Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 10
10 21. september 2006 FIMMTUDAGUR KJARAMÁL Sjúkraliðar á LSH krefjast stofnanasamninga þegar í stað. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sjúkraliða sem var haldinn þar fyrr í vik- unni. Í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við önnur stéttar- félög hafa þeir lægstlaunuðustu fengið töluvert meiri hækkun en sjúkraliðar, að sögn Kristín- ar Á. Guðmundsdóttur, For- manns sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstétt- um varðandi laun en nýútskrifaður 22 ára sjúkraliði á LSH fær 146 þúsund krónur í mánaðarlaun. Við 35 ára aldur eru launin 152.733 krónur.“ Miðað er við laun 1. maí 2007. Kristín segir að margir nýútskrifaðir sjúkraliðar hafi gerst félagsliðar til að fá hærri laun, en félagsliðar fá 182.537 krónur á mánuði miðað við 35 ára lífaldur. Kristín segir nokkuð um að sjúkraliðar sem gerist félagsliðar starfi á elliheimilium eða á vegum félagsþjónust- unnar. „Búið er að gera stofnanasaminga við sjúkraliða á sjálfseignar- stofnunum en þar eru launin um 160 þúsund krónur á mánuði óháð lífaldri. Flest sjúkrahús í landinu eiga eftir að gera stofnana- samninga við sjúkraliða ásamt LSH en þeir samningar sem gerðir hafa verið eru í samræmi við stofnanasamn- inga sem gerðir hafa verið við sjálfseignastofnanir.“ Kristín segir sjúkraliða á LSH hafa búið við vaxandi álag vegna manneklu ásamt ofbeldi sem átt hafi sér stað á sumum deildum spítalans. „Ofbeldið hefur verið bund- ið við bráðamóttöku og geðdeildir og árásarmenn gjarn- an verið vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkra- liða, sem margir gefast upp og hætta. Sem dæmi um manneklu veit ég dæmi þess að á deild þar sem gert er ráð fyrir ellefu stöðugildum sjúkraliða eru aðeins fjórar mannaðar.“ Kristín segir álagið á öðrum stöðum síst minna en á LSH og nefnir heimahjúkrun í Reykjavík. „Þar eru sjúkraliðar jafnvel að hætta eftir nokkra daga vegna álags sem stafar af fjölda vitjana. Það veldur áhyggjum að sjúkraliðastéttin er að eld- ast og nú er svo komið að fleiri hætta sökum aldurs en þeir sem útskrifast. Gripið hefur verið til þess ráðs að meta ófaglært fólk inn í sjúkraliðanám til að tryggja nýliðun í stéttinni.“ hugrun@frettabladid.is SAMFÉLAGSMÁL Leikskólabörn leikskólans Sjá- lands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðun- andi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstand- endur skólans hafa skrifað verktakanum ítrek- að til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja mal- bikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólík- indum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstand- endur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað. - shá Óviðunandi ástand við leikskólann Sjáland í Garðabæ: Umhverfi skólans hættulegt börnum LEIKSKÓLINN SJÁLAND Aðgengið er mjög slæmt og eiga börn, foreldrar og kennarar í mestu erfiðleikum með að komast að skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PANDABJÖRN BITINN Gu Gu, sex ára gamall pandabjörn í dýragarði í Peking, maular bambusgreinar í búri sínu í gær, eftir að drukkinn maður óð inn til hans og reyndi að faðma hann. Bitu þeir því næst hvorn annan áður en dýragarðsverðir handsömuðu manninn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 35 % Afsláttur Ræstivagn Elite 100 Suðurlandsbraut 26 108 Reykjavík Sími: 510 0000 Fax: 510 0001 besta@besta.is Brekkustíg 39 260 Njarðvík Sími: 420 0000 Fax: 420 0001 njardvik@besta.is Miðás 7 700 Egilsstöðum Sími: 470 0000 Fax: 470 0001 egilsstaðir@besta.is Grundargötu 61 350 Grundarfirði Sími: 430 0000 Fax: 430 0001 grund@besta.is Hentugur vagn fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki Verð á vagni, moppu og skafti Nú: 33.904.- Áður: 52.159.- *meðan birgðir endast SJÚKRALIÐANÁM Í FB Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum starfstéttum varðandi laun. Laun nýútskrifaðra sjúkraliða við LSH eru 146 þúsund krónur á mánuði. Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi Sjúkraliðar á LSH bíða nú eftir gerð nýs stofnanasamnings. Fjöldi sjúkraliða hefur flúið spítalann vegna mikils álags og ofbeldis. Margir þeirra hafa gerst félagsliðar og hækka þannig laun sín. Byrjunarlaun sjúkraliða eru 146 þúsund. Ofbeldið hefur verið bundið við bráðamót- töku og geðdeildir og árásarmenn gjarnan vopnaðir hnífum. Allt þetta eykur álag á sjúkraliða, sem margir gefast upp og hætta. KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR FORMAÐUR SJÚKRALIÐAFÉLAGS ÍSLANDS 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.