Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 22
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR22 Tvíburakort er ný þjónusta Símans sem gerir viðskiptavinum fyrirtækisins kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúm- eri. Þessi áskriftaleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, til dæmis Blackberry síma og far- síma. Ef aðalsíminn er ekki í notkun flyst hringingin yfir í hinn símann og báðir símarnir hafa sama talhólf. Þótt um tvö símkort sé að ræða vinna kortin saman þannig að notandinn og þeir sem hringja í símana nota einungis eitt númer. Læsingar og aðrar sérþjónustur speglast af aðalsímanum yfir á aukasímann og notkun símanna gjaldfærist á bæði númer símanna þannig að notandinn getur fylgst með kostnaði hvors símtækis fyrir sig. ■ Ný þjónusta símans Tvö símtæki með sama númer Útgjöldin > Eggjaneysla á Íslandi á hvern íbúa Ódýrasta kaffi landsins er frá Euroshopper og fæst í Bónus. Fimmhundruð gramma poki er á 159 kr., eða 318 kr. kílóið. Dýrasta kaffi landsins er hins vegar Jamaica Blue Mountain sem Te & kaffi hefur selt. Það er selt í 125 gramma pokum á 1.995 krónur stykkið, eða 15.960 kr kílóið. Það má því fá 50 kíló af Euroshopper-kaffi fyrir eitt kíló af því jamaíska. Það er ræktað hátt í fjallshlíðum Jamaíka á fáeinum hríslum. Örfáir sekkir fara í sölu árlega og Te & kaffi vonast til að fá smáræði til sölu í vetur. Þetta kaffi er að sögn gríðarlega gott, enda selst það hratt upp í hvert skipti sem það er boðið til sölu hérlendis. ■ DÝRAST/ÓDÝRAST Kaffi hagur heimilanna Svokölluð Visa Lán standa viðskiptavinum Icelandair nú til boða og segir á vefsíðu fyrirtækisins að það sé í boði í fyrsta sinn í ferðaþjónustu á Íslandi. Með þessu láni sé hægt að dreifa greiðslum á pakkaferðum á vefnum, fá staðgreiðsluverð þó greitt sé með korti, greiða lægri vexti af láninu en ella auk þess sem vildar- punktar fáist frá Visa auk þeirra sem fást við kaupin á pakkanum. NEYTENDUR Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjun- um, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, nema hann sé settur í ferðatöskuna áður en flugi er haldið áfram. Það er hins vegar leyfilegt að kaupa vökva í Fríhöfninni og flytja inn til Banda- ríkjanna ef vökvinn hefur verið innsiglaður. Misbrestur virðist á því að upplýsingastreymi sé nógu gott hvað þetta varðar. Fríður Helga- dóttir, starfsmaður Skjalasafns Kanada, flaug frá Íslandi til Kan- ada í gegnum Boston fyrir fjórum vikum og fékk þær upplýsingar að það væri í lagi að flytja vökva áfram til Kanada. Það reyndist rangt og var vökvinn, sem hún hafði keypt, gerður upptækur í Boston. „Þegar ég kom inn í flugstöð- ina hér heima var mér réttur miði til allra farþega. Á honum kom fram að það væri bannað að flytja vökva til Bandaríkjanna en tekið fram að farþegar gætu keypt vökva í Fríhöfninni þegar þeir væru búnir að fara í gegnum öryggiseftirlitið. Vörurnar yrðu þá settar í poka og pokinn innsigl- aður,“ segir hún. „Ég spurði stúlku sem sat við kassann í Fríhöfninni hvort þetta bann gilti fyrir mig líka eða hvort ég gæti flutt vökvann áfram í handfarangri þar sem ég væri að skipta um vél í Boston. Hún sagði að það væri allt í lagi og var alveg viss um að ég myndi ekki lenda í neinum vandræðum svo lengi sem innsiglið væri órofið. Ég keypti því eina litla flösku sem síðan var tekin af mér og gerð upptæk í Boston.“ Fríður þekkir dæmi um annan Íslending á leiðinni til Kanada sem hafi keypt rakspíra sem síðan hafi verið gerður upptækur. Hún kveðst hafa sent Jóni Helgasyni verslunarstjóra tölvupóst og beðið hann um að láta starfsfólkið vita en ekki fengið neitt svar. Hún bendir Fríhöfninni á að vara far- þega betur við þessu. Hlynur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir að Fríhöfnin viti af þessu og hafi brýnt þetta fyrir viðskipta- vinum en í rauninni ættu ferða- skrifstofurnar að veita þessar upplýsingar. Öryggisstigið í Bandaríkjaflugi breytist nánast daglega og reglurnar séu misjafn- ar eftir flugvöllum. ghs@frettabladid.is „Í starfi mínu sem fasteignasali skoða ég mikið af húsnæði og tek þá stund- um eftir því að sverta er byrjuð að myndast í gluggakistum. Þessi sverta er byrjun á fúamyndun. Ég verð sér- staklega var við þetta í herbergjum þar sem gluggar eru sjaldan opnaðir.“ Magnús segir það fara betur með húsnæðið að hafa glugga opna. „Við lagfæringar mæli ég með því að fá iðnaðarmenn í verkin nema fólk sé þess fullvisst að það geti gert hlutina þokkalega vel.“ GÓÐ HÚSRÁÐ HAFIÐ GLUGGANA OPNA ■ Magnús Leopoldsson fasteignasali segir mikilvægt að lofta út reglulega til að fyrirbyggja fúa í gluggakistum. Fríhöfnin þyrfti að efla upplýsingagjöf Bannað er að fljúga með vökva í handfarangri beint til annarra landa frá Bandaríkjunum, jafnvel þó að vökvinn hafi verið innsiglaður í Fríhöfninni. Fríður Helgadóttir skorar á Fríhöfnina að upplýsa fólk betur um þetta. VÖKVI GERÐUR UPPTÆKUR Dæmi eru þess að vökvi úr Fríhöfninni, til dæmis ilmvötn og rakspírar, hafi verið gerður upptækur í Boston hjá farþegum sem skiptu þar um vélar og héldu áfram til Kanada. Fríður Helgadóttir lenti í þessu og bendir Fríhafnarstarfsmönnum á að vara farþega við þessu. „Ég held að ég hafi gert bestu kaup mín í gær. Ég var nefnilega að kaupa mér hjól. Kostaði ekki nema 3.000 kall,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, blaðamaður á Reykjavík Grapevine og fyrrver- andi ritstjóri Orðlauss. Hún segir að hjólið eigi eftir að koma að góðum notum því hún á ekki bíl. Núna geti hún notað hjólið til að komast í og úr vinnu. „Þetta er svona fínt fjallahjól með körfu og öllu. Ég get geymt allt draslið mitt í körfunni.“ Steinunn segist bara vera að bíða eftir því að fá lyklana að hjól- inu afhenta en hún er að kaupa það af starfsstúlku á Kaffibarnum sem er að flytja til útlanda. „Þetta er eins spennandi og að fá lyklana að bíl. Hjólið er eldgamalt en stórglæsilegt. Seljandinn segir mér að það dugi upp og niður Hverfisgötuna en það á eftir að koma í ljós. Ég reiði það kannski bara upp götuna. Veit ekki hvort þolið hjá mér þoli þá leið.“ Steinunn vonast til að hennar bestu kaup eigi eftir að hjálpa til við að koma samviskubit- inu vegna þeirra verstu í burtu. „Það versta sem ég hef nokkurn tímann keypt mér er árskort í líkamsrækt sem ég keypti fyrir tveimur árum, en hef aldrei notað.“ Hún man ekki alveg hvað það kostaði en veit þó að það var ágætis upphæð. „Ég ætlaði að fara að taka mig þvílíkt á, en bara fór aldrei. Ég gerði nú ekkert annað í staðinn en nú var ég að kaupa mér hjól þannig að bestu kaupin gætu hjálpað til við að lina samviskubitið. Þetta helst allt í hendur.“ STEINUNN JAKOBSDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR Á REYKJAVÍK GRAPEVINE: Eldgamalt en stórglæsilegt hjól ■ Verslun og þjónusta Fleiri vildarpunktar Neytendasamtökin telja að þekkingu skorti meðal neytenda á mismunandi gæðum landbúnaðarvara svo sem vistvænni framleiðslu og lífrænni. Í stuttu máli felst munurinn á gæðun- um í því að lífræn ræktun byggir á alþjóðlegum stöðlum þar sem sáðvara, áburður og varnarefni eru af náttúrulegum upp- runa, það er að segja lífrænn úrangur er nýttur sem áburður, ræktarland er hvílt til að auka frjósemi jarðvegs, búfé er fóðr- að með lífrænu fóðri og strangar kröfur eru gerðar um aðbúnað þess. Notkun á skordýraeitri, tilbúnum áburði, fyrirbyggjandi lyfjum og erfðabreyttum efnum er með öllu bönnuð. Í vistvænni ræktun má nota tilbúinn áburð, fyrirbyggjandi lyf og varnarefni innan ákveðinna marka. ■ Verslun og þjónusta Lífrænt og vistvænt 8, 6 KÍ LÓ 9, 1 KÍ LÓ 10 ,4 K ÍL Ó 1984 20041994 Heimild: Hagstofa Íslands FRÍÐUR HELGADÓTTIR Fríður Helga- dóttir fékk þær upplýsingar í Fríhöfn- inni að það væri í lagi að flytja vökva í handfarangri til Kanada ef innsiglið á Fríhafnarpokanum væri órofið. Það reyndist rangt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.