Tíminn - 11.06.1978, Page 11

Tíminn - 11.06.1978, Page 11
Sunnudagur 11. júni 1978 11 þegar ég líí yfir farinn veg. Þar er aö eiga 10 uppkomin mann- vænleg börn, sem hvarvetna hafa komiö sér vel i mannlifinu. Þetta er mikil gæfa og heföi veriö talinn loftkastalakenndur hugsunarháttur aö láta sig dreyma um slikt, þegar þessi börn voru aö vaxa úr grasi. Lifað tímana tvenna Þaö sannast viöa aö fátt er það sem fortaka má og sá maö- ur sem fæddur er um siöustu aldamót og er lifandi i dag, hann hefur lifaö þá mestu byltingu sem gerst hefur, ja liklega i viðri veröld. Þaö gamla allt er horfiö. öll vinnubrögð eru breytt og allir starfshættir óþekkjanlegir frá þvi sem áöur var. Meira aö segja hesturinn sem meö réttu var talinn „þarfasti þjóninn” og ómiss- andi, er með öllu horfinn úr starfi og notaöur til skemmt- unar i tómstundum. — Nú ferð þú frá Brekkum 1971, Guðni. Hvert liggur þá leiðin? — Þá fer ég i Kópavoginn. Var i 2 ár hjá Guömundi blinda, viö smiöar of fl. störf. Þaðan fluttist ég aö Selfossi og hefi veriö á Sel- fossi siöan. Hér kann ég ágæt- lega viö mig. Hér er mikið gert fyrir gamla fólkið, sem ber aö þakka. Það get ég þó sagt þér, áö ég er Rangæingur, og verð þaö alltaf, þó ég kunni ágætlega viö mig i Arnessýslu. Æskan hefur mikla möguleika — Nú ert þú búinn aö lifa tvenna timana, fæddur á öldinni sem leiö og liföir i höröum lifs- ins skóla i æsku. Hvert er álit þitt á æskunni i dag? — Já þaö er satt.ég hefi lifað tvenna timana. Ég man þá tiö þegar öll hús, bæöi bæjarhús og gripahús voru úr torfi og grjóti og dag eftir dag var staðið viö torfskurö bæöi á hey og hús og ég man þegar ungmennafélags- hreyfingin var að ryöja sér til rúms.þá var vor i lofti og margir fengu félagslegan þroska i ung- mennafélögunum, þó ekki væri aðstaðan til félagsstarfa alltaf sem best. Ég gleðst yfir þvi hvað æskan i dag hefur mikla möguleika til að búa sig undir lifið, miðað við þaö sem fólk á minum aldri hafði. — Dugar nútima æskan betur? — Um það vil ég ekkert full- yröa. Æskan er dugleg og ekki verri en hún var áöur. Lifsskil- yrðin eru öll önnur. Þaö ber meira á æskunni núna. — Kannske er meiri vandi að vera æskumaður i dag? — Ég tel að á þvi sé mikill munur. — Nú verður þú 80 ára á sunnudaginn kemur þann 11. mai Guðni. Hvar ætlar þú aö dvelja á afmælinu þinu? — Ég ætla að heimsækja æskustöövarnar, heimaö Brekkum. Þau hafa boöiö mér aö dvelja þar heima hjá sér, hjónin sem keyptu af mér jörð- ina, Orn forstjóri og Margrét kona hans. Þessi ágætu hjón hafa setiö jöröina meö mestu prýði og það er mér mikið gleði- efni hvað öllu er vel viö haldið og myndarbragur á öllu bæöi húsum og ræktun. Ég vona aö þau og þeirra afkomendur njóti jarðarinnar sem lengst. Svo er rausn þeirra mikil aö þau gáfu mér fjögra vetra hest til minningarum heimaslóöirn- ar að Brekkum. Þetta er af- bragös reiöhestur, sem gaman er að koma á bak. Guðni Guðjónsson, hefur lokið máli sinu. Beinn i baki, lifsglað- ur og brosandi þrýstir hann hönd mina þegar leiðir skiljast. Stjas • ^ Einar G. Þorsteinsson, Garðabœ: Samþykktin um breikkun Hafnarf jarðarvegar verði Framsóknarflokksins i bæjarstjórn. Einar sagði, að á fundinum heföi Jón Sveinsson verið kjörinn fyrsti forseti bæjarstjórnar, Markús Sveinsson, annar forseti, og Sigurður Sigurjónsson, þriöji forsetí. Garöar Sigurgeirsson var endurráöinn bæjarstjóri. Sem kunnugt er var bæjarfull- trúum nú fjölgað úr fimm i sjö og hefúr Sjálfstæöisflokkur nú fjóra fulltrúa, en Alþýöuflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýöu- bandalag einn hver. Einar sagði að meðal málefna, sem rædd hefðu veriö á fundin- um, væri fjölgun i nefndum úr fimm i sjö og yrði atkvæði greidd —-um það á næsta fundi, hinn 22. nk. Þá hefði gatnagerðarmál boriö á góma, en Garðabær hefði nokkuð dregizt aftur úr i þvi efni. 1 fram- haldi af þvi nefndi Einar, að upp heföu komið raddir um að menn heföu veriöof fljótir á sér að sam- þykkja þá lausn, að Hafnarfjarð- arvegur yrði breikkaður á þeim stað, þar sem hann er nú, þvi sumum mönnum sýndist það ekki heppilegt til frambúðar að kijúfa bæjarfélagið i sundur á slikan hátt. Væri þvi rétt að taka málið upp að nýju. Um þetta efni verður rætt og atkvæöagreiðsla höfð um það á næsta fundi. Einar sagði að sér litíst vel á samstarf i nýju bæjarstjórninni og kvaðst vona að hún fengi sem flestu til leiðar konvið i þágu framfara og almanhaheilla i Garöabæ. \ endurskoðuð í fyrradag hélt ný- sinn og af þvi tilefni kjörin bæjarstjórn i ræddi blaðið við Einar Garðabæ fyrsta fund G. Þorsteinsson, fulltrúa Nýkjörin bæjarstjórn f Garðabe á fyrsta fundi sinum í fyrradag. Búvélasýningar W'W Carboni Zetor 4911 Við munum sýna ofangreind tæki á eftirtöldum stöðum: r sunnudaginn 11.6. mánudaginn 12.6. þriðjudaginn 13.6. miðvikudaginn 14.6. fimmtudaginn 15.6. föstudaginn 16.6. v. Skeggjastööum, Hraungerðishreppi Skálholti, Biskupstungum Hellu, Rangárvallasýslu Brekku, Dyrhólahreppi kl. 14-18 kl. 14-18 kl. 14-18 kl. 14-18 Kaupfélagi Vestur-Skaftfellinga, Kirkjubæjarklaustri kl. 14-18 Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði kl. 14-18 J Bændur! það er þess virði að gera sér ferð og sjá þessi nýju tæki G/obusp Ldgmúla 5, sími 81555, Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.