Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 39
FIMMTUDAGUR 21. september 2006 9
Haustið er tími uppskerunnar. Þá
er viðeigandi að prýða híbýlin með
gróskulegum aldinplöntum sem
sýna að þrátt fyrir allt kom hér
sumar, þótt stundum hafi okkur
nú þótt fremur lágskýjað, rakt og
hryssingslegt, svo ekki sé nú fastar
að orði kveðið um þetta sumar sem
senn er á enda. Plöntur af kartöflu-
ættinni þroska myndarleg ber sem
oftar en ekki eru litsterk og gleðja
augað. Af þessari ætt eru nokkrar
pottaplöntur sem einmitt passa svo
vel inn í stemninguna og standa
langt fram eftir hausti.
Kóralber, Solanum capsicastrum, er
smávaxinn runni frá Suður-Ameríku.
Vaxtarlagið er marggreinótt út til
hliðanna, en fremur flatt að ofan.
Blöðin eru fagurgræn, óreglulega
lensulaga og blómin eru hvítar
stjörnur (kartöflublóm!) sem þarf
að frjóvga svo aldin myndist.
Það er hægt að gera með því að
strjúka eyrnapinna yfir blómin af
og til meðan á blómgun stendur.
Eftir frjóvgunina myndast allstór,
hnöttótt ber. Í fyrstu eru þau græn
en skipta svo litum yfir í gula og
eirrauða skalann og verða að
lokum kóralrauð. Plantan, einkum
berin, er ögn eitruð, en samt ekki
hættuleg. Berin eru bragðvond, svo
að óvitar skyrpa þeim strax út úr
sér ef þeir stinga þeim í munninn.
En samt er best að hafa plöntuna
þar sem börn ná ekki til hennar.
Kóralberið þarf drjúga vökvun og
ögn af áburði á vaxtartímanum og
vill helst standa á björtum stað þar
sem sólar nýtur nokkra tíma á dag.
Venjulega er plantan ræktuð sem
einær og fleygt þegar skrautgildi
hennar dvínar. En það er líka hægt
að geyma plöntuna yfir veturinn
á björtum, fremur svölum stað og
halda þá vökvun í lágmarki. Það
er nóg að moldin sé aðeins rök á
veturna. Seinnipart vetrar má svo
klippa greinar og umpotta í stærri
pott.
Salsapipar eða salsapaprika, Capsic-
um annuum ‚Salsa‘, er eiginlega
sama tegundin og sú sem gefur
okkur papriku og chilipipar. Paprik-
an er upprunnin í Mið-Ameríku og
hafði verið í ræktun þar í nokkur
þúsund ár áður en Evrópumenn
gerðu vart við sig. Af henni eru til
mörg hundruð sérnefnd afbrigði og
stofnar, sem hver hefur sína eigin-
leika, bæði hvað varðar vaxtarlag
og aldinstærð en ekki síst bragð-
styrkinn. Venjuleg paprika er sæt og
mild á bragðið, eins og við vitum,
en salsapiparinn er mun skarpari í
góminn. Hann gefur hið dæmigerða
bragð í salsamatseldina ásamt fleiri
paprikugerðum. Það er auðvelt að
rækta hann í björtum glugga og
þarfirnar eru í stórum dráttum þær
sömu og hjá kóralberinu, nema
það að plönturnar eru einærar og
lifa ekki af veturinn. Hins vegar
geta þær prýtt eldhúsgluggann
meðan eitthvað er aftir af aldinum
á þeim. Salsapaprikurnar eru fyrst
grænleitar en skipta svo yfir í gult,
appelsínugult eða hárautt, allt
eftir afbrigðum. Það er óhætt að
nota þær í matseld, en fara þarf
varlega og smakka sig áleiðis ef
ekki á allt að loga. Salsapaprikur
innihalda töluvert af undraefninu
kapsaisíni, sem sagt er að hafi mjög
heillavænleg áhrif á blóðrásina og
sérstaklega hefur athygli beinst að
kapsaisíninu undanfarin ár vegna
þess að sumir vísindamenn telja að
regluleg neysla á því dragi úr tíðni
blöðruhálskrabbameina. Mest er af
kapsaisíni í rauðu aldinunum.
Skínandi haustber til
gagns og gleði
Í GARÐINUM HEIMA
HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM
ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA
Smávægileg mistök urðu við gerð
greinar um útiljós og lugtir í Allt blaði
Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag.
Þá rugluðust tveir myndatextar og
því birtum við hér myndirnar á ný,
með réttum texta.
leiðrétting }
Nýjasta lugtin hjá Ljósunum í
Bænum er þessi fallega borðlugt.
Sandblásið gler umlykur kveikinn og
gefur þannig milda birtu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þessi fallegi kyndill fæst
í Lene Bjerre. Honum
er einfaldlega stungið í
jörð og olíu hellt ofan
í opið. Kyndillinn er
einnig auðveldur
í þrifum og fæst í
tveimur stærðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
upplifðu haustið í litum
Komið og skoðið æðislega haustliti í Habitat. Nú er málið að
skella sér út í rómantíkina og krydda allt þetta svarthvíta þema
sem hefur verið svo áberandi með flottu haustlitunum. Tími til
að fara í kósí stemminguna með lækkandi sól. Mikið úrval af
ótrúlega góðum og flottum kertum, mottum og teppum.
Úrvalið af nýjum vörum í öllum flottu haustlitunum er í Habitat.
Ýmislegt fleira en gott sjónvap er nauðsynlegt til að gera stund-
ina við skjáinn ánægjulega.
Íslendingar eyða stórum hluta frítíma síns fyrir framan sjónvarpið enda
getur verið gott að kasta sér upp í sófa eftir erfiðan vinnudag. Til að
gera stundina ánægjulega er gott að hafa við hendina nokkra hluti sem
auka þægindin til muna og auka á slökun.
Rólegt kvöld við
sjónvarpið
Gott myndefni skiptir
höfuðmáli.
Gott er að hvíla
þreyttan koll á
kodda.
Fjarstýring, svo
ekki þurfi að
standa upp að
óþörfu.
Værðarvoð er yndisleg á köld-
um kvöldum og ekki er verra
ef tveir geta deilt einu
teppi.
Þægilegur sófi
skiptir öllu
máli.
Alltaf er gott
að hafa
eitthvað að
maula.