Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 77

Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 77
FIMMTUDAGUR 21. september 2006 41 Bók félagsráðgjafans Melody Beattie, Aldrei aftur meðvirkni, hefur nú verið endurútgefin hér á landi. Bókin, sem ber undirtitilinn „að hætta að stjórna öðrum og bera umhyggju fyrir sjálfum sér“, kom út árið 1993 í þýðingu Helgu Ágústsdóttir en hefur verið illfáanleg um nokkurt skeið. Í bók sinni fjallar Beattie um tilfinn- ingasambönd fólks og hvernig aðstandendur verða meðvirkir með fjölskyldu- meðlimum eða vinum sem eiga t.d. við áfengis- eða vímuefnavanda að etja. Beattie fjallar enn fremur um ein- kenni meðvirkni á borð við afneitnun, vanmetakennd, magnleysi og kvíða sem geta birst á margvíslegan hátt en hún bendir jafnframt á lausnir og leiðir til þess að rjúfa vítahring meðvirkni og koma á einlægari og heiðar- legri samskiptum milli fólks. Útgefandi er Sala og dreifing. - khh Meðvirknilærdómur BRUGÐIST VIÐ MEÐVIRKNI Metsölubók Melody Beattie er aftur fáanleg. Markmið fyrstu tónlistarhátíðar Gagnaugans er að bjóða upp á háklassa tónlist með íslenskum og erlendum flytjendum en unnend- ur harðkjarnamúsíkur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Helli Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar úti á Hólmaslóð í kvöld. Réttnefnd yfirskrift hátíðar- innar er „Sumarið er búið“ og stefna forsvarsmennirnir að því að gera þetta að árlegum viðburði. Þess er getið í fréttatilkynningu frá aðstandendum „hauskúpu- hátíðarinnnar“ að engir aukvisar verði á sviðinu í kvöld og fjöl- breytileikinn í fyrirrúmi. Frum- kvöðlarnir í hljómsveitinni Shai Hulud munu spila í annað sinn fyrir íslenska hlustendur en auk þeirra koma fram hljómsveitirnar Changer, Morðingjarnir, Celest- ine, Benny Crespo‘s Gang, Severed Crotch og I Adapt. Ekkert aldurstakmark er á hátíðina enda kjörin skemmtun fyrir alla fjölskylduna, miðaverði er stillt í hóf - svo og tónleikatím- anum, sem miðast að því að allir geti tekið strætó heim af Hólma- slóðinni. Öll neysla á áfengi eða öðrum vímuefnum er stranglega bönnuð og ógildir tónleikamiðann. - khh Sumarið er búið En bætist í hóp þeirra gesta sem heiðra munu Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík en lista- konan og ekkja Bítilsins John Lennon mætir á hátíðina hinn 8. október og kynnir myndina Banda- ríkin gegn John Lennon. Þá mun Ono einnig kynna stuttmyndina Onochord sem verður sýnd á undan Bandaríkjunum gegn John Lennon sama dag. Bandaríkin gegn John Lennon segir sanna sögu þess hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna reyndi hvað hún gat til þess að þagga niður í John Lennon, sem var ekki einungis ástsæll tónlistarmaður heldur einnig táknrænn boðberi friðar. Myndin inniheldur ítarleg viðtöl við þá sem þekktu hann best og sýnir líf og samtíma Lennons, hugmyndirnar sem hann barðist fyrir og gjaldið sem hann þurfti að greiða að lokum. Enn fremur sýnir myndin fram á að dæmi Lennons er síður en svo einangrað í bandarískri sögu. Myndin er gerð með fullum stuðn- ingi Yoko Ono. Onochord er heimildarmynd um gagnvirkt listaverk Yoko Ono sem hún ræðir stuttlega áður en hún kynnir Bandaríkin gegn John Lennon fyrir bíógestum. ■ Yoko Ono kynnir mynd um Lennon JOHN OG YOKO Hjónaband þeirra fékk skjótan endi þegar Lennon féll fyrir hendi morðingja. HLJÓMSVEITIN MORÐINGJARNIR Það eru engir aukvisar sem leika á fyrsta „sköllfesti“ Gagnaugans. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 18 19 20 21 22 23 24 Fimmtudagur ■ ■ SKEMMTANIR  21.30 Dj Lucky spilar soul, funk og reggae músík á Café Paris. ■ ■ SÝNINGAR  09.00 Listvinafélag Hallgríms- kirkju stendur að sýningu á verkum Hafliða Hallgrímssonar. Tólf mynd- verk hans eru nú til sýnis í fordyri kirkjunnar, sýningin stendur til 23. október.  13.00 Myndlistamaðurinn Iain Sharpe sýnir í galleríi Animu við Ingólfsstræti. Sýningin er opin frá 13-17 og stendur til 7. október. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  12.00 Yfirlitssýningu á ljósmynd- um Andrésar Kolbeinssonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi lýkur um næstu helgi. Myndir Andrésar frá árunum 1952- 65 birta nýja sýn á ört vaxandi borg. Sýningin er opin milli 12-19 virka daga en 13-17 um helgar Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ������������������ ������� �� ������������������������������������������������ ����������������� ������� ��������������� �������������������������� ����������������������� �������� � � � ��� �� �� �� ��� �� �� �� �� ��� ���� ������ ����� ���������������������� ������������� � ��������������� ����� �� �������� LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Sýningar í Landnámssetri í september og október Laugardagur 23. september kl. 20 Uppselt Sunnudagur 24. september kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27. september kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28. september kl.20 Laus sæti Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 7. október kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8. október kl. 20 Örfá sæti laus Fimmtudagur 12. október kl. 20 Laus sæti Föstudagur 13. október kl. 20 Laus sæti Laugardagur 14. október kl. 20 Örfá sæti laus Sunnudagur 15. október kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 19. október kl. 20 Laus sæti vaxtaauki! 10% Ath. takmarkaður sýningafjöldi!!! 3. sýning föstudaginn 22. sept. 4. sýning laugardaginn 23. sept. 5. sýning laugardaginn 30. sept. 6. sýning sunnudaginn 1. okt. 7. sýning föstudaginn 6. okt. Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýning hefst kl: 20:00. Miðasala í síma 555-2222 www.hhh.is | www.midi.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.