu Framsóknarmenn standa dyggilega að
timabærum framförum og reynslan mun sýna að
Framsóknarmenn munu reynast verðir fyllsta
trausts og áhrifa.
Enda þótt ekki verði um það fullyrt virðast
flestir á einu máli um að landsmálin hafi haft sin
áhrif á úrslit borgarstjómarkosninganna.Sé svo,
fer ekki hjá þvi að mikið átak verður að vinna að
þvi að gera almenningi ljósar ástæður og for-
sendur aðgerðanna i efnahagsmálum. Það hefur
óneitanlega hallað undan fæti i efnahagsmálum á
siðustu tiu mánuðum, og það er greinilegt að fólk-
ið hefur ekki fengið nægilegar skýringar á við
brögðum stjórnvalda við vandanum. Þessar
skýringar verður að gefa nú á næstu vikum. Það
skiptir ekki öllu máli að þaðsénauðsynlegt vegna
kjörfylgis stjórnarflokkanna. Mestu skiptir að
það er nauðsynlegt vegna velfarnaðar allrar
þjóðarinnar.
JS.
En Bandaríkjastjórn styður hann
SIÐASTLIÐINN föstudag
voru fyrst tilkynnt úrslit for-
setakosninganna i
Dóminikanska lýöveldinu,-
sem höföu farið fram niu dög-
um áöur. Ástæöan til þessa
mikla dráttar, sem oröiö hafði
á talningunni, var sú aö þegar
hún var nokkuð á veg komin,
skarst herstjórnin i leikinn, og
frestaöi henni i nokkra daga.
Þaö var nefnilega komiö i ljós,
að fráfarandi forseti, sem
hafði boðiö sig fram aftur,
myndi tapa kosningunum.
• Hershöföingjarnir vildu
gjarnan, aö hann héldi áfram
og hugðust ógilda kosningarn-
ar áöur en talningu lyki. Rökin
fyrir þvi áttu aö vera þau aö
gallar heföu komið i ljós á
framkvæmd kosninganna.
Þaö mun þá hafa gerzt, aö
Carter Bandarikjaforseti tók i
taumana og lét bæöi rikis-
stjórnina og hershöföingjana
vita, aö Bandarikin myndu
lita það alvarlegum augum, ef
kosningin yröi ógilt. Eftir
nokkurra daga þóf hófst svo
talningin aftur, og var þá látið
svo heita, aö henni hefði verið
frestað af öryggisástæöum.
(Jrslitin voru svo tilkynnt siö-
astliöinn föstudag, eins og áö-
ur sagði. Fráfarandi forseti,
Joaquin Balaguer, hefur lýst
yfir þvl, aö hann muni sætta
sig við ósigurinn og láta af for-
setaembættinu 16. ágúst næst-
komandi, þegar kjörtimabili
hans lýkur. Þá á sigurvegar-
inn I kosningunum, Antonio
Guzman, að taka viö embætt-
inu samkvæmt kosningaúr-
slitunum, en margir frétta-
skýrendur virðast óttast, aö
hershöföingjarnir muni gera
tilraun til aö koma I veg fyrir
þaö, og muni hann þvi aöeins
komast I forsetastól, að
Bandarikjastjórn beiti áhrif-
um sínum til aö halda hers-
höfðingjunum I skefjum.
ÞETTA er ekki I fyrsta sinn
sem Bandarikin hafa hlutast
til um málefni Dóminikanska
lýöveldisins. A timabilinu
1905-1915 var landið að miklu
leyti undir stjórn Bandarikj-
anna, og á árunum 1916-1924
fór bandarlskt setuliö þar meö
völd.Ariö’ 24drógu3andarikin
herlið sitt til baka og komst þá
á lýðræðisleg stjórn, en hún
stóö ekki lengi. Arið 1930
brauzt Rafael Trujillo til
Antonio Guzman
valda og var óslitiö einræöis-
herra landsins til 1961, þegar
hann var myrtur. Áriö 1962
fóru fram nokkurn veginn
frjálsar forsetakosningar og
var frambjóöandi vinstri
manna, Juan Bosch, sigurveg-
ari i þeim. Hann sat ekki I for-
setastól nema tæpt ár, en þá
hrakti herinn hann frá völd-
um. Arið 1965 geröu vinstri
menn uppreisnartilraun og
hugöust koma Bosch til valda
á ný. Hægri menn veittu mót-
spyrnu og var ósýnt, hvernig
þessum átökum myndi lykta,
þegar Johnson forseti ákvaö
að senda bandáriskt herlið á
vettvang, og stööva vopnaviö-
skipti. Ariö 1966 fóru fram for-
setakosningar og var Joaquin
Balaguer, sem var um skeiö
varaforseti I stjórn Trujillos,
kosinn forseti. Hann var svo
endurkosinn forseti 1970 og
Carter lét Vance grlpa I taumana
1974. Aö áeggjan hersins bauö
hann sig nú fram I fjóröa sinn,
enda þótt hann sé nær blindur.
BALAGUER hefur veriö
sæmilega látinn sem forseti,
einkum þó framan af valdatiö
sinni, þegar viöskiptaárferöi
var hagstætt. Þetta hefur
breytzt eftir 1974, þegar al-
þjóðleg viðskiptakreppa tók
aö hafa áhrif i Dominikanska
lýðveldinu, eins og viöast ann-
ars staöar. Sjóndepran hefur
lika háð Balaguer og hefur
hershöföingjastéttin noffært
sér þaö, en hún er hlutfalls-
lega fjölmennari I Domini-
kanska lýðveldinu en annars
staöar mun dæmi um og hefur
hún staðiö vel saman. Balagu-
er hefur oröið aö hafa hliösjón
af þvi, og jafnan gætt þess aö
lenda ekki i deilum viö hana.
Þaö hefur haft sin áhrif á
stjórnarfarið og stutt aö
margvlslegri spillingu. Stjórn
Balaguers hefur þvl sætt vax-
andi óvinsældum slöustu árin.
Kosningaúrslitin eru staöfest-
ing á þvi, en samkvæmt þeim
endanlegu úrslitum, sem hafa
veriö tilkynnt, fékk Balaguer
669.112 atkvæöi, en Guzman
832.319 atkvæöi.
Guzman var frambjóöandi
flokks, sem kallar sig Bylt-
ingarsinnaöa flokkinn. Flokk-
ur þessi er arftaki flokks þess,
sem á sinum tlma kom Bosch
til valda, en þykir ekki eins
róttækur, þótt innan hans sé
sögö ýmis róttæk öfl, sem
hershöföingjarnir hafa illan
bifur á. Guzman er rikur jarö-
eigandi, en þó sagöur fylgj-
: andi róttækristefnu I landbún-
aðarmálum. Guzman var
. landbúnaðarráöherra i stjórn
Bosch. Sagt^ er, aö Banda-
rikjastjórn se'honum velviljuö
og hafi heldur kosiö hann sem
'■! forseta en Balaguer. Þaö get-
^ ur reynzt Guzman verulegur
[ styrkur i glimunni viö hers-
höföingjana, en samt getur
orðiö vandasamt fyrir hann aö
' þræða meðalveginn milli
þeirra og hinna róttæku afla i
flokki hans.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Her shöfðingj amir eru
andvígir Guzman