Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 32

Tíminn - 11.06.1978, Blaðsíða 32
32 LíiiiLiIIi Sunnudagur 11. júnl 1978 Anthon Mohr: t Árni og Berit FERÐALOK ” Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku barnatíminn Árni gekk síban af stað á undan hópnum i norð-austur-átt og athugaði áttavitann nákvæmlega. Á barmi gjárinnar festu þeir taugina vandlega. Árni lagði siðan aleinn af stað, bundinn i taugina. Hún var um 40 metra löng. Taugin var gefin eftir jafnððum og hann fjarlægðist. Ef hann fyndi ekki leiðarmerkin, þá átti hann að kippa tvisvar i vaðinn, og yrði hann þá strax dreginn upp. Þetta var ákveðið merki. Fyrst var brattinn ekki meiri en það, að Árni gat haldið jafnvæg- inu með þvi að styðja sig við exina. Seinna versnaði þetta. Árni byrjaði austast, næst gjánni og fikraði sig svo norður eftir og skyggndist stöðugt eftir leiðarmerkjunum. Ekki var hann langt kominn, er hann sá það, að svo austarlega hefðu þeir ekki komið upp. Klettarnir voru þarna ókleifir. Hann varð að leita norðar. Ekki gat hann fært sig til utan i hjarnskirðunni þótt hann væri bundinn i festina, heldur varð hann að láta draga sig upp og klifra niður aftur. Þeir ákváðu þá að flytja festarhælinn 20 metrum norðar í annað sinn paufaðist Árni af stað niður brattann. Nú var hann heppnari. Hér var ekki hengiflug eins og á fyrri staðnum. Hann gat komizt eins langt niður og taugin náði, en hvernig sem hann skimaði og leitaði, þá varð hann hvergi var við pilviðargreinamar. Annað hvort voru þær á kafi i snjó eða stormur- inn hafði feykt þeim. Árni hafði nú fundið uppnýttmerkjakerfi. Ef hann kippti þrisvar i festina, þá áttu þeir ekki að draga hann upp, en þokast með hann i fest- inni norður eftir. Þetta merki gaf hann stöðugt um leið og hann klöngraðist i sömu átt og þeir, sem með vaðinn voru uppi. Þarna var snarbratt. Ofan á var djúpur nýfallinn snjór, en undir glerhart, flughált hjarn- ið, og var þvi erfitt að ná fótfestu. Án festarinnar hefði verið ómögulegt að komast þetta og með festinni var það mjög erfitt. Þessi svangi og dáuðþreytti drengur, einbeitti sér sem kraftar hans leyfðu, en stundum fannst honum eins og hann svifi i þokukafi. En nú mátti hann ekki vera sljór, ef hann ætlaði að finna kvistina. Hann herti sig þvi upp sem hann jgat og starði út i hriðina, en sá aðeins örskammt frá sér. Lik- lega voru leiðarmerkin alveg glötuð. Nú var Árni kominn i bratta skriðu, og varð hann að beita öxinni við hvert skref, þótt hann hengi i festinni. Enn sveiflaði hann öxinni ofan i snjó- inn, en i þetta sinn rótaði öxin pilviðargrein upp úr snjónum. Ámi þreif i greinina, eins og hann væri hræddur um að hún rynni úr höndum sér. Hann kippti tvisvar sterklega i festina. Þessi litla trégrein gaf vonir um björgun. „Liklega er drengur- inn i lifshættu. Hann kippir svo skarpt i fest- ina”, hugsuðu félagar hans og drógu hann upp i flýti. 13. Hvilik gleði! Nú ættu þeir að komast ofan af þessum hræðilega f jalls- tindi. Veðrið var lika að lægja, og snjókoman ekki eins mikil og áður. Þeim var þó full erfið gangan niður. Ekki þurftu þeir þó að óttast klakahmnið svona hátt uppi i tindinum, og gátu þeir þvi haldið áfram allan daginn, en það var erfitt að finna leiðar- merkin. Allan daginn voru þeir að klöngrast þessa stuttu leið niður að gjánni. Þeir urðu að fara gætilega, en komust þó oft i lifshættu, er þeir leituðu leiðarmerkja. Oft voru þeir komnir af- vega, og þá byrjaði aftur ný leit, nýjar hættuferð- ir og ný áreynsla. Um klukkan fimm um kvöldið komu þeir loks niður á stallinn, þar sem gjáin lá niður. Þar neð- an undir áttu þeir von á tjöldunum og burðar- mönnunum. Skyldu þeir vera þar enn? Ef þeir hefðu nú talið þá af og farið niður með allan farangurinn. Þá væru þeir litið betur staddir hér en uppi á toppinum. Tjaldalausir og matarlausir kæmust þeir vist aldrei niður þessa löngu og erfiðu leið. Árni var ætið fyrstur. Hann hafði hjartslátt af eftirvæntingu, er hann kom fram á brúnina. Hann lagðist marflatur og gægðist niður fyrir. Jú guði sé lof. Hér sá hann tjöldin. Hann hrópaði og kallaði eins og hann hafði þrek til. Menn komu út úr tjöld- unum og hrópuðu og veifuðu. Árni viknaði af gleði og fékk kökk i háls- inn. Enginn sá það, en sjálfur fann hann, að tárin hrundu niður vetðurbitið andlitið. Hann gat ekki að þessu gert. Sjaldan hafði hann verið gripinn jafn taum- lausri gleði. Niður gjána gekk þeim vel. Járnfleinarnir og hringimir komu þar að góðum notum og dugðu vel, eins og á upp- leið. Þeir settu tvöfald an vað i hringina og svo voru allir „halaðir” nið- ur hver á eftir öðrum. Eftir skamma stund oru allir glaðir og hressir i góðum vinahópi i tjöldunum. 14. Og þeir komu á elleftu stundu. — Flestir burð- armennimir höfðu gefið upp alla von um að sjá þá aftur. Illviðrið hafði verið litlu betra þarna niðri en uppi. Nokkuð af burðarmönnunum hafði lagt af stað niður strax um morguninn. Hinir vildu biða sólarlagsins og fara svo. Um morguninn höfðu nokkr- ir þeirra klifrað upp á næsta stall, og hóað þar og kallað, án þess að fá nokkurt svar. Þeir höfðu heldur ekki komið auga á nein leiðarmerki og haldið niður aftur full- vissir um það, að fjall- göngumennirnir hefðu allir farizt. Góður matur, nægur svefn og hvild, getur gert kraftaverk. Næsta dag vom þessir helköldu örþreyttu menn kvölds- ins hinir bröttustu. Kalið á fótum Clays var ekki eins alvarlegt og þeir höfðu óttast, en tognun- in á fæti Sinchi var mikið verri. Fóturinn hafði bólgnað mjög, og hann gat varla tyílt i hann. Hans vegna ákváðu þeir að hvila sig þarna til næsta dags. Gangan niður var álika erfið og uppgang- an. Árni var einu sinni svo óheppinn að missa tökin i klettunum, og hefði hann þá hrapað, ef vaðurinn, sem hann var bundinn i, hefði ekki bjargað honum. En ægileg voru þau augna- blik, er hann hékk i tauginni yfir ginandi gljúfragjá, án þess að ná nokkurs staðar hand- festu. Hann meiddi sig lika illa i vinstri öxlina og gerði það honum mjög erfitt fyrir alla leiðina niður. Viku eftir að fjall- göngumennirnir komu örþreyttir að tjöldunum fyrir neðan gjána, reistu þeir tjöld sin i hliðar- slakka við rætur fjalls- ins Sorata, sem þeir höfðu gengið á. Þar mættu þeir nokkr- um burðarmönnum, sem komu með matarforða og aðrar nauðsynjar til þeirra. Þegar Ámi stóð fyrir utan tjöldin um kvöldið og horfði á fjallstindinn Sorata, virtist honum fjallið enn geigvænlegra en þegar hann leit það fyrst. Hann var undrandi yfir þvi, hve hátt þeir komust, þar sem þeir áttu aðeins ófarna rúma fjögur hundruð metra upp á sjálfan tindinn. Það var þó mest um vert, að þeir komust óskaddaðir nið- ur aftur. Og hefði öxin hans ekki hitt á pilviðar- greinina i snjónum, Arni var svo óhoppinn nð niissa jal'nvæsiS oi' stoypast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.