Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 80

Fréttablaðið - 21.09.2006, Side 80
maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR Einar Logi Vignisson 21. september 2006 FIMMTUDAGUR44 Hvaða matar gætirðu síst verið án? Jólamatarins, uppáhaldsmaturinn minn er hamborgar- hryggur. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Kalkúnninn sem mamma gerir á gamlárskvöld. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Það er eitt og annað sem bragðlaukarnir mínir eru ekki alveg nógu þroskaðir í. Ansjósur, til dæmis. Ég fór heldur ekki að borða venjulegan brauðost fyrr en átján ára gamall. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Þau eru nú ekki mörg, þetta er nokkuð opin bók hjá mér. Pestó er opinbert leyndarmál þessa dagana. Það er lang- best þegar maður býr það til sjálfur, ég ætla að fara að læra það. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég hef reynt að forðast að tengja saman geð og mat þar sem það getur oft endað illa hjá fólki. Helst kex, ég er dálítill kexkall. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það sem ég á alltaf til er það sem ég kaupi í of miklu magni og nota svo ekki! Núna er það jalapeños. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Það væri rækjusalat. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Krókódíll og kengúra á áströlskum veitingastað. Við pöntuðum hann og kengúruna sem smakk og borð- uðum annað í aðalrétt, þannig að ég borðaði krókódíl, kengúru og nautakjöt í einni máltíð. MATGÆÐINGURINN ELÍS PÉTURSSON BASSALEIKARI OG VERSLUNARMAÐUR Gæti ekki verið án jólamatarins > Fáðu þér... ...blandara. Sniðugt tæki til að búa til hollmeti á borð við góm- sæta skyrdrykki með ferskum ávöxtum, ferska djúsdrykki eða grænmetisbuff. Tekur lítið pláss og býður upp á marga möguleika við matargerðina. Ásamt Pilsen er Ceské Budejovice önnur af háborgum bruggunar í Tékklandi. Frægasti mjöður borgarinnar er kenndur við hana, einfald- lega kallaður Budvar í Tékklandi en verið fluttur út undir nafninu Bud- weiser Budvar í vel á aðra öld. Budweiser-nafnið er dregið af þýska heiti borgarinnar, Budweis. Bjór frá Budweis hefur notið frægðar sem „Budweiser-bjór“ allt frá því á 15. öld enda var hefð að kenna bjórinn við borgirnar fremur en brugghúsin. Þannig var Michelob frá Mechol- upy og Liebotschaner frá Libocany. Undir þessum heitum voru bjór- arnir þekktir og fluttir út til Bandaríkjanna upp úr miðri 19. öld. Þýsk- ir innflytjendur voru frumherjar í bruggun bjórs í Bandaríkjunum og þeir tóku upp nöfn af kunnum evrópskum bjórum til að auka virðu- leika framleiðslu sinnar. Árið 1876 settu sápuframleiðandinn Eberhard Anheuser og tengda- sonur hans Adolf Busch á markaðinn bjórinn Budweiser sem var fram- leiddur úr tékkneskum humlum. Síðar hófu þeir einnig að framleiða bjóra undir heitunum Michelob og Liebotschaner. Fleiri amerísk fyrir- tæki framleiddu bjór undir heitinu Budweiser en upp úr aldamótunum 1900 náði Anhauser-Busch einkarétti á nafninu. Nafngiftin olli nokkrum ruglingi og árið 1911 náði ameríski fram- leiðandinn samkomulagi við tékknesku brugghúsin um að Anheuser- Busch væri heimilt að nota hið skráða vörumerki þeirra Budweiser alls staðar utan Evrópu. Jafnframt var brugghúsunum í Budejovice heimilt að taka fram á flöskunum að um væri að ræða Budweiser-bjór frá borginni Budweis. Þetta samkomulag hélt fram að seinni heims- styrjöldinni en þá notfærðu Ameríkanarnir sér þrönga stöðu hins her- setna Tékklands og þvinguðu Tékkana til að samþykkja að nota ekki heitið í Norður-Ameríku. Friður ríkti allt fram til 1978 er Ameríkan- arnir gerðu Tékkunum hátt peningatilboð í nafnið sem kommúnista- stjórnin hafnaði. Eftir flauelsbyltinguna 1990 gerði Anheuser-Busch tilboð í reksturinn og var það til skoðunar í nokkur ár en var loks hafn- að 1996. Síðan þá má segja að blóðugt lögfræðistríð hafi geisað um allan heim þar sem ameríska fyrirtækið hefur lögsótt það tékkneska í tugum landa. Í langflestum tilfellum hafa Tékk- arnir boðið sigur úr býtum en málaferlin eru fyrirtækinu kostnaðarsöm. Tékkarnir eiga jafnframt erfitt með að selja sinn bjór í Bandaríkjunum, þar er hann seldur undir heit- inu Czechvar. Ameríska fyrirtækið hefur ekki gefið upp von um að yfirtaka Budweiser Budvar. Það hefur þrýst mjög á tékknesk stjórnvöld og reynt að hafa áhrif á almenningsálitið með því að gefa Prag-háskóla stórgjaf- ir og með ýmsum öðrum hætti reynt að fullvissa Tékka um góðan hug sinn. En allt kemur fyrir ekki, Tékkarnir líta á Budweiser Budvar sem eitt helsta stolt landsins og þora ekki að einkavæða fyrirtækið af ótta við að Amer- íkanarnir leggi það niður eða breyti framleiðsluaðferð- inni, sem er mjög kostnaðarsöm en tryggir gæði. Budweiser Budvar er látinn lagerast í þrjá mánuði áður en hann er settur á flöskur og er það einn lengsti geymslutími sem þekkist í bjór- framleiðslu. Stríðið um Budweiser-nafnið Kolbrún Ólafsdóttir, aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigð- isráðherra, er mikill mat- gæðingur og skemmtir sér vel í eldhúsinu. Hún ætlar að deila með lesendum uppskrift að kjúklingasalati sem hún fær aldrei leið á. „Ég hef mjög gaman af því að elda og dúlla mér í eldhúsinu,“ segir Kolbrún en áhugi hennar á elda- mennsku byrjaði strax á unglings- aldri þar sem hún gaf móður sinni stundum frí í eldhúsinu til að geta prufað sig áfram. „Ég var mikið fyrir að gera tilraunir með mat og var því ekkert í að elda venjuleg- an heimilismat. Fyrir foreldrum mínum voru þetta mjög framandi réttir sem ég töfraði fram ung að aldri.“ Kolbrún býr ein og segist því ekki vera mikið í að elda fyrir sjálfa sig á kvöldin „ Það getur verið mjög erfitt að elda fyrir bara einn en kjúklingasalatið og salöt yfirleitt henta mjög vel þar sem hægt er að geyma afgangana og borða þá daginn eftir, sparsamt og gott,“ segir Kolbrún en að eigin sögn er hún meira fyrir að bjóða fólki í mat þegar hún vill láta reyna á hæfileikana í eldhúsinu. „Mér finnst voða gaman að gera sushi þessa dagana,“ segir Kolbrún en hún fullyrðir að sushi- gerð sé alls ekki flókin og óyfir- stíganleg fyrir áhugamenn um eldamennsku. Túnfiskur, lax, rækjur og krabbi eru í uppáhaldi, annað kaupir hún í Nings-búðinni á Suðurlandsbraut. „Eldamennskan er það skemmtilegasta sem hægt er að gera í eldhúsinu og uppvaskið er leiðinlegast,“ segir áhugakokkur- inn Kolbrún að lokum. alfrun@frettabladid.is Salöt í uppáhaldi KOLBRÚN ÓLAFSDÓTTIR Ásamt því að vera aðstoðarmaður ráðherra er hún mikill listakokkur og hefur gríðarlega mikinn áhuga á eldamennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvað er betra en að gæða sér á heitri og góðri súpu á köldum vetr- ardögum? Mörgum finnst súpur vera óspennandi og ekki endilega matur heldur meira forréttur. En það er hægt að gera góða matar- mikla súpu sem virkar vel sem aðal- réttur. Fréttablaðið hafði samband við Örlyg Ólafsson, eiganda Súpu- barsins, til að gefa lesendum nokkur góð ráð varðandi súpugerð. „Það þarf alls ekki að taka langan tíma að gera súpu. Það sem mestu máli skiptir er að hafa gott hráefni og reyna að vinna allt saman upp frá grunni,“ segir Örlygur en honum finnst best að nota lífræn efni í súpurnar enda hollustan í fyrirrúmi á Súpubarnum. Örlygur notar til dæmis grænmeti í stað hveitis til að þykkja súpuna en einnig er gott að nota kartöflur, sætar eða venjuleg- ar, til að gera súpuna matarmeiri. „Það eru til ótal grunnar að súpum í matreiðslubókum sem maður getur fylgt og svo er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að stjórna ferðinni. Til dæmis er mjög skemmtilegt að gera súpuna girni- legri með því að gera hana litríka og skreyta hana með hráefninu. Setja til dæmis kryddaðan og steiktan svepp ofan á rjómalagaða sveppa- súpu. Það gerir súpu að meiri mat.“ Örlygur segir það algjöran óþarfa að hafa brauð með súpu en mörgum finnist það vera ómissandi fylgihlutur súpuáts. „Súpan sjálf á alveg að standa fyrir sínu en ef fólk vill hafa brauð með er mjög gott að hafa litlar snittur með áleggi í stað þess að hafa bara venjulegt hvítt fransbrauð.“ Uppáhaldssúpa Örlygs er Tex Mex súpa sem hann ber fram ásamt lífrænt ræktuðum nachos flögum „Þessi súpa hefur allt; hún er krydd- mikil, þykk og alveg svakalega góð.“ Þessi góðu súpuráð ættu að vera fólki hvatning til að fara að leika sér í eldhúsinu og töfra fram indælis súpumáltíðir. - áp Heit súpa á köldum dögum ÖRLYGUR ÓLAFSSON Eigandi Súpubars- ins er fullur af visku um góða súpugerð sem hann deilir með lesendum. SÚPUR Hvað er betra á köldum vetrardegi en heit súpa? KJÚKLINGASALAT A´ LA KOLBRÚN Passar fyrir tvo í aðalrétt Klettasalat Spínat (til dæmis lollo rosso salat) Hálf gúrka Kirsuberjatómatar Rauð paprika Kjúklingur Ristaðar furuhnetur Fetaostur í kryddolíu Aðferð: Salatið sett í skál og gúrka og tómatar skorið niður. Paprikan skorin niður og sett í eldfast mót, krydduð með svörtum pipar, salti og ólífuolíu skvett yfir. Paprikan sett í ofn þar til bitarnir fara að dökkna á börmunum. Kjúklingur rifinn niður, furuhnetur ristaðar á þurri pönnu þar til þær verða gylltar á lit. Þessi eru síðan öllu skellt saman í skál og olíunni af fetaostinum dreift yfir salatið. Gott er að bera fram með grófu brauði eða bara eitt og sér.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.