Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 1. júni 1978 19 Bertil Vogts iOOOOOQOOi „Flestir búast við miklu af okkur, en... — segir Bertil Vogts, fyrirliði V-Þýzkalands ¥ Helmut Schön hefur valið lið sitt, sem mætir Pólverjum í dag — Flestir búast viö miklu af okkur, en allir viija leggja okkur aö velli, sagöi Berti Vogts, fyrirliöi heimsmeistaranna frá V-Þýzkalandi, sem hefja vörn sina á heimsmeistaratitlinum á River Plate-leikvellinum I Buenos Aires I dag. Þaö er geysilegur áhugi fyrir HM-keppninni, sem fer fram í Argentinu, um allan heim og reiknaö er meö mjög spennandi keppni. Engin þjóöanna 16, sem taka þátt i HM-keppninni, getur reikn- aö með öruggum sigri — þvert á móti eru riðlarnir fjórir svo jafn- ir, að i sumum tilfellum er erfitt aö gera sér grein fyrir hvaöa þjóðir komast i 8-liða úrslitin. Hvað sem öðru liður, beinast augun að leik V-Þjóðverja gegn Pólverjum, en það er reiknað með að sá leikur verði gifurlega jafn og spennandi. — Það verður mjög erfitt að verja HM-titilinn hér i S-Ame- riku, þar sem bæði Brasiliumenn og Argentlnumenn eru mjög sterkir, sagði Helmut Schön, ein- valdur v-þýzka landsliðsins, en V- Þjóðverjar leika nú án 7 af lykil- mönnum sinum, sem léku I HM- keppninni f V-Þýzkalandi — leik- manna eins og Gerd Miiller, Franz „Keisara” Beckenbauer, Wolfgang Overath, Guenter Netz- er, Uli Höness, Paul Breitner og Jiirgen Graboski. Það er ekki liklegt að V-Þjóð- verjar lendi I vandræðum I riðla- keppninni — nema þá gegn Pól- verjum. Þeir eiga að vinna auð- velda sigra yfir Túnis og Mexikó. Helmut Schön hefur valið lið sitt, sem leikur gegn Pólverjum, og valdi hann hinn stórefnilega Hansa Muller — 20 ára leikmann frá Stuttgart, sem hefur aöeins leikið hluta úr tveimur siðustu landsleikjum V-Þjóðverja, i liö sitt, en V-Þjóðverjar munu leika 4-4-2 gegn Pólverjum. Sepp Maier, hinn gamalkunni markvörður frá Bayern Miin- chen, sem hefur sjaldan verið betriennú, mun verja markið, en hann leikur nú i þriðju HM- keppninni. Bertie Vogts, fyrirliðinn sterki, og Herbert Zimmermann, sem er mjög snjall sóknarbakvörður, leika sem bakverðir, og Manfred Kaltz og Rolf Russmann verða miðverðir. Rainer Bonhof, Erich Beer, Heinz Flohe og Hansi Múll- er verða á miðjunni, en Miiller mun taka virkan þátt i sókninni — sem fremsti tengiliður á miðj- unni. í fremstu viglinu verða Rudiger Abramczik og Klaus Fischer, sem er geysilegur markaskorari _ og arftaki Gerd „Bomber” Múller i v-þýzka lið- inu. Kissinger mætir... Kissinger, fyrrum utanrikisráö- herra Bandarikjanna, sem er mikiii áhugamaöur um knatt- spyrnu, hefur ákveöiö aö fara tii Argentinu til aö fylgjast meö HM- keppninni. Vestur-Þýzka landsiiöiö Nýr „liðsmaður” í herbúðum V-Þjóðverja Júlíus gerðist þaulsætinn... — og það þurfti marga, marga menn til að koma honum af æfingu Liö Vestur-Þýzkalands i heims- meistarakeppninni hefur tekiö' upp á arma sina I Argentinu hund aö nafni Július. Þrátt fyrir konunglegt nafn, er kyniö ekki par fint, — nánar tiltekiö er þetta dökkbrúnn bastaröur af vafasömum uppruna. Július, sem er eign hótelsins þar sem V-Þjóðverjarnir dvelja, hefur einnig orðið mjög hændur að leikmönnunum. Má hann vart af þeim sjá, fer með þeim á hverja æfingu og gerist þaulsætinn. Það er ekki allt of vel séð, og þurfti marga menn til að drösla honum út af vellin- um um daginn, svo að æfing gæti hafizt. Og i fyrrinútt er miðvallar- spilari liðsins, Bernd Holzen- bein, bjóst til svefns, fann hann hundinn þar sem hann hafði hreiðrað um sig i rúmi hans. 1 < „Varið ykk- ur - póiskir njósnarar” „Variö ykkur, pólskir njósnarar”, hrópaöi Helmut Schön, þjálfari liðs Vestur- Þjóöverja i heimsmeistara- keppninni I knattspyrnu upp yfir sig á dögunum, er hann var aö fara yfir nokkur her- brögð með varnarleikmönn- um iiösins i æfingabúöum þeirra I Ascochinga i Argen- tínu. Þaö sem olli uppnámi þjálf- arans var stór fuglahópur, sem flaug yfir höfuö leik- mannanna. En Vestur-Þjóö- verjar og Pólverjar munu leika fyrsta leik heims- meistarakcppninnar, sem hefst I dag I Buenos Aires. Allir vilja leggj a okk- ur að velli”... HM-keppnin í knatt- spyrnu Argentina'78 — og óvíst hvort hann leikur gegn Svíum Gil, sem skoraöi mark Brasiliu I landsleik viö England Tyrr á ár- inu á Wembley, hefur átt viö meiösli I fæti aö striöa aö undan- förnu. Hefur þaö háð honum svo, að hann hefur ekki getað leikiö siöustu þrjár vikur. Þó iét hann i Ijós þá skoöun i fyrrgreindu viötali, aö hann yröi valinn i liöið. En Cesar Coutinho, Gil, hægri útherji Brasiliu- manna, sagði í viðtali fyrir skömmu, að það lægi ekki enn á Ijósu, hvort hann yrði með í liðinu, sem att verð- ur gegn Svíum í leik þjóð- anna á laugardaginn kem- ur. einvaldur brasiliska liösins, sagöi aö engin ákvöröun yröi tekin um þetta fyrr en skömmu áöur en leikurinn hæfist og ekki fyrr en eftir aö úr því heföi veriö skoriö meö læknisrannsókn hvort Gil væri orðinn heill á fæti. Gil á við meiðsli að stríða... „Við erum allir vinir” - x — segir Italinn Paolo Rossi, en orðrómur er uppi um * ^ „klikuskap” i herbúðum Itala ^ Paolo Rossi, miöherjinn ungi i liði ttala, mótmælti staöfastlega I gær þeim orörómi, aö fjand- skapur væri milli hans og hinna leikmanna liösins. Þaö hefur komið fram i fréttum I dagblaði i Milanó, að leikmennirnir heföu horn I siöu þessa unga leikmanns, sem aöeins er 21 árs aö aldri, þvi hann myndi bola út Francesco Graziani, sem er miklu reyndari leikmaður. Hann hefur leikiö viö hliö Robertos Bettega I sókn ttala um árabil, og á 21 landsleik aö baki. „Þetta er algjör firra. Viö erum allir vinir,” sagði Rossi. „Við komum oft saman og allir tala við mig sem jafningja. Ég veit ekki hvort ég kem til með aö leika, en auðvitað langar mig til þess.” 24 þjóðir á Spáni... Þaö var samþykkt á þingi FIFA i Argentinu, aö 24 þjóöir tækju þátt I næstu úrslitakeppni HM-keppn- innar I knattspyrnu, sem fer fram á Spáni 1982. Graziani er tuttugu og fimm ára. Hann er frá Torino og er einn af sextán knattspyrnumönnum frá tveimur liðum i borginni Torino — Torino og Juventus i liði itala i heimsmeistarakeppninni. Italskir fréttamenn hafa haft það á orði, að það væri þessi „klika” sem væri á móti þvi að Rossi yrði valinn i liöið. Rossi hefur alveg visað þessu á bug og sagt marga af sinum beztu vinum koma frá Juventus. Fyrsti leikur ttala verður gegn Frakklandi og verður hann leik- inn á morgun. Danir lögðu Norðmenn.. Danir unnu sigur (2:1) yfir Norö- mönnum i gærkvöldi i vináttu- landsleik sem fór fram I Kaup- mannahöfn. Staöan var jöfn 1:1 i hálfleik en 9,500 áhorfendur sáu Eljkaer skora sigurmark Dana I seinni hálfleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.