Tíminn - 13.07.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.07.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. júll 1978 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Slmi 86300. , Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i iausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. . ... Blaðaprent h.f. Hræðsla sigurvegaranna Komið er nokkuð á þriðju viku siðan rikisstjórn- in sagði af sér og stjórnarmyndunarviðræður hófust, en litið bólar þó enn á nýrri rikisstjórn. Það skortir þó ekki á, að miklar viðræður hafa farið fram, bæði formlegar og óformlegar. Þrátt fyrir þær eru menn þó ekki miklu nær um það, sem framundan er. Það, sem athyglisverðast hefur komið fram við þessar viðræður, er eins konar hræðsla sigurveg- aranna við sigrana. Bæði Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hlutu meira fylgi en foringjar þessara flokka áttu von á, einkum þó foringjar Alþýðuflokksins. Benedikt Gröndal játaði það opinberlega, að hann hefði alls ekki átt von á slikri fylgisaukningu flokksins og raun varð á, og mun engan undra það. Það er skiljanlegt metnaðarmál foringja beggja flokkanna, að þessir sigrar þeirra verði meira en stundarsigrar og þeim takist þvi að halda a.m.k. þvi fylgi, sem þeir hlutu nú.Það er hér sem ótti þeirra eða hræðsla kemur til sögunnar. Foringjar beggja óttast, að þeir hafi unnið svo mikla sigra með óeðlilegum hætti, að þeir hljóti að tapa i næstu kosningum, nema haldið sé alveg sérstaklega vel á spilunum. Þvi hefur hugsun þeirra ekki snúizt fyrst og fremst um það, sem þarf að gera vegna hagsmuna þjóðarinnar og atvinnuöryggis almennings, heldur hitt hvaða stjórnarsamstarf sé vænlegast til að koma i veg fyrir fylgistap þeirra i næstu kosningum. Áætlanir þeirra og ráðagerðir hafa fyrst og fremst miðast við þetta, en efnahagsmál og önnur þjóðmál lent á hakanum. Eðlilegasta framhald kosningaúrslitanna er það, að sigurvegararnir tveir taki höndum saman og reyni að standa við kosningaloforðin. Framsóknarflokkurinn hefur heitið þeim hlutleysi sinu til þess. Báða sigurvegarana virðist skorta kjark til að mynda stjórn saman. Þeir þykjast sjá fram á, að þeim muni takast illa að efna kosninga- loforðin og ósigur biði þeirra þvi i næstu kosning- um. Alþýðubandalagið teflir nú þannig, að það vilji helzt vinstri stjórn. Ýmsir leiðtogar Alþýðuflokksins óttast, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi þá aðstöðu i stjórnarandstöðu til að ná aftur þvi fylgi, sem hann missti nú til Alþýðuflokksins. Þeir eru þvi ófúsir til slikrar stjórnarþátttöku. Alþýðuflokkurinn kýs heldur svokallaða nýsköp- unarstjórn, en Alþýðubandalagið óttast hana, þvi að það komi þá til með að missa fylgi til Framsóknarflokksins og Samtakanna, sem yrðu þá utan stjórnar. Þannig er það ótti sigurvegar- anna á vixl, sem stendur i vegi vinstri stjórnar og nýsköpunarstjórnar. Ef litið er á málefnalegar ástæður einar, væri samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins einna eðlilegust, þegar minnihlutastjórn sigurveg- aranna sleppir, þvi að skoðanalega ber Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokknum litið á milli. Þóttforustumenn Alþýðuflokksins vilji af skoðana- íegum ástæðum helzt slika stjórn, eru þeir ragir við þátttöku i henni. Þeir óttast, að Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkurinn reyti þá fylgi af Alþýðuflokknum. Þannig eru það raunverulega hinir miklu sigrar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins, sem standa nú mest i vegi stjómarmyndunar, þótt furðulegt sé. Báðir flokkarnir óttast, að þeim hald- ist illa á sigrinum og þora þvi i hvoruga löppina að stiga vegna ótta við hrakfarir i næstu kosningum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Beinast réttarhöld í Moskvu gegn Carter? Réttarhöld stöðva ekki mannréttindabaráttu Kona Shcharansky, Avital, kom til Parlsar á sunnudaginn og hyggst afla stuðnings viö mann sinn ÞAÐ hefur aö sjálfsögöu ekki fariö fram hjá fréttaskýrend- um, aö réttarhöldin gegn andófsmönnunum tveim, Anatoly Shcharansky og Alexander Ginzburg, skuli hafin um llkt leyti og utan- rikisráöherrar Sovétrikjanna og Bandarikjanna hittast I Genf til aö halda áfram viöræöum um takmörkun kjarnorkuvígbúnaöar. Margir vestrænir fréttaskýrendur telja þetta ekki neina tilviljun, heldur hafi rikisstjórn Sovét- rikjanna látiö þetta tvennt haldast i hendur af ásettu ráöi. Einkum gildi þetta þó um réttarhöldin gegn Shcharansky, þvi aö hann er ekki aöeins ákæröur fyrir áróöur gegn Sovetrikjunum, heldur einnig fyrir njósnir i þágu Bandarikjanna, enda þótt Carter forseti hafi lýst yfir þvi, aö sá áburöur sé meö öllu rangur. Þess vegna hafa sumir fréttaskýrendur komizt svo aö oröi, aö rétttarhöldun- um gegn Shcharansky sé alveg eins mikiö beint gegn Carter og Shcharansky. Ef rússneskir dómstólar komast aö þeirri niöurstööu, aö Shcharansky sé sekur um njósnir, má búast viö því aö hann fái þungan dóm. Ginzburg er ekki sakaöur um njósnir, heldur aðeins fyrir áróöur gegn Sovétrikjunum, eins og þaö er oröaö. Hann mun þvi sennilega sleppa meö léttari dóm en Shcharansky, nema sá siöarnefndi veröi sýknaður af njósnaákærunni. HIN mikla og eölilega mótmælabylgja, sem risiö hefur vestantjalds vegna réttarhaldanna gegn þeim Shcharansky og Ginzburg, virðistekki hafa minnstuáhrif á sovézku valdhafana. Þeir viröast láta þaö einu gilda, þótt slökunarstefnunni sé þannig stefnt i hætiu. Frétta- ritari The Christian Science Monitor, David K. Willis, segir aö draga megi af þessu þá ályktun, aö rússnesku vald- hafarnir taki eftirfarandi at- riöi fram yfir slökunarstefn- una: í fyrsta lagi veröi þaö gert ljóst þegnum Sovétrikjanna — og raunar þegnum annarra austantjaldslanda — , að pólitiskir andófsmenn veröi meðhöndlaðir sem svikarar, er öryggi Sovétrikjanna- stafi hætta af. I ööru lagi veröi Bandaríkj- unum og öðrum vestrænum rikjum stefnt fyrir eins konar rétt til aö sýna, aö þau noti andófsmenn til aö vinna gegn Sovétrikjunum. tþriðja lagi að sýna i verki, svo aö ekki veröi um villzt, aö Sovétstjórnin láti gagnrýni ut- an frá ekki hafa minnstu áhrif Ginzburg og Shcharansky á, hvernig hún stjórnar innanlands. t þeim tilgangi aö gera þetta ljóst séu réttarhöldin gegn Shcharansky sett á sviö og virtist ætlunin aö gera þau aö einhverjum sögulegustu réttarhöldum i Sovétrlkjunum um langt árabil. Shcharansky var tekinnfastur 15. marz 1977 og hefur veriö I haldi siöan. Hann var strax sakaöur um aö hafa látiö starfsmönnum bandarisku leyniþjónustunnar I té visindaleg og hernaöarleg leyndarmál, enþví hefur veriö mótmælt af bandarískum stjörnvöldum. A blaöamanna- fundi, sem Carter hélt I júni 1977, kvað hann sig fullvissan um, að Shcharansky hefði ekki haft nein skipti viö bandarisku leyniþjónustuna. Vegna þess- arar yfirlýsingar Carters, hafa sumir fréttaskýrendur komizt svo að oröi, aö réttar- höldin gegn Shcharansky séu einnig réttarhöld gegn Carter. Ginzburg hefur ekki verið ásakaöur fyrir njósnir. Auk svokallaðs áróöurs gegn Sovétrikjunum, er honum gef- iö aö sök, aö hann hafi tekið móti fé frá Solzhenitsyn og ráðstafað þvi til styrktar andófsmönnum. Báðir eru Shcharansky og Ginzburg Gyöingar og hafa stutt málstaö Gyöinga, sem hafa viljað fara frá Sovétrikjunum til Israel, en ekki fengiö leyfi til þess. Sjálfum var Shcharansky neitaö um slikt leyfi 1973. A þessu ári hafa fleiri Gyöingar fengiö aö flytj- ast frá Sovétrikjunum en um talsvert skeiö áöur og hefur þaö þótt merki um, aö Sovét- menn vildu draga úr spenn- unni. Nú er óttazt, að dregið verði úr leyfum Gyöinga til brottflutnings. VEGNA réttarhaldanna er þess sem gerist á fundi þeirra Vance og Grómiko, beöiö meö meiri eftirvæntineu en ella. Um skeiö létu Carter og þó einkum Brzezinski, ráðunaut- ur hans, i þaö skina, aö þaö gæti haft áhrif á afvopnunar- viöræöurnar, ef Sovétmenn héldu áfram aö beita andófs- menn höröu. Þvi var strax mótmælt af ýmsum bandariskum stjórnarand- stæðingum,m.a. Kissinger, aö afvopnunarmálum og mannréttindamálum yröi blandaö saman. Vance utan- rikisráöherra virtist sömu skoðunar og Carter viröist nú þaö einnig. Hann gerir nú þaö tvennt i einu, aö senda Vance til viöræöna viö Gromiko, en halda jafnframtuppi gagnrýni á réttarhöldin gegn andófs- mönnunum. Sumir fréttaskýrendur halda þvi fram, aö Sovétmenn efni til umræddra réttarhalda meö mikum auglýsingasvip tíl aðsýna, aö mannréttindasókn Carters sé misheppnuö og hafi engan árangur boriö. Slik gagnrýni hefur fengiö aukinn byr vegna ræöu, sem Kissing- er hélt nýlega i Argentinu, en þar gagnrýndi hann starfsað- feröir Carters á sviöi mannréttindamála. Betra væri aö tala minna, en vinna að þessum málum meö hægö- inni, eins og hann og Ford heföu gert. Vitanlega veröa starfshættir i þessum efnum alltaf umdeildir. Hitt er ótvirætt, aö Carter hefur meö mannréttindabaráttu sinni beint aukinni athygli aö þess- um málum og tvimælalaust gert gagn á þann hátt. En staöa Bandarikjanna er erfiö vegna þess, aö margir bandamenn þeirra eru sekir i þessu efni, og Bandarikin verðaaðuna þvi. En þaö bætir ekki málstað Sovétmanna. Enginréttarhöldmunu megna aö draga úr mannréttinda- baráttunni, heldur munu þau miklu frekar veröa til aö efla hana. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.