Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 30

Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 30
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR30 Umræðan Stjórnarkjör í Heimdalli Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fer fram í dag og hefst kosning til formanns klukkan 15 og stendur yfir til klukkan 19. Tveir frambjóðendur hafa gefið kost á sér til embættis formanns og að baki hvorum frambjóðanda er 11 manna hópur sem býður sig fram til stjórnarsetu. Fyrirkomulag kosn- inganna er með þeim hætti að for- mannskjörið sker einnig úr um hvor hópurinn fer inn í stjórn félagsins. Samhentur hópur frambjóð- enda Erla Ósk Ásgeirsdóttir leiðir Blátt- framboðið í ár sem formannsefni. Erla hefur meðal annars séð um innra starf Sambands ungra sjálf- stæðismanna og var kosninga- stjóri Heimdallar í borgarstjórnar- kosningunum í maí sl. Þar að auki gegndi hún starfi framkvæmda- stjóra Stúdentaráðs HÍ veturinn 2004-5 auk fjölda annarra félags- starfa. Greinarhöfundar eru meðal þeirra frambjóðenda sem bjóða sig fram með Erlu Ósk. Frambjóð- endahópurinn er fjölbreyttur og hafa frambjóðendur víðtæka reynslu af félagsstörfum. Skýrar málefnaáherslur Málefnaáherslur framboðsins eru skýrar. Við teljum mikilvægt að Heimdallur sé opið félag og leggi sig fram við að fá ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfinu og láta sig þar með varða samfélagsleg málefni og umræðu um þjóðmál. Við viljum að félagið veiti flokks- forystunni öflugt aðhald og sé afl- vaki nýrra hugmynda í stjórnmál- um. Þá teljum við afar mikilvægt að félagið beiti sér á sem flestum sviðum og viljum meðal annars leggja áherslu á umhverfismál, málefni innflytjenda og mannrétt- indamál svo eitthvað sé nefnt. Mál- efnaáherslur framboðsins má finna á heimasíðu okkar, www.blatt.is. Vetur tækifæranna fram- undan Með því að greiða Erlu Ósk atkvæði sitt í dag kjósa félagsmenn Heim- dallar öflugan formann og í leiðinni samhentan og metnaðarfullan hóp ungs fólks til stjórnarsetu í félag- inu. Nú er að renna í garð vetur prófkjöra og þingkosninga og fram- undan er án efa spennandi tími í íslenskum stjórnmálum. En kom- andi vetur verður ekki síst vetur tækifæranna fyrir ungt fólk til að tala sínu máli og vekja athygli á áherslumálum framtíðarinnar. Heimdallur á að vera öflugur mál- svari ungs fólks og láta sig varða málefni þess hóps. Til þess þurfum við trausta forystu og hvetjum við alla félagsmenn í Heimdalli til að nýta kosningarétt sinn í dag. Höfundar bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar. Styðjum Erlu Ósk til formennsku JÓHANN ALFREÐ KRISTINSSON JÓHANNA MAR- GRÉT GÍSLADÓTTIR Umræðan Eignarréttur og auðlindir Eignarrétturinn er mikilvæg-ur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. sl. sem skrifaður er til stuðn- ings tryggari eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað er til þess að Ragnar Árnason prófessor áætli að ríkið sparaði sér um þrjá millj- arða fái sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Mikil umræðuherferð er nú í gangi, sem ætlað er að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar séu betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Svoköll- uðum frjálshyggjumönnum, þ.e. andfélagslega sinnuðum mönn- um, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi ein- hver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmið- um. Þeirra skoðun er að afla- heimildir eigi að færast útgerð- inni til fullrar eignar og umráða, sjálfsagt ókeypis, og allt eftirlit með stofnunum og nytjar verði í höndum eigendanna. Ekki ríkis- ins. Og að sjálfsögðu vilja útgerðarmenn þiggja þjóðar- auðinn til fullrar eignar enda hafa samtök þeirra látið vinna lögfræðiálit um að útgerðin eigi nú þegar veiðiheimildirnar. Nýlega var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarmiðstöðv- ar um samfélags- og efnahags- mál (RSE), sem er stofn- un sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrir- tækja, fjármálafyrir- tækja og þekktum frjáls- hyggjumönnum, miðað við skipan fulltrúaráðs samtakanna. Þá voru á ráðstefnunni margir útlendingar, sem ætla má að hafi annan skiln- ing en Íslendingar á mikilvægi þjóðar- auðlindanna fyrir þjóð- ina. Þeir hafa líklegast túlkað sjónarmið hins alþjóðlega fjár- magns, enda þátttaka þeirra í ráðstefnunni sjálfsagt kostuð af fyrirtækjum sem fulltrúa- ráðsmennirnir í RSE koma frá. Ekki virðast gagnstæð sjónar- mið hafa komið fram á ráð- stefnunni enda ólíklegt að for- göngumenn félagsskaparins hafi áhuga á þeim. Niðurstaðan er fyrirfram gefin. Sýnilega á þessi stofnun að setja fræðilegan stimpil á sókn einkafjármagnsins í auðlindir þjóðarinnar og arðsöm fyrir- tæki. Að þessu sinni fiskimiðin. Verkefni umræddrar ráð- stefnu virðist hafa verið að sýna fram á, með fræði- legri umræðu, þjóð- félagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýt- ingu þeirra og eftirliti. Eignarrétturinn er mikilvægur. Eignar- rétturinn er ekki bara mikilvægur einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fisk- veiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauð- lindir Íslands. Þannig er eignar- réttur þjóðarinnar á öllum auð- lindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignar- rétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð“ til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Að afsala þjóðinni eignar- réttinum á fiskimiðunum til einkaaðila, þótt íslenskir væru, er í raun fjarstæða, sem varla ætti að koma til alvarlegrar umræðu. Slíkur gerningur skað- aði sjálfstæði þjóðarinnar veru- lega og mætti líkja við landráð. Þjóðin þarf því að vera vel á verði gagnvart öllum hugmynd- um og falsfræðum um að afsala frá henni þeim auðlindum sem eru grunnurinn undir þeim lífs- gæðum sem hún býr í dag við, hvort sem þær auðlindir eru til sjós eða lands. Höfundur er öryggis- og nætur- vörður. Eignarrétturinn er ekki bara mikilvægur útgerðarmönnum Umræðan Greinin er birt í heild undir Skoðanir á visir. is. Það að eitt og sama meðalið lækni alla sjúkdóma allra sjúk- linga er nokkuð sem snákaolíusölumenn hvers konar hafa reynt að telja fólki trú um frá alda öðli, oft með skelfi- legum afleiðingum. Þar fyrir utan hefur fyrirmyndin sjaldnast sjálf tekið inn eða notið tilætlaðs árangurs af meðalinu. Undanfarna daga hafa birst hér skoðanaskipti um kosti og galla frjálshyggju þegar þróun- arríkin eru annars vegar. Boð- berar frjálshyggjunnar hafa þar verið Hannes Hólmsteinn Giss- urarson og Birgir Tjörvi Péturs- son, framkvæmdastjóri. Ekki ætla ég að draga í efa góðan ásetning þeirra en ég hygg að ályktanir þeirra og boðskapur sé á nokkrum misskilningi og rang- túlkunum byggður – sem er alvarlegt mál þar sem mannslíf eru í húfi. Boðorð frjálshyggjunnar, hvað varðar þróunarlöndin, eru einkum tvenn: (1) að draga beri stórlega úr eða jafnvel hætta hvers konar fjárhagslegri þróun- araðstoð frá „norðri” til „suðurs” og (2) að þróunarlöndunum sé hollast að hverfa alfarið frá rík- isafskiptum – þó að ekkert „þró- uðu” landanna hafi gert það. Reyndar flakkar Hannes fjálg- lega á milli þess að gagnrýna erlenda fjárhagsaðstoð annars vegar og ríkisafskipti hins vegar, sem ónýtir þau dæmi sem hann tekur af hinum svokölluðu „Kraftaverkalöndum” í Asíu sem sönnun á nytsemi frjálshyggj- unnar. Því þó þau hafi notið tak- markaðrar fjárhagslegrar þró- unaraðstoðar („Kraftaverkaríkin“ Kórea og Taívan hafa reyndar fengið drjúgan skilding frá bæði BNA og Japan í gegnum tíð- ina) þá hafa þau svo sannarlega virt frjáls- hyggjuboðorðið að vettugi og náð sínum árangri með hjálp ríku- legra ríkisafskipta, þó ekki megi draga úr mikilvægi markaðsafl- anna þar heldur. Fyrsta boðorðið Fyrst nokkrar athuga- semdir um kosti og galla þróunaraðstoðar í formi tilfærslu á fé. Það er hárrétt hjá bæði Birgi og Hannesi að miklu fé hefur á umliðnum árum og áratugum verið sólundað í vel meinta en van- hugsaða og ómarkvissa efnahags- lega þróunarhjálp. Umtalsverður hluti hennar hefur þar að auki, líkt og Hannes bendir á, gert það ógagn að styrkja í sessi spilltar og grimmar alræðisstjórnir. Ástæð- urnar fyrir misheppnaðri þróun- araðstoð eru margar, bæði af tæknilegum toga sem og há-pólit- ískar; sumar flóknar en aðrar ein- faldari – svona eftir á að hyggja – og of langt mál að fara að tíunda þær hér. En hverjar sem ástæð- urnar eru þá má ekki líta svo á að rysjótt saga þróunaraðstoðar sé nothæf sem einhver rök fyrir því að gefa hana alfarið upp á bátinn þar sem hún sé dæmd til að mis- takast, eins og skilja má af mál- flutningi þeirra Birgis og Hannes- ar, einkum þess síðari. Lærdómurinn er mikið frekar sá að sú aðferðafræði og þau vinnubrögð sem beitt hefur verið hafa oft á tíðum verið meingöll- uð og vanhugsuð, byggð á mis- skilningi og fáfræði um félags- legar, menningarlegar og pólitískar aðstæður í móttöku- landinu. Einnig hafa sjálfsbjarg- arviðleitni og atbeini þiggjend- enna verið stórlega vanmetin, eins og Birgir bendir sjálfur á. Höfundur er MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranemi í þróunarfræðum. Frelsi til kúgunar DAVÍÐ SIGURÞÓRSSON ÁRNI ÞORMÓÐSSON Þannig er eignarréttur þjóðar- innar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarréttur- inn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� ���� ��� ����������� �� ���� ������� �� ��������� ������� ���������������� ������������� ������������������������ �������������� �������� ��� ���������������� ���� ������� �������������� ��� ������������������������������������� ������������������������������������������������������� Safapressa fyrir heilsuna og línurnar���� �� �� � �� � �� � � ��� Fæst með berjapressu ���� ��� ����������������� ����������������������� ������������������������ ���������������������� Verð frá kr.: 23.500

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.