Tíminn - 13.07.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.07.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 13. júH 1978 Erlend ráðgjafarþjónusta á Islandi 2 Erlend ráðgjafarþjónusta á íslandi 2 Hver er staða is- lenzkrar ráðgjafarþjón- ustu nú? Þeirri spurn- ingu svaraði Andrés Svanbjörnsson fram- kvæmdastjóri Virkis hf. hér i blaðinu 1. og 2. júli sl. i itarlegu viðtali, en nú höfum við fengið til liðs Steingrím Her- mannsson fram- kvæmdastjóra Rann- sóknarráðs rikisins. Fleiri verkfræðingar munu fylgja i kjölfarið, enda er hér stórt mál á ferðinni, sem gjarnan má opna umræðu um. Steingrimur var spurð- ur að þvi, hvort erlend- um ráðgjöfum hefði verið hyglað i verkum á tslandi. — 1 sumum tilfellum má vera að svo hafi verið, sagði Stein- grimur, enda þótt ég hafi ekki skýr dæmi um það á reiðum höndum. Við hjá Rannsókna- ráði, þar sem ég þekki bezt til, höfum ætið gætt þess að hafa töglin og haldirnar á hinum ýmsu verkefnum, enda þótt þekkingar hafi veriö leitað út fyrir landsteinana. Samstarf hefur verið haft við erlenda aö- ila undir umsjón innlendra ráð- gjafa. Þekkingin sitji eftir í landinu — Annars er skoðun min á þessu máli sú, að höfuöáherzlu eigi alltaf aö leggja á að efla innlenda ráðgjöf, — þetta er svo sjálfsagt atriði, að það þarf vart að ræða. Hins vegar nær þekk- ing okkar ekki til allra sviða og þar koma útlendir aðilar inn i myndina. Iön- og tækniþróun fleygir hratt fram og okkar fær- ustu ráögjafarfyrirtæki hafa ekki möguleika á að fylgja þeirri þróun fyllilega eftir á öll- um sviðum. Og það er ekkert at- hugavert við að hafa samskipti Flugstöðin á Keflavíkurvelli dæmigerð mistök — segir Steingrímur Hermannssson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins við erlenda ráögjafa, sé svo um hnútana búið, aö þekkingin sitji eftir i landinu. — Hvernig var þaö ekki, þeg- ar við réöumst i okkar fyrstu meiriháttar vatnsaflsvirkjanir á sjötta áratugnum? Þá var haft samráð við erlenda aðila. En við hlutum reynslu og þekkingu fyrir bragðið og nú er sérfræöi- þekking okkar á vatnsaflsvirkj- unum viðurkennd og höfuð viö alþjóðatraust á þvi sviöi — jafn vel i alþjóöalánastofnunum. — Eins var eölilegt, þegar við réöumst i meiriháttar gufu- aflsvirkjun við Kröflu, aö er- lendir aöilar væru þar með I ráöum. — Nú telur framkvæmdastjóri Virkis, að Islenzkir sérfræöing- ar hafi litið sem ekkert gagn haft af virkjunarframkvæmd- um viö Kröflu og staöiö utan viö öll meiriháttar mál, svo sem samninga viö vélaframieiöend- ur og hönnun raf- og véibúnaöar innan stöövarhússins. Séu gufu- aflsvirkjanir þeim þvl enn viss leyndardómur. — Ef svo er, að islenzkir verk- fræöingar hafi ekki náð hag- nýtri þekkingu á gufuaflsvirkj- unum við Kröflu, hafa oröið mikil mistök. Erlend ráðgjöf Rannsóknaráði aðeins til góðs — Ég vil enn vitna i vinnu- brögð okkar hér i Rannsókna- ráði, þar sem iöulega er unniö I náinni samvinnu við erlenda aö- Steingrimur Hermannsson. ila, tslendingunum til mikils gagns. Þannig haföi Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Garðyrkjuskólinn i Hvera- geröi yfirumsjón með ylræktar- rannsóknum i samvinnu við tæknimenn frá Sameinuðu þjóð- unum. Aðalráögjafar viö undir- búningsrannsóknir vegna Kisil- iðjunnar voru Baldur Lindal efnaverkfræðingur og Tómas heitinn Tryggvason jarðfræð- ingur. í umboði okkar leitaöi Baldur Lindal einnig til er- lendra sérfræðinga á vissum sviðum framleiðslunnar. Bald- ur Lindal var aðalráðgjafi okk- ar varðandi sjóefnaverksmiðj- una á Reykjanesi og var þar sami háttur hafður á. Samráð viö Battelle Institute i Sviss varðandi sjóefnavinnsluna urðu aöeins til góðs. Og þannig er það, ef vel er á málum haldið. — Þarf hér ekki aö koma opin- ber stefnumörkun til, svo aö is- lenzk ráögjafafyrirtæki veröi ekki undir i samkeppninni á heimsmarkaöinum? Mér skilst t.d. aö Noröurlöndin hafi slika stefnumörkun. — Stefnumörkuninfelstígerö- um opinberra aðila, þar sem þeir sjá um langflest og stærst verkefni hér I landi og þá væri æskilegast að þeir leituðu alltaf fyrst til islenzkra ráðgjafa. En hvort hægt veröur að fá einka- aðila til þess að hlita einhverj- um ákveðnum reglum, það tel ég ósennilegt. Þeir vilja fá að ráöa þvi, hvert þeir leita. — En þaö er alveg ljóst að er- lendir hönnuðir geta aldrei unn- ið svo vel fari án náins sam- starfe við Islendinga. Þeir þekkja ekkert til islenzkra staöhátta. Dæmigert fyrir slik vinnubrögð er uppdráttur af flugstöðinni á Keflavlkurflug- velli, sem er heljarmikið „plan” og allt meira eða minna loft- kennt. Þarna var skakkt af stað farið. Innlendir hönnuðir áttu að fá þetta verkefni og hefðu þá getaö haft samband við erlenda sérfræöinga varðandi umferð- arspár og nýjungar I flugstöðv- arbyggingum. Dauöhræddur við að missa verkfræðinga úr landi — Fyrst viö erum komin hálfa leiö út á Keflavikurflug- völl, hvaö finnst þér úm þaö atriöi, sem margir myndu kalla gloppu i varnarsamningi okkar viö Nato, aö ameriskir verk- fræöingar og arkitektar leggi allt til „civil-mannvirkja” á Vellinum? — Vitanlega væri eölilegast, að Islendingar teiknuðu hús og „civil-mannvirki” á Keflavlk- urflugvelli því aö um . siðir á þetta nú að renna til islenzka rikisins. — Húsameistari rikisins mun hafa einhverja hönd i bagga, en hans þáttur er kannski sjónar- spil af hálfu Bandarikjamanna. Þegar ég þekkti til þess- ara mála, minnist ég þess, að Húsameistari gerði ýmsar at- hugasemdir við þessar teikn- ingar frá Bandarikjunum, sem fara átti eftir og var þeim breytt. — En ertu ekki hræddur um, að viö missum verkfræöingana úr landi eins og viö missum unn- vörpum læknana, ef þeir finna sig eitthvaö óörugga meö stór verkefni hér? — Jú, ér auðvitað dauðhrædd- ur við það. Verkfræðingar hafa á alþjóöamarkaö að sækja og leita sjálfsagt eins og flestir að sem beztri vinnuaðstöðu og launakjörum. En ég er ekkert hræddur um, að verkefni skorti fyrir tæknimenn. I sumum greinum vantar okkur slika. Með nýjum iðnaði skapast ný tækifæri. Mér dettur i hug rafeindaiönaöur, sem margir renna hýru auga til. Þar gætum við tslendingar átt stórkostlega framtið fyrir okkur. Við eigum mjög færa menn á þvi sviði eins og komið hefur fram hjá Páli Theódórssyni á aðalfundi Rann- sóknaráðs. Takist okkur að byggja upp þennan nýja iðnað, vex þörfin á tæknimönnum. Það er talað um, að rafeindavæða þurfi frystihúsin, en slikt getur munað tugum milljóna fyrir hvert frystihúsa. — Smáþjóð með takmarkað fjármagn á að nota þá tækni, semtil er i rikum mæli, og auka þannig framleiðnina. —FI. Erlend ráðgjafarþjónusta á íslandi 2 Erlend ráðgjafarþjónusta á íslandi 2 Tekið saman undir kosningatölum — fréttir úr Vestur-Skaftafellssýslu (Myndir Simon Gunnarss.) Hér i Mýrdal hefur veriö fremur kalt vor og gróöur þvi fremur seint á ferö. Sauöburöi er nú aö mestu lokiö hjá bænd- um I Mýrdal og hefur. hann gengiö allvel. Þaö bar vTR þann 25. mai hjá þeim Jónasi Her- mannssyni og Ragnheiöi Thor- iacius Noröurhvammi aö ær bar 5 lömbum, þremur hrútum og tveim gimbrum og liföu þau öll. Ærin sem átti iömbin var 7 vetra þrilembingur og haföi alltaf veriö einlembd þangaö til núna en henni var gefiö hor- mónalyf i haust ásamt nokkrum öörum ám sem veriö höföu ein- lembdar undanfarin ár. Klúbburinn öruggur akstur I Vestur-Skaftafellssýslu hélt aöalfund aö Kirkjuhvoli þann 10/5. Frá Samvinnutryggingum voru mættir Baldvin Þ. Kristjánsson og Þorsteinn Bjarnason. Veittar voru viður- kenningar fyrir 5, 10 , 20 og 30 ára öruggan akstur. Það vakti athygli að einn af þeim sem fékk verðlaun fyrir 30 ára öruggan akstur hefurátt sama bilinn frá upphafi og ekki átt annan bil, þaö er Einar Einarsson S-Fossi Mýrdal. Hann fékk Willys 1947 nýjan sama ár og hefur ekiö honum siðan. Fyrstu árin var jeppinn mikið notaöur við búskap og þótti þaö góð búbót I þá daga þegar m jög lltið var um dráttarvélar. Þess má geta að undirritaöur hefur umgengizt þá félaga nær daglega frá þvi hann man eftir sér sökum fjöl- skyldutengsla og telur aö gamli Willys eigi eftir að þjóna eig- anda sinum i mörg ár enn. Baldvin Þ. Kristjánsson flutti erindi á fundinum og talaöi um hægriumferð ilandinu I lOárog taldi hann það veröugt verkefni á 10 ára afmæli hægri umferðar i landinu að reka áróöur fyrir bættri umferðarmenningu og ekki sízt bættu umferðaröryggi. Stjórn klúbbsins öruggur akstur I Vestur-Skaftafellssýslu skipa Slmon Gunnarsson form., Karl.Fr. Ragnarsson ritari og Óskar Jóhannesson m.stj. I dag tekur Rauðakross-deild Vikurlæknishéraðs i notkun nýja sjúkrabifreið. Bifreiðin er af Ford-gerö útbúin með drifi á öllum hjólum og sérstaklega innréttuö fýrir sjúkraflutninga meö viöeigandi útbúnaöi hjá Bllaklæöningu I Kópavogi. Heildarverð bifreiðarinnar meö öllumbúnaðier6.8 milljónir þar af greiðir sýslusjóður Vestur-Skaftafellss. helming en afganginn fjármagnar R.K.-deildin og fór fram almenn fjársöfnun i' þeim tilgangi. Fjár- söfnunin gekk afbragösvel og Séð inn I nýju sjúkrabifreiöina. má segja að flestöll félög svo sem Lionsklúbburinn Suöri, kvenfélög, stéttarfélög o.fl. sveitarfélög á svæðinu hafi þar lagt mikiö af mörkum. Rauðakross-deildin mun sjá um rekstur bifreiöarinnar. Stjórn Rauða kross-deildarinnar I Vik skipa Jón Ingi Einarsson for- maður, Magnús Þóröarson gjaldkeri og SteinunnPálsdóttir ritari. Heldur er dauft yfir atvinnu- málum i Vik að vanda um þess- ar mundir, þó að ekki riki hér atvinnuleysi. Stafar það af þvi að héöanfer fólk I atvinnuleit á aðrastaðihelduren aö láta skrá sig á atvinnuleysisskrá en llk- lega væri rétt að fólk sem er i vinnu annars staðar safnaði sér saman og kæmi heim og léti skrá sig atvinnulaust, ef það gæti orðið til þess að vekja til lifsins þá, sem við höfum kosið til og vonaö að kæmu þessum málum á einhverja hreyfingu. Fyrirhugað er að taka nýju Heilsugæzlustöðina I notkun á sumri komanda. Byrjað er á tveimur iðnaðar- húsum i Vik og einu ibúðarhúsi nú I vor og mun fyrirhugað aö byrja á fleiri byggingum I sum- ar. A vegum sveitarfélagsins er nú unnið að þvi að skipta um jarðveg I Mýrarbraut ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Vik 28. mai 1978 Simon Gunnarsson Nýja sjúkrabifreið Rauöa kross-deildarinnar I Vik Z 571

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.