Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.06.1978, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 1. júni 1978 í dag Fimmtudagur 1. júní 1978 Lögregla og slökkviliö Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökk viliöiö og sjúkrabifreið, simi 11100 Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliðið og sjúkra- bifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. >------------------------- Bilanatilkynningar ■- Vatnsveitubilanir simi 86577. Sfmabilanir simi 05. Biianavakt borgarstofnana. Sími: 27311 svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Rafmagn: i Reykjavik og Kópavogi i sima 18230. I Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: kvörtunum verður veitt móttaka i sim- svaraþjónustu borgarstarfs- manna 27311. Heilsugæzla _________________________ Slysavarðstofan: Simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. Ilafnarfjörður — Garðabær: Nætur- og helgidagagæzla: Upplýsingar á Slökkvistöð- inni, simi 51100. Læknar: Reykjavik — Kópavogur. Dagvakt: Ki. 08:00-17:00 mánud.-föstudags, ef ekki næst i heimilislækni, simi 11510. Kvöld, nætur og helgidaga varzla apóteka i Reykjavik vikuna 26. mai til 1. júni er i Borgar Apóteki og Reykjavik- ur Apðteki. Það apðtek sem fy rr er nefnt annast eitt vörzlu á sunnudögum, helgidögum og almennum fridögum. Hafnarbúðir. Heimsóknartimi kl. 14-17 og 19-20. Heimsóknartimar á Landa- kotsspitala: Mánudaga til föstud. kl. 18.30 til 19.30. Laugardag og sunnudag kl. 15 tíl 16. Barnadeild alla daga frá kl. 15 tíl 17. Kópavogs Apðtek er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Félagslíf Kvenféiag Laugarnessókna r Munið skemmtiferðina að Gullfossiog Geysi laugardag- inn 3. júni. Þátttaka tilkynnist i sima 37058 (Erla) eða 82469 (Anna). i Vorfagnaður Nemendasam- bends Menntaskóla Akur- eyrar verður að Hótel Sögu föstudaginn 2. júni og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Sögu miðvikudaginn 31. mai og miövikudaginn 1. júni kl. 17 til 19 báða dagana, fjöl- mennum. Eldri borgarar Seltjarnar- nesi: Kvenfélagið Seltjörn minnir á boð félagsins til Grindavikur næstkomandi laugardag. Vin- samlega tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudagskvöld til Þóru i sima 19684, Báru sima 23624 og Ernu sima 13981. 2.-4. júni kl. 20.00 1. Þórsmörk. Gist i sæluhúsinu. Farnar gönguferðir um Mörkina. 2. Mýrdalur-Dyrhólaey.Gist i húsi. Farið verður um Mýrdalinn-Heiðardalinn- Dyrhólaey-Reynishverfi og viðar. Nánari upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni. Feröafélag lslands. Miðvikudagur 31.5. kl. 20.00. Esjuhlíðar (Steinaleit). Róleg kvöldganga. Verð kr. 1000 gr. v/bilinn. Farið frá Umferðamiðstöðinni að austanverðu. 1.-4. júni. Vestmannaeyjar. Eyjarnar skoðaðar á landi og af sjó. Farið með Herjólfi. Farar- stjóri: Þórunn Þórðardóttir, Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag tslands. 2772 Lóðrétt Lárétt 1) Tala 6) Hlemmur 7) Lita 9) Keyrði 10) Matháki 11) Tónn 12) Greinir 13) Togaði 15) Heftina. Lóðrétt 1) Slög 2) Eins 3) Amen 4) Röð 5) Alsberra 8) Svif 9) Strákur 13) 501 14) Bókstafi Ráðning á gátu No. 2771 Lárétt 1) Handsal 6) Áar 7) FG 9) Ós 10) Tafsamt 11) Of 12) Ar 13) Mal 15) Ljórinn 1) Hoftoll 2) Ná 3) Danspar 4) SR 5) Listræn 8) Gaf 9) Óma 13) Mó 14) LI ZML~WZ u mp krossgáta dagsins Fimmtud. 1/6 kl. 20 Strompahellar, stórkostleg náttúrundur i nágr. Reykja- vikur. Hafið góð ljós með. Fararstjóri Einar Þ. Guðjohnsen. Verð 1500 kr. fritt f. börn m. fullorðnum. Farið frá BSÍ, bensinsölu. Föstud. 2/6 kl. 20 Þórsmörk, tjaldað i skjól- góðum skógi i Stóraenda. Vinnuferð að hluta. Fararstj. Jón I Bjarnason. Farseðlar á ■ skrifst. Lækjarg. 6a simi 14606. Frá Arnesingafélaginu i ReykjavíkFarið verður i hina árlegu gróðursetningarferð að Ashildarmýri laugardaginn 3. júni n.k. Lagt verður af stað frá Búnaðarbankahúsinu við Hlemm kl. 13.00. Stjórnin. >—1-------------------- Tilkynningar • Dregið hefur verið i happdrætti Hestamanna- félagsins Gusts i Kópavogi. Eftirtalin númer komu upp: 4421 hestur. 3418 utanlands- ferð. Grafikmynd, 3667. 4463, 3413, 3099, 2571 og 698 beisli. Frá Mæðrastyrksnefnd. Sumardvöl að Flúðum fyrir efnalitlar mæður verður mánudaginn 12. júni. Hafið samband i sima 14349 þriðju- daga og föstudaga milli kl. 2 og 4. /•---------------------N Siglingar _______________________ JOKULFELL er i írhus. DIS- ARFELL losar á Norður- landshöfnum. HELGAFELL losará Akureyri. MÆLIFELL fer væntanlega i dag frá Siglu- firði til Rauma og Leningrad. SKAFTAFELL fór i .gær frá Þingeyri til Gloucester og Halifax. HVASSAFELL fer i dag frá Reykjavik til Horna- fjarðar. STAPAFELL fer i dag frá Reykjavik til Norður- landshafna. LITLAFELL er i Hirtshals. Afmæli 1 dag , 1. júni, verður Nellý Pétursdóttir húsfreyja á Miðhúsum i Alftaneshreppi, 75 ára. Hún tekur á móti gestum i Rjúpufelli 26. Árnað heilla Nýlega voru gefin saman I hjónaband I Selfosskirkju af séra Sigurði Sigurðarsyni ungfrú Anna S. Arnadóttir og hr. Kristján Einarsson. Heim- ili þeirra er að Vatnsholti, Villingaholtshreppi. (Ljós- myndastofa Suðurlands, Sel- fossi). virða vandlega fyrir sér, það sem þar var til sýnis. En hún hélt leiö- ar sinnar án þess að vita til þess, að hún hefði séð neitt. Hvað hugsaði hún um? Þrælatök götulffsins og llfsins I fátækra- hverfunum — aö hún gat valiö á milli þess að láta saurgast af mönn- um eða skit og skorkvikindum. Hvað sá hún? Gömlu konurnar I fá- tækrahverfunum — þessar óhamingjusömu manneskjur, sem búnar voru að fórna heilsu sinni og fegurö — skriðandi i göturennunum, dansandi i kránum, sofandi á beru gólfinu i ógeöslegum skúmaskot- um, þar sem lúsin og óværan ætlaði þær lifandi að éta og mýsnar hlupu yfir þær. Henni datt ekki i hug að véfengja dóm Brents. Brent hlaut að hafa komizt að raun um, að hún var gersneydd öllum leiklistarhæfileik- um — þvi aö hefði hann ekki boöið henni starf við eitthvert leikhús, ef hann hefði fundið neista hjá henni? Og ef hún var gersneydd öll- um hæfileikum I þá átt — ja, hvað gat hún þá gert? Hvað gat hún gert? Þannig hraktist hugur hennar frá einu til annars jafn stefnu- laus og hún sjálf. Og aldrei fyrr hafði hin sorgbliða angurværð augna hennar verið jafn átakanleg og nú. En jafnvel þótt henni væri það ekki Ijóst sjálfri, var mjög þýðingarmikil! munur á þessu örvæntingarkasti og öðrum andleg- um áföllum, sem fylgt höfðu ósigrum hennar eða stuðlað að þeim. Áður hafði lamandi dómur örlaganna bannað henni allar bjargir. t þetta skipti var kjarkur hennar óbugaður, þrek ólamaö. Hún var ekki lengur barn. Hún var óhrædd og einráöin i að brjóta sér ein- hverja braut — og hún skyidi ekki hafna aftur I eymd og volæði skuggahverfanna. Á öllu reiki sinu hafði hún — ekki vitandi vits, heldur ósjálfrétt — forðazt hin gömlu heimkynni sin. Það var alveg sama, þótt hún væri hvorki I fylgd með Spenser né Sperry En einn daginn varð henni reikað venju fremur langt vestur á bóginn. Hún nam staðar viö ein- hvern bókabúðarglugga, sem á leið hennar varð, og starði á kápu- siðurnar á bókunum, sem þar voru á boðstólum. En er hún stóð við einn gluggann, varð hún þess vör, að tveir menn komu, sinn úr hvorri áttinni, og staðnæmdust hjá henni. Hún ætlaði að halda leiöar sinnar. En annar maðurinn stöðvaði hana. Hún leit framan i inn i hlakkandi, illileg augu. Þetta var griðarstór maður, með mikiö svart yfirskegg og varir eins og hnefaleikamaður. Bros hans breikkaöi enn. — Mér sýndist þetta vera þú, sagði hann. — Gaman að sjá þig aft- ur! Hún þekkti nú, aö þetta var lögregluþjónn, sem áöur fyrr hafði verið einn af vikapiltum Fridda Palmers. Hún hörfaði aftur á bak, og hinn maðurinn — hún vissi undir eins, aö hann myndi lika vera lögregluþjónn — var nú kominn viö hliðina á þeim svartskeggjaða. Báðir mennirnir ráku upp hlátur. — Við höfum lengi verið að svipast eftir þér, sagði hinn. — Viö þekkjum kunningja þinn, sem er meira en ólmur að hitta þig. Súsanna leit á þá til skiptis. Hún var föl en róleg I fasi, þótt hjarta hennar berðist ótt og titt. Löng og bitur reynsla hafði kennt henni að hræðast lögregluþjóna. Hún sneri við, án þess að mæla orð frá vör- um, og lagöi af stað austur eftir. — Ja, hvað eigum viö aö gera, Pétur? sagði Svartskeggur viö fé- laga sinn. — Ég hélt, að hún væri allt of elskuleg til þess að haga sér svona við gamlan kunningja. Viö verðum að taka hana með okkur? Það er sjálfsagt, sagði Pétur. — Þá getum við verið vissir um, að hún kemst I hendurnar á F.P. Svartskeggur hló og þreif I handlegginn á henni. — Þú kemur meö okkur af fúsum vilja, sagði hann. — Þú sýnir ekki neinn mótþróa. Þú hefur alltaf verið siðprúð og kurteis stúlka. Hún kippti aö sér hendinni. — Ég er gift kona — og bý hjá mannin- um minum. Svartskeggur rak upp hlátur. — Heyrirðu það, Pétur. Það veröa þokkalegar fréttir, sem maðurinn þinn fær. Komdu nú! Skýrslur lögreglunnar vitna gegn þér. Allir munu skilja, aö þú hefur lent aft- ur út á gatnla refilstigu. — Ég er á leiö heim til mannsins mins, sagöi hún rólega. — Þið gerið svo vel aö láta mig I friði. Pétur var á báðum áttum, en Svartskeggur var ófrýnilegur á svip og einbeittur. — Ef þú þykist vera heiðarleg kona, hers vegna varstu þá að reyna að tæla okkur? Komdu nú — eða viltu, að við Pétur tökum þig með valdi? Sjáðu, þetta er MINN bolli Oe Það má enginn drekka úr honum nema Snati og kisi. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.