Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 29. október 1978 t Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurbsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. ' . Kvöldsimar biabamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.09: 86387. Verb i lausasölu kr. 110. Áskriftargjald kr. 2.200 á mánuói. BlaAaprenth.f. J Erlent yfirlit Moi hefur tekið við vandasömu hlutverki MMvægast að tryggja samvmnu þjóðflokkauna Samkeppni Bifrastar og Eimskipafélagsins Þjóðin er um þessar mundir áhorfandi að all- einkennilegri samkeppni i siglingamálum. Að- dragandinn er sá að árið 1966 náði Eimskipafélag Islands samningum við varnarliðið um flutninga á vörum frá Bandarikjunum til íslands. Sennilega hafa islenzk stjórnarvöld eitthvað stutt að þessu, en áður sáu amerisk skipafélög að mestu eða öllu um þessa flutninga. öðrum islenzkum aðilum en Eimskipafélagi íslands mun ekki hafa verið gefinn kostur á þessum flutningum. Þetta ástand hélzt svo þangað til fyrir nokkrum misserum. Vissir bifreiðainnflytjendur töldu sig þá hafa komizt að raun um, að flutningsgjöld á bif- reiðum væru óeðlilega há hjá Eimskipafélaginu, sem annaðist langmest af þessum flutningum. Þeir ákváðu þvi að stofna til eigin skipafélags, sem hefði einkum það verkefni að lækka flutnings- gjöld á bifreiðum. Eftir að skip þessa nýja félags, sem nefnir sig Skipafélagið Bifröst, kom til sögunnar, hófst það handa um innflutning bifreiða frá Bandarikjunum. Að likindum hefur bifreiðaflutningurinn einn ekki nægt til að tryggja rekstur skipsins og var þvi farið að svipast eftir öðrum flutningum til viðbótar. Forráðamenn Bifrastar munu þá fyrst hafa komið auga á flutningana til varnarliðsins, ef þeim hefur þá ekki verið ljóst i upphafi, að þar gat verið um vænan bita að ræða. Slikt hlaut hins vegar ekki að vera auðsótt, þar sem Eimskipafélagið var annars vegar. Forvigismenn Bifrastar eru slyngir kaupsýslu- menn og var þvi vel ljóst, hvernig ætti að haga málum við Bandarikjamenn. Þeir buðu lægri farmgjöld og fengu aðild að flutningunum eftir að hafa samið um 10% lægri farmgjöld en Eimskipa- félagið. Þetta likaði forráðamönnum Eimskipa- félagsins ekki vel og þeir kunna ekki siður á bandariskar viðskiptareglur en forráðamenn Bif- rastar. Þeir buðu enn meiri farmgjaldalækkun. Þetta strið Eimskipafélags Islands og skipafélags- ins Bifrastar hefur nú leitt til þess samkvæmt frásögn Mbl. 26. þ.m., að farmgjöld á varnarliðs- flutningunum hafa lækkað úr 2309 dollurum á hvern gám i liðlega 1300 dollara. Samkvæmt áðurgreindri frásögn Mbl. mun þessi farmgjalda- lækkun spara varnarliðinu um 900 milljónir króna á ári. Enn er þó ekki að vita, nema þessi farmgjalda- lækkun geti orðið enn meiri, þvi að forráðamenn Bifrastar munu hafa til athugunar, hvernig þeir eigi að bregðast við siðustu farmgjaldalækkun Eimskipafélagsins á varnarliðsvörum. Ef til vill svara þeir með enn meiri farmgjaldalækkun. Um það er ekki nema gott eitt að segja, að verzl- anir og þjónustufyrirtæki heyi samkeppni, þegar það er gert á heiðarlegum grundvelli, og aukin og bætt þjónusta við einn aðila sé ekki á kostnað annars. En i þessu sambandi hlýtur sú spurning að vakna, hvort keppni Eimskipafélagsins og Bif- rastar i þágu varnarliðsins, verði ekki til þess að aðrir aðilar fái lakari og dýrari þjónustu. Eftir þvi, sem hagnaður minnkar af flutningi fyrir varnarlið ið, eða ef tap verður á þeim, má búast við að önn- ur þjónusta þessara fyrirtækja verði dýrari. Það er þvi eðlileg ósk, sem Alþýðusamband Islands hefur borið fram, að þessi mál verði rannsökuð niður i kjölinn. Þ.Þ. ÞVl VAR spáB, að mikill stjórnarfarslegur vandi gæti komið til sögunnar I Kenýa þegar Jomo Kenyatta félli frá. Kenyatta var ekki aðeins þjóö- hetja i augum Kenýamanna, heldur væri öilu réttara að tala um hann sem þjóðardýrling þeirra. Venjulega kölluðu þeir hann Mzee, sem þýðir „hinn gamli”, og töldu margir útlend- ingar, að þetta viðumefni, sem landar Kenyatta völdu honum, heföi leyndardómsfulla eða jafnvel hjátrúarkennda merk- ingu hjá þeim. Kenyatta öðlað- ist þessa aödáun landa sinna, þegar Bretar höföu hann i haldi á árunum eftir siðari heims- styrjöldina, en þeir töldu hann standa á bak við Mau-Mau-hreyfinguna ill- ræmdu, þótt aldrei sannaðist þaö á hann. Kenyatta var sjálf- kjörinn leiötogi Kenýa eftir aö landiö fékk fullt sjálfstæði 1963 og stjórnaði hann slðan sem al- valdur til dauöadags, en hann lézt 22. ágúst siðastl. Hann var sæmilega heilsuhraustur til siö- ustu stundar, en engar öruggar heimildir eru til um aldur hans, en sennilegt þykir að hann hafi veriðkominn yfir áttrætt, þegar hann lézt. 1 Kenýa eru margir þjóðflokk- ar. Stærsti þjóðflokkurinn er Kikuyu-þjóðflokkurinn og næst- stærstur Luo-þjóðflokkurinn. Það var markmiö Kenyatta aö sameina þjóðflokkana, en þó vildi hanngjarnan viðhalda for- ustu Kikuyu-þjóðflokksins, en Kenyatta tilheyrði honum. í þeim tilgangi að treysta sam- heldni þjóöflokkanna tilnefndi hann Ogingu Odinga, leiðtoga Luo-þjóðflokksins, sem varafor- seta, þegar hann var sjálfur kjörinn forseti 1964. Odinga gerðist siöan ótryggur honum og var honum þvi vikið frá 1967. Líklegt þótti, aö Kenyatta myndi þá tUnefna annan mann af Luo-þjóðflokknum til að gegna varaforsetaembættinu, en svo varð ekki. Val Kenyatta féll á Daniel Arop Moi, sem tUheyröi einum minnsta þjóð- flokknum. Ýmsar tilraunir voru siðar geröar af ýmsum fylgis- mönnum Kenýatta til að koma Moi úr þessu starfi og tilnefna i stað hans einhvern af leiötogum Kikuyu. Kenyatta kom jafnan i veg fyrir þaö. Hann bar ekki að- eins mikið persónulegt traust tU Moi, heldur taldi hann vænleg- ast tU að halda þjóöflokkunum saman, að forsetinn tUheyrði hvorki Kikuyu eða Luo, þvl að mestar deUur hafa staöið milli þeirra um forustuna I landinu. VEGNA þessarar afstöðu Keny- atta, sættu Kenýamenn sig vel viö þaö að Moi tæki sem vara- forseti við forsetaembættinu, þegar Kenyatta féll frá. Sam- kvæmt stjórnarskránni má varaforseti ekki gegna embætt- inu nema i 90 daga, þvi aö fýrir þann tima á að vera búið að kjósa nýjan forseta. Forseta- kjarinu lauk mun fyrr, þvi aö Moi fékk engan keppinaut, þegar til kom. Hann var tUnefndur samhljóða forseta- efni Kanuflokksins, sem er eini löglegi flokkur landsins, og eftir það var kjör hans formsatriöi. Hann hefur nú tekið við forseta- embættinu. Moi er 54 ára gamall, fæddur 1924. Hann er kominn af fátæk- um ættum og missti föður sinn, þegar hann var fjögurra ára. Ungur fékk hann að stunda nám við kristniboðsskóla og vann sér þar svo gott álit, aö hann varð tiltölulega ungur skólastjóri þar. A þeim árum haföi hann engin afskipti af stjórnmálum. Þegar Kenýa fékk ráögefandi þing 1955, var hann kjörinn á þaö, án þess aö vera tengdur neinum sérstökum flokki. Seinna geröist hann stuönings- maður Kenyatta en gekk þó ekki I flokk hans. Það sýnir nokkuð Daniel Arop Moi álit Breta á Moi, að hann var eini fylgismaður Kenyatta, sem fékk leyfi hjá þeim tU að ræöa viö hann, meðan þeir höfðu hann i haldi. Árið 1960 stofnaði Moi sérstakan flokk, sem naut stuönings fimm minnstu þjóö- flokkanna. Arið 1964 sameinaö- ist sá flokkur Kanu-flokknum, sem varundirforustuKenyatta, enhann vann þá að þvi, að ekki yröi starfandi nema einn flokk- ur Ilandinu. Þremur árum siðar var Moi kjörinn varaforseti aö ráöi Kenyatta og gegndi hann þvi embættí, unz hann tók við forsetaembættinu, eins og áöur segir. Meöan Moi gegndi varafor- setaembættínu, tók hann þann kostað láta beralltiðá sér, enda myndi annað hafa getað leitt til ágreinings við Kenyatta. Af þvi og ýmsu öðru, þykir ráðið aö Moi sé hygginn og rasi ekki um. ráð fram. Þaö mun þó eiga eftir aö koma I ljós, að Moi geti einnig veriö einbeittur. Hann kemur vel fyrir á mannamót- um, m.a. vegnaþess að hann er höfði hærri en flestir aörir. Moi að taka við forsetaembætt inu. af Kenyatta A bak viA hann er mdlverk ÞAÐ mun reynast Moi allt annað en auövelt verk að taka viö stjórn Kenýa af Kenyatta. Þótt margt hafi tekizt sæmilega hjá Kenyatta, hefur annað farið forgörðum. 1 efnahagsmálum hafa yfirleitt rlkt kapitaliskir stjórnarhættir og ný auðstétt svartra manna komið til sög- unnar f staö gömlu nýlendu - herranna. A slðari stjórnarár- um Kenyatta notuðu margir ættingjar hans og vinir sér aö- stööu hans til aö koma sér vel fyrir 1 ábatasömustu fyrirtækj- um landsins. Meðal annars þótti kona Kenyatta, Mama Ngina, kunna vel á þetta kerfi. óneitanlega hefur skapazt viss spilling og Moi er sagður hafa hug á að uppræta hana. Það get- ur oröið hægara sagt en gert, þvl að enn njóta nánustu ætt- ingjar og vinir Kenyatta vinsælda hans og margir eru reiðubúnir til að setjast i for- setastólinn og stuðla aö falli Moi, ef þeir fá tækifæri til þess. Framtlö Kenýa getur ráðizt af þvi, hvort Moi reynist vandan- um vaxinn, en hingaö til hefur Kenýa verið laus við tið stjórna- skipti og byltingar, sem hrjáð hafa mörghin nýju riki i Afriku. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.