Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. júni 1978 9 á víðavangi Margt er enn óráðið Þessa dagana eru menn að sjálfsögðu að reyna að meta og draga ályktanir af úrsiitum bæjar- og sveitarstjórnakosn- inganna sem fram fóru i þétt- býli landsins siðastliðinn sunnudag. Margan lærdóm er vissulega hægt að draga af úr- slitunum nú þegar, en væntan- lega mun lokaniðurstaða ekki liggja fyrir fyrr en eftir A1 þingiskosningarnar nú i júni, þarsem ekki er enn vitað að hve miklu leyti landsmál undust inn i bæjarmálefnin og að hve miklu leyti straumarn- ir nú munu halda áfram að koma fram i þingkosningum. Sjálfstæðis- menn Það er alveg ljóst að Sjálf- stæöisflokkurinn hefur orðið fyrir mjög tilfinnanlegu áfalli i þessum kosningum. Það er vafalaust alveg rétt hjá Morg- unblaðinu i gærmorgun að ekki sé sanngjarnt að miða við úrslit kosninganna 1974 þegar borið er saman við úrslitin nú. Þessi niðurstaða Morgun- blaðsins er staðfesting á þvi sem þá var sagt í öðrum blöð- um, nefnilega að sigur Sjálf- stæöismanna þá hefði verið til kominn vegna þess heiftar- lega hræðsluáróðurs sem flokkurinn hélt uppi gegn vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar, bæði i efnahagsmálum og þó einkum i utanrikismál- um. Gn enda þótt ekki sé tekið mið af kosningunum 1974 er áfall Sjálfstæðisflokksins tals- vert. í bæjarstjórnakosning- unum 1970 naut Sjálfstæðis- flokkurinn 35.4% kjörfylgis, en nú 32.5%. Afall Sjálfstæðisflokksins er þó íraun og veru ekki fyrst og fremst fólgið i atkvæðamissi heldur i þvi að meirihluti flokksins i helgustu véum hans, Reykjavik, brast,og þar taka nú vinstri flokkarnir sameiginlega við forystu. Athyglisvert er það þó, að Sjálfstæöismenn hafa ekki orðið fyrir neinu verulegu fylgistapi i Reykjavík ef miö- aö er við kosningarnar 1970. Bæði 1970 og nú nýtur Sjálf- stæðisflokkurinn um það bil 47% fylgis i Reykjavik, en skiptingin nú7 og fyrst og fremst sigur Alþýðubanda- lagsins^veldur þvi aö hlassið veltur. Mikilvæg ábending Valdamissir Sjálfstæðis- manna i Reykjavlk er með öðrum orðum ekki fyrst og fremst i þvi fólginn að fylgi þeirrahafi rýrnað stórlega, og felst i þvi einu mjög mikilvæg ábending til vinstri flokkanna um varúð og aðgát i forystu- störfum í höfuðborginni^enda þótt viðurkennt sé aö verkefn- in biða hvarvetna eftir hálfrar aldar fhaldsstjórn. Valdamissir Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavík er fyrst og fremst ómældur álits- hnekkir fyrir foringja flokks- ins þar. Þeir héldu alla tið að þeir væru einhvers konar heil- agar kýr i borginni og enginn gæti nokkru sinni unniö bug á þeim i borgarstjórn. Þeim hafði meira að segja tekizt að telja andstæðingum sinum fjölmörgum trú um þetta, og hefur það vafalaust haft sin áhrif i kosningunum nú, að ýmsir hafa talið áhættulaust af þeim sökum að veita Alþýðubandala ginu stuðning sinn, ýmsir sem ella hefðu greitt t.d. Framsóknarflokkn- um atkvæði sitt. Niðurstaða þessara hugleið- inga um valdamissi Sjálf- stæðismanna i Reykjavík er sem sé sú að félagshyggjuöflin geta ekki tekið þessi úrslit sem neinn endanlegan dóm, heldur er þvi svo háttað sem persónulegur sigurvegari i borginni, Guðrun Heigadóttir deildarstjóri, sagði þegar úr- slitin lágu fyrir: „Vandinn er allur eftir”. Þessu til viðbótar er ástæða til þess að menn hafi það eftir sem áður hugfast, að Sjálf- stæðisflokkurinn er enn lang- stærsti flokkurinn eftir þessar kosningar sem áður. Félags- hyggjumenn eiga þannig enn mjög á brattann að sækja. Alþýðu- flokkur Staða Alþýðuflokksins hefur batnað stórkostlega i þessum kosningum eins og reyndar hafði verið gert ráð fyrir almennt. Satt aö segja höfðu allmargir spáð þvi að árangur flokksins yrði enn þá betri en hann varð i reynd. Alþýðuflokksmenn geta vissulega fagnað þvi að flokk- ur þeirra er úr allri lifshættu og hefur að nýju tekið sér sinn fyrra sess i islenzkum stjórn- málum. öldudalurinn frá 1967 er að baki og trúlega eru góð ár fram undan fyrir Jafnaðar- menn á islandi ef þeir bera gæfu til að framfyigja um- bóta- og framfarastefnu. Þvi er þó ekki að leyna, að margt bendir til þess að vaxtar- broddur flokksins hneigist til hægri heldur en hitt. Sé árangur Alþýðuflokksins með nýjum hætti. Það virðist alveg augljóst að miklu fleiri kjósendur nú en áður var vilja ekki binda trúss sitt við ákveð- inn flokk eða flokka. Það virð- ist alveg sjáanlegt að yngstu kjósendur á hverjum tíma ver ja atkvæði sinu með öðrum hætti en löngum tiðkaöist. Það er ekki lengur efst á baugi að vera þegar ákveðinn I póli- tiskri afstöðu um tvitugt, held- ur þvert á móti er það oröið stolt verulegs fjölda að „hunza" flokkana með því að lita á timabundin mál og ein- staka frambjóðendur. 1 kosningunum 1967 hlutu Alþýðuflokkurinn og Hanni- balistar þetta fylgi. t kosning- unum 1971 drógu Samtök frjálslyndra og vinstri manna Atkvæði Reykvikinga I innsigluðum kössum eftir kjördag. Timamynd GE. nú borinn saman við fylgi flokksins 1970 kemur i ljós að hann hefur aukið fylgi sitt sem nemur 2,5%. Það sem i þessu er athugavert fyrir stuönings- menn Alþýðuflokksins nú er að þeim hefur þrátt fyrir allt ekki tekizt að ná beztu úrslit- um flokksins á siðari árum, en það var 1967. Allt um það liggur þaðalveg fyrir að Alþýðuflokkurinn hef- ur rétt hlut sinn fyllilega, og fram hjá honum verður ekki með neinu móti gengið i islenzkum stjórnmálum. Það sem einkum kynni að valda Alþýðuflokksmönnum nokkr- um áhyggjum nú er sú stað- reynd,að fylgi flokksins nú er aðmjög miklu leyti lausafylgi sem enginn getur ráðið i hversu stöðugt verður við stuðning við þennan flokk fremur en aðra. Lausa- fylgið Þetta fyrirbæri, lausafylgið, er staðreynd i islenzkum stjórnmálum sem fiokkarnir verða að fara að bregðast við þetta fylgi að sér. 1974 gleypti Sjálfstæðisflokkurmn þetta fylgi með húð og hári, og nú sitja Alþýöubandaiag og Alþýðuflokkur að þessu fylgi. Alþýðu- bandalagið Alþýðubandalagið er inesti sigurvegari þessara bæjar- stjórnakosninga og hlýtur enn meiri meðbyr en Alþýðuflokk- urinn, og höfðu fáir búizt við þvi. Mestu veldur i þessu efni sigur flokksins i Reykjavik, en sá sigur er sennilega til kom- inn vegna þess hve vel sumir frambjóðendur hans náðu tii almennings, einkum Guðrún Helgadóttir, og vegna hins að fjöldi af kjósendum Fram- sóknarflokksins hefur senni- lega talið af ýmsum ástæðum álitlegt að kjósa G-listann að þessu sinni. Fer ekki hjá þvi aö þessa staðreynd verða Framsóknar- menn i Reykjavik að hugleiða alveg sérstaklega nú á næstu dögum ogvikum, ogmeta með hverjum hætti vörn verði snú- ið i öfluga sókn. Aðalatriðið i þvi dæmi er samanburðurinn við bæjarfélögin utan höfuö- borgarinnar þar þar sem Framsóknarmönnum tókst yf- irleitt að halda velli. Framsóknar- menn 1 kosningunum 1970 hlaut Framsóknarflokkurinn 23.2% atkvæða, en nú 21.1% og hefur þannig tapað 2% atkvæða. Þegar til þess er litið að 7% tapast i Reykjavik einni verð- ur það alveg ljóst að atburð- irnir f höfuðborginni nú hafa algera sérstöðu og eiga sér ekki samsvörun i þessum kosningum þegar litið er á landsmeðaltal flokksins. Hér er vissulega um að ræða mál- efni sem verður að skoða vel. En sigur Alþýðubandalags- ins er meiri en nemur ósigri Framsóknarmanna. Gegn 2% fylgisrýrnun Framsóknar- flokksins i bæjarstjórnakosn- ingunum stendur rúmlega 6% aukning Alþýðubandalagsins, og er þá gert ráð fyrir þvi aö gróflega standist á sigur Alþýðuflokks og tap Sjálf- stæðisflokks, og er þó engan veginn verið að halda þvi fram að allir straumar liggi þannig á milli flokkanna i sjálfu sér. Nú er eftir að vita Aukning Alþýðubandalags- ins hlýtur að felast i þvi aö það hafifyrirsittleyti náð sér eftir þá sundrungu sem stafaði af klofningi Hannibals Valdi- marssonar og tilkomu Sam- takanna. t öðru lagi hefur Alþýðubandalagið i Reykjavík náð aftur þvi fylgi sem Sósialistaflokkurinn hafði i höfuðborginni á árunum eftir heimsstyrjöldina siðari, en Framsóknarflokkurinn, sem hafði unnið i Reykjavik á kostnað sósialista, hefur beðiö hnekki þar að sama skapi. Nú er eftír aö vita hvort borgarmálefni áttu hér meiri hlut að máli en landsmálefni. Ef svo er þurfa Framsóknar- menn að þvi leyti ekki að kviða þingkosningum i Reykjavik. Ef um það er að ræða að kosningastarf og áróöur Alþýðubandalagsins nú hafi verið betur undirbúið og betur að þvi staðiö, þá geta Frams óknar menn einnig dregið af þvi lærdóma. Hvaö sem þessu liður er þaö vissu- lega of snemmt fyrir Alþýöu- bandalagsmenn að fagna end- urheimtum fyrra fylgis i Reykjavik á kostnað Fram- sóknarmanna fyrr en séð veröur hverju fram vindur i þingkosningunum, og er vig- slaöa Alþýðubandalagsins þó óneitanlega mjög góö. Hvað verður um fylgi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna við Alþingiskosningarnar er einnig óráðin gáta, en flest bendir til þess að það hafi að miklu leyti falliö Alþýðu- bandalaginu i skaut nú. JS Sögufélagið gefur út 3 bækur M ^ ^ eitt viftam m.a. afmælisrit Björns Þorsteinssonar Kás — Hinn 20. marz sl. varð dr. Björn Þorsteinsson sextugur. Af þvi tilefni gefur Sögufélagið út afmælisrit honum til heiöurs en hann hefur um margra ára skeið gengt forystustarfi hjá félaginu, m.a. verið formaður þess i 13 ár. Kynnti Einar Laxness cand. mag., nýkjörinn forseti Sögu- félagsins^afmælisritið^ sem heit- ir A fornum slóðum og nýjum, fyrirfréttamönnum fyrir stuttu. í bókinni eru ritgeröir eftir Björn um margvisleg efni frá löngum ritferli hans. Ritið skiptist i fjóra meginkafla: A gömlum slóðum, Um bækur, Söfn og sagnfræðingar og Menn og minningar. 1 slöasta kaflan- um er m.a. nýsamiö efni um Johannes Carl Klein kjötkaup- mann. 1 bókarlok er einnig að finna skrá yfir starfsferil og rit- störf Björns Þorsteinssonar. I ritnefnd þessa verks eru Björn Th. Björnsson, Einar Laxness, Gunnar Karlsson, Jón Guðnason og Ragnheiður Þor- láksdóttir. Þá gefur Sögufélagið einnig út fjórða bindi ritraöarinnar Safn til sögu Reykjavikur sem gefin er út i samvinnu viö Reykja- vikurborg; ber hún nafniö Reykjavik miðstöð þjóðlifs. Er hún aö vissu leyti framhald bókarinnar Reykjavik i 1100 ár, sem út kom árið 1974. Uppi- staðan i þessu riti eru fyrirlestr- ar sem fjölmargir fræðimenn fluttu á Reykjavikurráðstefnu á Kjarvalsstöðum 5.-7. april árið 1977. Ekki er þó algert samræmi milli ráðstefnu og bókant.d. er birt erindi dr. Inga Sigurðsson- ar sem hann samdi i tilefni af ráðstefnunni en var ekki flutt þá. Einnig flutti Siguröur Lindal prófessor aðeins útdrátt þeirrar greinar sem birtist i heild i bók- inni. Vigdis Finnbogadóttir óskaði þess aö birtingu á erindi hennar yrði frestað og er það þvi ekki tekið með i ritinu. Það eru þvi mörg fróðleg er- indi i ritinu um þróun Reykja- vikur i þá átt að veröa helzta miðstöð þjóölifs á íslandi. Þriðja bókin.sem Sögufélagiö gefur út að þessu sinni, er fjórtánda bindi ritsins Alþingis- bækur Islands^en þetta verk er eitt viðamest'a og merkasta heimildarrit sem félagið hefur gefið út. 1 þvi eru saman komn- ar gerðabækur Alþingis hins forna þ.e.a.s. frá siðari hluta 16. aldar er ritun þeirra hófst og til loka þingsins árið 1800 þegar Al- þingi var lagt niður sem slikt og Landsyfirréttur stofnaður. Nýjasta bindi þessa ritsafns tekur yfir árin 1751-1765 að báðum árunum meðtöldum. Enn munu óútgefin þrjú bindi þessa safns en Sögufélagið nýt- ur sérstaks styrks til útgáfu Al- þingisbóka frá Alþingi. Aðalfundur Sögufélagsins var haldinn fyrir skömmu. I nýja stjórn þess voru kjörnir: Einar Laxness cand. mag. forseti, Helgi Þorláksson cand. mag rit- ari, Pétur Sæmundsen bahka- stjóri gjaldkeri, Sigriður Er-- lendsdóttir B.A. og dr. Gunnar Karlsson. Björn Þorsteinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.