Fréttablaðið - 28.08.2006, Page 72

Fréttablaðið - 28.08.2006, Page 72
32 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. „Þetta er ekki skemmtilegt ástand,“ sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. „Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt.“ Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tíma- bili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. „Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi,“ sagði Garðar en hann seg- ist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa marka- vandræðin. 1. DEILDARLIÐ LEIKNIS ÚR BREIÐHOLTI: SÓKNARMENNIRNIR HAFA TÝNT MARKASKÓNUM Leiknir hefur ekki skorað í 526 mínútur FH bikarmeistari FH varð um helgina bikarmeistari í frjálsum íþróttum en þetta var í þrett- ánda sinn í röð sem Hafnfirðingar fagna sigri á mótinu. Breiðablik varð í öðru sæti. FÓTBOLTI Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeist- urum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skor- aði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Vík- ingar Valsmönnum þar sem loka- tölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daní- el Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en „Bikar- Höski“ þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnar- manns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fauta- skap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslit- um og sigruðu örugglega 3-0. Stef- án Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinars- son eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Stein- arsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4- 3 sigri Keflvíkinga. „Ég held að þetta verði þræl- skemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Höskuldur Eiríksson, fyrir- liði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sek- úndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. „Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar,“ sagði Guð- mundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guð- mundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. „Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þenn- an leik,“ sagði Guðmundur að lokum. dagur@frettabladid.is Hvað gerir „Bikar-Höski” gegn Keflavík í kvöld? Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, verður undir smásjánni í leik Víkings við Keflavík í kvöld en hann hefur skorað grimmt í bikarnum. Einnig verður áhugavert að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar og Guðmundar Mete. FYRIRLIÐARNIR Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, til vinstri, og Höskuldur Eiríks- son, fyrirliði Víkings, verða í lykilhlutverkum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið hefur undanfarna daga tekið þátt í æfingamóti í Hollandi en því lauk um helgina. Lokaleikur liðs- ins var viðureign við frændur vora Svía og höfðu Svíarnir betur, 63-75. Ísland varð þar með í þriðja sæti á mótinu en liðið lagði Belgíu en tapaði fyrir Hollandi og Svíþjóð. Leikurinn gegn Svíum tapað- ist í öðrum leikhluta en þá voru okkar menn úti að aka og töpuðu leikhlutanum stórt, 9-23, en Ísland var yfir eftir fyrsta leik- hluta, 19-14. Sigurður Ingimund- arson landsliðsþjálfari var dug- legur að dreifa álaginu í leiknum en enginn leikmaður spilaði meira en 21 mínútu að því er fram kemur á heimasíðu Körfu- knattleikssambandsins. Jón Arnór Stefánsson var stigahæst- ur í íslenska liðinu með 12 stig og Fannar Ólafsson kom næstur með 10 stig. Logi Gunnarsson skoraði 9 og Jakob Sigurðarson 8. Það er skammt stórra högga á milli hjá landsliðinu því það hélt rakleitt til Dublin á Írlandi eftir mótið en það spilaði við Norð- menn í gær og leikur síðan við Íra í dag. Leikurinn við Íra er síðasti leikurinn í undirbúningi liðsins fyrir Evrópukeppnina. - hbg Íslenska landsliðið í körfubolta varð í þriðja sæti á æfingamóti í Hollandi: Tap fyrir Svíum í lokaleiknum í Hollandi JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Var stigahæstur gegn Svíum en Ísland hafnaði í þriðja sæti á æfinga- móti í Hollandi. FÓTBOLTI Ef eitthvað er að marka spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes þá hefur hann leik- ið sinn síðasta leik í búningi Ars- enal. Hann hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á því að fara aftur heim til Spánar og bæði Real og Atletico Madrid hafa gert tilboð í hann en án árangurs. Á meðan ekki berst nógu gott tilboð í hann verður hann áfram í herbúðum félagsins. Hann hefur samt ekkert leikið með liðinu á leiktíðinni og það mun ekki breyt- ast eftir því sem hann segir. „Það sem ég vil er að komast til Spánar. Ég mun ekki spila aftur á Englandi. Ég vil komast heim og er í raun sama hvort ég spila með Real Madrid, Atletico Madrid eða Sevilla. Ég vil bara komast heim,“ sagði Reyes sem virðist vera orð- inn þunglyndur yfir ástandinu. Sevilla er hans gamla félag en það hefur ekki enn sent inn tilboð í kappann en hann virðist vera til- búinn að leika hvar sem er svo framarlega sem það sé á Spáni en ekki á Englandi. Hann gæti samt verið að lenda í vondum málum því leikmanna- markaðurinn lokar um mánaða- mótin og eftir því sem Arsenal- menn segja hafa tilboðin sem þegar hafa komið verið nokkuð frá því sem þeir séu að hugsa um. - hbg Jose Antonio Reyes: Arsenal-ferlin- um er lokið JOSE ANTONIO REYES Er með heimþrá. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Brunaútsölunni hjá Juventus er hugsanlega ekki lokið þrátt fyrir fögur loforð um annað því franski landsliðsframherjinn David Trezeguet var orðaður við Manchester United í ítölsku blöð- unum um helgina. Ítalskir fjöl- miðlar halda því fram að þegar sé byrjað að funda um kaupin á fram- herjanum. United er enn á höttunum eftir framherja þar sem skarð Ruuds Van Nistelrooy, sem fór til Real Madrid, hefur ekki enn verið fyllt. United er ekki eina liðið sem hefur áhuga á Trezeguet því frönsku meistararnir í Lyon eru einnig taldir vera að undirbúa tilboð í Frakkann. - hbg David Trezeguet: Orðaður við Man. Utd DAVID TREZEGUET Gæti verið á förum frá Juventus. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Danski landsliðsmaður- inn Thomas Gravesen óttast mjög að hann verði læstur inni hjá Real Madrid þar sem ekki er enn búið að ganga frá sölu eða láni á honum til annars félags en hann á enga framtíð hjá Madrídar-liðinu eftir að Fabio Capello tók við liðinu. Gravesen hefur staðfest að Celtic, Newcastle, Bolton, Midd- lesbrough og hans gamla félag, Everton, hafi öll áhuga á sér en það hefur ekki skilað neinu hingað til. „Ég óttast að vera fastur hér án þess að spila og ekki gera það sem ég elska mest. Vonandi fara hlut- irnir að smella. Það eru viðræður í gangi og ég verð að vona það besta,“ sagði Gravesen. - hbg Thomas Gravesen: Óttast um framtíðina THOMAS GRAVESEN Fær ekki að spila með Real Madrid. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES > Birgir í fimmta sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig mjög vel á Ecco-mótinu í Danmörku um helgina en mótið er liður í áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur hafnaði í fimmta sæti mótsins ásamt Englendingnum Sam Walker en báðir léku þeir hringina fjóra á 14 höggum undir pari. Sigurveg- arinn, James Heath frá Englandi, lék á 19 höggum undir pari. Hann lék jafnt golf alla dagana en fyrstu tvo dagana kom hann í hús á 66 höggum en síðari dagana kom hann í hús á 67 höggum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.