Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 31

Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 31
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Heiða Sigurðardóttir starfar hjá lögfræðisviði Lands- bankans. Hún er líka lunkin með saumavélina og þakkar það móður sinni, sem byrjaði snemma að leyfa henni að spreyta sig við að sauma föt á Barbí- dúkkurnar. Í dag kýs Heiða fremur að sauma sér föt en bíða eftir því að þau komi í búðir. „Ég er þannig gerð að ef ég gríp eitthvað í mig þá vil ég fá það strax, Þessi bolur var bara svona hugdetta sem ég gat ekki beðið eftir að kæmi í búðirnar. Ég hafði séð stelpu í sjónvarpinu í bol með þessu ákveðna sniði og vissi að mig langaði í sams konar flík, bara með hlébarðamynstri. Við tók heilmikil leit að þessu efni sem bolurinn er gerður úr, en það var uppselt nánast alls staðar,“ segir Heiða og upplýsir blaðamann um að fatahönnuðir hafi forgang hjá heildsölum við að kaupa efni og að stundum kaupi þeir upp heilu lager- ana með þeim afleiðingum að efnin komist aldrei í almenn- ar efnabúðir. „Þetta fæst til dæmis ekki í Virku og fleiri búðum í Reykjavík. Ég þurfti að fara til Hafnarfjarðar að kaupa efnið í búð sem heitir Gallerí Sara.“ Heiða segist vita til þess að dýraskinnsmynstur sé mikið í tísku þessa dagana. „Ég virðist samt hafa dottið inn á þetta rétt áður en það var farið að fjalla svona mikið um það í blöðum og tímaritum. Þetta er fyrsta flíkin sem ég eignast með svona mynstri enda er þetta frekar villt. Mér hefur reyndar alltaf þótt þetta flott á öðrum, en svo ákvað ég bara að mig langaði að ganga í svona topp og tók mig því bara til og saumaði hann,“ segir þessi ákveðna saumakona. mhg@frettabladid.is Saumaði sætan topp Heiða Sigurðardóttir segist ekki geta beðið lengi eftir því sem hana langar að fá. Þess vegna saumar hún sér frekar fötin en að bíða þess að þau birtist í hillum búðanna. VIRÐULEGIR PRÓFASTAR Fatahengi eru til í mörgum útfærslum. HEIMILI 10 GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 21. september, 264. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 7.07 13.21 19.33 Akureyri 6.51 13.05 19.18 TUTTUGASTI OKTÓBER ER ALÞJÓÐLEGUR BEINVERNDARDAGUR. Alþjóðlegu beinverndarsamtökin halda 20. október í heiðri sem alþjóðlegan beinverndardag ár hvert. Tilbangurinn er að vekja athygli á þeim alvarlega og einkennalausa sjúkdómi sem beinþynnig er og veldur miklum fjölda sjúkrahússinnlagna og dauðsfalla. Á hverju ári hefur dagurinn ákveðið þema og í ár er það næring og bein. Beinvernd, sem er íslensk landssamtök áhugafólks um beinþynningu, hefur af því tilefni verið í samstarfi við matreiðslu- meistara. Eitt af vopnunum í baráttunni við beinþynningu er einfaldari lyfjagjöf en áður hefur þekkst. Það er svonefnd Bonviva-tafla sem tekin er aðeins einu sinni í mánuði og svo nýjasta lyfið sem kemur á markað eftir tvær vikur og er gefið í sprautu á þriggja mánaða fresti. Næring og bein Raddir sem heyrast úr eigin höfði eru víst ekki óeðlilegar, þvert á það sem talið hefur verið. Talið er að einn af hverjum 25 heyri raddir í höfði sínu án þess það trufli daglegt líf. Raddir í höfðinu þurfa því ekki að tengj- ast geðsjúkdómi. Tískuvikur standa nú yfir víða um heim. Fylgjast má með tískuvikunum meðal annars á síðum eins og www.style.com og www.vogue.uk.co. Um að gera að fylgjast vel með og vera klár á því sem koma skal í tísku- straumunum næstu misseri. Myrkrið færist nú yfir með lækk- andi sól og því ekki úr vegi að huga að útilýsingu við heimilið. Víða fást fallegar lugtir eða ljós sem geta lýst upp tilveruna og gangveginn svo enginn fari sér nú að voða í myrkrinu. ALLT HITT [TÍSKA HEIMILI HEILSA] ALLT SEM ER GULT GULT Haustlitir eru í tísku. TÍSKA 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.