Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 1. júní 1978 Geitur tvær og Karl Marx Hugleiðingar um úrslit s veitarstj órnakosninga tJrslit sveitarstjórnarkosn- inganna sýna aö fiý staöa er upp komin á hinu pólitiska f.aflboröi. Leiötogar sigurvegara og sigr- aöra hafa nú vafalaust rýnt í ástæöurnar fyrir þvi, aö fylgi fólks hneigöist I eina átt fremur en aðra. í dagblöðum hafa úrslitin veriö túlkuð i samræmi viö þaö, sem hverjum þykir hentast, og sé lesiö milli linanna i þeim skrifum væri vafalaust unnt aö fá allgóöa hugmynd um hvab flokkarnir ætlast fyrir næstu vikurnar. Hér verður þó engin tilraun gerö til sllks, enda hefur það oft hent i stjórn- málum hér á landi sem annars staöar, aö gengiö hefur veriö fram hjá augljósum úrslitum kosninga og vilja meirihluta kjósenda ef þaö hentaði betur skapgerö og löngun flokksleiö- toga. Sé litið á úrslitin er augljóst, að tap Sjálfstæöisflokksins i Reykjavik er stærsta fréttin. Það hefur áratugum saman verið taliö óhugsandi aö flokkurinn missti meirihluta sinn i höfuöborginni. Þrátt fyrir stór orö og mannalæti hefur enginn trúaö þvi, aö sá dagur risi, aö Sja'lfstæðismenn yröu aö yfirgefa þetta öfluga vigi sitt. Þegar svo mánudagsmorguninn 29. mai rann úr hafi og flokkur- inn hafði tapaö borginni, var næsta erfitt aö átta sig aö þetta heföi raunverulega gerzt. Þessi pólitiski viöburður haföi fyrst og fremst sálfræöileg áhrif. Eftir er aö sjá hvort hin pólitisku áhrif veröa jafn mikil og margir ætla I sigurvimunni. Þegar nú andstæðingar Sjálf- stæöisflokksins i borgarstjórn mynda nýjan meirihluta kemur að þvi aö þeir veröa aö stjórna borginni, og engum dylst aö sú stjórn verður ákaflega svipuð þeirri, sem fór frá. Stjórn bæja og borga er raunhæft verkefni og þvi háö vissum reglum og aögeröum, sem ekki breytast þótt nýir menn komi til. Umræöurnar um borgarmálefni Reykjavikur fyrir kosningarnar eru trúlega einhverjar fátæk- legustu stjórnmálaumræöur, sem fram hafa fariö um árabil, og minnist enginn nokkurra mála, sem raunverulegur ágreiningur var um. Þaö segir ekki svo litiö um andans flug frambjóöendanna, aö hiö eina, sem tollir i minni fólks eftir þessar umræbur eru geiturnar hans Þórs Vigfússonar og hug- leiöingarnar um þaö hvor yröi borgarstjóri Birgir Isleifur eöa Karl heitinn Marx. Þótt ekki veröi nein greinan- leg breyting á sjálfri stjórnun borgarinnar koma nýir menn til sögunnar og i lýöræöisriki er þaö i sjálfu sér einungis til góös. Þegar hinsvegar er aögætt hvaöa áhrif kosningarnar hafa á landsmálabaráttuna og pólitlska veröandi næstu mánuöina er tap Sjálfstæöis- flokksins i Reykjavik einungis hluti af langtum stærra máli. Orslit sveitarstjórnarkosning- anna var greinileg viljayfir- lýsing um nýja rikisstjórn. Þaö er ekki hægt að draga aöra ályktun af heildarúrslitum kosninganna en þá, aö lýst hafi veriö vantrausti á rikisstjórn- ina. Þetta vantraust er greini- legast I Reykjavik þar sem báöir stjórnarflokkarnir verða fyrir miklu áfalli. Annars staðar á landinu, og meira að segja i nágrannabæjum Reykjavikur er þaö Sjálfstæðisflokkurinn einn, sem tapar aö ráöi en Framsóknarflokkurinn tapar óverulega. Úrslitin I Reykjavik hafa nokkra sérstööu og væri fengur að þvi aö reynt væri aö rýna i þær félagslegu og menningar- legu forsendur, sem valda þvi, að vantraustiö á rikisstjórninni kemur langskýrast fram I höfuðstaðnum. Ekki þarf getum aö þvi aö leiða hvaða atriði þaö eru eink- um, sem valda þessu fráhvarfi frá stjórnarflokkunum. Efna- hagsráöstafanir stjórnarinnar og kaupgjaldslögin frá i vetur ráöa þar mestu. I fyrsta sinn um langan tima hafa efnahagsráö- stafanir og kaupgjaldsmál haft úrslitaáhrif á afstööu fólks til sveitarstjórnarkosninga. Hinir fjölmennu hópar launþega i Reykjavík hafa einfaldlega flykkzt til Alþýöubandalags og Alþýöuflokks, yfirgefiö þá flokka, sem þeir telja, að hafi gert löglega kjarasamninga aö engu. I þessu tilfelli skiptir ekki máli hvort ráöstafanir rikis- stjórnarinnar voru nauðsyn- legar eöa ekki. Lagasetningin var til þess gerö aö breyta kjarasamningum og hefur sem slik ákaflega neikvæð áhrif á gerð kjarasamninga I framtiö- inni. Sveitarstjórnarkosning- arnar voru um kaup og kjör, en ekki um málefni byggöarlaga eða pólitfska hugmyndafræöi. Allir þeir er um stjórnmái fjalla hljóta aödraga þá ályktun af kosningaúrslitunum, aö fram hafi komið ákveöin visbending um, aö meirihluti þjóöarinnar óski eftir vinstri stjórn i ein- hverju formi. Enginn býst viö svo frábrigðilegum úrslitum þingkosninganna 25. júni, aö breyting veröi á þessu atriöi. Hins vegar er ekki vist, aö stjórnmálaleiötogar viöurkenni þessa staöreynd, — en þaö er önnur saga. Ef litiö er á úrslitin i Reykja- vik, þá er fylgisaukning Alþýöu- bandalagsins meiri en nokkurn órabi fyrir. Flokkurinn hefur nú náö sömu hundraðstölu fylgis og Sósialistaflokkurinn haföi mest I Reykjavik fyrir þrjátiu árum. Mjög mikiö af nýjum kjós- endum, yngstu kjósendunum, hefur kosiö Alþýöubandalagiö, og svo hinir fjölmennu hópar menntamanna og skrifstofu- fólks I BSRB og BHM. Lenging námstima fólks, og sambúö og hjúskapur ungs fólks i námi hefur skapað nýja stétt, sem greinilega telur sig hafa fundið málsvara i Álþýöubandalaginu. Kjörorö þessa hóps er „bætt félagsleg aöstaöa” og flokkur- inn hefur lýst fylgi viö þaö næsta óljósa slagorð. Utan Reykjavikur var gengi Alþýðubandalagsins ekki eins mikið og f höfuöborginni, og er þaö eitt með ööru ihugunarvert fyrir þá, sem vilja gera sér grein fyrir þeirri sérstööu, sem Reykjavik er aö fá i hinu islenzka samfélagi. Þá er komið að þvi, sem athyglisverðast er viö úrslit kosninganna. Þaö er fylgis- aukning Alþýðuflokksins. Flokkurinn hefur um átta ára skeið veriö i mikilli lægö. Fylgi hans hefur sifellt minnkaö, og viö siöustu kosningarnar var engu likara en flokkurinn væri aölognastútaf. Flokknum tókst ekki á nokkurn hátt aö nýta sér þá pólitisku stööu, sem hann hafði haft i 12 ára viðreisnar- stjórn. Nú hefur orðið skyndileg breyting. Flokkurinn kemur fram á sviðið, tviefldur og virö- ist hafa náö svipuöu fylgi og hann haföi fyrir 10—15 árum. Astæðan fyrir þessari viðreisn flokksins er sú, aö flokksforyst- an hefur þorað að horfa beint framan i þau vandamál, sem viö var aö striða og endurnýjaö stjórn og frambjóöendur. Hvort flokknum helzt á þessu fylgi er annaö mál. Ekki er vitaö úr hvaöa hópum fylgi flokksins er. Eldra fólk er trú- lega allfjölmennt i fylgissveit flokksins en óánægt fólk úr öll- um þjóðfélagshópum hefur einnig komiö til sögunnar. Alþýöuflokkurinn hefur ugg- laust fen'gið talsvert af at- kvæöum þeirra, sem mótmæla vildu kaupgjaldslögum rikis- stjórnarinnar, en ekki vildu greiða Alþýöubandalaginu at- kvæöi. Alþýöuflokkurinn jók alls staðar fylgi sit, og viðast hvar allverulega. Hann er nú aftur flokkur, sem taka veröur tillit til við stjórnarmyndun og skipan mála. 1 stað þess þriggja — flokka kerfis, sem freistandi var aö spá aö risa mundi hér á landi eftir siöustu kosningar er nú augljóst, að fjórir höfuö- flokkar veröa enn um sinn alls- ráöandi. Engum getum veröur aö þvi leitt hvaö taka muni viö eftir þingkosningarnar 25. júni. Úrslit þingkosninganna veröa ekki hin sömu og sveitarstjórnarkosninganna. Bæði koma þá fleiri flokkar til sögunnar, og fleiri mál koma þá til umræöu. Kaupgjaldsmálin verða auðvitaö ofarlega á baugi, en veröbólga, byggöa- stefna, herstöövamál og land- helgismál verða þá rædd. Þó er liklegt aö meginstraumurinn i þingkosningunum veröi hinn sami og I sveitarstjórnarkosn- ingunum. Þaö er þvi eðlilegt, aö nú þegar fari menn aö átta sig á hvað við muni taka eftir þing- kosningarnar. Um þaö verður ekki fjallað hér. Möguleikarnir eru margir, en einhvers konar vinstri stjórn virðist nærtækasti kosturinn. I annarri grein veröur fjallaö um ihugunarverö atriði i sam- bandi viö kosningabaráttuna og áróðursaðferöir flokkanna. H ó Til heiöurs Þór Vigfússyni birtum vib mynd af geitum tveimur, og geta nú borgarbúar búiö sig undir aö mæta þessum tigulegu skepnum á strætum höfuöstaöarins. Viö nánari athugun kemur í ljós, aö þetta eru hafrar, og má þó alls ekki taka þetta sem svo, aö Timinn sé aö gera nokkurn samanburö á fráfarandi meirihluta og hinum nýja. Boriö hefur veriö á móti þvi, aö nokkru sinni hafi verib ætlunin aö kjósa Karl Marx i embætti borgarstjóra i Reykjavik. Þvi er ekki aö neita, aö vel mundi hann hafa sómt sér I þvi starfi og verib borginni til sóma ef einhverjir iitu inn I Höföa, t.d. útlendingar. Vormót Hraunbúa — um nœstu helgi Kás—Nú um næstu helgi, dag- ana l«-4. júni, heldur skáta- félagiö Hraunbúar sitt árlega mót, og veröur það aö vanda i Krýsuvik. Reynt hefur veriö aö vanda til þessa móts, en liklega veröur þetta eina opna skáta- mótið á sv-horni landsins I sumar, auk Landnemamótsins sem haldiö verður 21—23. júli. Dagskrá mótsins veröur fjöl- breytt aö venju, m.a. göngu- feröir, safarirall, varðeldar, ein- staklingskeppni, iþróttir og margt fleira. Þá verða sér fjölskyldubúðir starfræktar á mótinu, þar sem eldri skátar og fjölskyldur þeirra geta dvalizt. Hjálpar- sveit skáta mun sjá um verzlun, sjúkragæzlu, og löggæzlu, en einnig veröur gefiö út mótsblaö. Mótsstjóri veröur Guöni Gislason, og gefur hann allar nánari upplýsingar um móts- haldið I sima 51313. Bi----------------► Frá vormóti Hraunbúa árið 1976.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.