Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 21. september 2006 25
Enn ber mikið í milli Bandaríkj-
anna og Evrópu í tilraunum til að
koma aftur af stað viðræðum um
landbúnaðarafurðir á vettvangi
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar,
WTO. Lagðar voru fram nýjar til-
lögur á fundi svokallaðs Cairns-
hóps í Ástralíu, en í honum eru
fulltrúar átján landa sem flytja út
landbúnaðarvörur. Mark Veile,
viðskiptaráðherra Ástralíu, kynn-
ir tillögurnar á fundinum sem
hófst í Cairns í Ástralíu í gær og
lýkur á morgun.
Susan Schwab, sem fer fyrir
sendinefnd Bandaríkjanna, segir
tillögurnar fela í sér ákveðna
möguleika, en Carlo Trojan, yfir-
samningamaður Evrópusam-
bandsins innan WTO, hafnaði til-
lögunum alfarið, með þeim orðum
að Bandaríkjamenn legðu of lítið á
sig.
Áströlsku tillögurnar fela í sér
að Evrópusambandið auki tilboð
sitt um niðurskurð tolla á
landbúnaðarafurðum um fimm
prósent um leið og Bandaríkin
dragi úr stuðningi við landbúnað
hjá sér um fimm milljarða Banda-
ríkjadala, eða sem nemur ríflega
350 milljörðum íslenskra króna.
Í dag er ráðgert að Carlo Trojan
og Susan Schwab hittist á sérstök-
um fundi utan almennra funda-
halda í Cairns og ræði málin. Ekki
eru þó miklar væntingar um stór-
tíðindi af þeim fundi.
Fari svo að svokallaðar Doha-
viðræður WTO sigli alveg í
strand er gert ráð fyrir að ríki
taki í auknum mæli upp tvíhliða
samninga um tollamál sín á
milli. - óká
Mikið ber í milli
Evrópu og Ameríku
FUNDAÐ Í ÁSTRALÍU Susan Schwab, sem er fulltrúi bandarísku viðskiptanefndarinnar
í Cairns í Ástralíu, heilsar við komuna þangað í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hluthafafundur Mosaic Fashions hf. verður haldinn á Nordica hótelinu,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, fimmtudaginn 28. september 2006 kl. 17.00.
Á fundinum verða einnig kynntar afkomutölur vegna
fyrri helmings reikningsársins 2006.
Fundurinn er öllum opinn. Atkvæðisrétt hafa einungis hluthafar. Að fundi loknum verður boðið upp á
léttar veitingar og helstu stjórnendur félagsins verða á staðnum til viðræðna við fundarmenn.
Frekari upplýsingar veitir Jessica Wilks, forstöðumaður fjárfestatengsla í síma (+44) 207 452 1122.
Upplýsingar um Mosaic Fashions hf.: www.mosaic-fashions.is eða www.mosaic-fashions.co.uk
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Kynning á kaupum á Rubicon Retail Ltd.
2. Afkoma fyrri helmings reikningsársins 2006.
3. Samþykki hluthafa við kaupum á Rubicon Retail Ltd.
Stjórn félagsins leggur svofellda tillögu fyrir hluthafa:
a. Að hluthafar samþykki kaup dótturfélagsins Mosaic Fashions Ltd. á öllu hlutafé Rubicon Retail Ltd.
b. Að hluthafar staðfesti heimild félagsins til þess að gera samninga og gangast undir
skuldbindingar í tengslum við fjármögnun kaupanna á Rubicon Retail Ltd., þ.m.t. ábyrgðir þeirra vegna, m.a.
með því að veita veð í öllum hlutum sínum í Mosaic Fashions Ltd.
4. Tillaga til breytinga á samþykktum félagsins, þess efnis að stjórn félagsins verði heimiluð útgáfa
áskriftarréttinda til þess að fjármagna kaup á Rubicon Retail Ltd. að hluta.
Stjórn félagsins leggur svofellda tillögu fyrir hluthafa:
Við samþykktir félagsins bætist ný málsgrein, sem verði 5. mgr. 4. gr. og hljóði svo:
Stjórn félagsins skal heimilt að veita áskriftarréttindi að hlutum í félaginu fyrir allt að kr. 347.758.887 að nafnverði.
Áskriftarréttindin verða veitt í sterlingspundum og getur nafnverð þeirra verið allt að 45.000.000 sterlingspund
eða 0.1294 sterlingspund á hverja 1 krónu að nafnverði hlutafjár. Stjórninni skal heimilt að auka hlutaféð um
fjárhæð sem svarar til áskriftarréttindanna, eða um allt að kr. 347.758.8887 að nafnvirði, í því skyni að bregðast
við nýtingu áskriftarréttindanna. Áskriftarréttindin má veita í því skyni að tryggja fjármögnun á kaupum félagsins
eða dótturfélaga þess á öðrum félögum. Hluti sem gefnir verða út á grundvelli áskriftarréttindanna má greiða
með því að framselja til félagsins kröfu skv. skuldaviðurkenningum sem Mosaic Fashions Ltd. hefur gefið út til
handhafa áskriftarréttindanna. Greiðsla með framseldum skuldaviðurkenningum skal að lágmarki svara til 0.1294
sterlingspunds á hverja krónu nafnverðs sem gefin er út á grundvelli áskriftarréttindanna. Réttur stjórnar eftir
þessari grein skal gilda til 28. september 2011. Forgangsréttur hluthafa til áskriftar eftir 34. gr. l. 2/1995 um
hlutafélög, skal ekki eiga við um hlutafjárhækkun sem verður á grundvelli áskriftarréttindanna.
5. Önnur mál.