Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 36

Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 36
[ ]Ekki gleyma að slaka á. Góð heilsa kemur einna helst með stresslausum líkama. Takið stund hvern dag til að anda og slaka á. Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG B.A. Í SÁLFRÆÐI Guðmundur Ragnar Guð- mundsson tölvukennari kveðst vera léttari, hressari og úthaldsbetri eftir að hann komst á lifandi fæði og ætlar að kenna grunnatriði þess lífs- stíls á síðdegisnámskeiði hjá Manni lifandi í dag, 21. sept- ember. „Ég lít svo á að margir kvillar orsakist af matarvenjum sem má þannig líkja við fen. Það er samt aldrei of seint að snúa við og þó við læknum okkur kannski ekki til fulls með því að borða réttan mat þá er hollt fæði tvímælalaust fyrirbyggjandi,“ segir Guðmund- ur. Sjálfur hefur hann snúið sér að því sem kallað er lifandi fæði, en það felst í því að hann hvorki steikir né sýður það sem hann setur ofan í sig. Hann segir þó að slíkar breytingar á lífsvenjum ekki eigi að gera á einni nóttu heldur smátt og smátt. Þá leggist ró yfir meltinguna, fólk finni fyrir léttleika bæði á sál og lík- ama, það fari að borða minna því líkaminn nýti allt betur og mat- arfíkn hjaðni. Hann sér fyrir sér heilsueflingu í framtíðinni sem leiði til betra og lengra lífs með litlum tilkostnaði. Þetta mun hann fræða fólk um á námskeiði hjá Manni lifandi nú í dag, fimmtudaginn 21. septemb- er milli klukkan 17.30 og 20. gun@frettabladid.is Borðar hvorki soðna né steikta matvöru Guðmundur Ragnar segir fólk losna við margs konar vanlíðan með því að borða lifandi fæði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það var sorglegt að skoða Hag- kaupsbækling síðustu viku og sjá hvað fyrirtækið flytur inn fyrir okkur Íslendinga. Á forsíðunni var mynd af lít- illi stelpu sem hélt á sykurhúð- uðu cheeriosi með bros á vör. Þarna voru líka ofursaltaðar hnetur, Ben & Jerry ís sem er einn fituríkasti ís á markaðnum og poppkorn með extra smjör- innihaldi. En orðið „organic“ á kassanum gerir popp í smjörlegi ekkert hollara. Á næstu síðum var svo fátt annað en pitsur, unnar kjötvörur, snickers- smyrja á brauð, ritzkex með sykruðu hnetusmjöri á milli (eins og ritzkex sé ekki nógu óhollt eitt og sér), aukaefnastráð köku- mix og kleinuhringir. Ef þetta er Ameríka í hnotskurn finnst mér ekki skrítið að Ameríkanar séu feitasta og jafnvel vannærðasta þjóð í heimi. Það versta frá Ameríku Ég sá þó eitt sem gæti nært lík- ama minn og það var lífrænt ræktaða grænmetið frá Earthbound Farm. Nokkrum dögum síðar sá ég svo í einu dag- blaðana að spínatið frá þeim hefði verið innkallað. Þar fór það! Ég bjó í Ameríku um tíma og veit því af eigin raun að það er ekki auðveldasti hlutur í heimi að finna næringarríkan mat í stórmörkuðum þar í landi. En Ameríka er ekki bara snickers og Peter Pan hnetusmjör. Svo dæmi sé tekið eru kraftmiklar súpur og pottréttir sterk hefð í suðurhluta bandaríkjanna, svo ég tali nú ekki um snilldar mat- argerð Suður-Ameríku. Ef um landkynningu er að ræða eru amerískir dagar Hagkaups kynn- ing á „instant“ Ameríku, sem er tilbúin í pakka. Það er því frekar sorglegt að sjá stórmarkað hér á landi fyllast af broti af því versta frá Ameríku (eða Bandaríkjun- um öllu heldur). Við vinnum ekki saman Á sama tíma og amerískir dagar standa yfir eru áhyggjufullir einstaklingar (og ekki að ástæðu- lausu) að reyna að vinna forvarn- arstarf gegn offitu, vannæringu og hreyfingarleysi íslensku þjóð- arinnar og ekki síst ungmenna, sem jafnvel eru enn ginkeyptari fyrir slíkum gylliboðum en þeir sem eldri eru. Eftir að hafa borð- að matinn sem Hagkaup vildi leggja áherslu á þessa helgina, erum við síður líkleg til að hreyfa okkur og líklegri til að fitna þar sem hann inniheldur sprengju af hitaeiningum en litla sem enga næringu. Þetta er að minnsta kosti ekki leiðin til að lyfta því grettistaki í lýðheilsumálum sem við þurfum að gera. Hagkaup er í „business“ Hagkaup hefur gert marga góða hluti í heilsumálum og markaðs- hlutdeild verslunarinnar er það sterk að ekki á að þurfa að leggj- ast svona lágt í vöruúrvalinu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrirtæki eins og Hagkaup eru í „business“, en góður „bus- iness“ liggur í svo mörgu öðru en innflutningi á smjörsprautuðum kalkúnabringum eða einhverju sem heitir „shake´n pour“. Það eitt og sér getur ekki komið vel út, hvernig sem á það er litið. Valið er okkar! Þeir sem reka fyrirtæki gera auðvitað bara það sem þeir telja sig þurfa að gera til að koma vör- unni á framfæri. Þeir fara líka eins langt og siðferði þeirra og fyrirtækjabragur nær. Að því sögðu langar mig bara að minna á ábyrgð okkar sjálfra á eigin heilsu og vellíðan. Lifið heil! Borghildur Smjörpopp og snickers-smyrja Kanadísk rannsókn bendir til þess að tónlistarnám bæti minni og námsárangur hjá ung- um börnum. Þetta kemur fram á vef BBC. Börnin sem voru borin saman voru á aldrinum fjögurra til sex ára. Í ljós kom að þau sem stund- uðu tónlistarnám stóðu sig betur í prófum sem mæla eiga náms- getu, stærðfræðigetu, minni og læsi. Tónlistarnemendur sýndu auknar framfarir strax eftir fjóra mánuði en börnunum var fylgt eftir í eitt ár. Áður höfðu sömu rannsakend- ur athugað áhrif tónlistarnáms á eldri börn og komist að sömu nið- urstöðum. Næsta skref mun vera að athuga áhrif tónlistar á full- orðið fólk og hlakka rannsakend- ur til að fá niðurstöður úr þeim prófum. - tg Tónlist þrosk- ar heilann Tónlistarnám virðist hafa góð áhrif á greindarþroska. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM í vetur *Tilboðsverð 2006 S e p t. 2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafimarkaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð semkemurá óvart 25% afsláttur *

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.