Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 11. júni 1978 r* Ölafur Björnsson, prófessor i hagfræöi við Háskóla Islands hefur -um árabil verið óþreyt- andi formælandi frjálslyndrar stefnu i efnahagsmálum og stjórnmálum. Hann var um langt skeið þingmaður og tók virkan þátt i stjórnmálaumræðu og mótun efnahagsstefnu, jafn- framtþvi, sem hann hefur kennt við viðskiptadeild háskólans, samið kennslubækur og ritað margt um áhugamál sin. Þar við bætist að hann var um hrið formaður i fjölmennum laun- þegasamtökum. Ólafur Björns- son hefur þar af leiðandi langt- um meira • en akademiska reynslu af þjóðlifinu. Hann hef- ur í senn verið fræðimaður og stjórnmálamaður, kennari og þátttakandi i veraldlegum um- svifum i dægurmálabaráttu timans. Það fer ekki á milli mála, að maður með reynslu á öllum þessum sviðum hafi mörgu að miðla. Nú hefur Ólafur ritað bó k um stjórnmál, sem er fróð- legt tillag til pólitiskrar um- ræðu. Bókin nefnist Frjáls- hyggja og alræðishyggja og er gefin út af Almenna bókafélag- 1 formála gerir Ólafur grein fyrir tilgangi bókarinnar, og segir þar m.a. „Éghefi litið svo á, að það kynni að geta lyft stjórnmálaumræðum hér á landi á nokkru hærra stig en nú tiðkast, að ræða nokkuð merk- ingu þeirra orða, sem mest eru notuð sem vigorð á vettvangi stjórnmálanna, hvort þau yfir- leitt hafa nokkra merkingu og þá hverja.” í upphafi eru það hugtökin „hægri” og „vinstri” sem Ólafur ræðir um. Hann bendir á hve óljós merking þeirra er, og telur, að þau lýsi ekki nema að hluta til þeim meginstefnum, sem skipta mönnum i pólitiskar fylkingar. 1 stað þeirra talar hann um hinar hugmyndafræðilegu andstæður, eins og hann kallar það, frjáls- hyggju og alræðishyggju. 1 inn- gangi bókarinnar skilgreinir Ólafur nánar við hvað hann á með þessum hugtökum. Frjáls- ræðishyggja er að hans mati sú hugmynd, að hver einstaklingur eigi að búa við svo mikið frelsi hans mati sú hugmynd, að hver einstaklingur eigi að búa við svo mikið frelsi, sem samfélagið leyfir og þolir, markaðurinn eigi aðráöa framleiðslu og verðlagi, og miðstýring eigi að vera i lág- marki. Alræðishyggja hins veg- ar sé byggð á þeirri hugmynd, að samfélagið eigi að setja at- höfnum einstaklinga skorður, skipuleggja framleiðslu og hafa sterka stjórn á öllu þvi, sem fram fer. Rikið og leiðtogarnir verða smám saman eitt og ein- staklingurinner einungis partur heildar. Heildin er meira virði en hver einstakur, þar sem frjálshyggjumenn telja einstak- linginn meira virði en allt ann- að, og heildina vera samsafn fjölmargra ólikra einstaklinga með ólikar þarfir og langanir. Hlutverk samfélagsins verður þá að búa i haginn fyrir hina mannlegu fjölbreytni. Hér er mikið færzt i fang, en er skilgreiningin nærri sanni? Kemur hún heim og saman við pólitiskan veruleika? Ólafur svarar þvi á hinum 255 siðum bókarinnar og kemst að þeirri niðurstöðu, að einmitt með þvi að kanna athafnir byggðar á hugmyndum,en ekki kenningar hinna ýmsustjórnmála- og hag- fræðipostula, sé unnt að draga skarpa markalinu milii tveggja meginstrauma pólitiskra kerfa, frjálshyggjunnar og alræðis- hyggjunnar. Fasisminn, komm- únisminn og jafnaðarstefnan byggja á kenningum fengnum frá Plató, Hegel og Marx, auk minni spámanna, og þessar kenningar tengjast allar heildarhyggju, þ.e. að þjóð- félagið sé heild og einstakling- Haraldur Ólafsson skrifar arnir eigi að beygja sig undir þarfir og markmið heildarinn- ar. Til að unnt sé að tryggja hagsmuni heildarinnar verður rikisvaldið að vera sterkt og hafa umsjá og forsjá aUra i sin- um höndum. Frjálsræðisstefnan á hinn bóginn telur það hlutverk rikis- valdsins að tryggja sem bezt hagsmuni og þarfir hvers og raun viðkomandi til að snúa máli sinu til hins óafmarkaða og óræða fjölda, sem heyrireðales orðþau, sem stjórnmálamaður- inn viðhefur. Ekki þarf lengi að blaða i skrifum islenzkra þjóðfélags- og stjórnmálafræðinga tU að sjá hve stéttarhugtakið er mikilli þokuhulið. Sumir reynaað nota það i anda marxista (enginn menntun, búseta, heilbrigði o.s.frv. myndar þessa hópa. Margir tUheyra fleiri en einum hóp, hafa mismunandi hags- muna að gæta eftir þvi i hvaða hópi þeir eru hverju sinni. Tilraun Marx og marxista til að skipta mönnum i einfalda og auðskilgreinda hópa er langt frá þviaðverafuUnægjandi enda er það viðurkennt i raun, þótt neikvæðu hliðum alræðishyggju. En ekkert þjóðfélag kemst hjá þvi að setja margbrotnar reglur um atferU þegna sinna, og þótt unnt sé að benda á margs konar galla rikisrekstrar og opinberra afskipta, þá má ekki gleyma þvi, að óheftfrjálshyggja er lUca uppspretta misréttis og átaka. Ólafur Björnsson hefur sett fram skarplegar athugasemdir um frjálshyggju og alræðis- hyggju, en hann ræðir ekki nema litið eitt um, að einhvers staðar þarna á milli er hugsan- legt að finna form samhjálpar og jafnréttis, sem ég tel æski- legt i hverju einasta samfélagi manna. Þrátt fyrir að margt hefði mátt ræða langtum itarlegar en gert er, þá ber að þakka Ólafi Frjálshyggja og alræðishyggj a _ - — + — fáeinar athugasemdir við bók Olafs Björnssonar eins: þannig náist heppilegt jafnvægi hinna mismunandi þarfaoglangana, og þjóðfélagið verði samfélag frjálsra einstak- linga. Ólafur ræðir aUmikið um hag- vald og hagstjórn i þessu sam- bandi. Hann telur, að hagvaldið þ.e.a.s. yfirráðin yfir fjármun- um, skipti miklu um hvernig hinar tvær stefnur eru i fram- kvæmd. Sá þáttur bókarinnar er einna næstur þvi að fjalla um dægurmál og gætir þar sterkra áhrifa frá stjórnmálaumræðu á Islandi frá dögum viðreisnar- stjórnarinnar 1959-71. Hér verður ekki gerð tilraun til að ræða hin fjölmörgu atriði, sem vikið er að i bók Ólafs. Margt er þar satt og rétt, og er einkum fengur að umræðu hans um hugtök þau, sem notuð eru i stjórnmálabaráttunni. Mitt i áróðursýlfri kosningaundirbún- ings vorið 1978 er umræða Ólafs eins og friðsæll blettur þar, sem rætt er rólega og æsingalaust um mörg þeirra orða sem svo ódýr eru orðin vegna þess, að merking þeirra er ekki lengur nein. Gulltrygging þeirra er seld á markaði hégómans og þau sjálf greidd með verðlaus- um orðaleppum áróðursmeist- ara. Hægri maður hefur i vitund langflestra fengið neikvæða merkingu, vinstri maður er eitt- hvað jákvætt. Róttækur er heiðursnafn, ihaldssamur skammaryrði. t stað umræðu um þessi orð og önnur höfum við fengið hugtakaruglandi. Mörg þeirra orða, sem notuð eru i daglegum stjórnmálaumræðum eru nánast óskiljanleg vegna þess að þau eru aldrei skýrð, inntak þeirraekki afmarkað og tengsl þeirra innbyrðis aldrei rædd. Orðið „stétt” er notað i margs konar merkingu, hugtak- ið stéttabarátta verður þannig óljóst og loðið. Þó er öllu verra, að orð eru notuð án þess að til- raun sé gerð til að viðurkenna, hvað þá meira, hve fáránlega þokukennd þau eru. Almenning- ur, fólkið, hugsandi menn.eru i þeim hópi.Liklega erekkertorð svo misnotað af stjórnmála- mönnum sem almenningur. I flestum tilfellum þýðir það ekk- ert nema örvæntingarfulla til- Ólafur Björnsson prófessor treystir sér til að ráða með f uilri vissu í skilgreiningar Marx sjálfs), en i sömu ritgerð eða ræðu er það notað um lagskipt- ingu i þjóðfélaginu, atvinnu- stéttir, og hver veit hvað. Ruglandin i notkun orðanna hægri og vinstri, róttækni og ihaldssemi, frjálslyndi og þröngsýni er þó langtum hættu- legri, ogmættispara mikla orku til þarflegra verka, ef menn reyndu að vanda notkun sina á þessum hugtökum. Eittþeirra hugtaka sem ólaf- ur Björnsson ræðir um allit- arlega er lýðræði. Ekki virðist mér hann hafa komizt til botns i þvi, enda hefur það velkzt fyrir mörgum að finna hvaða form á æðsta valdi þjóðarinnar saman- lagðrar stuðli bezt að þvi, að vilji meirihlutans og minnihlut- ans verði einn og hinn sami. Með öðrum orðum: hvernig er tryggt, að stjórnað sé með hag allra fyrir augum? Nútimariki er i' eðli sinu samsafn margra hópa. Þessir hópar eru af- markaðir á margvislegan hátt: staðhættir, atvinnuvegir, reynt sé að halda lifi i hinni fræðilegu skýringu. Mér virðist Ólafur ekki ræða lýðræðið nægi- lega rækilega né þá annmarka, sem eru á flestum skilgreining- um á þvi. Hann hafnar þvi, að únnt sé að ákvarða „hinar sönnu þarfir” manna, og sú lausn, sem hann bendir á, er ekkert annað en sem viðtækast athafna- og valfrelsi. Hins veg- ar ræðir hann aðeins i almenn- um orðum um þann megin- vanda hverjar og hve miklar hömlur verði að setja frelsi manna. Hér er reyndar komið að kjarna málsins: hvert er eðli samfélags manna oghverniger hægt að tryggja i senn hags- muni heildarinnar, einstakling- anna og hinna margvislegu hópa, sem samfélagið er byggt á? Á sama hátt og alræðishyggj- an einfaldar hlutina um of sýn- istmér, að frjálshyggjasú, sem Ólafur Björnsson hallast að, geriof litið úr þeim takmörkun- um, sem nauðsynlegar eru til að draga úr ofriki og valdniðslu einstakra hópa eða einstak- linga, sem tækifæri fá til að raska jöfnuði og rétti. Ólafur bendirá þetta atriði en afgreiðir það með almennum orðum um hvernig eðlilegt jafnvægi skap- ist innan samfélagsins ef frjáls- ræði rikir. Frá sjónarmiði jafnaðar- manna hlýtur það að teljast hörð kenning, að leggja að jöfnu alræði fasismans, kommúnisma og sósialdemókrata. Sú kenning Hayeks, sem Ólafur hampar, eins og reyndar fjölmargir hag- fræðingar aðrir, að rikisrekstur og rikisforsjá leiði til rikiskúg- unar og alræðis, er að minni hyggju röng. í hverju samfélagi gilda leikreglur, sem nauðsyn- legar eru til þess að samfélagið fái staðizt og einstaklingar fái tækifæri til að lifa bærilegu og virtulifi. Samvinna og jöfnuður verður ekki tryggður nema með allmiklum afskiptum rikisvalds og virkri þátttöku fjöldahreyf- inga i' þjóðfélaginu. Það er nauðsynlegt öllum þeim, sem um þjóðfélagsmál hugsa, að átta sig á takmörkunum og ávirðingum frjálshyggjunnar ekki siður en hinum mjög svo Björnssyni fyrir að hafa lagt margt þarflegt til umræðu um þjóðfélagsmál á íslandi. Ég get ekki fallizt á allar niðurstöður hans, en fýrir jafnt sósialista og jafnaðarmenn, ekki siður en þá, sem teljast til annarra flokka er fengur að þvi, að reifuð hafa verið i bók hans ýmis mál, sem næsta mikla nauðsyn ber til að ræða af alvöru á næstu árum. Á allra siðustu árum hefur verið unnið að rannsóknum á is- lenzku þjóðfélagi með aðferðum félagsfræðinnar. Þessar rann- sóknir hafa verið litnar horn- auga af mörgum, enaðrir telja, að þær gegni merkilegu hlut- verki. Sanngjarnt mat væri að þær hefðu vakið til umhugsunar um ýmislegtaf þvi, sem algengt var aðtelja liggja i augum uppi. Að þvi leytinu er þær gagnleg- ar. Hins vegar leysa rannsóknir aldrei pólitisk viðfangsefni nema niðurstöður þeirra séu teknar upp af þeim aðilum, sem með völd fara. Félagsfræðing- um erþóoftlegiðáhálsifyrir að taka ekki afdráttarlausa af- stöðu til þess, sem þeir kanna, og að þeir bendi ekki á lausn vanda, heldur láti sér nægja að gagnrýna og skilgreina. Ólafur Björnsson er óhræddur við að benda á þær leiðir, sem hann telur vænlegar til að risi það samfélag, sem hann metur meira en önnur. Vegna þessarar hreinskilni er fengur að bók hans, ogekki siðurfyrir það hve hann beitir þekkingu sinni af mikilli alvöru. Óskandi væri að 'viðhorf hans og þau viðfangs- efni, sem hann skilgreinir verði rædd, en ekki ýtt til hliðar með hroka þeirra, sem ekkert vilja ræða sem óþægilegt er misjafn- lega velgrunduðum skoðunum þeirra. ísland er fámennt land ogauðugt. Hér er hægt að skapa fyrirmyndarþjóðfélag ef lands- menn gera sér grein fyrir þvi, að þeir verða sjálfir að finna þaðform, sem heppilegast er og bezt hentar aðstæðum á land- inu. Skerping andstæðna er ekki leiðin til að búa til gott þjóðfé- lag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.