Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur 29. október 197» 17 Levndardómar egvpsku evðimerkurinnar Á þessu korti sést leiöin sem vlsindamennirnir fóru Hinar vegalausu eyðimerkur suð-vestur hluta Egyptalands, sem eru eitt afskekktasta land- svæði i heiminum, eru hægt og hægt að láta leyndardóma sina eftir. Bandariskir og egypskir vísindamenn, sem voru i tengsium við gervi- hnetti á ferð sinni, hafa nú lokið tólf daga ferð um þetta svæði. Þeir fundu merki um járnmelmi, forsögulegar hellaristur af afrikönskum villi dýr- um, verkfæri og smíðahluti manna, sem þarna höfðu búið, meðan landið var enn gróið. Loks fengu þeir upplýsingar um það á hvaða hátt eyði- merkur myndast. Vísindamennirnir feröuBust frá vininni Kharga, sunnan Assiut í jeppum og vélknúnum vögnum, sérbUnum til sand- aksturs til Jebel Uveinat, en þaö er hæö, nærri þeim punkti, þar sem Egyptaland, Líbya og Súdan mætast. Hér var um aö ræða 500 milna feröalag um sandhóla, klettahrjóstur og klettótta dali, sem árstraumur hefur myndaö á fyrri jarösögu- skeiðum. En landiö er svo lltt kannaö og illa kortlagt, aö vísindamenn- irnir vissu alls ekki nákvæm- lega hvar þeir fóru um. Aö þvi munu þeir ekki komast, fyrr en þeir sjá uppdrátt af merkjum þeim, sem þeir sendu til gervi- hnattarins Nimbus 6 á degi hverjum. Af uppdrættinum munu þeir geta ákvaröaö hvar þeir voru staddir, þegar þeir sendu merkin. Fylgdarmaöur, á sinn hátt kunnugur á þessum slóöum, fylgdi þeim, en þátttakendur I leiðangrinum sögöu aö lítil hjálp hefði veriö aö honum, þar sem hann var vanur aö ferðast um eyöimörkina á Uif öldum og hann var ekki fær um aö átta sig á hvar þeir voru staddir, þvi hann reiknaði slikt út eftir dagleiöum I úlfaldalestum. Foringi leiöangursins var Farouk Baz, en hann er fæddur Egypti og rannsóknastjóri Cent- er of Earth and Planetary Studies við Smithsonian-stofn- unina i Washington. ,,ótrúlegt” Feröalagiö var „ótrúlegt”, sagöi hann, og „þetta var eftir- minnilegasta feröalag lifs míns. Hér ræöir um svæöi, sem nemur tiunda hluta alls Egyptalands og hvar sem þú stansar, kemur þú auga áeitthvaö merkilegt, — eitthvaösem segir þér frá lofts- lagsbreytingum eöa hreyfingu sands, eitthvaö um byggö frum- stæös fólks og furöulegar steinamyndir. Meöal uppgötvana okkar voru: Axir, hverfisteinar, spjóts- oddar, skurn af strútseggjum, skoröuö milli jarölaga, sem ef til vill voru eitt sinn vatnalendi fyrir þúsundum ára. Kolefnis- greining kvaö hann mundu skera Ur um hvenær eggin voru soðin, en þar með væri hægt aö sjá hvenær menn byggöu þetta svæöi. Þarna voru afar frægar myndir af baviönum, giröffum og öörum dýrum, sem nU finn- astaðeins sunnan afrisku Sahel eyöimerkurinnar og þarna voru andlitsmyndir af svörtum AfrikubUum. Enn má telja stórmerka þætti I landslagi, sem hjálpa munu okkur til að skilja hvernig um- horfs muni vera á Mars. Myndir gervihnatta sanna aö svæöi þetta er afar likt þvi sem er á Mars, til dæmis myndirnar sem teknar voru úr geimflauginni Viking og jarðfræðingarnir I leiöangrinum gerðu sér vonir um aö meö þvi aö athuga vinda og aöra þætti sem sverfa jarö- veginn, veröi og komist aö ýmsu um yfirborö Mars. Þá rákumst viö á átta milna langan fláka af góöum járn- málmi, sem eyöimerkurvind- arnir höföu blásiö ofan af, en Gaz, æföur jaröfræöingur I leiö- angrinum, taldi þarna nægar birgðir, sem nota mætti, þegar núverandi vinnslusvæöi þryti”. Naerri landamærum Súdans rákust leiöangursmenn á úlfaldalest BedUIna-kaup- manna, sem voru á 40 daga ferö til egypskra markaða meö salt- kennt efni, sem trona heitir, en þaö er blandaö munntóbaki. „Þeir urðu furöu lostnir og viö ekki siöur”,sagöi Baz um þenn- an óvænta fund þeirra i eyöi- mörkinni. „Hitinn aö degi til var um þaö bil 50 gráöur”, sagöi Baz, „og einu lifandi verurnar, sem viö rákumst á voru auk lestarmannanna, einn sporö- dreki og nokkrir refir, en fót- spor þeirra mátti sjá I sandinum einn morguninn”. „Leiöangurinn, sem i voru 33 menn, færöi heim nær þrjU tonn sýnishorna af ýmsu tagi til rannsóknar”, sagöi Baz, en i hans augum var ein niöurstaöa kannana öörum merkari, og bjóst hann viö aö hún mundi valda miklu fjaörafoki i hópi visindamanna. Þessa niöurstööu kvaö hann vera þá, aö umsyif mannsins heföu mjög litiö að segja, þegar eyöimerkur myndast. „Eyöimerkurnar eru geröar af guöi, en ekki mönnum og áhrif mannsins á myndun þeirra eru mjög litil”, segir hann. Baz sagöi aö Sameinuöu þjóö- irnar og aörar stofnanir eyddu nú milljónum dala, til þess aö hindra uppblástur og eyöingu skóglendis i þeirri trú aö þetta minnkaöi hlutfall eyöimarka á jöröinni og yki ræktanlegt land. „Þiögetiö li^ö á klettalönd, — ekki hafa geitur skapaö þau meö þvi aö naga af þeim allan gróöur, heldur hefur starfsemi vindanna veriö orsök þess aö þau mynduöust”. Hann sagöi að þar sem egypska eyöimörkin er nú, heföu eitt sinn veriö graslendur. Þær heföi maöurinn ekki eyöi- legt, heldur heföi vindurinn þurrkað allt vatn úr jarövegin- um og blásiö jaröveginum siöan ofan af klettunum undir þeim. Steinætan Nærri lfbýsku landamærun- um kvaöst hann hafa séö hvernig heitur hvirfilvindur sallaöi steininn niöur og malaöi hann i sandsmáttog smátt. Þær náttúrumyndanir sem væru strýtulagaðar kvaö hann stand- ast best þessa þróun og kvaö hann ekki ómögulegt aö Egypt- ar hinir fornu heföu tekiö miö af þvi, þegar þeir byggöu pýra- mlda sina. Baz sagöi aö skýrslur þær, sem fornleifafræöingar, grasa- fræöingar, jaröfræöingar og kortafræöingar i leiöangrinum heföu gert, yröu gefnar út i bókarformi á næsta ári. Smiöa- gripina sem þeir fundu kvaö hannaö likindum veröa látna á safn I Kharga. 96 hundraðshlutar Egypta- lands eru eyöimörk. öldum saman byggöu Egyptar aöeins löndin viö Nil og skeyttu ekki um eyöimörkina, en skyndilega hafa þeir fengiö mikinn áhuga á henni. Mikil oliuleit á sér nú staö i Nilardalnum og þar sem likur eru taldar á aö Sfnal-eyöimörk- in endurheimtist úr höndum tsraelsmanna, hafa aukist vis- indalegar rannsóknir sem miöa aö þvi aö koma þessum auönum I gagniö á einhvern hátt. I suövestri segir Baz aö I nokkrum afskekktum dölum sé aöfinna nógu mikið jarövatn, til þess aö þar þrifast harögeröir runnar, þótt ekki fari neinar sögur um regn þar I 20 ár. Jarö- fræöingarnir töldu aö þarna væru engin skilyröi fyrir akur- yrkju. Satt aö segja bera myndir gervihnatta og fyrri leiöangur sem Baz hefur staöiö aö um noröurhluta eyöimerkurinnar, vitni um aö þvl fer fjarri, aö Egyptar séuaö vinna á i barátt- unni viö eyöimörkina. Þeir eru þvert á móti aö missa lönd undir sand. (AM þýddi úr International Herald Tribune) Almennur stj órnmálafundur Einar Ágústs- son, alþingis- maður, verður frummælandi á almennum stjórn- málafundi, sem haldinn verður á Hótel Esju þriðju- daginn 31. októ- ber. Fundurinn hefst kl. 20.30. Framsóknarfélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.