Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 85

Fréttablaðið - 21.09.2006, Síða 85
[TÓNLIST] UMFJÖLLUN Áður en þessi piltur hóf sólóferil sinn var ég sannfærður um að hann væri í liði með djöflinum. En svo, eftir að hann afmeyjaði frægustu hreinu mey síðan Maríu, var eins og hann hefði verið snert- ur af hönd Guðs. Kannski voru sambandsslit hans og Britney leið hans inn í ljósið? Þau færðu okkur a.m.k. hið frábæra lag Cry Me a River. Frumraun hans var án efa óvæntasta ánægja popptónlistar það sem af er þessum áratug. Hún sýndi og sannaði að Timber- lake er mjög metnaðarfullur tón- listarmaður og (dirfist mér að viðurkenna það...?) afbragðs söngvari. Eftir vinsældir Justifi- ed hefði hann getað gefið hvaða prump sem er út á plasti og selt milljónir. Hann fær því strax prik í kladdann hjá mér fyrir að hafa staðist þá freistingu og ákveðið frekar að taka sér fjögur ár í að skapa plötu sem hann sjálfur hefur trú á. Það sem er fyrst sláandi við FutureSex er hversu vel hún fangar augnablikið. Það er nánast eins og að allt sem er spennandi við popptónlist í dag kristallist á þessari plötu. Það næsta sem grípur mann eru lögin. Þau byggja flest á einfaldri hrynjandi og eru greinilega unnin með dansgólfið í huga, sem mér fannst alltaf mátt vera meira af á síðustu plötu. Það sem stendur þó upp úr er hversu gott nef Timberlake hefur fyrir söngmelódíum. Margar þeirra eru þess eðlis að þær festast í heilahvelinu strax við fyrstu hlustun, sem er gjöf sem fáum lagahöfundum er gefin. Hér er lítið rúm fyrir barna- legar og klisjulegar ballöður. Það eru tvær þannig, báðar mjög aftarlega á plötunni. Restin af lögunum fær mann nær öll til þess að slá fæti með. Ef hægt er að nefna einhverja áhrifavalda væri svo sem hægt að benda á augljós George Michael Jackson áhrif hér og þar, en mest sláandi fannst mér hversu mikið undir- staðan í laginu frábæra My Love minnti mig á Blinded by the Lights eftir The Streets. Annars er þessi plata svo stútfull af slög- urum að ég ætla ekkert að vera að eyða plássi í telja þá upp. Með því að gefa sér tíma hefur Timberlake náð að gera hið ómögulega. Sem heild er þetta án efa betri plata en Justified. Hvort hér sé þó að finna jafn tímalausa slagara og hann er frægastur fyrir er erfitt að segja, tíminn einn verður að leiða það í ljós ... en það kæmi mér ekkert á óvart. Birgir Örn Steinarsson Úps... honum tókst það aftur! JUSTIN TIMBERLAKE: FUTURSEX/LOVESOUNDS Niðurstaða: Justin Timberlake festir sig hér í sessi sem helsti popptónlistarmaður fyrsta áratugarins. Skilar af sér betri plötu en síðast og mun bráðum taka yfir heiminn. Það styttist í sögulega endurkomu Yusuf Islam, betur þekkts sem Cat Stevens, en lagahöfundurinn held- ur sína fyrstu tónleika í Fortune Forum Club í London. Samkvæmt fréttavefnum contactmusic.com ætla fjölmargar stjörnur að heiðra Islam með nærveru sinni og nægir þar að nefna fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, og leikarahjónin Michael Douglas og Catherine Zeta Jones auk milljarðamæringsins Richards Branson. Staðurinn er þekktur fyrir að safna fé sem notað er í baráttunni gegn fátækt og hefur fræga fólkið lagt sitt á vog- arskálarnar í því brýna verkefni. Cat Stevens var ein af stór- stjörnum hippatímabilsins og samdi lög á borð við Morning Has Broken, Father and Son og Wild World. Hann sagði skilið við tónlistarbransann tveim- ur árum eftir að hafa snúist til íslamstrúar í lok áttunda áratugarins en fyrsta poppplata hans í 28 ár verður gefin út í nóv- ember. Islam spilar fyrir stjörnurnar YUSUF ISLAM Snýr aftur til poppheims- ins í næstu viku þegar hann spilar á Fortune Forum Club. BILL CLINTON Hvort hann og Hill- ary Clinton hafi hlustað á Cat Stevens á sínum yngri árum skal ósagt látið en forsetinn fyrrverandi ætlar að mæta á tónleikana. Þær eru margar aðferðirnar sem finna má til að líta betur út en það sem hefur vakið mesta athygli og er mest notað af konum nú til dags er hrukkubaninn botox. Nú telja vís- indamenn að efnið sé ávanabind- andi. Botox virkar aðeins í ákveðinn tíma, eða fjóra til sex mánuði, og því nauðsynlegt fyrir konur sem vilja halda andliti sínu lausu við hrukkur að endurtaka botox-meðferðina. Læknar hafa nú sýnt fram á það að fjörutíu prósent kvenna sem fara í slíka meðferð hneigjast til að fara í aðrar lýtaaðgerðir. Botox- aðgerðunum hefur fjölgað um fimmtíu prósent í Bretlandi frá árinu 2005. Læknarnir báru saman botox- notendur og þá sem fara aðrar leiðir í fegrunaraðgerðum og komust að því að þeir sem notuðu botox væru mun uppteknari af öldrun en hinir. Læknar telja botox vera skyndi- lausn sem lætur fólk líða betur að utan sem innan og því fá menn þörf fyrir að gera alltaf meira og betur í þessum efnum. Margar stjörnur velja botoxið til að halda andliti sínu sléttu og unglegu enda er mikil pressa á leik- konum og söngkonum í Hollywood um að líta sem best út. Meðal þeirra kvenna sem viðurkennt hafa að nota botox eru fyrirsæturnar Linda Evangelista og Cindy Crawford. Einnig hafa leikkonurnar í sjón- varpsþáttunum Aðþrengdar eigin- konur eða Desparate Housewives verið orðaðar við notkun á hrukku- bananum. - áp Ávanabindandi hrukkubani BOTOX Vísindamenn og læknar í Bret- landi telja botox, hrukkubanann, vera ávanabindandi efni. LINDA EVANGELSTA Hefur lýst því yfir opinberlega að hún notist við botox og segir hún efnið vera það besta á mark- aðnum í dag. Jennifer Lopez hefur ákveðið að fara í tæknifrjóvgun til að draum- ur hennar um að eignast börn geti ræst. Söng- og leikkonan kunna er gift söngvaranum Marc Anthony og hafa þau sett stefn- una á að eignast tvö börn saman. J-Lo hefur heimsótt heilsugæslu- stöð í Los Angeles sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum og rætt við starfsfólk og sjúklinga þar. „Jennifer segir að hún sé þegar farin að undirbúa sig fyrir tækni- frjóvgunina og að hún geti ekki beðið eftir því að stofna fjöl- skyldu,“ sagði heimildarmaður á heilsugæslustöðinni við breska blaðið The Sun. J-Lo er orðin 37 ára gömul og lýsti því yfir fyrir skemmstu að hún væri tilbúin að gera hvað sem er til að verða ólétt. Hún er nú farin að borða spínat til að verða frjósamari. Að ráði læknis síns borðar hún spínat þrisvar á dag. „Ef spínatið hjálpar mér ekki við að eignast börn ætti ég þó að fá vöðva eins og Stjáni blái í stað- inn,“ sagði J-Lo létt á því. J-Lo í tæknifrjóvgun JENNIFER LOPEZ Er tilbúin að gera hvað sem er til að verða móðir. Hún hefur nú sett stefnuna á að fara í tæknifrjóvgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Á morgun föstudaginn 22. september á sjúkranuddstofan mín 5 ára afmæli. Um leið og ég þakka viðskiptavinum mínum fyrir viðskiptin býð ég bæði þá og nýja viðskiptavini velkomna. Frí meðferð fyrir alla sem eiga afmæli þennan dag. Sjúkranuddstofan Síðumúli 15, 108 Reykjavík Sími/fax 588-1404 Gsm: 895 9404 BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON HAGATORGI • S. 530 1919 / AKUYREYRI BÖRN kl. 5:45 - 8 - 10.15 B.i.12.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 Leyfð BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16 .ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10:15 B.i. 12.ára. THE ANT BULLY M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð UNITED 93 kl. 10:10 B.i. 12 LADY IN THE WATER kl. 10:10 B.i. 12 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 8 YOU, ME AND DUPREE kl. 8 B.i. 12 Renaissance kl. 8 B.i.12 Where the Truth Lies kl. 5:45 B.i. 16 Down in the Valley kl. 10:15 B.i. 16 A cock and bull story kl. 5:45 B.i. 16 Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt. Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín. Þetta er saga fjórðu vélarinnar. V.J.V. TOPP5.IS ���� ���� S.U.S. XFM 91,9. ���� TOMMI KVIKMYNDIR.IS FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. „the ant bully“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. Með hinum eina sanna Jack Black og frá leikstjóra „Napoleon Dynamite“ kemur frumlegasti grínsmellurinn í ár. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON ICELAND FILM FESTIVAL 2006 Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER BJÓLFS KVIÐA ���� V.J.V. TOPP5.IS ����� H.J. / MBL The Libertine Down the valleyA cock and bull .. Kvikmyndahátíð Deitmynd ársins. Með kyntröllinu Channing Tatum (“She’s the Man”) Jack Black er NACHO LIBRE kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 7.ára. STEP UP kl. 8 - 10:15 B.i. 7.ára. UNITED 93 kl. 8 - 10:20 B.i.14.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð V.J.V. TOPP5.IS ���� V.J.V. TOPP5.IS ���� V.J.V. TOPP5.IS ��� NACHO LIBRE kl. 4 - 6:10 - 8 - 10:20 B.i. 7.ára. NACHO LIBRE VIP kl. 5:10 - 8 - 10:20 BÖRN kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára. STEP UP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7.ára. MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð ANT BULLY M/-ensku tali kl. 6:20 Leyfð LADY IN THE WATER kl. 8:10 - 10:20 B.i. 12.ára. PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:20 B.i. 12.ára. OVER THE HEDGE M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð BÍLAR M/- Ísl tal. kl. 4 Leyfð / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 ANT BULLY m/ísl. tali kl. 6 Leyfð STEP UP kl. 8 -10 Leyfð Þegar þú færð annað tækifæri þarftu að taka fyrsta sporið. Frábær dansmynd hlaðin geggjaðri tónlist en myndin kom heldur betur á óvart í USA fyrir nokkru. 4 vikur á toppnum á Íslandi !
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.