Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 31. mai 1978 Sadat: Kennír Begin um hvernig horfir Kairó/Reuter. Anwar Sadat for- seti, sem sagt hefur að á næstu tveim mánuðum fáist úr þvl skorið hvort árangur verði af friðarumleitunum er hófust I nóvember siðastliðnum, sagði I gær að Begin forsætisráðherra tsraels væri um að kenna hvernig málum væri nú komið. Begin „tilheyrir gömlu her- búðunum I Israel” sagði forset- inn f sjónvarpsviðtali. Sadat kvaðst hafa heyrt að Begin hefði hafnað siðustu friðartillögum Egypta sem meðal annars fólu i sér að Gaza-svæðinu ætti að skila til Egypta og vesturbakka Jórdan til Jórdaniumanna. „Ég hef rætt smáatriði i sam- bandi við þessar tillögur viö Carter Bandarikjaforseta, en talið er að Begin hafi þegar hafnað tillögunum”, sagði Sad- at. Sadat hefur einnig lýst þvi yfir að samningurinn milli ísaraelsmanna og Egypta um Sinaiskaga, er gerður var 1975, muni renna út i október, þó að ekkert segi um það I samningn- um sjálfum. Sáttmálinn um vist gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna á Sinai- skaga rennur út október, og sagði Sadat umræður um áframhaldandi veru gæzluliðs- ins yrði prófsteinn á sambúð Israelsmanna og Egypta eftir að sjálfur samningurinn frá 1975 rennur út. Forsetakosningar í Bangladesh Dakka/Reuter. Ataui Ghani Os- mani fyrrum hershöfðingi, einn aðaiframbjóðandinn i forseta- kosningunum er fara fram á laugardag i Bangiadesh, sagði á útifundi með 50.000 manns I gær, að ef hann næði kjöri yrði þegar i stað efnt til þingkosninga. Ziaur Rahman forseti, sem stjórnað hefur landinu frá þvi I nóvember 1975, hefur lofað að komið verði á þingbundinni stjórn nái hann kjöri. Ziaur sagði að þingið muni setja lög, afgreiða fjármál rikisins og hafa áhrif á ákvarðanir forset- ans. Ziaur hefur stjórnað landinu undir herlögum og er yfirmaður hersins. Flestir fréttaskýrendur segja að Ziaur muni vinna kosningarnar meö miklum yfir- burðum, en aðrir telja að Os- mani, hetja úr striðinu gegn Pakistan 1971, muni hljóta um- talsverðan hluta atkvæða. Saudi-Arabar: Hvetja til stofn- unar varnar- bandalags Afnku Paris/Reuter. Saudi-Arabar hafa heitið þeim þjóöum fullum stuðningi er hyggjast verjast innrásum rikja utan álfunnar. Utanrikisráðherra Saudi- Arabiu, Saud Al-Faisal, fullyrti að það væri á valdi Afrikuþjóöa sjálfra að viðhalda sjálfstæði sinu og öryggi. A blaðamanna- fundi við lok heimsóknar ráð- herrans til Parisar sagði hann, að stjórn Saudi-Arabiu hefði. vaxandi áhyggjur af auknum afskiptum Sovétmanna og Kúbumanna i Afriku. „Erlend afskipti leysa ekki ^vandann, þau auka einungis 1 svæðið sem átökin ná til, sér- staklega þegar um er að ræða risaveldi”, sagði utanrikisráð- herrann. Hann kvaðst vonast.til þess að Afrikuþjóðir tækju höndum saman um varnir álf- unnar. „Við höfum áhyggjur eins og aðrar Afrikuþjóðir og munum vinna með þeim á öllum sviðum”. Utanrikisráðherra Banda- rikjanna, Cyrus Vance, sagði i siðustu viku aö ekki væri útilok- að að Bandarikin myndu veita varnarbandalagi Afrikuþjóða efnahagslegan stuðning. Mikið mannfall í árásum S-Afríku- hers inn i Angóla Dar Es Salaam/Reuter. Þjóö- frelsishreyfing Suðvestur-Afriku, SWAPO, ákærði i gær stjórn Suö- ur-Afriku fyrir að drepa meir en 800 manns I árásum á búðir SWAPO í Angóla fyrr I þessum mánuði. Talsmaður SWAPO, Pet- er Mueshihange, sagði aö I Nami- biu (Suðvestur-Afriku) hefðu meðlimir hreyfingarinnar orðiö fyrir stöðugum ofbeldisaðgerðum af hálfu suður-afriskra stjórn- valda siðustu þrjá mánuði. Mueshihange sagði að um 1,700 suður-afriskir hermenn tækju þátt i árásunum á stöðvar SWAPO i Angóla og væri Mirage þotum og þyrlum beitt i árásun- um. Auk þeirra er látizt hefðu I árásunum, hafa 800 særzt. SWAPO menn álita að 100 her- menn Suður-Afrikustjórnar hafi fallið i bardögum við skæruliöa. Namibiu er sem stendur stjórn- að af Suður-Afriku samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna, en fimm þjóðir, Bandarikjamenn, Suöur-afriskir hermenn I Angóla. Bretar, Frakkar, Vestur-Þjóð- a?..,k“mJ? _.á samkomulagi um verjar og Kanadamenn reyna nú sjálfstæði Namibiu. Carter lýsir yfir fullum stuðningi við NATO-ríkin Washington/Reuter. Carter Bandarikjaforseti fulivissaði i gær alla leiðtoga NATO rikja um að Bandarfkjamenn væru til- búnir til að nota allan herafla sinn til að verja NATO svæðið. Þetta kom fram i ræðu forsetans, þegar fjallað var um stefnu Atlants- hafsbandaiagsins i varnarmál- um, á ráðstefnu æðstu valda- manna rikjanna, er nú fer fram i Washington. Fyrri dag ráðstefnunnar var aðallega fjallað um viðhorf til vaxandi afskipta Sovétrikjanna og Kúbu i Afríku, en siðari dag- inn, i gær. var rætt um viðbúnað NATO rikjanna 15. Carter forseti sagði, að það hefði tekið stjórn sina 16 mánuði að taka þá ákvörðun, að Evrópu skyldi veitt öll hugsanleg aðstoð ef til átaka kæmi i álfunni. Ástæð- urnar fyrir þvi að þessi ákvörðun var tekin voru tvær. Hin fyrri er að Sovétmenn og Varsjárbanda- lagsrikin hafa nú aukið og endur- bætt búnað herja sinna, svo að fullvíst er að þeir ráða yfir stærri her er getur gert skjótari árásir en her NATO. Hin siðari er, að þó svo að Bandaríkjaher sé vel búinn kjarnorkuvopnum, er það viður- kennt að hefðbundin vopn séu ekki sfbur mikilvæg i varnarmál- um. Forsetinn sagði: „Við verðum að búa okkur undir að geta barizt saman og verðum að bæta getu okkar til að vinna saman á vig- vellinum. Við þurfum að forðast óþarflega flóknar áætlanir og kaupa þannig meira öryggi fyrir sömu peninga”. ertendar f réttir Sadat og vandi lýðræðisins Einn vinsælasti brandarinn sem nú er sagöur i Kairó er um Egyptann sem fór til Bandarikj- anna til að iáta draga úr sér tönn. „Eru engir tannlæknar i Kairó?” spurði bandarfski tannlæknirinn. „Jú, og það er mun ódýrara að fara til þeirra”, svarar Egyptinn. „En enginn þorir að opna munninn heima þessa dagana”. Þessi saga er nú ef til vili dáiitið ýkt en hún gefur hugmynd um ástandið. Anwar Sadat forseti, sem erfitt á með að þola gagnrýni, greip tii þjóðaratkvæðagreiöslu til að fá andstæöinga sina útilokaða frá stjórnmálum. Sadat hefur einnig ráðizt að fjölmiðlum og sakaö blöðin I Kairó um að aðhyllast Marx- isma. Nú er hins vegar fyrir- hugaö að þau taki upp nýja og betri stefnu sem stjórnvöld ákveða fyrir þau. Stjórnvöld hafa hvað eftir annað stöðvað dreifingu dagblaðs vinstri sinna, A1 Ahaly. Dómarinn sem úrskurðaði að bann skyldi sett á útkomu blaðsins, sagði að það gæti „sýkt almenningsálitið og valdið spennu meðal fjöldans”. 1 síðasta tölublaðinu var þjóöar- atkvæðagreiðslan, sem fram fór nýlega, gagnrýnd. Sadat heldur þvi fram að meö siðustu aðgeröum sé hann að- eins að bjarga lýðræðinu frá þeim sem hafa i huga að eyöi- leggja það. „Ég er hreykinn af þvi að vera faðirinn I egypsku fjölskyldunni”, segir forsetinn. Sadat hefur nú bundið endi á frjálsræðiö, en hann var sjálfur frumkvöðull að þvi að þaö var aukið. Er Sadat tók við af Gamal Abdel Nasser árið 1970, hóf hann brátt að lina á alræðis- valdinu og Egyptaland varð með frjálsari rikjum i Araba- heiminum. Nú hælir Sadat sér af þvi, að I Egyptalandi eru „engar refsingabúöir, engin herlög, fólk er ekki sett i ein- angrun, ekkert slikt fyrirfinnst I Egyptalandi, þar rikir lýðræði”. A árinu 1976 myndaði Sadat hópa hægri og vinstri manna innan Sósialistasambands Araba, og á siðasta ári komu þessir hópar fram á sjónarsvið- ið sem stjórnmálaflokkar. Þeg- ar gamli Wafd flokkurinn, sem bannaður var eftir byltinguna, var lifgaður við snemma á þessu ári, lét Sadat það gott heita. Fréttaskýrendur hafa velt þvi fyrir sér hvers vegna Sadat tók að verða afhuga hugmyndum um aukið lýðræði i Egyptalandi, án þess að beinar ógnanir, eins og uppþot, væru fyrirsjáanleg- ar. Talið er liklegast að Sadat hafi fagnað kostum lýðræðisins en hafi ekki getað þolað óþægi- legar hliðar þess s.s ótak- markaða gagnrýni. „Hann vonaðist til þess að lýðræðið myndi festa hann I sessi, en i ljós kom að það gróf undan völdum forsetans”, segir egypzkur framámaður, sem heldur þvi fram að forsetinn hafi ekki haft nógu harða skel til að þola gagnrýni, eins og lýð- ræðiðbýðuruppá. Istað þess að reyna að eyða vandamálunum hefur raunin orðið sú, að Sadat virðist eiga i verulegum vand- ræðum. Friðarbrölt Sadats varð ekki til þess að Egyptar fengju þá efnahagsaöstoð sem hann vonaðist eftir, og i sjálfu sér eru Egyptar nú ekki nær friði en áð- ur. Sú stefna Sadats að fá erlent lánsfé til framkvæmda i Egyptalandi og að efla einka- framtakið hefur orðiö nokkrum fésýslumönnum til góðs, en ekki til hagnaðar, fyrir Egypta al- mennt. Efling einkaframtaks hefur meðal annars stuðlað að þvi að nú er verðbólgan 25% i - Egyptalandi. 1 Kairó hafa rask- anir orðið á daglegu lifi, vegna þess aö komið hafa timabil þar sem vantað hefur matvæli i verzlanir, simar hafa verið bil- aðir langtimum saman, skortur er á húsnæði, kerfi almennings- farartækja er lélegt og oft hefur verið orkuskortur i borginni. Erlend aðstoð til Egypta kem- ur að mestu leyti frá oliufram- leiðslurikjum, eins og Saudi- Arabiu, og Bandarikjamönnum, sem láta um einn milljarð doll- ara af hendi rakna ár hvert. Allt þetta hefur lagt vopnin i hendur andstæðinganna. Eink- um eru það öfgamenn til hægri og vinstri sem ráðast gegn stjórn Sadats, en andstæðingar hans eru þó aðeins 26 af 360 þingmönnum á egypska þing- inu. Þrýstingur frá vinstri mönnum hefur aukizt stöðugt, og útgáfa málgagns þeirra, A1 Ahaly, hefur aukizt úr 50.000 eintökum i 135.000 eintök á fjór- um mánuðum. Greinar i blaðinu fjalla um erfiðleika i efnahags- málum, vanmátt stjórnvalda, auk spillingar og klikuskapar er þrifst hjá opinberum stofnun- um. Margir hafa velt þvi fyrir sér hvort Sadat hafi sjálfur tekið ákvörðun um að herða eftirlit með stjórnmálastarfsemi og fjölmiðlum I landinu. Vera má að yfirmenn hersins hafi lagt á ráðin og hvatt forsetann til að forðast upplausn i landinu. Sumir hafa einnig gizkað á aö Sadat hafi gripið til þessara að- gerða vegna þess að hann hafi ný áform á prjónunum i utan- rikismálum, sem hann hyggst hrinda i framkvæmd á næst- unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.