Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 2
2 aaiiasii; Sunnudagur 29. október 1978 Besta 11 vopmð Athol Fugard suðurafriskur leikritahöfundur um aðskilnaðarstefnuna: „Besta vopnið er ást.” Leikrit hans eru sýnd i heimalandi hans og erlendis, i þeim er einstaklingurinn hafinn til virðingar og hæfileiki mannsins til að þola óréttlæti — jafnvel hatur. Heimili suðurafriska leik- skáldsins Athols Fugard er i kyrrlátu umhverfi skammt frá sjónum vafið gróðri þótt um há- vetur sé. . _ Næsta leikrit Athols Fugard gerist hins vegar i afrikanska úthverfinu Algoa Park, ömur- legu lágstéttahverfi i Port Elizabeth, þar sem mikið hefur borið á átökum svartra og hvítra. „Ég er viss um að áöur en þii ferð að hata, verðurðu hræddur. Hatur er ávöxtur ótta.” Þannig útskýrir Fugard þann rudda- skap sem stundum er áberandi i fari landa hans Búanna. „Þú getur ekki svaraö ofbeldj meðofbeldi — sem enn leiðir til meira ofbeldis. Svarið er ást. Best er að grafa undan ofbeld- inu meö ást.” f\igarder kunnur fyrir leikrit sin og i mars sl. var hann i Bandarikjunum og sa áviösetn- ingu á leikriti sinu „Statements After an Arrest under the Immorality Act” hjá Manhatt- an Theater Club. Hann sagðist aldrei hafa verið eins ánægður meö uppfærslu, sem hann heföi ekki átt þátt i sjálfur. Breska þjóðleikhúsiö hefuraö óséöu boðist til aö sýna leikritið sem Fugarder nú aö skrifa, en það verður raunar fyrst sýnt i Market Theater i Jóhannesar- borg. ,,Ég fer aldrei utan fyrr en ég er ánægður hér,” segir höfund- urinn. Hann segir þetta leikrit sitt „pólitiskara” en nokkurt fyrri leikrita sinna, ,,miklu bein- skeyttara,hvaö sumum málum, sem verið hafa I fréttum nýlega, viövikur, svo sem Soweto.” (Soweto er bærsvartra skammt frá Jóhannesarborg þar sem brutust út alvarlegar óeiröir 1976.) Fugard segir sköpunargáfu sina nærast á „þvi sama og óánægjuna I Rússlandi, ofboðs- legu kúgunarstjórnarfari.” „Einhvern veginn hefur mannsandinn þó hingað til lifaö af (þessa kúgun)”, bætir hann viö. Þegar hann er spurður hvort hann muni halda áfram að gera það, svarar hann. „Ég er að semja þetta leikrit af þvi aö ég veit ekki svarið við þeirri spurningu.” „I upphafi átakanna i Soweto varð mér ljóst að nú er komin kynslóö svartra Suður Afriku- manna sem hefur kastaö fyrir borð umburðarlyndi, þolinmæði og góðvilja foreldra sinna.” Athol Fugard er þeirrar skoðunar að fyrir atburöina i Soweto hafi svartir Suður Af- rlkumenn verið sér meira með- vitandium hvitaeinstaklinga en hvitir leyfðu sér að vera um svarta. Þeir svörtu höfðu „séö hvit andlitlengur”, eins og hann kemst aö orði. „Aðskilnaðarstefnan er sköp- uð til að skapa skilningsleysi milli hópa. Fólk hættir aö sjá, hreinlega hættir aö sjá, svipaö og að Þjóöverjar vissu ekki um einangrunarbúöirnar á Hitlers- timanum.” Fugard ber saman reiði Bandarikjamanna vegna Watergate og afskiptaleysi hvitra Suöur Afrikumanna gagnvart máli blökkumanna- leiðtogans Steve Biko, sem særðist lifshættulega á höföi I september i fyrra meðan hann var i vörslu öryggislögreglunn- John Kani (standandi) og Winston Ntshona i „Eyjunni” f uppfærslu Charles Piayhouse I Boston. ,Ég hef aldrei skrifað neitt... annars staðar en I Suöur Afrlku’ ar. Það er „innibyrgð svört sprengja” i Suður Afriku, sagði hann. „Ég held að möguleikarnir á friösamlegum breytingum hafi verið úr sögunni fyrir 15 árum. Fólk hlustaöi ekki á mikla hugsuöi eins og Govin Mbeke.” Fugardá að baki starf I leikhúsi við gerð leikrita eins og „Sizwe Banzi” og „Eyjunnar”, sem leikarar unnu meö honum. FUGARD — vélvirkinn, sjómaðurinn, heimspeklng- urinn og leikritaskáldið... Suðurafriska leikskáidið Athol Fugard gat sér fyrst orðstfr á aiþjóðavettvangi á sfðasta áratug. Hann fæddist 1932 f Middleburg f Suöur Af- rfku. Læröi vélvirkjun við tækniskólann f Port Eliza- beth og tók siðan háskólapróf i heimspeki viö háskólann i Höföaborg. Ifann var þrjú ár i siglingum einkum til Austurlanda fjær og samdi fyrsta leikrit sitt „No Good Friday” 1959. Flest leikrit sem hann hef- ur skrifað eftir það hafa veriö ieikin f Englandi og Bandarikjunum sem og i hans eigin landi. Leikrit Fugards eru uni gildi einstakiingsins og manniega viröingu, þolgæöi og hæfileikann til aö lifa af hörmungar. Uppspretta þeirra eru kynþáttamálin i Suður Afriku. En vinsældir þeirra á alþjóöavettvangi stafa af þeirri samúö og inn- sýni, sem höfundurinn gæöir þau. Þau verk hans sem hvaö viöast hafa veriö sviösett eru „Th e Blood K not” (1961) um tvo svarta háifbæöur, einn dökkan og annan ijósari. „Bosman og Lena” (1970) um svört flökkuhjón um- kringd drasli frá hvitu fólki, og „SizweBanzierdáinn” og „Eyjan” (1973). Siöustu leikritin tvö samdi hann i samvinnu viö leikar- ana John Kani og Winston Ntshona hjá ieikhópnum Serpent Players i blökku- mannahverfi Port Elizabeth, sem Fugard hefur starfaö meö sl. 10 ár. „Sizwe Banzi” (jallar um svartan Suður Afrikumann, sem stclur vegabréfi myrts manns og þar meö n’afni hans til þess aö bjarga eigin lifi. „Eyjan” er átakanleg saga um tvo fanga i öryggLs- fangelsi fyrir pólitlska af- brotamenn i Suður Afriku á Robben eyju. Þeir Kani og Ntshona fengu Tony verð- iaunin fyrir leik sinn i þess- um tveim verkum á Broad- way 1975. Þaö leikrit Fugards sem nú siöast hefur veriö sýnt i Ncw York er „Statements After an Arrest under the lmmorality Act”. Þaö fjallar um sorglegan endi ástar- ævintýris hvits bókavaröar og „litaös" skólastjóra (kyn- blendings). „Dimitos” eitt siöari verka Fugards, var frum- sýnt í London 1976 meö Paul Scofield i aðalhlutverki. Fugard er af irskum og frönskum húgenottaættum i karllegg en Búi i móöurætt. Hann var sviptur vegabréfi til þriggja ára 1969, en ann- ars hefur hann getað feröast aö vild vegna sýninga á leik- ritum hans erlendis. Eitt sinn sagöi hann i blaöaviötali aö hann teldi leikritun „baráttutæki". En hann bætti við „i Suöur Af- rlku stendur þeim engin ógn af leikhúsi.” Hann vinnur sér hægt. Hann hóf samningu leikritsins sem hann vinnur að nú fyrir 17 árum þegar dóttir hans fæddist. Fugard segir að Sheila kona sin sem er ljóðskáld og rithöf- undur, vinni svo hratt á ritvél- ina sina að hann verði að vera langt i burtu þegar hún skrifar svo hann heyri ekki til hennar og geti I rólegheitum hand- skrifað leikrit sitt. Rikisstjórnin hefur ekki til þessa bannað leikrit Fugards, bersýnilega af tveim ástæöum: Sú f yrri er sú að leikrit hans eru sett upp I litlum einkaleikhús- um, en sú slðari sú að hann hef- ur getið sér orðstir erlendis. Fugard talar um „ótrúlega hæfileika” svartra listamanna i Suður Afriku. Hann skopast að þvi aö leikhúsin hafi nýlega verið opnuð svörtum jafnt sem hvitum og bendir á að blökku- menn geti samkvæmt lögum enn ekki leikiö i sömu leikhús- um oghvítir og fjölmargar aðr- arhömlur séu enn i gildi i leik- húsllfi. Fugard hefur frá bernsku talað tvö tungumál en skrifar leikrit sin á ensku. Hann eignar hæfileika sinn til þess aö brjót- ast út úr siðum og venjum hvitra Suöur Afrikumanna móöur sinni,” sem er mjög merkileg, sem er hreinn Búi.” „Hún gekk i skóla i fimm eða sex ár og er mér langtum fremri i frjálslyndu hugarfari,” segir hann. Þegar Fugard heimsækir móður sina á eliiheimili i Port Elizabeth hellirhún sér svo yfir stjórnina. „Hún fer svo svivirði- legum oröum um forsætis- ráðherrann að mér ofbýður,” segir hann. Þótt Fugardsegistaldrei hafa átt heima í „skipulögöum trúar- söfnuöi,” segist hann búa yfir „trúarreynslu innst inni”. Leik- rit hans mótast mjög af þessari reynslu og ástrlöum hinna sundruðu landa hans. „Ég hef aldrei skrifaö orð annars staðar en i Suöur Af- riku,” sagði hann eitt sinn. „Þetta land hefur gefið mér allt. Ég verð að gefa eitthvað I staöinn.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.