Tíminn - 11.06.1978, Síða 17

Tíminn - 11.06.1978, Síða 17
Sunnudagur 11. júnl 1978 17 {{i *tHMi Unga fólkið í gamla bænum Hallgrímur Th. Björnsson. Nít eins og alltaf, þegar kosn- ingar nálgast, tekur aö lifna yfir umræöum um góð og nýtileg mál- efni, a.m.k. i bili, enda vilja þá frambjóöendurnir allt fyrir alla gera, i von um góðan meðbyr. Rætt er um hvers konar framfar- ir af smitandi innlifun. Stórauka þarf ibúöabyggingar á grunni fé- lagsmála- og samfélagshyggju, og er þá m.a. átt við fjárframlög til verkamannabústaða. Bygging ibúðahúsnæðis fyrir öryrkja og aldraða á vegum borgarinnar skal aukið til stórra muna, þar sem til staðar sé heilsugæzla og læknisþjónusta, ásamt ýmis- konar félagslegri fyrirgreiðslu. Annars hefir þessi þarfa og gagnlega uppbygging aukizt með árum, einkumhéri Reykjavik, en einnig vitt og breitt um landið, og það jafnvel án tilkomu kosn- inga. Mun hin þróttmikla starf- semi Dvalarheimilis aldraðra sjómanna og Gisla á Grund, vera þar leiðandi afl. 011 er nú starf semi myndarlegt og þakkarvert framtakog þeim til sóma, sem að hafa unnið. Og nú á kosningavori á sem sé að bæta um betur á þessu sviði, sem á svo fjölmörgum öðrum. En iöllum rassaköstunum, þegar allt á að gera og hlustað er eftir svo að segja-hverju músartisti, virð- ist samt ein lágvær rödd ekki ná eyrum hinna stimamjúku fram- bjóðenda. Það er rödd Samtaka aldraðra. Þó sú, rödd sé hvorki hávær né umslattasöm i öllum skarkalanum, kemur hún samt frá brjóstum allfjölmennrar fylk- ingar, sem telur hátt á áttahundr- uð manns og berst fyrir réttlæti. Það hefir n.l. gleymzt að huga að þörfum þeirra aldurhnignu manna og kvenna, sem bjargazt hafa á eigin rammleik , eins og það er orðað — eiga i einhverri mynd þak yfir höfuðið. Sem starf- andi menn og skattgreiðendur. var þetta fólk þó fyrir skemmstu burðarás hinna stórstigu fram- fara i landinu sem hið isl. velferð- arþjóðfélag dagsins i dag á til- veru sina að þakka. Innan raða þessa fólks voru Saintök aldraðra stofnuð fyrir röskum 5 árum, og þá fyrst og fremst i þeim tilgangi að vinna að byggingarmálum aldraðra með ráðum og dáð og vekja þjóðina af löngum Þyrnirósarsvefni varð- andi skyld ur hennar við sina öldr- uðu þegna. Núer það allsekki svo, að sam- tök aldraðra hafi uppi neina kröfugerð á hendur samfélaginu, né hyggist betla út fé til sinna þarfa, heldur vilja þau með tilvist sinni og fundarhöldum beina at- hygli alþjóðar, forustumanna Reykjavikur og annarra þéttbýl- isstaða að mikilvægum þjóð- málaþætti, ervarðarlif og afkomu fólks á þessum stöðum. En þar stefnir nú öll viðkoma og myndun nýrra heim.ila til hreinnar út- þenslu I viðkomandi borgar- og bæjalöndum, og þá að sjálfsögðu með ærnum og fjölþættum til- kostnaði-þess opinbera. 011 þessi mál þarf að gaumgæfa mjög vandlega með þjóðarhag fyrir augum. Að minni hyggju þarf við þá athugun fyrst að hefja tvennt tii vegs, varðandi húsnæðismálin. Koma þarf upp hentugum bygg- ingum fyrir aldraða, • þar sem læknisþjónusta og önnur nauð- synleg aðhlynning sé til staðar. Hins vegar á að veita ungu fólki há og aðgengileg lán til ibúða- kaupa i' gömlu húsnæði, — ekki lægri lán en þau sem nú eru veitt til kaupa á nýju. Með þessum að- gerðum áynnist tvennt, gamla fólkiðfengi húsnæði við sitt hæfi, þar sem vel og maklega væri að þvi búið — og með hóflegri sölu á húseign sinni til yngri aðila, gæti það siðan greitt sitt nýja húsnæði, eins og lög og reglur mæltu fyrir um. Þannig vil ég að þetta gangi fyrir sig. Ungt og starfandi fólk fyllti á ný gamla bæjarhlutann, mannvirki og skólar nýttust, héldu áfram að blómstra og svara kalli timans og heilbrigt ólgandi mannlif félli þará ný um götur og torg. Þetta væri að mi'nu mati einföld lausn á miklu vandamáli, sem landlitil bæjarfélög eiga nú við að striða — nokkurs konar byggðastefna innan marka borg- ar og bæja, og þar með væri hin háskalega útþensla úr sögunni. Má næsta furðulegt heita, að slík- um málaflokki séenginn gaumur gefinn. Fyrir nokkru skrifaði ég grein- arkorn um þetta efni — það var rétt fyrir sveitastjórnarkosning- arnar, sællar minningar. Málefn- ið virtist falla i góðan jarðveg, ef marka má margar og hvetjandi upphringingar, frá ungum og gömlum, sem ég fékk eftir að greinin birtist baAi frá félögum minum i Samtökum aldraðra og öðrum, er sýndu málinu áhuga. Nokkrir hafa einnig stungið niður penna málínu til stuðnings og áréttingar. En betur má ef duga skal. Hér þurfa fleiriað taka til máls. Hinn fjölmenni hópur ungra og gam- alla, sem á hlut að þessu máli, þarf nú að brýna raustina og fá af staðumræðuum þetta framfara- mál, svo að frambjóðendur okkar hvar I flokki sem þeir nú standa, fái áhuga a.m.k. til jafns við þann áhuga, sem þeirvirðast hafa fyrir atkvæðum kjósendanna. Væri þvi einkar Ijúfl að heyra hvað þeir hafa hér til mála að leggja. Það gæti orðiðbýsna lærdcímsrikt fyr- ir þá kjósendur, sem látasig heill þessa máls miklu varða. Rjúfið nú þagnarmúrinn, góðir fram- bjóðendur, og látið okkur kjós- endurna heyra, hvernig þið álitið heppilegast að takast á við þetta áhugaverða mál. Hallgrimur Th. Rjörnssor Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför Páls Þóroddssonar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar E6, Borg- arspltalanum fyrir góöa umönnun I veikindum hans. Einnig þökkum við stjórn Verkamannafélagsins Dags- brúnar fyrir virðingu honum sýnda. Elln Björnsdóttir, Hallgerður Pálsdóttir, Halldór B. Stefánsson, Páll Halldórsson, Sólveig Ásgrimsdóttir, Ásta Halldórsdóttir, Einar Erlendsson, Elin Ýrr Halldórsdóttir, ólöf Eir Haildórsdóttir, og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vinarhug og virðingu vegna andláts og jarðarfarar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu Marie Brynjólfsson. Magnús M. Brynjólfsson, Elsa Magnúsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Skafti Benediktsson, Magnús Magnússon, Matthildur, Maria og Sigrún Skaftadætur. LÍV Afsláttur af sumarferðum Stjórnir Verzlunarmannafélags Reykja- vikur og Landssambands islenzkra verzl- unarmanna, hafa samið við ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir og Landsýn um 10.000 kr. afslátt fyrir félagsmenn og fjöl- skyldur þeirra i sumarleyfisferðir. 5.000 kr. afsláttur er veittur fyrir börn 2-15 ára. Farið vérður til: Costa Del Sol 22/6, 7/7, 3/8, 8/9, Júgóslavia 27/6 12/9 20/9 írland 17/8 7/9 Allar nánari upplýsingar veita ferðaskrif- stofurnar Samvinnuferðir i sima 27077, Landsýn i sima 28899. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Landssamband islenzkra verzlunar- manna. Clarks Hanskaskinnsskórnir eru / komnir Litir: Hvítt, drapp, rautt. Verð frá kr. 7.220.- Póstsendum Skósef Laugavegi 60 — sími 21270 Útboð Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagninu hitaveitu i Njarðvik 3. áfanga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut lOa Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f., Álftamýri 9, Reykjavik, gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja, fimmtudaginn 22. júni kl. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.