Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 6
6 21. september 2006 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík handtók í gær fimmtíu og tveggja ára gamlan karlmann vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Grunur leikur á því að fórnar- lömb mannsins séu fleiri en eitt. „Ég get staðfest það að maðurinn er í haldi lögreglu. Hann er í yfir- heyrslum vegna grunsemda um kynferðisofbeldi gagnvart fleiri en einu barni. Hann hefur unnið sem blaðberi að undanförnu. Við erum að skoða þetta mál ítarlega en rannsókn málsins er stutt komin,“ segir Bjarnþór Aðal- steinsson. Vitni í málinu voru einnig yfir- heyrð í gær en rannsóknin beinist að tilteknum atvikum sem til- kynnt var um til Barnaverndar- nefndar. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær kom málið inn á borð Barnaverndarnefndar Reykjavíkur á föstudag. Í fram- haldi var það sent til lögreglu, sem hóf fljótt rannsókn á mál- inu. Maðurinn hefur reglulega skrifað inn á vefsíður á veraldar- vefnum. Ein þeirra síðna þar sem hann hefur tjáð sig fjallar um barnauppeldi, trúmál og ýmis samfélagsleg málefni. Hann er skráður stuðningsfulltrúi en ekki hefur fengist staðfest að hann starfi sem slíkur. „Ég get ekki staðfest að hann starfi sem stuðn- ingsfulltrúi,“ sagði Bjarnþór aðspurður um málið. magnush@frettabladid.is Ég get staðfest það að maðurinn er í haldi lögreglu. Hann er í yfirheyrslum vegna grunsemda um kynferðis- ofbeldi gagnvart fleiri en einu barni. BJARNÞÓR AÐALSTEINSSON LÖGREGLUMAÐUR LÖGREGLUMÁL Það er hlutverk lög- reglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi borgaranna, segir Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari, spurður álits á rannsókn lög- reglu, sem sem beinst gæti að hugsanlegum undirbúningi hryðjuverka. „Þá þarf lögregla oft á tíðum að grípa til einhverra ráðstafana áður en skaðinn er skeður,“ bætir ríkissaksóknari við og tekur fram að mál séu ekki innan marka embættisins fyrr en um sé að ræða rannsókn á afbroti. „Lögreglan hefur vissa almenna viðurkennda heim- ild samkvæmt lög- reglulögunum til að fylgjast með með eðlilegum hætti og stemma stigu við afbrot- um fyrir fram. Hún getur án vafa fylgst með þeim athöfnum manna með löglegum hætti, sem aðrir geta fylgst með. Hins vegar getur verið erfitt að greina á milli hvenær lögregla er að fylgjast með máli og hvenær hún er farin að rannsaka það. En um leið og hún er farin að rann- saka afbrot hefur hún heimildir samkvæmt réttarfarslögum og þar með fer rannsóknin að skipta máli fyrir ákæruvaldið.“ - jss BOGI NILSSON RÍKISSAKSÓKN- ARI Hlutverk lögreglu er að gæta almanna- öryggis. Ríkissaksóknari segir það hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis: Ráðstafana oft þörf áður en skaðinn er skeður LÖGREGLUMÁL Engin skýr eða afdráttarlaus lagaákvæði eru í raun til um að hefja megi rann- sókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi ef ekki er til staðar beinn grunur um að brotið sé yfirvofandi eða í undirbúningi. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við laga- deild Háskóla Íslands, spurð um lagalega hlið forvirkra rannsóknar- úrræða lögreglu í málum af því tagi sem greint er frá í Frétta- blaðinu í dag. Lögregluyfirvöld rannsaka nú mál sem upp hefur komið vegna síendurtekinna heimsókna manns af erlendum uppruna inn á vefsíður þar sem leiðbeiningar er að finna um með- ferð sprengiefnis og gerð sprengja. „Hins vegar geta mörkin þarna á milli verið óljós, það er hvort til- efni sé til grunsemda eða rök- studdur grunur sé uppi,“ heldur Björg áfram. „Erfitt er að slá fastri einhverri skilgreiningu um mörkin, en mér þykir dæmi sem Fréttablaðið er með til skoðunar tæplega uppfylla kröfu um að rök- studdur grunur sé til staðar, að svo miklu leyti sem hægt er að segja eitthvað um svo knappa lýs- ingu á atvikum.“ Björg segir lögregluna ekki hafa í sjálfu sér neinar rýmri lagaheimildir til að rannsaka umrædd brot en önnur alvarleg brot og byggir hún þar á ákvæð- um laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. „Ef grunur er uppi um yfirvof- andi brot á þessum ákvæðum getur lögregla beitt öllum rann- sóknarúrræðum sem talin eru upp einkum í X. og XI. kafla þeirra laga,“ segir Björg, „svo sem hald- lagningu á munum, húsleit, hand- töku og fleira. Þá er heimilt að beita símhlerunum, fá upplýsing- ar um notkun síma, beita her- bergjahlustun og myndatökum, skv. 86. og 87. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem þessi brot varða meira en átta ára fang- elsi. Loks hefur lögreglan ýmsar aðferðir, svokallaðar „óhefð- bundnar“ rannsóknaraðferðir, þar með talið leynilegt eftirlit, eftir- fararbúnað, notkun tálbeitu í tak- mörkuðum mæli og fleira.“ jss@frettabladid.is Mörg rannsóknar- úrræði fyrir hendi Engin afdráttarlaus lagaákvæði eru til hér á landi um að lögregla megi hefja rannsókn í „fyrirbyggjandi“ tilgangi. Þetta segir prófessor í lagadeild Háskóla Íslands um rannsóknarheimildir lögreglu, sé rökstuddur grunur ekki til staðar. „Hugtakið þjóðaröryggi er hvergi skilgreint sem slíkt í íslenskum lögum og raunar hvergi notað beint eftir því sem ég best veit,“ segir Björg Thoraren- sen prófessor um merkingu umrædds hugtaks, þótt það sé betur þekkt úr umræðunni til dæmis um breska og bandaríska löggjöf. „Eina dæmið sem ég man eftir að vísað sé berum orðum til hugtaksins „þjóðaröryggis“ er reyndar í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem var lögfestur hér á landi með l. 62/1994. Þar er þess getið í lagagreinum um friðhelgi einkalífs, um tjáningarfrelsi og funda- og félagafrelsi, að takmarka megi þessi réttindi í þágu þjóðaröryggis. Þegar rætt er um brot sem ógna þjóð- aröryggi er samkvæmt almennum málskilningi hér á landi og lagalegum skilningi, svo og í samræmi við orðnotkun erlendis, átt við alvarlegri brot á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sem eru til þess fallin að ógna öryggi almennings eða undirstöðum ríkisins. Þarna falla því tvímælalaust undir ákvæði XI. kafla laganna um brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Þar er til að mynda sérstakt ákvæði um hryðjuverk í 100. gr. a sem var bætt í lögin samkvæmt tilmælum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum og líka hugsanlega að einhverju leyti brot sem talin eru í XIII. kafla um brot á almannafriði og allsherjarreglu.“ ÞJÓÐARÖRYGGI HVERGI SKILGREINT Í ÍSLENSKUM LÖGUM Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, ábyrgð stjórnenda o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og geta þátttakendur valið um: 1. Síðdegisnámskeið Kennt þriðjud. 26. sept., fimmtud. 28. sept. og þriðjud. 3. okt. kl. 17-20. 2. Morgunnámskeið Kennt þriðjud. 3. okt., fimmtud. 5. okt. og þriðjud. 10. okt. kl. 8:30-11:30 Kennslustaður er Hallveigarstígur 1, Reykjavík. Léttar veitingar í hléi. Verð 25.000 kr. Leiðbeinandi er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. Sjá námskeiðslýsingu á www.isjuris.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@isjuris.is Viltu stofna fyrirtæki? Merrild 103 Me›alrista› gæ›akaffi Fæst nú í heilbaunum! Hefur flú prófa›?E N N E M M / S ÍA / N M 2 3 4 6 2 KJÖRKASSINN Horfir þú á NFS? Já 62% Nei 38% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu lent í slagsmálum? Segðu skoðun þína á visir.is Fimmtíu og tveggja ára gamall karlmaður var yfirheyrður af lögreglu í gær: Í haldi fyrir kynferðisbrot STJÓRNMÁL Illugi Gunnarsson hagfræðingur gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Sameiginlegt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjör- dæmin bæði og stefnir Illugi því að því að skipa annað sætið á öðrum hvorum framboðslist- anum. Illugi var um árabil aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætis- og utanríkis- ráðuneytinu. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður haldið 27. og 28. október. - bþs Illugi Gunnarsson: Býður sig fram í þriðja sætið ILLUGI GUNNARSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.