Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 46

Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 46
■■■■ { miðborgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 Það þarf oft ekki að leita langt til þess að finna notalega staði undir berum himni þar sem fáir eru á ferli og kjörið er að drekka kaffi úr máli á meðan gluggað er í dagblöðin. Ljósmyndari Fréttablaðsins heim- sótti nokkra fallega og friðsæla staði í miðborg Reykjavíkur. Rólega Reykjavík Það er ekki bara ys og þys í miðbænum heldur eru margir fallegir og rólegir staðir í gróðursælu umhverfi sem vert er að gefa gaum. Alþingisgarðurinn er fallegur og friðsæll, nema ef hávaðinn af þingpöllunum verður of mikill. Garður Einars Jónssonar er fallegur. Og yndislegt að rölta á milli forkunnarfallegra högg- myndanna. Í Grjótaþorpinu er sjaldan mikill skarkali; þessi bekkur er í fallegu umhverfi í Mjóstræti. Þennan friðsæla lund er að finna á mótum Kirkjustrætis og Aðalstrætis. Við norðurenda Reykjavíkurtjarnar er gaman að gefa öndunum brauð og fræðast um leið um þær tegundir sem þar lifa. Margir bekkir eru við tjörnina í Reykjavík, þar er kjörið að setjast niður og fylgjast með því sem fyrir ber. fréttablaðið/gva Gaman getur verið að rölta niður Laugaveginn með börnin með sér á góðum degi. Hins- vegar eru börnin ekki alltaf jafnspennt fyrir búðarápi og löngum kaffihússetum. Hér er tiltekið eitt og annað sem hægt er að gera með börnun- um í miðborginni: HLJÓMSKÁLAGARÐURINN er víð- áttumikill og spennandi fyrir börnin. Þar er hægt að hlaupa um og sparka bolta eða leika í leiktækjunum sem þar er að finna. Útigrill er að finna í garðinum og jafnvel hægt að kippa með sér kolum og einum pylsupakka og gera sér glaðan dag. ENDURNAR Á TJÖRNINNI hafa í mörg ár lifað á því brauði sem reykvísk börn hafa fært þeim. Hvert ein- asta barn í Reykjavík og víðar verður að fara a.m.k. einu sinni niður á tjörn og gefa öndunum brauð. Þá er mikilvægt að mamma og pabbi gleymi ekki mynda- vélinni heima og smelli einni af börnunum við tjörnina. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR hefur að geyma skemmtilega barna- deild þar sem úrval af bókum og leikföngum er nokkuð gott. Ágætt er að rápa þar aðeins um og kaupa jafnvel eina spennandi bók eða liti til að setjast með á reyk- lausa kaffihúsið Súfistann á efstu hæðinni. INGÓLFSTORG er alltaf líf- legt og gaman að sitja þar og fylgjast með krökkunum að leika sér á hjólabrettum. Við torgið er svo fyrirtaks ísbúð þar sem hægt er að fá alls konar ís, sérsniðinn að þörf- um hvers og eins. HALLGRÍMSKIRJUTURN er ekki bara fyrir túristana því börnum þykir sérstaklega gaman að fara upp í turninn. Þaðan er hægt að horfa yfir alla borgina, og alltaf gaman að sjá heimili sitt í fjarska. Í bæinn með börnin ���� ����������� ��������� ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� ���������� ������� ������������� ��� ���������� ��� ��������� �������� ���� ���� ���������������� ���������� Laugavegi 63 • s: 551 442 2 Skoðið úrvalið á laxdal. is Úlpuúrv al

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.