Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 24
Sýrð eik er sígild eign TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag Hæstiréttur Bandaríkjanna: Sýknaði Sambandið algjörlega af ein- okunar- og tjónskærum KEJ — Fyrir Hæstarétti Banda- rikjanna er fyrir skömmu til iykta leiddur langur málarekstur á hendur Sambandi Islenskra samvinnufélaga og Iceland Products. Akæruefnið var samningsrof og kraföist stefnandi 7,3 milljóna dala i skaöabætur. Hefur Hæstiréttur Bandarikjanna nýlega staöfest algjöran sýknu- dóm héraösdómstóis og neitaö aö taka máliö tii frekari meöferöar. Fyrir Alríkisdómi var sam- timis rekiö af stefnanda/fyrirtæk- inu Mrs. Paul’s Kitchen/mál gegn Sambandinu og Iceland Products vegna meints brots á löggjöf um bann við hringamyndun og einok- un. Sakarefni i þvi máli var, aö stefndu heföu einokað islenzka dt- flutningsmarkaðinn á fiskblokk- um til Bandarikjanna; þeir hefðu útlokað stefnanda og aöra frá hluta af isl. fiskmarkaðinum/ og með þvi dregiö úr samkeppni sjálfstæðra framleiöenda i Bandarikjunum. Sambandið hefði selt og Iceland Products keypt fiskblokk undir markaðs- verði. Bótakröfur stefnanda i þessu máli voru þrefaldaðar og námu samtals 8.591.638 dollurum. Kröfur stefnanda I báðum málunum voru þvi um 15,9 milljónir dollara (kr. 4.134 milj). Mál stefnanda fyrir Alrikis- dóminum beið úrslita i héraös- dómsmálinu en er nú sjálfkrafa úr sögunni að sögn Mr. Boswells, lögmanns i Harrisburg, sem rekið hefir málið fyrir Sambandið og Iceland Products. Þar með er lokið löngum og ströngum málaferlum. Hvatt til yfirvinnu- banns, útflutningsbannið heldur áfram JB — Verkamannasamband ts- lands hefur nú markað stefnu sina i þvi hvernig þaö teiur bezt aö bregöast viö bráöabirgöa- lögunum margumtöluöu. Var ákveöiö á fundi stjórnar og for- manna féiaga innan sambands- ins i fyrradag, þar sem kjara- málin og staöan i samninga- málunum voru rædd, aö hvetja til yfirvinnubanns, og aö aflétta ekki útflutningsbanninu. 1 fréttatilkynningu frá samband- inu um þessi mál segir m.a.: Aður boðað og yfirstandandi bann við útflutningi verði ekki afnumið, en fundurinn felur framkvæmdastjórn sambands- ins nánari framkvæmd I sam- ráöi við viökomandi félög. Fundurinn skorar á rikis- stjórnina og atvinnurekendur aö semja viö Verkamannasam- bandiöá grundvelli tilboðs þess, sem það lagöi fram á siöasta fundi hjá sáttasemjara. Sér- staklegá skorar fundurinn á bæjar-og sveitarfélög að bregða skjótt við til samninga. Verði samningar ekki komnir á fyrir 10. júni n.k. skorar fundurinn á öll aöildarfélög VMSl að boöa yfirvinnubann dagana 10.-30 júni n.k., en fyrir lok júnimánaðar mun Verka- mannasambandið taka afstöðu til þess hvort ástæöa sé til frek- ari aðgeröa. Fundurinn vekur athygli á þvi, að það er yfirlýst stefna nú- verandi stjórnarflokka, að skerða enn frekar siðar á árinu núgildandi kaupgreiðsluvisi- tölu, þannig aö meö óbreyttri stjórnarstefnu eru frekari kjaraskerðingar áformaðar. Fundurinn skorar þvi á verka- fólk aö veita þeim stjórnmála- flokkum, sem staöiö hafa að áð- ur greindum lagasetningum og hafa yfirlýst að þeir hyggja á enn frekari árásir á kjör verka- fólks, ekki liö I komandi Al- þingiskosningum. Þegar sóiin skin á vorin er gott aö fara I strigaskóna sina og labba meö vinkonum sfnum og hvutta litla upp I öskjuhliö þar sem gufu frá heitu vatni leggur yfir,og eykur enn á hlýju vordagsins. W ’h’fw W Átf'M w&m ■ mtmá ll l . fvAt. t Æ Viðráeður Einars Agústssonar og Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Aðskilnaður farþegaflugs og umsvif Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli Gylfi Kristinsson/ Washington — Einar Agústsson utanrikis- ráðherra/ og Vance utanrikis- ráöherra Bandarikjanna, áttu sameiginlegan fund i Washington á þriðjudaginn I húsakynnum bandariska utanrikisráðuneytis- ins. Á fundi með islenzkum fréttamönnum igær skýröi Einar Agústsson frá viðræðum sem hann átti við Vance, en þær sner- ust um þau mál sem snerta sam- skipti Islands og Bandarikjanna. Þaö mál sem einkum kom til umræöu var aöskilnaður farþega- flugsins frá umsvifum banda- riska hersins á Keflavikurflug- velli. A fundinum náöist sam- komulag um að Bandarikin taki þátt i þeim kostnaði sem hlýzt af byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavikurflugvelli. I fréttatilkynningu sem dreift var til fréttamanna kom fram,aö hér væri um aö ræða viðbót við samkomulag Islands og Banda- rikjanna frá 1974, en samkvæmt þvi sjá Bandarikjamenn um ýmsar þýðingarmiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir á Keflavikurflugvelli/ svo sem vegna byggingar flugturns. endurbóta á flugbrautum og hita- veitu. Aðspurður sagði -utanrikis- ráðherra aö framkvæmdir við væntanlega flugstöð á Kefla- vikurflugvelli ættu að geta hafizt þegar á næsta ári. Einar Agústsson vildi ekki tjá sig um það hvert hlutfall af bygg- ingarkostnaöi flugstöðvarinnar Bandarikjamenn-myndu greiða. Það væri i valdi Bandarlkjaþings að ákveða hvort og hversu mikiö Framhald af 23. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.