Tíminn - 11.06.1978, Page 3

Tíminn - 11.06.1978, Page 3
Sunnudagur 11. júni 1978 kimii 3 Skraddaraþankar um það ítalska módel Vilmundar Gylfasonar A föstudöguin skvetta margir sér upp einkum er húmar aö kvöldi, sumir kalla þetta að „hreinsa kerfið” eftir amstur vikunnar. Menn fá við þetta útrás innibyrgðra kennda, og verður gott af. A föstudögum fær Vilmundur Gylfason sina kerfishreinsun I Dagblaðskjallaranum, hún er aðvisuá annan veg, en áreiðan- lega miklu bráðnauðsynlegri, — veitti ekki af þriðjudögum h'ka. Ritstjórinn ætti að taka þetta til gaumgæfilegrar ihugunar, þviaðégfæ ekkibeturséð —en að heldur óviðkunnanlegum itölskum sið, sé Vilmundur Gylfason farinn að reyna að v snúa sér pinulitinn póli- tiskan—ástarvindling, — eins- konar Amorettu —, úr Guðrúnu Helgadóttur. Einhvern veginn kann ég ekki við þetta, — veit ekki annað en að hún sé vel gefin----------- öðrum. t gamla daga var stundum notuð dálitið harkaleg uppeldis- aðferð, það var kallað að ber ja barn til ásta. — Sem jafnaðarmaður segist Vilmundur auðvitað hafa óskað AlþýðuflokPnum enn stærri sig- urs — . Mig rámar í það, að Björgvin Guðmundsson, sigurvegari og oddviti Alþýðuflokksins i borgarstjórn, hafi þurft að kalla hann að kné sér i prófkjörslok. ——- Þær gefast bara vel gömlu aðferðirnar! Eitt það sem veldur Vilmundi hugarangri, er hve illa honum gengur að finna Framsóknar- flokknum stað í íslenzkri pólitik. Ég votta honum mina innileg- ustu samúð,-----en huggun er það þó, að þaö sama hrjáir hans „Amorettu”, — og nokkra sjálf- stæðismenn lika. Liklega hefur skaparinn ekki nægilegt samband við þá þarna á Rauðarárstignum þegar hann útbýtir vissri tegund gjafa sinna til fáeinna meðbræðra þeirra. Og þá má ekki gleyma þeim þætti rannsóknarblaðamennsku er lýtur að gagnasöfnun, heim- ildum og notkun þeirra, þar fer Vilmundur hreint á kostum. T.d. þegarhann ræðir tungutak ungra, miðaldra sjálfstæðis- og alþýðubandalagsmanna: „Þeir frumstæðu hossa hver öðrum — —”, — og heimldin er skýr og ótvíræð eins og sést af fram- haldi tilvitnunar: „-og eins og sjá má af blaðafregnum hef- ur ræðumennskan verið það sem á íslenzku er kallað málfar götustráka.”. — Og af þvi að hann undir- byggir kjallara sina svona vel og vönduglega af alkunnri „italskri” fyrirmynd (módeli), meö svo áreiöanlegum, vamm- lausum og einstæðum heimild- um sem við fjölmiðlanýtendur könnumst orðiö mæta vel við af ýtarlegri kynningu, --- þá er það afar aðkallandi aö hann fái inni i blaöinu á þriðjudögum lika, vegna þess að styrkur hans er fólginn i þvi að: List er það lika og vinna litið að tæta i minna. Alltaf i þynnra að þynna þynnkuna alira hinna. Skraddari. Frá fundi sýslu- nefndar A-Skafta- fellssýslu Blaðinu hefur borizt frásögn af fundi sýsiunefndar A-Skaftafells- sýslu, sem haldinn var á Höfn 31. mai - 2. júni sl. 1 upphafi minntist sýslumaður, Friöjón Guðröðarson, nýiátins héraðslæknis Kjartans Arnason- ar, en sýslunefnd i nafni héraðs- búa heiðraði minningu hans fyrir frábær störf, með þvi að annast útför hans. Þá er getið helztu verkefna, sem nú er starfað að á vegum sýslunnar og er þar á meðal rekstur elli- og hjúkrunarheimil- is, ásamt fæðingardeild, uppbygging byggðasafns og endurbætur og viðhald læknis- bústaðar. Akveðið hefur verið að gefa út ársrit A-Skaftafellssýslu i haust og fest hafa verið kaup á kvik- myndinni ,,i jöklanna skjóli,” sem Skaftfellingafélagið i Reykjavik hefur látið gera. Fjárhagsáætlun sýslusjóða, vegna ársins 1978, nam 15 milljónum. Aætiun fyrir sýslu- vegasjóð nam tæpum 14 milljón- um og fer mestur hlutinn til nýbygginga, eða um 10 milljónir. A fundinn mætti umdæmisverk- fræðingur Vegagerðar rikisins, Einar Þorvarðarson og kom fram að ástand sýsluvega i A-Skafta- fellssýslu er talið gott og það langbezta sem gerist á Austur- landi. Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsla [atálalatalatálalataSlatsStaStatslatatátaíslstatalalstálatalaíatatglalalalalslalaB ^SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR ^ SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRÁARMÚLA29 laláláláláláláláláláláláláláláláláíáláláláíáláláíáláláláíáláíáláEáíálálálálálálálálálá^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.