Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 79

Fréttablaðið - 21.09.2006, Page 79
 21. september 2006 FIMMTUDAGUR43 Breski harðjaxlinn Jason Statham leikur leigumorðingjann Chev í spennumyndinni Crank. Hann á fremur slæman dag þar sem hann kemst að því fljótlega eftir að hann fer á fætur að búið sé að eitra fyrir honum en þannig refsar vinnuveit- andi hans honum fyrir að klúðra verkefni daginn áður. Kínverska eitrið sem rennur um æðar Chevs er þeirri ónátturu gætt að það stöðvar allt adrenalín- flæði um líkama hans og eina von hans um að halda lífi þangað til hann kemst yfir móteitur er að djöflast eins og óður maður til þess að keyra upp adrenalínið. Hann notar lyf, orkudrykki og öll tiltæk ráð til þessa auk þess sem hann hefur ekkert ráðrúm til að slaka á þar sem illmennin sem byrluðu honum eitrinu halda unnustu hans í gíslingu. Statham vakti fyrst athygli í bresku eðalkrimmunum Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch eftir Guy Ritchie en hefur undanfarin ár verið að festa sig í sessi í hasarmyndum með ágætis frammistöðu í Transporter, Trans- porter 2 og Cellular. Hann er því á kunnugum slóðum í Crank, sem er hlaðin spennu og gefur Transporter- myndunum ekkert eftir hvað hama- gang og hraða keyrslu snertir. Feigur morðingi í jötunmóð JASON STATHAM Er harður í horn að taka sem fyrr og berst nú fyrir lífi sínu og kærustu sinnar í hlutverki leigumorð- ingjans Chev sem lendir upp á kant við vinnuveitendur sína. Þrjár aðalgellurnar í þremur skól- um sem eru allir í samkeppni vakna upp við vondan draum þegar þær hittast og komast að því að þær hafa allar verið á föstu með sama gaurnum, íþróttahetj- unni John Tucker, á sama tíma. Stúlkurnar eru engin lömb að leika sér við og taka höndum saman um grimmilegar hefndar- aðgerðir og ætla sér heldur betur að gjalda Tucker rauðan belg fyrir gráan. Hugmyndin er að búa þannig um hnútana að hinn eftirsótti Tucker muni standa uppi stelpu- laus og eiga ekki séns í nokkra dömu. Fyrstu tilraunir þeirra renna út í sandinn og þær gríða þá til þess örþrifaráðs að finna lítt áberandi stelpu og dubba hana upp sam- kvæmt draumum Tuckers. Hún á svo að heilla Tucker, sem hún fer vitaskuld létt með, og segja honum svo upp á sem mest niðurlægjandi hátt. Það kemur þó alvarlegt babb í bátinn þegar nýja stúlkan kolfell- ur fyrir Tucker og lendir milli steins og sleggju. Þrír kvendjöflar í ham SOPHIA BUSH Leikkonan unga úr sjónvarpsþáttunum One Tree Hill leikur eina stúlk- una í bandalaginu um að knésetja kvennaljómann John Tucker sem Jesse Metcalfe leikur. Stutt- og heimildarmyndahátíðin Nordisk Panorama verður að þessu sinni haldin í Árósum í Dan- mörku dagana 22.-27. september en á hátíðinni koma saman kvik- myndagerðarmenn frá Norður- löndunum og sýna þar það nýjasta í stutt- og heimildarmyndagerð. Þrjár íslenskar myndir hafa verið valdar til keppni í þetta sinn; heimildarmyndin Act Norm- al í leikstjórn Ólafs Jóhannesson- ar, stuttmyndin Stuttmynd án tit- ils í leikstjórn Lars Emils Árnasonar og tónlistarmynd- bandið Whatever með hljómsveit- inni Leaves í leikstjórn Gísla Darra Halldórssonar. Þá verður tónlistarmyndbandið My Home Isn´t Me í leikstjórn Elvars Gunn- arssonar með Þóri sýnt á auka- dagskrá hátíðarinnar. Íslenskir kvikmyndagerðar- menn munu einnig kynna verk sín á fjármögnunarmessu sem verð- ur haldin í tengslum við hátíðina en þar munu meðal annars Ólafur Jóhannesson og Ragnar Santos kynna myndina Queen Raquela og Friðrik Guðmundsson, Steinþór Birgisson og Þorfinnur Guðnason kynna verkefnið My Friend Bobby sem fjallar um Sæmund Pálsson, einn helsta vin skáksnillingsins Bobby Fischer. Íslendingar á Nordisk Panorama ÓLAFUR JÓHANNESSON OG RAGNAR SANTOS Keppa til verðlauna á Nordisk Pano- rama með heimildarmyndinni Act Normal og kynna einnig mynd sína Queen Raqu- ela á fjáröflunarmessu sem haldin verður í tengslum við hátíðina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.