Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. október 1978 5 SVRPU SKðPUR ' HÖMMU SKÁPUR ER ORÐINN Sl/OMA STOR-EhJ^ BCi FÉKK LÍKA SKÁP MÚKA t SEM VAR SETTUR UPP MEð , SKRÚFJÁRíJi M/NN EK MJÓR - 00 VIÐ MÁLUÐUn' HANN RAUÐAN ALVBC, EINS 00 MÉRf/WNirj FALL EC.T SrSTIR MIM KENN- >. Dl MÉR AÐ RAÐA í S/CÁPINI' HÚN RADAR EKRFRr Mjóú VEL i S/Nn\ skAp Bc rm>á stundum vel fvrir j OKKUR BÁÐAR PAÐ KEMST ÁUJí SKÁPÁNÁ, AF ÞYÍAE ÞAÐ BR H£6T A6 SBTJA ALLAR HILLURRAR OC SlAR- NAR oc, SKÚFFURNAR ÞAR SEM PASSAR FI'RIR FÖWJ 00 DÓTÍB PASAi SEClR | Af) SYRPu SKÁPARNlR FAR/ VelMEE / t Fötin okkar oc. vid förlm Uka / J/EL M£Í> FðritJ 00 DCsTip OKRAR.J Hvaða stœrð hentar þér? SYRPU SKÁPAR eru einingar í ýmsum stœrðum. Takið eftir því hvað fœranleiki skápanna og allra innréttinga þeirra gerir þá hagkvæma fyrir hvern sem er. Við sendum um land allt. VinHamlegast nendið mér upplýninnar um SYHPU SKÁPANA. □ □□□ □ Skrifið fíreinilefia. SYRPLJ SKÁPAR eru íalensk framleiöala. AXEL EYJ ÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVÉGI 9 KÓPAVOGI SIMI 43577 Fyrrum CIA menn eru mí hin- ir reiöustu af þeim sökum, aö þótt leyniþjónustan hafi keppt hart viö andstæöinginn um liö- hlaupa, viröist hún sjaldnast bera sigur af hólmi I þeirri keppni. Nýlega varö ieyniþjón- ustan aö standa uppisem þvara, þegar birt var saga af þvi. hvernig kona ein haföi ót úr Arkady Shevchenko, fyrrum rússneskum embættismannihjá Sameinuöu þjóöunum, þúsundir dollara, sem CIA haföi greitt honum. Aöeins fáum vikum áöur haföi veriö frá þvi skýrt á þingi, aö CIA héldi öörum liö- hlaupa.Yuri NosenkoJ sérstakri einangrun og heföi gert þaö um þriggja ára bil. En hvort sem notast er viö silkisokkabönd eöa lukta klefa hafa þessar sögur ekki aukið á hróöur CIA. Hinn opinberi tals- maöur CIA, Herbert Hetu, sagöi fréttamönnum, aö vegna upp- ljóstrana þessa fylginautar Shevchenkos heföu Sovétmenn þjarmaö rækilega aö honum „og viö uröum aö koma honum i öruggt skjól.” Þessi saga varö sjónvarpsefni þegar fyrrum vinstúlka Shev- chenkos, Judy Chavez, sá sér færiá aö koma áframfærigóöri auglýsingu fyrir væntanlega bók. Hiln sagöi aö um nokkurt skeið eftir aö Shevchenko geröist liöhlaupi heföi hann greitt henni 500 dollara fyrir hverjanótt. Hann heföi og keypt handa henni sportbll fyrir 9000 dali og fariö meö hana i feröalag til Virgin-eyja (Meyjar-eyja) i Karibahafi. „Þessi kvenmaöur hefur skáldaö þetta allt upp,” segir Hetu i viötali við Washington Star. „Þaö eru ósannar aödrótt- anir aö CIA borgi fyrir hóru.” Augljóslega er CIA aö reyna aö lappa upp á andlitiö á sér meö þessu, minnugt þeirrar upp- ljóstrunar þegar vist varö aö leyniþjónustan gaf mönnum lyf sem veiktu siöferöisþrekiö en fékk svo skækjur til aö gefa sig fram viö þá” og eiga samskipti viö þá,” á bak viö gegnsæan spegil. Þá var leyniþjónustunni ekki kærkomin nýleg uppljóstrun eins forstjóra hennar, Johns Stockvell, en hann sá um aö- geröir hennar i Angola. Hann sagöi frá þvf aö CIA heföi leigt simavændiskonur i Banda- rikjunum til þess aö „hilkka” sovéska sendinefndarmenn i Af- riku og beita þá siöan ógnunum eöa hafa upp úr þeim upplýsing- ar meö öörum hætti. Hvaö Shevchenko varöar, þá sneri hann sér til lögfræöinga- fyrirtækis i Washington til þess aö endurtaka afneitun CIA á sekt þess. „Þegar uppvfet varö aö ég hugöist setjast aö i Banda- rikjunum, dreiföu útsendarar og stuöningsmenn Sovétrikj- anna út um mig lygum, sen. snertu álit mitt sem siöferöugs manns,” sagöi hann. „Þaö er satt” hélt hann áfram, „aö ég þekki ungfrU Chavez og aö ég hafði eitt sinn náin persónuleg kynni af henni. Þaö er einnig satt aö á þeim tima studdi ég hana rikulega.” En peningarnir komu frá Sameinuöu þjóöunum,þar sem innistæöa hans fyrir störf þar var nU laus, en þeir komu ekki aö neinu leyti frá CIA. Hafi mál Shevchenkos veriö sett á sviö sem grinleikur, þá var mál Nosenkos harmleikur. Hann geröist liöhlaupi, þegar menn hjá CIA áttu i miklum deilum um hvort sovéskir gagn- njósnarar heföu fest rætur inn- an CIA. Nosenko hélt þvi fram aö hann heföi haft meö höndum skýrslur KGB um Lee Harvey Oswald sem myrti Kennedy for- seta. James Engleton.sem á þeim tima var yfirmaöur gagn- njósnadeildar CIA, fékk grun- semdir um, aö Nosenko heföi kannski ekki gerst liöhlaupi á góöum og gildum forsendum. Aösögn annars CIAmanns.John Hart, sem fóryfir mál Nosenko aö nýju og bar vitni i þinginu i fyrramánuöi, reyndi CIA i þrjU ár aö brjóta Nosenko niður. Tveimur árum áöur en hann geröist liöhlaupi haföi hann átt samband viö Amerikana, sem sögöu aö hann mundi eiga frama vfsan ef hann flýöi 1 faöm hins frjálsa heims. Skömmu eftir aö hann gerðist Banda- rikjamaöur var hann settur i þriggja ára varöhald. Ef til vill höföu þeir leyniþjón- ustumenn gerst skelfdir viö þá tilhugsun aö Nosenko gæti haft ljóta sögu aö segja,yröi honum sleppt lausum. Sá maöur innan CIA sem stýrir þeirri deild þar sem sjá skal viö brellum Sovét- manna.ritaöi niöur nokkra val- kosti um meöferö hins þreyt- andi Nosenko. Þessi seöill leit Ut eitthvaö á þessa leiö : 1: Komiö honum fyrir kattarnef 2: Geriö hann ófæran um aö segja sam- kvæmtfrá (meö hjálp lyfja) og geriö hann ef til vill geöveikan. 3: Látiö hann á geöveikrahæli án þess aö gera hann vitstola. A endanum haföi Nosenko heppnina meö sér. Llkt og Shev- shenko hefur hann veriö 1 tengslum viö leyniþjónustuna, þegiö laun frá henni og lifaö undir nýju nafni i grennd Washington. Ekki er vitaö til aö Shevchenko hafi á sama hátt veriö hvattur til liöhlaups. Hon- um var þó hlift viö varöhaldi, þar semtaliö eraöCIA hafiekki aliö meö sér neinar grunsemdir um aö hann væri ekki ekta liö- hlaupi. En enginn veit hve mikl- ar gagnsemdir leyniþjónustan hefur af honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.