Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 50

Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 50
■■■■ { miðborgin } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8 Þótt margur landinn hafi gætt sér á veitingum í garði Hressingar- skálans á fögrum sumardegi vita ekki allir að garðurinn skipar stórt hlutverk í sögu Reykjavíkur og má rekja frægð hans aftur til daga Jör- undar hundadagakonungs sem er talinn hafa nýtt garðinn til kart- öfluræktar árið 1809. Hressingar- skálagarðurinn gengur einnig undir nafninu Landfógetagarðurinn og er elsti skrúðgarður Reykjavíkur sem enn er í rækt. Nafn garðsins vísar í Árna Thorsteinsson land- og bæjarfógeta sem keypti húsið við Austurstræti 20 árið 1861 og vann ötullega við að rækta upp fagran skrúðgarð í bakgarðinum. Árni var mikill áhugamaður um garðrækt og var einn af stofnendum Hins íslenska garðyrkjufélags. Í garðin- um gróðursetti hann ýmsar sjald- gæfar plöntur sem sumar hverjar höfðu aldrei áður verið ræktaðar á Íslandi. Skrúðgarðurinn var í eigu fjölskyldu Árna til ársins 1931 en þá keypti KFUM húsið og lóðina. Árið 1932 leigði Björn Björnsson bakari húsið og bakgarðinn og opn- aði kaffihús. Hefur húsið að mestu verið nýtt í slíkan rekstur síðan. Hressingarskálagarðurinn hefur breyst mikið frá því Árni land- fógeti hlúði með alúð að plöntun- um sínum. Líklega á Hannes Thor- steinsson, bankastjóri og sonur Árna, heiðurinn af þeim gróðri sem finna má í garðinum í dag, en hann var eins og faðir hans mikill áhuga- maður um garðrækt. Valdimar H. Hilmarsson sem rekur Hressingarskálann ásamt Einari Sturlu Monicher segir að vel sé hugsað um garðinn þótt hæpið sé að kalla hann skrúðgarð lengur. Hann segir bakgarðinn þjóna sínum tilgangi vel á sumrin og að vinsælt sé meðal viðskiptavina að tylla sér niður í góðu veðri en auk þess hefur garðurinn verið nýttur til tónlist- arviðburða. ,,Stundum höfum við verið með lifandi tónlist á kvöldin sem hefur verið mjög skemmtilegt. Ef rignir er hægt að sitja undir garð- skýlinu og þegar veður leyfir situr fólk úti í garðinum,“ segir Valdimar og bætir við að talsvert sé um að hópar komi við til að fá að skoða garðinn þar sem merkilegt þyki að slíkan fjársjóð sé að finna í felum á milli húsa í miðborginni. Bakgarður Hressingarskálans var á árum áður vinsæll fundarstaður skálda og annarra merkra manna í íslenskri sögu og var skrúðgarð- urinn oft á tíðum uppspretta skáld- skapar. Skáldin áttu einnig sinn viðverustað inni á kaffihúsinu að sögn Valdimars. ,,Það er frægt horn inni í Hressingarskálanum þar sem frægir rithöfundar sátu yfir kaffi og ræddu pólitík og heimsmál,“ segir Valdimar. Listinn yfir skáld, lista- menn og aðra þekkta Íslendinga sem vöndu komur sínar í Hress- ingarskálann er langur, en meðal annars má nefna skáldin Tómas Guðmundsson og Stein Steinarr og rithöfundana Þórberg Þórðarson og Gunnar Dal. Listmálararnir Jóhann- es S. Kjarval, Nína Tryggvadóttir og Lovísa Matthíasdóttir sátu gjarnan í Hressingarskálanum og svo mætti lengi telja. Valdimar segir að enn þann dag í dag venji athafnamenn á sviði bókmennta, leiklistar og kvikmynda komur sínar í Hress- ingarskálann og má því álykta að töfrar sköpunargáfunnar svífi enn yfir þessum sögufræga stað. -shs Skrúðgarður skáldanna Hressingarskálagarðurinn á sinn stað í minningum margra borgarbúa en færri vita þó að garðurinn á sér langa og merkilega sögu sem rekja má aftur til daga Jörundar hundadagakonungs. Valdimar H. Hilmarsson segir garðinn á Hressó vel nýttan á sumrin. Þar séu gjarnan tónleikar sem falli vel í kramið hjá gestum staðarins. Bakgarður Hressingarskálans er einn elsti skrúðgarður Reykjavíkur. Var hann kallaður Land- fótgetagarðurinnu, en Árni Thorsteinsson, land- og bæjarfótgeti, ræktaði hann upp. Margir eiga minningar um skemmtun og góðar stundir í vinahópi á þessum sögufræga stað í Reykjavík. Í skáldahorni staðarins sitja gjarnan rithöfundar, kvikmyndagerðarmenn og aðrir listamenn. Lífrænasta kaffihús landsins og þar ríkir skemmtilegur hippa- fílingur. Þar er ekkert alkóhól á boðstólum og þar má heldur ekki reykja sem er kostur í augum fjöl- margra. Þetta er því kjörinn stað- ur fyrir fólk með börn og alla þá sem láta sér annt um heilsuna. Kaffi Hljómalind Laugavegi 21 Kaffihúsin í bænum Staður fyrir alla, konur og karla. Fínn matseðill og kaffið sæmi- legt. Ýmsar uppákomur eru líka í gangi á virkum dögum fyrir þá sem vilja brjóta upp hefðbundna skóla- eða vinnuviku. Café Kulture Hverfisgötu Býður upp á eina klassískustu súpu landsins sem er borin fram í bragðgóðu brauði. Hálfrökkrið þar inni er afar heillandi og þar er þægilegt að sitja, súpa á heitu kaffi eða sötra á köldum bjór. Svarta kaffið Laugavegi 54 Í miðborginni er fjöldinn allur af spennandi og góðum kaffihúsum, þar sem gott er að setjast niður, spjalla, hitta vini og drekka gott kaffi, eða ylja sér við heitt kakó. Þægilega afslappandi og ekki einungis fyrir bókaorma. Hægt að lesa og skoða allt milli himins og jarðar og fínar kökur eru í boði. Áður en farið er inn á kaffihsú- ið er hægt að koma við á neðri hæðinni og grípa með sér nokkur tímarit. Súfistinn Mál og menningu Besta kaffi bæjarins en þangað er best að fara eldsnemma á morgn- ana, fá sér kaffi og gróft ristað brauð. Best er að forðast háanna- tíma. Leyniráð er að kíkja á Lista- safn Íslands þar sem Kaffitár er einnig með aðstöðu. Kaffitár Bankastræti Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.