Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 28.08.2006, Qupperneq 72
32 28. ágúst 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. „Þetta er ekki skemmtilegt ástand,“ sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. „Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt.“ Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tíma- bili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. „Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi,“ sagði Garðar en hann seg- ist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa marka- vandræðin. 1. DEILDARLIÐ LEIKNIS ÚR BREIÐHOLTI: SÓKNARMENNIRNIR HAFA TÝNT MARKASKÓNUM Leiknir hefur ekki skorað í 526 mínútur FH bikarmeistari FH varð um helgina bikarmeistari í frjálsum íþróttum en þetta var í þrett- ánda sinn í röð sem Hafnfirðingar fagna sigri á mótinu. Breiðablik varð í öðru sæti. FÓTBOLTI Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeist- urum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skor- aði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Vík- ingar Valsmönnum þar sem loka- tölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daní- el Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en „Bikar- Höski“ þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnar- manns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fauta- skap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslit- um og sigruðu örugglega 3-0. Stef- án Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinars- son eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Stein- arsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4- 3 sigri Keflvíkinga. „Ég held að þetta verði þræl- skemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Höskuldur Eiríksson, fyrir- liði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sek- úndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. „Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar,“ sagði Guð- mundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guð- mundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. „Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þenn- an leik,“ sagði Guðmundur að lokum. dagur@frettabladid.is Hvað gerir „Bikar-Höski” gegn Keflavík í kvöld? Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, verður undir smásjánni í leik Víkings við Keflavík í kvöld en hann hefur skorað grimmt í bikarnum. Einnig verður áhugavert að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar og Guðmundar Mete. FYRIRLIÐARNIR Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflavíkur, til vinstri, og Höskuldur Eiríks- son, fyrirliði Víkings, verða í lykilhlutverkum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið hefur undanfarna daga tekið þátt í æfingamóti í Hollandi en því lauk um helgina. Lokaleikur liðs- ins var viðureign við frændur vora Svía og höfðu Svíarnir betur, 63-75. Ísland varð þar með í þriðja sæti á mótinu en liðið lagði Belgíu en tapaði fyrir Hollandi og Svíþjóð. Leikurinn gegn Svíum tapað- ist í öðrum leikhluta en þá voru okkar menn úti að aka og töpuðu leikhlutanum stórt, 9-23, en Ísland var yfir eftir fyrsta leik- hluta, 19-14. Sigurður Ingimund- arson landsliðsþjálfari var dug- legur að dreifa álaginu í leiknum en enginn leikmaður spilaði meira en 21 mínútu að því er fram kemur á heimasíðu Körfu- knattleikssambandsins. Jón Arnór Stefánsson var stigahæst- ur í íslenska liðinu með 12 stig og Fannar Ólafsson kom næstur með 10 stig. Logi Gunnarsson skoraði 9 og Jakob Sigurðarson 8. Það er skammt stórra högga á milli hjá landsliðinu því það hélt rakleitt til Dublin á Írlandi eftir mótið en það spilaði við Norð- menn í gær og leikur síðan við Íra í dag. Leikurinn við Íra er síðasti leikurinn í undirbúningi liðsins fyrir Evrópukeppnina. - hbg Íslenska landsliðið í körfubolta varð í þriðja sæti á æfingamóti í Hollandi: Tap fyrir Svíum í lokaleiknum í Hollandi JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Var stigahæstur gegn Svíum en Ísland hafnaði í þriðja sæti á æfinga- móti í Hollandi. FÓTBOLTI Ef eitthvað er að marka spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes þá hefur hann leik- ið sinn síðasta leik í búningi Ars- enal. Hann hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á því að fara aftur heim til Spánar og bæði Real og Atletico Madrid hafa gert tilboð í hann en án árangurs. Á meðan ekki berst nógu gott tilboð í hann verður hann áfram í herbúðum félagsins. Hann hefur samt ekkert leikið með liðinu á leiktíðinni og það mun ekki breyt- ast eftir því sem hann segir. „Það sem ég vil er að komast til Spánar. Ég mun ekki spila aftur á Englandi. Ég vil komast heim og er í raun sama hvort ég spila með Real Madrid, Atletico Madrid eða Sevilla. Ég vil bara komast heim,“ sagði Reyes sem virðist vera orð- inn þunglyndur yfir ástandinu. Sevilla er hans gamla félag en það hefur ekki enn sent inn tilboð í kappann en hann virðist vera til- búinn að leika hvar sem er svo framarlega sem það sé á Spáni en ekki á Englandi. Hann gæti samt verið að lenda í vondum málum því leikmanna- markaðurinn lokar um mánaða- mótin og eftir því sem Arsenal- menn segja hafa tilboðin sem þegar hafa komið verið nokkuð frá því sem þeir séu að hugsa um. - hbg Jose Antonio Reyes: Arsenal-ferlin- um er lokið JOSE ANTONIO REYES Er með heimþrá. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Brunaútsölunni hjá Juventus er hugsanlega ekki lokið þrátt fyrir fögur loforð um annað því franski landsliðsframherjinn David Trezeguet var orðaður við Manchester United í ítölsku blöð- unum um helgina. Ítalskir fjöl- miðlar halda því fram að þegar sé byrjað að funda um kaupin á fram- herjanum. United er enn á höttunum eftir framherja þar sem skarð Ruuds Van Nistelrooy, sem fór til Real Madrid, hefur ekki enn verið fyllt. United er ekki eina liðið sem hefur áhuga á Trezeguet því frönsku meistararnir í Lyon eru einnig taldir vera að undirbúa tilboð í Frakkann. - hbg David Trezeguet: Orðaður við Man. Utd DAVID TREZEGUET Gæti verið á förum frá Juventus. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Danski landsliðsmaður- inn Thomas Gravesen óttast mjög að hann verði læstur inni hjá Real Madrid þar sem ekki er enn búið að ganga frá sölu eða láni á honum til annars félags en hann á enga framtíð hjá Madrídar-liðinu eftir að Fabio Capello tók við liðinu. Gravesen hefur staðfest að Celtic, Newcastle, Bolton, Midd- lesbrough og hans gamla félag, Everton, hafi öll áhuga á sér en það hefur ekki skilað neinu hingað til. „Ég óttast að vera fastur hér án þess að spila og ekki gera það sem ég elska mest. Vonandi fara hlut- irnir að smella. Það eru viðræður í gangi og ég verð að vona það besta,“ sagði Gravesen. - hbg Thomas Gravesen: Óttast um framtíðina THOMAS GRAVESEN Fær ekki að spila með Real Madrid. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES > Birgir í fimmta sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig mjög vel á Ecco-mótinu í Danmörku um helgina en mótið er liður í áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur hafnaði í fimmta sæti mótsins ásamt Englendingnum Sam Walker en báðir léku þeir hringina fjóra á 14 höggum undir pari. Sigurveg- arinn, James Heath frá Englandi, lék á 19 höggum undir pari. Hann lék jafnt golf alla dagana en fyrstu tvo dagana kom hann í hús á 66 höggum en síðari dagana kom hann í hús á 67 höggum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.