Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 44
■■■■ { miðborgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 Um miðjan desember mun rekstur söluturnsins hætta. Margrét segir sjálf að margir hafi komið að máli við sig upp á síðkastið og spurt hvað þeir eigi að gera nú þegar sjoppan hættir. „Þetta eru aðal- lega MR-ingar og þeir hafa í gegn- um árin verið mitt lifibrauð og ég sömuleiðis þeirra,“ segir hún. „Það stóð til að selja reksturinn en síðan var leigusamningnum sagt upp og því var ekkert annað að gera en að loka Hallanum.“ Aðspurð um hvernig stemning- unni í Hallanum mætti best lýsa svarar hún: „Hér hefur ekki þróast eins sterk pylsu og kók menning líkt og í öðrum sjoppum, hérna er það peppó og kók, sumir panta eina peppó og bauk, en það er á svo- kölluðu Hallamáli, það er tungu- mál sem skilst bara hér. Peppó er eins konar þjóðarréttur MR-inga,“ segir hún hreykin. En peppó er við- urnefni fyrir heita langloku með pepperóníi. Margrét viðurkennir fúslega að hún sé fyrir löngu orðin goðsögn í þessum bransa á Íslandi. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum og Margrét stefnir á eftirlaun. „Ég hef alltaf átt gott samband við MR- ingana enda eru þeir svo prúðir og yndislegir. Þegar maðurinn minn dó þá sýndu þeir mér mikinn samhug og skólakórinn söng í jarðarförinni, það var alveg ótrúlegt. Þegar þeir svo fréttu að sjoppan væri að loka þá gaf skólafélag MR mér utan- landsferð til Kanarí um jólin; þessir krakkar eru í einu orði sagt frábær- ir. Ég veit að ég á eftir að gráta oft af söknuði þegar Hallanum verður lokað.“ -vör Líður að lokun Söluturninn Hallinn hefur staðið á Laufásveginum í rúmlega 60 ár. Margrét Magn- úsdóttir eða Magga peppó eins og hún er kölluð er mörgum kynslóðum MR-inga að góðu kunn. Ein af síðustu Peppólokunum afgreidd í Hallanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Um miðjan desember mun Hallinn loka. Herratískan í miðborginni og annars staðar er fjölbreytt eins og vera ber. Nokkuð áberandi er að verslunum fyrir herra hefur fjölgað víðast hvar auk þess sem margar verslanir hafa bætt við sig herradeildum. Slíkt er í takt við tímann þar sem karlmenn á öllum aldri virðast gefa tískunni meiri gaum en áður. Karlmenn þurfa samt sem áður að þora að taka áhættu og prófa sig áfram enda er leiðinlegt að hjakka ætíð í sama farinu. BUXUR - KRONKRON Niðurþröngar buxur eru ekki eingöngu fyrir stelpur heldur þvert á móti. Passa verður samt upp á að velja rétt snið og svo er gaman að velja óhefðbundna liti. HNEPPT PEYSA - G-STAR RAW Hnepptar afapeysur eru gríðarlega áberandi um þessar mundir enda fjöl- breyttar og skemmti- legar. Vítt hálsmál gefur einnig mikla mögu- leika því hægt er að vera í bol, skyrtu og í raun hverju sem er undir peysunni. Passa þarf samt upp á samsetninguna en best er að prófa sig áfram og vera uppátækjasamur. SOKKAR - ELVIS Allir eru eða ættu að vera orðnir leiðir á hinum týpísku svörtu og hvítu sokkum. Af hverju ekki að glæða þenn- an neðsta hluta líkamans aðeins og fá í staðinn smá athygli frá öðrum? Það þarf ekki að fara út í öfgar en smá munstur og nokkrir litir hafa aldrei drepið nokkurn mann. PÓLÓ-BOLUR - IÐUNN- RALPH LAUREN Þó að pólóbolir hafi verið á örlitlu undanhaldi að undanförnu halda þeir þó áfram vinsældum sínum. Í staðinn fyrir þverröndótta má samt til dæmis prófa boli með skólabúningssniði, einlita og með flottu skjaldarmerki. FRAKKI - GK Frakk- ar í styttri kantinum eru ætíð glæsilegir og gefa manni tignarlegt útlit. Hið her- mannlega útlit frakkanna skemmir heldur ekki fyrir og gefur góða skvettu af karlhormónum. Sniðið skiptir þó alltaf miklu máli og ekki fal- legt ef það er pokalegt. PEYSA - GYLLTI KÖTTUR- INN V-hálsmál er afgerandi á flest öllum peysum frá öllum f ramle iðendum. Litir lífga upp á flíkina og falleg skyrta innan undir getur líka gert gæfumuninn. Tíglamunstur eru að verða vinsæl og verða áberandi í vetur. -sha Klassísk en djörf herratíska Flestir vita það,að ekki er hægt að stóla á þurrviðri í henni blessaðri Reykjavík. Eng- inn ætti þó að láta það stoppa sig í því að rölta um miðborgina, því enginn er verri þó hann vökni. Mörg- um er þó illa við að vökna en þá er þjóðráð að hafa regn- hlíf við höndina, þegar skýfallið skellur á. Þó Reykjavík sé stórborg í hjarta sér skortir hana óðu götusalana sem spretta upp um leið og fyrsti dropinn fellur, tilbúnir að selja manni regnhlíf. Nóg er þó af verslunum í miðbænum þar sem hægt er að kaupa regnhlíf, meðal annars í Marimekko á Laugaveginum. Syngjandi í rigningunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.