Tíminn - 28.11.1978, Qupperneq 5
;l ;t '1[iuí'i'i*
Þriðjudagur 28. nóvember 1978
5
Konungurí
Regnboganum
Siðustu þrjá mánuöina hefur
reykviskum kvikmyndaáhuga-
mönnum gefist fleiri tækifæri en
oft áöur að sjá nokkur meistar-
averk Charlie Chaplin. Hafnar-
bfó sýndi I september Fjölleika-
húsið (The Circus) og i Fjala-
kettinum voru sýndar i október
4 stuttar myndir sem Chaplin
geröi hjá Mutual Films á árun-
um 1916-17. Þessar myndir
voru: Veölánabúöin (The
Pawnshop), Kl. eitt aö nóttu
(One A.M.), óeiröastræti (Easy
Street) og Innflytjandinn (The
Immigrant). Enn á ný er meist-
ari Chaplin á ferö og aö þessu
sinni I myndinni Konungur I
New York, sem sýnd er um
þessar mundir i Regnboganum.
Upp úr 1950 virtist eins og
Bandarlkin heföu fengiö móöur-
sýkiskast. Yfirlýsing McCarthy
öldungardeildarþingmanns um
aö 205 kommúnistar væru starf-
andi hjá bandarfska utanrikis-
ráöuneytinu hleypti af staö I
Bandarikjunum eins konar
galdraofsóknum gegn öllum,
sem ekki voru gallharöir tals-
menn óbeislaös kapitalisma.
Settar voru á laggirnar rann-
sóknarnefndir til aö yfirheyra
fólk sem talið var/-vafasamt”.
Einn af þeim, sem talinn var
„vafasamur” var Charlie
Chaplin.
Samskiptum hans og banda-
riskra yfirvalda lauk meö þvi aö
hann kvaddi gósenland lýöræöis
og frelsis og hélt til Evrópu. Þaö
eru m.a. þessir atburöir sem
eru Chaplin yrkisefni i mynd-
inni Konungur i New York, sem
hann geröi i Englandi áriö 1957.
Konungur i New York er eins
konar niðurstaöa sálkönnunar
Chaplins á bandariskri þjóöar-
sál.
Kvikmyndin Konungur I New
York fjallar um lif landflótta
konungs, Shahdovs , af Estoviu i
New York. Shahdov konungur,
sem haföi oröiö fyrir þvi óláni
aö þegnar hans geröu uppreisn
gegn honum, haföi haft varann
á og komið undan rikissjóöi
Estoviu, meö dyggri aöstoö for-
sætisráöherra landsins. Þegar
konungur ætlar aö gripa til
sjóösins kemur I ljós aö forsæt-
isráöherrann hefur tekiö fram-
færslueyrinn til eigin nota.
Shahdov er þannig auralaus i
New York. Lævis auglýsinga-
kona fær hinn félausa konung til
aö koma fram I sjónvarpsaug-
lýsingum, sem gefa konungi
nokkuö I aöra hönd. Eftir nokkr-
ar fortölur lætur Shahdov til
KVIKMYNDA-
HORNIÐ
leiöast meö að gangast undir
andlitslyftingu i þvi skyni aö
veröa gjaldgengari á auglýs-
ingamakaöinum. En konungur
er óánægöur meö nýja andlitiö
og lætur færa þaö i fyrra horf.
Shahdov kynnist dreng sem
hefur oröiö fyrir þvi áfalli aö
foreldrar hans hafa veriö fang-
elsaöir fyrir óameriskt athæfi.
Þessi kunningsskapur veröur til
þess aö konungurinn kemst I
kast viö nefnd sem yfirheyrir
fólk, sem grunaö er um óam-
eriskt athæfi. Eftir nokkuð
sögulega yfirheyrslu er honum
sleppt. A meöan konungur er i
yfirheyrslu hjá nefndinni neyöa
yfirvöld drenginn til aö gefa upp
nöfn vina og kunningja foreldra
sinna. Shahdov konungur er bú-
inn að fá nóg af Bandarikjunum,
þessu kynlega óskalandi skoö-
anafrelsisins, og heldur til fund-
ar viö konu sina I Evrópu.
Þaö er ekki skrýtiö þó aö þessi
mynd hafi ekki verið sýnd I
Chaplin án gervisins sigilda i Konungur I New York. f.v. Joan
Ingram, Chaplin og Dawn Addams.
Bandarikjunum fyrr en 1973,
svo beittur sem ádeilubroddur-
inn er. Þótt 20 ár séu liðin siöan
hún var gerö á hún furöumikiö
erindi til okkar á þessum sið-
ustu og verstu tlmum. Chaplin
tekur fyrir i kvikmyndinni sjón-
varpsauglýsingar, ofbeldi I
kvikmyndum, hávaöa, andlits-
lyftingu og kommúnista-
hræöslu: hluti sem eru ennþá
ofarlega á baugi. Eins og venju-
lega er ádeila Chaplins beittust
þegar háöiö er annars vegar.
Eftirminnilegast i þessu sam-
bandi er kaflinn þegar hávaöinn
er tekinn fyrir, þ.e. þegar Shah-
dov konungur og þjónn hans
fara á veitingastað og ætla aö
panta sér mat — en án árangurs
vegna hávaöa i hljómsveit húss-
ins. Eins og áöur er drepiö á er
myndin hápólitlsk og virðist
drengurinn Rubert túlka skoö-
anir Chaplins á þjóöfélagsmál-
um. Þaö er óhætt aö mæla meö
þessari mynd. Auk þess aö vera
bráöfyndin, þá hefur hún boö-
skap aö flytja, sem á erindi til
okkar.
G.K.
Stuðst viö bókina Charlie
Chaplin eftir Robert F. Moss.
King in New York (Archway)
Bresk frá árinu 1957.
Leikstjóri, handrit, tónlist og
Aðalhlutverk: Charlie Chaplin.
Aukahlutverk: Dawn Addams,
Michael Chaplin, Oliver Johns-
ton.
Sýningartimi: 103 mln.
Regnboginn.
A HEIMILIS
Þessi nýja saumavelin
draumavé/ húsmóðurinnar
hefur a/ia he/stu
nytjasauma - svo sem:
yföfMy
v~\rv
Zig-Zag, teygju Zig-Zag, hnappagöt,
over-lock, teygjusaum, blindfald og
teygjublindfald.
Hún er auðveld i notkun og létt i með-
förum (aðeins 6,5 kg). Smurning
óþörf.
Þessi sænsksmiðaða vél frá Hus
qvarna er byggð á áratuga reynslu
þeirra i smiði saumavéla sem reynzt
hafa frábærlega — eins og flestum
landsmönnum er kunnugt.
Við bjóðum viðhaldsþjónustu i sér-
flokki.
Það eina sem kerlingin hún Pálina
átti var saumamaskina.
Þess vegna spyrjum við:
Getur hokkur húsmóðir verið án
saumamaskinu?
Nú — við tölum nú ekki um ósköpin
þau — að hún sé frá Husqvarna! Á
Suðuriandsbraut 16
Reykjovík - Sími (91) 35-200 * 21
og umboðsmenn víða um land
Sendum gegn póstkröfu