Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.08.1978, Blaðsíða 6
 6 Wmmrnm (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. Kvöidsiinar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Margt til álita y* Nokkru fyrir siðustu Alþingiskosningar var ákveðið að ný stjórnarskrárnefnd skyldi skipuð og skyldi hún ljúka störfum eftir tvö ár. Það er þvi ljóst að timabært er að almennar um- ræður hefjist um stjórnarskrármálið, umræður sem geti orðið nefndarmönnum leiðbeinandi af hálfu al- mennings þegar hin nýja stjórnarskrárnefnd tekur til starfa. Margvisleg atriði hljóta að koma til álita og ákvörðunar þegar stjórnarskráin verður loks tekin til heildarendurskoðunar. Sum þessara atriða munu tæplega vekja deilur að neinu marki, en önnur eru vænleg til að geta bæði valdið fjörugum umræðum og jafnvel talsverðum deilum. Meðal þeirra atriða sem ætla má að almenn sam- staða verði um má nefna rækilegri og skýrari ákvæði um mannréttindi en nú eru i hinni gömlu stjórnarskrá Kristjáns konungs niunda, en hún er sem kunnugt er enn i gildi hér á landi i meginatrið- um. Enn fremur er sennilegt að samstaða verði um það að Alþingi sitji i einni málstofu, en ekki tveimur deildum eins og verið hefur. Ef marka má yfirlýsingar stjómmálamanna á að verða auðvelt að ná samstöðu um persónubundið kjör þingmanna, enda þótt menn geti greint á um það með hverjum hætti framkvæmdin skuli vera i einstökum atriðum. Fæstir munu tilbúnir að falla frá hlutfallskosningum, en á hinn bóginn eru dæmi um margvislegar aðferðir til að tryggja persónu- bundið kjör innan ramma hlutfallskosninga. Á sama hátt hafa forystumenn allra flokka lýst yfir þvi að þeir vilji vinna að þvi að jafna kosninga- rétt þegnanna frá þvi ójafnvægi sem orðið er á gildi atkvæðis i einstökum kjördæmum. Reyndar hefur það komið fram á opinberum vettvangi að allir flokkar landsins eru klofnir i afstöðunni til þessa máls, og má vænta þess að umræðurnar muni snú- ast að miklu leyti um það. Nýlega vakti einn af þingmönnum Alþýðuflokks- ins máls á gamalli hugmynd um aðskilnað fram- kvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins i þvi skyni að auka skilvirkni og valddreifingu, en gera Alþingi betur fært um að veita aðhald og eftirlit með stjórn- völdum fyrir hönd almennings. Aðskilnaður lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds er róttæk breyt- ingarhugmynd á stjórnarháttum lýðveldisins og vafalaust vænleg til að vekja áhuga og umræður manna á meðal. . Mörg fleiri atriði mætti nefna, þótt ekki gefist rúm til að sinni. Málefni sveitarfélganna og verk- svið þeirra hlýtur t.d. að koma til álita. Eitt er það málefni sem ekki má með öllu liggja hjá garði i umræðunum um stjórnarskrármálið. Er þar um að ræða aukinn rétt fólksins i landinu til að hafa bein áhrif á stjórn landsins með þjóðarat- kvæðagreiðslu. Vafalaust á ævinlega að vera skylt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu sérstaklega um allar stjórnarskrárbreytingar. Það er einnig alls ekki fráleit hugmynd að kjósandi geti hafnað lög- gjöf með þjóðaratkvæðagreiðslu, ef rikisvaldið gengur fram af þjóðinni i athöfnum sinum. Fleiri atvik þjóðaratkvæðagreiðslu koma og til greina, og i sveitarfélögum hlýtur það að verða álitamál hvort ekki er unnt að auka þar beint lýðræði fólksins að miklum mun frá þvi sem verið hefur. JS. Miövikudagur 9. ágúst 1978 ERLENT YFIRLIT Ákæran gegn Thorpe styrkir Thatcher Sennilega hefur hún áhrif á kosningarnar FYRIR f jórum árum var Jer- emy Thorpe vinsælasti stjórn- málamaöur Bretlands. Hann var þá leiötogi Frjálslynda flokksins, en Edward Heath leiötogi thaldsflokksins og Harold Wilson leiötogi Verka- mannaflokksins. Skoöana- kannanir sýndu ótvirætt, aö Thorpe var langsamlega vin- sælastur þeirra þremenn- inganna.Þetta kom lika glöggt i ljós f þingkosningunum, sem fóru fram 1974, en þá var tvi- vegis kosiö til þings i Bret- landi, i febrúar og i október. 1 febrúarkosningunum næstum þrefaldaöi Frjálslyndi flokk- urinn fylgi sitt. Hann fékk þá 19.3% greiddra atkvæöa, en haföi aöeins fengiö 7% greiddra atkvæöa i þingkosn- ingunum 1970. Alls greiddu rúmlega 6 milljónir kjósenda honum atkvæöi i kosningunum i febrúar. Vegna kjördæma- fyrirkomulagsins jók flokkur-, inn ekki þingfylgi sitt aö sama skapi, þvi aö hann bætti aöeins við sig þremur þing- sætum, fékk 14 menn kjörna, en haföi ellefu fyrir kosning- arnar. Þrátt fyrir þetta hélt flokkurinn nokkurn veginn fylgi sinu i októberkosningun- um, en hann fékk þá 18,5% greiddra atkvæða. Fyrst og fremst voru þessi hagstæöu úrslit þökkuö vinsældum Thorpes, og svo óánægju meö stóru flokkana. En eftir þetta fór fljótlega aö halla undan fæti hjá Thorpe. Sú saga komst á kreik, aö hann heföi átti kyn- mök viö leikara og fyrirsætu, Norman Scott að nafni, um eöa eftir 1960. Thorpe hefur alltaf neitaö þvi aö hafa átt kynmök viö Scott, hins vegar viöurkendi hann að á timabili hafi kunningsskapur hans og Scotts verið mjög náinn. Þrátt fyrir þessi mótmæli, treystist Thorpe ekki til annars en aö segja af sér formennsku Frjálslynda flokksins voriö 1976, svo aö flokkurinn tapaöi siöur vegna þessa oröróms. Thorpe og flokksbræöur hans væntu, aö þar meö væri þessu máli lokiö. EN ÞETTA fór á annan veg. Æsifréttablööin héldu málinu stööugt vakandi og komu meö nýjar og nýjar upplýsingar um samband þeirra Scotts og Thorpes. Sumar reyndust al- veg rangar, en fótur fyrir öör- um. Fyrst fékk þessi oröróm- ur þó vængi á siöastl. ári, þeg- ar blöðin birtu viötöl viö Gino Newton fyrrv. flugmann, en samkvæmt frásögn hans haföi hann fengiö greidd 10 þús. sterlingspund fyrir aö myröa Scott. Háttsettur maöur i Frjálslynda flokknum og ná- inn vinur Thorpes átti aö hafa greitt honum fjárhæðina. Samkvæmt frásögn Newtons haföi hann þó ekki kjark til aö ráöa Scott af dögum, þegar til kom, heldur lét sér nægja aö skjóta hundhans. Þessi blaöa- viötöl Newtons uröu til þess, aö lögregluyfirvöldin fóru aö rannsaka máliö nánara i kyrr- þey, og blööin héldu áfram aö fjalla um þaö, einkum þó timaritiö Private Eye, sem helgar sig aöallega þvi verk- efni aö grafa upp ýmsar hneykslissögur. Fyrir nokkru skýröi Private Eye frá þvi, aö Peter Bessell, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins' og náinn vinur Thorpes, hefði látiö lögregl- unni i té mikilsveröar upplýs- ingar, en Bessell býr nú I Kali- forniu. Þrátt fyrir þessi blaöa- skrif, kom það þó flestum á óvart, þegar Thorpe var kvaddur fyrir rétt siöastl. föstudag, ásamt þremur mönnum öörum.og birtákæra á hendur þeim fyrir tilraunir til aö ráöa Scott af dögum og heföi þetta gerzt á árunum 1968-1977. Akæru þessa by ggöu lögregluyfirvöldin á rannsókn, sem þau hófu fyrir 10 mánuö- um eöa nokkru eftir, aö blööin birtu áöurnefnd viötöl viö Gino Newton. Leitaö haföi veriö upplýsinga hjá hundruðum manna i fleiri löndum. M.a. taldi lögregian sig hafa undir höndum hljóöritanir af sam- tölum samsærismanna, þegar þeir voru að brugga ráö sín. Meðal hinna ákærðu er David Holmes, sem var um skeið gjaldkeri hjá Frjálslynda flokknum, en hann hefur opin- berlega viöurkennt aö hafa greitt Scott 4.500 sterlings- pund fyrir bréf, sem Thorpe hafði skrifaö honum. AÐ VONUM hefur mál þetta vakiö mikla athygli, en hinir ákæröu eiga aftur aö mæta fyrir rétti 12. september. Einkum ræða menn um þau pólitisku áhrif, sem morð- ákæran gegn Thorpe muni hafa. Samkvæmt skoöana- könnunum stendur Frjáls- lyndi flokkurinn nú ilia sökum stuðnings síns á þingi viö rikisstjórn Verkamanna- flokksins. Ýmsir fréttaskýr- endur telja, aö ákæran gegn Thorpe geti orðiö flokknum nýtt áfall og muni Ihaldsflokk- urinn helzt græöa á þvi. Ý msir leiötogar Verkamannaflokks- ins hafa áöur tekiö máli hans og taliö Scottmáliö pólitiska árás á hann. Meðal þeirra er Wilson, sem um skeiö kenndi Suöur-Afrikumönnum um, en féll þó siðar frá þvi. Callaghan hefureinnig veriö Thorpehliö- hollur. Jeremy Thorpe er 49 ára gamall. Hann.var fyrst kosinn á þing 1959 og hefur átt þar sæti siöan fyrir sama kjör- dæmi. Kjósendur hans hafa lýst yfir þvi,að þeir séu reiðubúnir til að styöja hann áfram og' hann hefur lýst yfir þvi, aö hann muni bjóöa sig fram aftur. Thorpeer kominn af þekktri ætt og áttu bæði afi hans og faöir sæti á þingi. Hann er snjall ræöumaöur I brezkum stil og þykir koma vel fyrir i sjónvarpi. Fyrri kona hans fórst i bilslysi, en siðari kona hans, Marian var áöur gift jarlinum af Hare- wood náfrænda Elisabetar drottningar. Thorpe hlaut menntun sina i Eton og Oxford og þykir bera þess merki i klæöaburöi og fram- göngu, aö hann muni liðna frægöartima. Stundum hefur hann veriö nefndur „siöasti Játvarðurinn”, en timabiliö frá aldamótum til siöari heimsstyrjaldarinnar er oft i Bretlandi kennt viö Játvaröa þá, sem þá fóru meö konung- dóm í Bretlandi. Ef kosningar veröa i októ- ber, eins og nú þykirliklegast, mun þetta mál vafalítið veröa enn meira á dagskrá en ella. Eins og áður er getiö.erhætta á, aö það geti veikt bæöi Frjálslynda flokkinn og Verkamannaflokkinn, en oröiö vatn á myllu Ihaldsflokksins og Margaret Thatcher. Þ.Þ. Mynd þessi var tekin af Thorpe, þegar hann heimsótti kjördæmi sitt daginn eftir aö hann var ákæröur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.