Tíminn - 11.06.1978, Side 16

Tíminn - 11.06.1978, Side 16
16 Sunnudagur 11. júnl 1978 Sigurður Jóhannesson á Akureyri: Helgi Bergs ráðinn bæjarstjóri með atkvæðum allra bæj arf ulltrúa ,,Á fyrsta fundi hinnar nýkjörnu bæjarstjómar á Akureyri sl. þriðjudag var Helgi Bergs ráðinn til áframhaldandi bæjarstjórnarstarfa með öllum greiddum at- kvæðum”, sagði Sigurð- ur Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri á Akur- eyri og þriðji maður á lista Framsóknarflokks- ins i viðtali við Timann i gær.. A Akureyri er sami meirihluti og áður og kvað Siguröur myndun málefnasamningsins hafa gengið vel, enda stæði samstarf tlokk- anna á gömlum grunni. Við gerð samningsins var tekið mið af þeim stefnuskrám, sem þessir flokkar létu frá sér fara fyrir kosningarnar oger þannig oft vis- að á þær i samningnum. A fundinum var Sigurður Jó- hannsson kjörinn forseti bæjar- stjórnar, en samkvæmt samn- ingnum skal Framsóknarflokkur- inn eiga forseta fyrsta og fjórða ár kjörtimabilsins, en Alþýðu- flokkurinn annað og þriðja árið. Fyrsti varaforseti er svo Alþýðu- bandalagsmaðurfyrstu þrjú árin, Frh. á bls. 39 Electrolux Z.'tS.'í Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/mín.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn i hjólið. Vegur aðeins 7 kg. og er með 0 in. langa snúru. /mí Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenær pokinn er fuilur. Snúran dregst inn i hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með (5 m langa snúru. Verð kr. 67.500.- A:í02 Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (loftflæði 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Verð aðeins kr. 52.500.- Páll Lýðsson i Sandvik: ,,Að brjótast út þaðan, sem þú hugðir þig hólpinn’ ’ Þeir voru aö koma út úr fjós- inu, faöir minn og dýralæknir- inn. Beljan var staðin upp eftir doðann. Taliö barst aö öðru. Faðir minn sagði: — Hvers vegna var verið aö boöa þingmennina suður til Reykjavikur svona skömmu eftir þingslit? — Mér er sagt, að það sé aö koma hingað bandariskur her, og það sé verið aö láta þing- mennina samþykkja það núna. Samtalið varð ekki mikiö lengra. Ekki þaö sem ég man. Þeir kvöddust á hlaöinu tveir miðaldra menn, hittust oft, höfðu engar málalengingar lengur, en þeim þótti báðum illt til þess að vita, að þetta þyrfti að gerast. Þetta var vorið 1951, sólskins- vor,og svo var herinn allt i einu kominn. ööru vori þar með lokið, lýðveldisvorinu okkar frá 1944 með öllum sinum heit- strengingum og yfirlýsingum um „Ævarandi hlutleysi Islend- inga”. Við hittum oft vin okkar dýralækninn, en á þessa hluti var aldrei framar minnst. En þessi orðaskipti eru lik- lega þau einu sem ég man frá þessu ári, þau brenndu sig inn i hugann.Þá varégfimmtán ára, litt mótaður i skoðunum, hafði fylgzt af athygli með atburðun- um kringum Alþingishúsið 30. marz 1949. Hvar ég stóð þá? Með hverjum ég hélt? Auðvitað með þeim, sem vildu tryggja friðinn og frelsiö hérna megin i Evrópu. Auövitað á móti kommúnistunum, sem rifu upp girðingarnar, köstuðu grjóti á varðliö Alþingis og ráku for- sætisráðherra löðrung. Arin hafa liðið. Éger „auðvit- að á móti kommúnistunum” eins og fyrri daginn. Liðtækur framsóknarmaður, notaður við skriftir i kosningablöð. En þar fyrir vil ég ekki glata þeirri trú á málstað, sem ég tók á vordög- um 1951 að vera á móti laumu- legri inngöngu bandariska hers- ins hér á land. Ég vil ha lda i heiðri loforðin frá lýðveldisvor- inu. Ég taldi mig sem unglingur fylgjandi inngöngu Islands i Norður-Atlantshafsbandalagið, enda væri tryggt „aö hér yrði enginn her á friðartimum”. Skáldið Þorsteinn frá Hamri segir i skáldverki sinu „Möttull konungur”: „Frelsi er það þeg- ar þú megnar að brjótast þaöan sem þú hugðir þig hólpinn”. Maður hefur auðvitað alls ekkert leyfi til að gera sér upp orð skálds. Þó er það nú svo, að þegar skáld setur góð orð á pappi'r og opinberar þau þjóð sinni — og hittir i mark —■ þá höfum við hin fullt leyfi til þess að hafa þau eftir og leggja út af eins og við sjálf skiljum eða skynjum boðskapinn. Mér finnst, að þessi orð séu töluð til min og margra annarra lands- manna. íslendingar gengu i Norður-Atlantshafsbandalagið meönokkuö öruggum þingstyrk á bak við sig. Viö hugðum okkur þar hólpna, við héldum, að nú hefðum við endanlega tryggt okkur frelsið. Þetta voru full- gildir samningar gerðir á lög- legan pappir. En svo hólpnir sem við héld- um okkur 1949, reyndist annaö hljóðkomið i strokkinn 1951, að- Páll Lýftsson eins tveimur árum seinna. Frelsiötaldist ekki öruggt nema meövopnum varið. A vordögun- um þá var farið meö Alþingi beinli'nis bakdyramegin inn i þinghúsið til að samþykkja nán- ast upp á bakhöndina aö rjúfa þaugriðsem sett voruokkur Is- lendingum er við gengum i bandalagið: „Að hér skuli cildrei veraherá friðartimum”. Mér finnst þvi meginlinurnar skýrar: Nokkur meirihluti þingsins samþykkti Atlants- hafssáttmálann á sinum tfma. Það var gert á löglegan hátt og á réttum stað, og dugði litt aö sporna þá við sliku, þótt grjót- hriðin gengi á Alþingishúsið það sinnið. En bandariski herverndar- samningurinn var annars eðlis. Hann var baktjaldasamningur. Þing var ekki kvatt saman til að taka opinbera afstööu til hans fyrir fram. Bandariski herinn kemur þvi' inn um bakdyrnar og án þess að banka. Það er ekki bankað á fyrr en um haustið, þegar þing kemur saman. Þetta er þó nokkurt atriði, þegar menn skoða hug sinn meö eða á móti hernum. Og þvi ber okkur að beina kröftunum að þviframar öllu að koma hernum burt. Hvað sem liður fylgi alþjóðar við Norður-Atlantshafssáttmálann, hygg ég að meirihluti þjóöar- innar sé með brottför hersins. Baráttu okkar gegn hersetunni megum við ekki leggja niður fyrr en fullur sigur vinnst, og tiF allra mögulegra ráða verður að gr4>a, svo ekki fari þannig, að komandi kynslóðir sætti sig hreinlega við hersetuna. Og til þess að þessi barátta beri nokk- urn árangur verður hún að ger- ast hvarvetna — innan hvers einasta flokks. Ég hefi hingað til haldið, að eitt væri það, að koma banda- riska hernum úr landi — annaö væri hinsvegar að segja Island úr Atlantshafsbandalaginu. Maður hefur leyfi til að endur- meta hlutina, þegar stirt gengur á einum stað. Ég hafði eitt sinn þá afstööu, aö með veru okkar i þvi bandalagi lýstum við bezt samstöðu meö lýðræöisöflum Vestur-Evrópu, mörgum frið- elskandi þjóðum i nágrenni okk- ar, sem fremur hafa mátt stynja undir annarra oki. Við hugðum okkur þar hólpin. En viö höfum enn það frelsi hugansaðvið getum leyft okkur að endurmeta hlutina. Og þar sem við hugðum eitt sinn frelsið vera — þaöan verðum við nú að brjótast út i leit að þvi eina sanna frelsi okkar sem felst i æ- varandi hlutleysi íslands.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.