Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. júni 1978 11 Vesturgata 9. stræti, Vonarstræti og Lækjar- götu, heldur verði svæðið allt ætlað gangandi fólki, og virðist sú hugmynd áhugaverð i fram- haldi af tillögum Alþingis um framtiðarskipan þinghúsamála. Ekki er nú vist að þessi leið verði ódýrari en táknræn ófreskja úr steypu og gleri, sem vafalaust hefði r'isið þarna, ef gætnari menn hefðu ekki ráðið ferðinni. Endursmfði húsa hefur tilhneigingu til að verða dýrari en til stóð. T.d. kostuðu Hafnar- búðir 130 milljónir króna — eða endursmiði þeirra — en áætlun hljóðaði upp á 30 milljónir króna, og eru Hafnarbúðir þó ekki gamalt hús. En nóg um það, við fögnum tillögum Al- þingis. Húsafriðun undir vinstri stjórn í hinu nýja málgagni VINA- MINNI eru mörg mál tekin til meðferðar, og þeir sem rita blaðið eru margir kunnir fyrir afskipti sin af húsafriðun. Sumir virðast þó tvöfaldir I roðinu, t.d. Magnús Skúlason, arkitekt, sem teiknaði skrimslið á horni Sól- vallagötu og Bræðraborgar- stigs, en þá var rifið vinalegt hús og bátur var fjarlægður. Það er háskaleg stefna i arki- tektúr ef ,,það má rifa ef ég teikna”. Það er nefnilega þann- ig i húsafriðunarbransanum, að menn verða að hafa ákveðna stefnu, en ekki hentistefnu. Arkitektar, sem vinna að húsa- friðun, mega ekki falla frá skoð- unum sinum ef þeir fá vinnu hjá stálætunum. Athyglisverð er minninga- opna um gömul hús, sem rifin hafa verið eða hafa orðið eldin - um að bráð. Þó sakna ég nokk- urra húsa þarna, sem rifin voru, og svo einkennilega vill til, að þau hús eru öll i nánum tengsl- um við hinn nýja meirihluta i borgarstjórn og áberandi fólk i húsafriðunarmálum. Vil ég nefna Skólavörðustig 14, Skóla- vörðustig 11 og Laugaveg 18. í svona blaði verða Jón og séra Jón að vera jafnir. Fyrirspurnir um byggingar hafa lika verið sendar út af fleiri merkilegum húsum og þvi ástæða til að spyrja, hvers vegna það skiptir ekki máli, t.d. hornið á Framnesvegi og öldu- götu, sunnanvert? 1 það heila tekið er Vinaminni ágætt rit, og við skulum vona að „annarleg sjónarmið” verði ekki látin sitja i fyrirrúmi. Segja má, að við breyttan meirihluta i borgarstjórn Reykjavikur, skapist skilyrði til viðtækrar friðunar. Nýju odd- vitarnir hafa allir lýst sig hlynnta skynsamlegri friðun, og orðið skynsamlegt er þar i fullri meiningu. Kristján Benedikts- son var t.d. mjög andvigur nýju skipulagi á Hallærisplaninu og fleira mætti nefna. Það fara þvi liklega i hönd góðir timar fyrir gömul hús i Reykjavik núna. Jónas Guðmundsson Hestamennskan helg- ina 20-21. maí Helgina 20.-21. mai sl. var viða eitthvað um að vera hjá hestamönnum. Svo verður reyndar um hverja helgi i sum- ar að þjóðhátiðarhelginni undanskilinni, þvi félögin eru mörg og flest þeirra halda eitt mót á sumri og sum tvö eða fleiri. Og ekki má gleyma lands- mótunum tveim, sem haldin verða i' sumar, landsmót Lands- sambands hestamannafélaga 13.-16. júli i Skógarhólum og Is- landsmóti I hestaiþróttum á Sel- fossi 19.-20. ágúst. A.m.ic. þrjú félög höfðufirmakeppni helgina 20.-21. mai Fákur i Reykjavik Léttir á Akureyri og Máni i Keflavik. Gustur i Kópavogi hélt sitt árlega mót á Kjóavöll- um og var gæðingakeppni móts- ins jafnframtúrtaka til þátttöku ilandsmóti. Fákurog Sleipnir á Selfossi höfðu sérstök úrtöku- mót og á Stóðhestastöð rikisins á Litla-Hrauni var stóðhesta- sýning. Stóðhestastöðin Þaðer orðin föstregla að þeir folar á Stóðhestastöðinni sem eru orðnir reiðfærir eru sýndir tvisvar á vori. Seinni sýning þessa árs var laugardaginn 20. mai og komu þá fram um 20 fol- ar, fjögra til sex vetra gamlir. Það vakti athygli þegar komið var inn i hesthúsin hvað þar var allt vel um gengið. Folarnir sýndu engin óróleikamerki þótt fjöldi ókunnugra manna væri á gangi um húsin, og fóðrun og hirðing virðist vera i ágætasta lagi. Þorgeir Vigfússon ber þungann af hirðingunni ásamt aðstoðarmanni Hafsteini Jóns- syni en stöðvarstjórinn Þor- valdur Árnason og Þorkell Þor- kelsson hafa annazt tamningu i vetur og þeir sýndu folana. Mesta athyglimína vakti Þröst- ur 5 v. frá Kirkjubæ undan Þætti 722 og Glóð á Kirkjubæ og Hlyn- ur frá Hvanneyri 4 v., lika und- an Þætti en móðirin er Flug- svinn 3513 á Hvanneyri. Þessir folar eru báðir fallegir virðast hafa glaðan og skemmtilegan vilja og ganghæfni góða sér- staklega sýndist mér Þröstur vel rúmur. Glaður frá Reykj- um undan Gram 688 og Drottn- ingu 3241 er lika athygli verður hann er mjúkur i hreyfingum með ágætt tölt en höfuðburði er mjög ábótavant. I heild hafði ég gertmérmeiri vonir um Glað af umsögnum annarra en auðvitað er erfitt að gera sér endanlegar hugmyndir um hest sem maður sér riðið i nokkrar minútur á misgóðum reiðvegi. Þvi er ekki að leyna að nokkrir folanna þótti mér óæskilegir til undan- eldis en eftir svo litla skoðun væri ábyrgðarleysi að telja þá upp hér. Þörkell Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur sagði i stuttu spjalli við undirritaðan að hann væri í heildina ánægður með stöðina. Það hefði komið i ljós, 'sagði hann, að reiðhestskostir væru i öllum folunum, enginn þeirra væri ómögulegur nokkrir væru úrvalsfolar og nokkrir dá- góðir. Þróunin væri eðlileg og i samræmi við þær vonir sem hann hefði gert sér, sagði Þor- kell að lokum. Stöðin var stofn- uð 1973 og nú eru þar milli 50 og 60 folar i eigu stöðvarinnar og einstaklinga. Firmakeppni Mána Laugardaginn 13. mai var vigt nýtt iþróttasvæði félagsins i Keflavik með fjölmennri hóp- reið. Þar er 300 m hringvöUur og innan hans er þverbraut sem markar annan 200 m völl þannig að aðstaða er til keppni bæði eftir reglum L.H. og Evrópu- sambandsins. Auk þess hefur verið byggt reiðgerði, sérstak- lega ætlað til kennslu. A hinum nýja velli fór fram firmakeppni um helgina með þátttöku tæp- lega 200 fyrirtækja. Keppt var i tveim unglingaflokkum og full- orðnir kepptu i A og B flokkum gæðinga. Sigurvegari i flokki unglinga 12 ára og yngri var Anna Sigurlaug Auðunsdóttir á Létti.hún keppti fyrir Hitaveitu Suðurnesja. I flokki 13-15 ára var efstur Kristinn Skúlason á Gassafyrir Garðar Garðarsson lögfr. i Keflavik. Einar Þor- steinsson á örvari sigraði i A-flokki fyrir Hagtryggingu umb.i'Keflavik og MajaLoebell sigraði i B-flokki á Bjarma og keppti fyrir Hbfsnes h.f. i Grindavik. Firmakeppni Fáks Firmakeppni Fáks hófst kl. 3 laugardaginn 20. mai með hóp- reið hundrað sjötiu og þriggja þátttakenda um völlinn á Viði- völlum með milli 50 og 60 unglinga i broddi fylkingar. Bergur Magnússon sem stjórnaði keppninni eins og hann hefur gert á hverju ári siðan 1950 sagðist aldrei hafa verið jafn ánægður með hvað fylking- in var skipuleg og falleg, sér- staklega hjá unglingunum. Úrslitin i unglingaflokki: 1. Gunnar Guðmundsson h.f. Keppandi var Þróttur Ragnars Tómassonar, knapi Þórður Þor- geirsson. 2. Geysir h.f. Fyrir Geysi h.f. keppti Blesi Hariiar og Guðjóns Jónssonar, knapi Ester Harðar- dóttir. 3. Hreyfill keppandi Svalur eigandi og knapi Ásta Sigur- jónsdóttir. Úrslit i flokki fullorðinna: 1. Arbæjarapótek Villingur eig. Bergljót Leifsdóttir, knapi Trausti Þór Guðmundsson. 2. Hótel Valhöll4Gullfeti eig. og knapi Halldór Sigurðsson. 3. Ingvar Helgason h.f. Manga, Gunnars Eyjólfssonar knapi Erling Sigurðsson. Fyrri hluti úrtöku gæðinga fyrir landsmót fór fram hjá Fáki á fimmtudagskvöldið i siðustu viku en endanlegt val verður 5. mai og þá verður til- kynnt hverjir hafa verið valdir. Firmakeppni Léttis Þegar um 100 fyrirtæki tóku þátt i firmakeppni Léttis um helgina sigraði Óðinn hinn gamalkunni vekringur Gunnars Jakobssonar og keppti fyrir Heildv. Eyfjörð h.f. Véladeild K.E.A. hreppti annað sætið keppandi var örn Birgisson á Gevsi Jóhanns Konráðssonar. t þriðja sæti varð Smári h.f. sem Reynir Hjartarson keppti fyrir á Spóa. Knapaverðlaun voru veitt og þau hlaut Aldis Björns- dóttir, sem keppti á Ýra sem maður hennar Arni Magnússon á,hún keppti fyrir Útvegsbank- ann og hlaut fjórða sætið. Ar ni Magnússon hefur nú látið af formennsku i Létti eftir að hafa gegnt henni i 21 ár og 27 ára setu i stjórn félagsins. Við for- mennsku tók Bjarni Jónsson. Brynjólfur Ðjarnason heiðursfélagi hjá Félagi áhugamanna um heimspeki Brynjólfur Bjarnason var ein- róma kjörinn heiðursfélagi Félags áhugamanna um heim- speki á aðalfundi félagsins, sem haldinn var sunnudaginn 28. maí sl. 1 fréttatilkynningu frá félaginu segir, að óhætt sé að fullyrða að Brynjólfur Bjarna- son hafi sinnt heimspekilegum viðfangsefnum af meiri alúð og um lengri tima en nokkur annar maöur íslenzkur. Brynjólfur hefur ritað fjölda bóka um heimspeki og með þvi vakið menn til umhugsunar um þann heim sem við búum i. Svo skemmtilega vill til, að auk þess sem Brynjólfur er nú kjörinn heiðursfélagi, þá var hann fyrsti skráði meðiimur Feálgs áhuga- manna um heimspeki á stofn- fundi þess. Brynjólfur varð átt- ræður þann 26. mai siðastliöinn. KENWOOD heimilistæki spara fé og fyrirhöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.