Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 29. október 1978 15 HERNAÐURINN Á SVALBARÐA í heimsstyrjöldinni siðari kom í ljós hernaðar- gildi Svalbarða. Lega landsins i norðri við islaust haf langan tima á ári hverju veldur þvi, að þaðan er unnt að hafa gætur á skipaumferð um Norður- Atlantshaf og á íshafinu. En mikilvægast var þó, að veðurathugunarstöðvar á Svalbarða veita ómetanlegar upplýsingar um flugskilyrði og ástand iss og sjávar. Veðrið á Svalbarða er mikil- vægt fyrir veðurspár á norðurslóðum. Sá, sem réði Svalbarða, var i góðri aðstöðu til að ráða yfir skipaferðum i Norðurhöfum. SWŒs$*í •'jKsr&' Þegar styrjöldin skall á voru nær þr jd þUsund manns á Sval- baröa, 2000 Rússar og 900 Norö- menn. Fyrst eftir aö Noregur var hernuminn af Þjóöverjum uröu engar breytingar á starf- seminni 1 kolanámunum. Nokkrir Norömenn óskuöu eftir aö fara til Englands og ganga i norska herinn, en flestir voru um kyrrt. Meö samþykki norsku útlagastjórnarinnar i Lundún- um var ákveöiö, aö flytja kolin fráSvalbaröa tilNoregs.og áttu þau aö nægja Norbur-Noregi, en Þjóöverjar hétu þvi, aö sjá fbú- um Suöur-Noregs íyrir kolum. Þessi skipan hélst fram á mitt sumar 1941. Þá voru undirbúnar 1 Lundúnum áætlanir um, aö rýma eyjarnar og koma I veg fyrir aö kolin þaöan kæmust til Noregs. Var álitiö, aö Þjóöver j- ar nytu góös af þeim og fram- leiddu jafnvel ollu úr þeim. Þessi áform voru vanhugsuö eins og siöar kom fram, og kost- uöumiklar fórnir I mannslifum og verömætum. Bretum var þvert um geö aö hernema Svalbaröa, og norsku stjórninni var aö sjálfsögöu mikiö i mun, aö réttarstaöa landsins breyttist ekki. Meö þvl aö flytja allt fólk burt var Þjóö- verjum hleypt þangaö fyrir- hafnarlaust. Um þetta leyti réö- ust Þjóöverjar inn i Sovétrikin og heföi þaö átt aö opna augu manna fyrir nauösyn þess aö halda Svalbaröa, þar eö flutn- ingarnir til Sovétrikjanna uröu aö fara um Atlantshaf noröan- vert. Um mánaöamótin ágúst-september 1941 kom kanadiskt herflutningaskip til Svalbaröa og flutti alla Rússa, sem þar voru til Arkangelsk, og 2. september stigu allir Norömenn á eyjunum á skips- fjöl og var haldiö til Englands. Allir, er aö visu ofsagt: einn varö eftir, maöur, sem af trúar- legum ástæöum ekki vildi taka þátt I neins konar hernaöi, varö eftir. Siöar handtóku Þjóöverjar hann. Ekki fóru allir af fúsum vilja, þótt aörir vildu gjarnan fara og berjast meö hersveitum frjálsra Norömanna. Allur véla- búnaöur i kolanámunum var eyöilagöur áöuren fariö var, og reynt aö ganga svo frá hlutum, aö Þjóöverjum nýttust ekki kolanámurnar. Loftskeytastöö- in á Bjarnareyju var rýmd um svipaö leyti. Þegar nú Norömenn höföu rýmt Svalbaröa voru Þjóöverj- ar ekki seinir á sér aö flytja liö til eyjanna. Þegar á veturinn leiö var augljóst, aö stöövar Þjóöverja á Svalbaröa voru alvarleg ógnun viö siglingar Bandamanna um Noröurhöf. Norömenn óttuöust lika, aö kolanámurnar eyöilegöust meö öllu, fylltust af vatni og yröi ekki framar unnt aö nytja þær Fariö var aö undirbúa aö senda liötil Svalbaröa og hrekja Þjóö- verja þaöan burt. Skipalestirn- ar frá Bandarikjunum og Bret- landseyjum til Sovétrikjanna noröur fyir Island, fram hjá Jan Mayen og til íshafshafna Sovét- rikjanna, áttu i alvarlegum erfiöleikum vegna yfirráöa Þjóöverja yfir Noröur-Noregi og Svalbaröa. Voriö 1942 réöu Þjóöverjar lögum og lofum I Noröurhöfum, og i júlimánuöi þaö ár sökktu þeir þrjátiu skip- um af þrjátlu og fimm, sem lögöu austur á bóginn frá Is- landi til Sovétríkjanna. Banda- mönnum var ljóst, aö frá stööv- um á Svalbaröa og velbúnum herstöövum viö Bardufoss var unnt aö loka siglingaleiöinni tíl Sovétrikjanna. Norðmenn tapa á kola- vinnsl- unni á Svalbarða Store Norske Spitzbergen Kulikompani, sem annast kolavinnsiuna áSvaibaröa var rekiö meö miklum halla á siö- asta reikningsári. Hallinn á vinnslunni nam 30 milljónum norskra króna. Veltan á ár- inu nam 138,9 milljónum norskra króna. Rikiö veitti 81,5 milijóna króna styrk til rekstursins, þar af var 40 milijónum veitt til rannsókna og undirbúnings aögeröa viö Svea-námuna, sem nytja á. Veröá kolum var lágt á ár- inu, en búist er viö, aö þau hækki I veröi. 735 manns störfuöu viö námuvinnsluna á árinu. Þá um voriö höföu Þ ó lltil skip veriö send meö f.imennt norskt herliö til Svalbaröa. Þjóöverjar sökktu báöum skip- unum, felldu 14 menn en 58 komust á land og tóku sé: ból- festu i Barentsburg. Þjóöver jar héldu úti nokkrum veöurathug- anastöövum á Svalbaröa, en höföu þar fátt til varna. En flug- vélar þeirra höföu mikiö ilugþol og geröu Norömönnum ýmsar skráveifur. Bresk herskip fluttu liösauka til eyjanna og i eitt ár höföust Norömenn þar viö og komu i veg fyrir, aö Þjóöverjum nýttist eyjaklasinn til annarsen veöurathugana á afskekktum stööum. I september 1943 voru rúmlega 150 norskir hermenn á Svalbaröa, flestiri Barentsburg og Longeyarbyen. Hinn 8. september þaö ár kom cflug þýsk flotadeild til Svalbaröa og stefndi inn tsafjöröinn, sem kolanámubæirnir flestir standa viö. Þarna voru hiö mikla her- skip Tirpitz, 52.000 tonna beiti- skip, herskipiö Scharnhorst, nokkru minna, og 9 tundurspill- ar. Flugvélar voru einnig I för, og létu sprengjum rigna á bæki- stöövar Norömanna, jafnframt þvi, aö herskipin beindu fall- byssum sinum á land og jusu eldi og stáli yfir byggöina. 300 manna þýskt liö var sent I land, og Norömenn uröu aö gefast upp fyrir ofurefli. Nokkrum tókst aö flýja. Flestar byggingar og mannvirki á Svalbaröa voru eyöilagöar i þessari árás. Þrátt fyrir þetta gátu Þjóö- verjar aldrei til neinnar hlitar notfært sér Svalbaröa i barátt- unni gegn skipalestunum á leiö til Murmansk. Norömönnum tókst aö haida stöövum á noröurhluta Spitzbergen til styrjaldarloka og Bandamenn geröu Þjóöve'.jum ýmsar skrá- veifur þarna noröur frá. Samkvæmt Parísarsáttmál- anum rm Svalbaröa er meö öllu banna'j aö hafa herstöövar á eyjunim, né önnur þau mann- virki jr unnt sé aö nota I hern- aöi. Sovétmenn hafa I krafti þessa ákvæöis mótmælt leng- ingu flugbrauta viö byggöir Norömanna, og Norömenn hafa nú i haust litiö óhýru auga nýjar radarstöövar, sem Sovétmenn hafa komiö upp viö Barents- burg. Svalbaröi hefur veriö i sviösljósinu aö undanförnu vegna þess, aö samningaviö- ræöur um Barentshaf hafa veriö á döfinni. Samningar Norö- manna um skiptingu hafsvæö- anna noröur af Skandinaviu- skaga hljóta aö snerta Sval- baröa. Sá, sem ræöur Svalbaröa er I góöri aöstööu til aö hafa eftirlit meö verulegum hluta hafsvæöanna milli Grænlands og Noregs, noröan viö Island. Noröurheimskautssvæöiö er hernaöarlega mikilvægt vegna þess, aö þaö liggur mitt á milli auöugustu og öflugustu rikja veraldarinnar, og liklega er ekki eins mikil umferö hertækja á sjó og i lofti á nokkrum öörum svæöum en einmitt þar. Eitt helsta verkefni væntanlegrar öryggismálanefndar alþingis veröur aökanna á hvern hátt Is- land tengist hernaöaráætlunum stórveldanna, og hvernig staöa landsins er gagnvart þeim þjóö- um, sem hagsmuna telja sig eiga aö gæta á noröurslóöum. Einungis meö nákvæmri athug- un á raunverulegri stööu rikis- ins er unntaö leggja á ráöin um hvernig sjálfræöi og pólitiskt og efnalegt sjálfstæöi landsins veröur tryggt. Eitt af þvi, sem þá skiptir miklu aö vandlega sé rannsakaö, er Svalbaröi og þýö- ing noröurhéraöa Noregs fyrir öryggi Isiands. Heima- varnarliö á Svalbaröa? Norski blaöamaöurinn Otto Risager hefur nýveriö gefiö út bók, sem hann nefnir Russerne pa Svalbard. Þar gerir hann grein fyrir starfsemi Sovét- manna á Svalbaröa og hve illa Norömenn eru búnir undir átök um eyjarnar ef til ófriöar kæmi. I viötali viö norska blaöiö Nationen segir hann, aö þeir Norömenn, sem á Svalbaröa starfa nú, hafi ekki hugmynd um hvaö gera skuli ef til átaka kæmi. Þeir viti ekki einu sinni hvort þeir megi verja hendur sinar eöa ekki. Þaö beri þvi nauösyn til aö set ja á laggirnar heima varnarsveitir á Svalbaröa. Flugvöllurinn viö Longeyrar-byen er eini flug- völlurinn á Svalbaröa sem stórar flugvélar geta lent a! Rússar nota þann flugvöll eins og Norömenn, og Aeroflot (rússneska rikisflugfélagiö) hefur þar starfsliö. Risager heldur þvi fram, aö flugvöllurinn sé algerlega varnarlaus, og geti Sovétmenn hernumiö hann hvenær sem þeim sýnist. Þá telur hann, aö starfsfólk Sovétmanna á flug vellinum sé úr leyniþjónustu Sovétmanna, KGB. Einn þeirra sé eftirlýstur njósnari, sem starfaö hafi i Englandi, og annar, sem sé jaröfræöingur, sé á stööugri ferö I þyrl u um Sval- baröa, og alltaf kominn þar sem Norömenn hafa einhverja starf- semi meö höndum. Risager segir þaö augljóst mál, aö Sovétmenn muni snúast harkalega gegn öllum hug- myndum um heimavarnarliö á Svalbaröa, og telja, aö Atlants- hafsbandalagiö standi þar aö baki. En hinn þekkti norski þjóöréttarfræöingur, Frede Castberg telur, að stofnun heimavarnarliös brjóti ekki I bág viö ákvæöi Parisarsátt- málans um Svalbaröa. Þaö veröi aö gera Sovétmönnum ljóst, aö hér veröi aöeins um varnaraðgeröir aö ræöa, aögeröir, sem eigi aö koma i veg fyrir, aö unnt sé aö ná flug- vellinum viö Longeyrbyen fyrirhafnarlaust á sitt vald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.