Fréttablaðið - 21.09.2006, Qupperneq 48
■■■■ { miðborgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6
Í Pikknikk hefur verið boðið upp á
ýmiss konar nýstárlegar uppákom-
ur í sumar auk þess sem þar eru
seldar íslenskar hönnunarvör-
ur. Haldin var sýning á stígvélum
sem íslenskir hönnuðir sáu um að
skreyta, Sigríður Klingenberg stóð
fyrir spákonukvöldum auk þess sem
haldnir voru mannfagnaðir af ýmsu
tagi. ,,Það er erfitt að lýsa þessu
með orðum. Þetta er bara svona
stemning, ekkert fínt eða glæsilegt
heldur bara gleði. Svo finnst fólki
gaman að versla og gerir það mjög
gjarnan þegar það er búið að borða.
Þetta er nýtt í Reykjavík,“ segir
Áslaug Snorradóttir ljósmyndari
sem rekur verslunina með Önnu
Elínborgu Gunnarsdóttur og Hlín
Helgu Guðlaugsdóttur, og bætir við
að gaman sé að færa list, menningu
og hönnun í annað umhverfi en
sýningarsali.
Pikknikk var opnuð um miðjan
júní á þessu ári og hefur verslunin
verið opin á virkum dögum í sumar.
Það kemur þó til með að breytast
í vetur en þá verður lögð meiri
áhersla á veislu- og fundaþjónustu
fyrir hópa. ,,Þetta verður svona
snarl í kringum hönnun,“ segir
Áslaug sem notar húsnæði verslun-
arinnar einnig sem vinnustofu. ,,Nú
er að koma út Pikknikkbók sem er
pínu skrítið í september, en þetta
er bara uppskera eftir sumarið með
sólarmyndum og gleði,“ segir hún
og bætir við að tilvalið sé að lýsa
þannig upp skammdegið.
Áslaug er ákaflega ánægð með
staðsetningu Pikknikks og telur að í
miðbænum sé að finna meiri sjarma
og ástríðu, fleiri spennandi búðir,
skemmtilegri og óhefðbundnari en
í verslunarmiðstöðvunum. Vin-
kona hennar bauð henni að leigja
húsnæðið í tvo mánuði sem hún
þáði þar sem henni fannst hverfið
spennandi og nálægðin við höfn-
ina og sjóinn heillaði hana. ,,Ég
vona að hér verði meira mannlíf og
betri aðstaða svo fólk í Reykjavík
geti verið nálægt sjónum. Þetta er
svo fallegt svæði en sjórinn hefur
aldrei þótt neitt merkilegur. Við
höfum alltaf hafnað því að þetta
gæti orðið menningarsvæði því við
erum alin upp við fisk og sjó og það
hefur ekki þótt heillandi. Það er
leiðinlegt þegar siglt er inn í höfn-
ina að sjá bara einhverja olíutanka
eða gáma. Við manneskjurnar erum
númer eitt og við eigum að njóta
þess,“ segir hún ákveðin.
Áslaug telur að miðbærinn sé að
færa sig lengra vestur í bæ og bend-
ir á að verslunarstarfsemi hafi auk-
ist mikið í kringum hafnarsvæðið.
Þar má finna Hamborgarabúlluna
og Sægreifann auk þess sem Jón
Sæmundur er að opna nýja versl-
un á svæðinu með erlendar og inn-
lendar merkjavörur. ,,Mér finnst svo
skemmtilegt að það eru alls konar
karakterar hérna. Þetta er bara
aðalhverfið,“ segir hún og hlær.
Þegar Áslaug hittir útlendinga
bendir hún þeim ekki aðeins á Bláa
lónið heldur hvetur þá einnig til að
kíkja á Kaffivagninn úti á Granda
sem að hennar sögn er besti veit-
ingastaður sem völ er á. ,,Það að
horfa á trillurnar, sjá sjómennina
og alla sem vinna í kring fá sér að
borða er svo mikill léttir fyrir fólk
sem býr í Reykjavík. Það hafa svo
oft verið opnaðir veitingastaðir sem
eiga að vera svo flottir og smart en
lifa svo í korter. Kaffivagninn hefur
alltaf verið til staðar og það er svo
notalegt þegar eitthvað fær að lifa,
hefur þróast og hefur karakter. Mér
finnst svo frábært að vera í Reykja-
vík og hafa aðgang að svona stað
með sögu og karakter,“ segir Áslaug
ákveðin að lokum. -shs
Við erum númer eitt og við
eigum að njóta þess
Spákonukvöld með Sigríði Klingenberg, kokteilboð og troðfull búð af íslenskri hönnun
er meðal þess sem verslunin og samkundustaðurinn Pikknikk við Seljaveg býður upp á.
Áslaug Snorradóttir telur að í miðbænum sé að finna mikinn sjarma og ástríðu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Í miðbæ Reykjavíkur kennir ýmissa grasa í tísku eins og öðru. Hvergi er
hægt að finna jafn fjölbreytt og gott úrval af klæðnaði og þar leynast
einnig óuppgötvuðu demantarnir. Best er að gefa sér góðan tíma, skoða
margar verslanir og grúska sem mest. Á endanum á það eftir skila sér
margfalt.
PEYSA - MARIMEKKO
Þó að það sé kominn vetur er algjör
óþarfi að sleppa öllum litum. Ermar
í síðari kantinum geta þó hlýjað manni
og slaufur eru sætar og flottar í vetur.
HANDTASKA - TRIBAL
Handtaska eru jafn mikilvæg fyrir konur og
hver annar klæðnaður. Hauskúpur hafa verið
vinsælar í alls kyns klæðnaði og aukahlutum
að undanförnu og halda því áfram.
KJÓLL - ROKK & RÓSIR
Svartur kjóll er alltaf klassískur enda leita
tískustraumar nútímans sífellt til fortíðar.
Rauði liturinn gerir kjólinn enn meira ögr-
andi.
BUXUR - TRÍLÓGÍA
Niðurþröngur buxur halda áfram að vera langmest
áberandi í buxnatískunni og ýmsir skrautlegir litir
koma sterkir inn.
JAKKI - JOSS
Ekta klassískur jakki fyrir veturinn.
Tvíhnepptir jakkar eru ennþá mjög
vinsælir og beltið færir okkur kven-
legar línur.
Kvenlegt og
formfagurt
�������������������������������������
���������������������������������������
������������������
����������������